Þegar ég var menntaskólanemi og síðar ungur fullorðinn maður fannst mér oft eins og ég væri eini trúleysinginn í heiminum. Það þótti ekki til siðs í þá daga (já, það er svona stutt síðan) að vera mikið að úttala sig um að guðir væru ranghugmynd og mýta, enda var kirkjan alltumlykjandi í samfélaginu, átti skuldlaust allar stórhátíðirnar og stóru stundirnar í lífi manna. Hvað sem öllum vísindum leið áttum við að líta upp til presta og helst vera auðmjúk, spariklædd og pen í návist þeirra.
Í Fréttablaðinu í dag birtist pistill eftir Bjarna Karlsson þar sem hann kemur með þessa áhugaverðu fullyrðingu um fjölbreytileika aðferða til þess að afla þekkingar í póst-módernískum heimi.
Í eftirnútímanum ríður á að hlusta vel og nýta öll þekkingarform mannkyns; vísindi, listir, trúarbrögð, frumbyggjafræði, þjóðsögur og hvað annað sem hönd á festir.
Hér verður þetta hrakið, ítarlega:
Póstmódernismi er ekki eitthvað eitt og hann er ekki bara góður eða slæmur. Það eru nokkur einkenni sem hægt er að tala um sem helstu einkenni póstmódernisma í fræðaheiminum. Þetta eru auðvitað ekki algildir né tæmandi flokkar og það er töluverð skörun á milli þeirra. Áður en lengra er haldið þá er rétt að benda á að þessi umfjöllun nær eingöngu til póstmódernisma í fræðaheiminum og þó að margt af þessu speglist í listum og menningu þá er ég ekki að fjalla um það.
Ég var myrkfælinn þegar ég var barn. Fannst alltaf vera eitthvað óhreint í myrkrinu, fældist stundum af hræðslu og hljóp inn í herbergi þar sem var ljós. Ég komst yfir þessa hræðslu í nokkrum skrefum: Fyrsta var að þylja guðsorð fyrir munni mér og halda að það héldi skrímslum og draugum í skefjum. Næst að telja mér trú um að framliðnir ættingjar eða aðrar yfirnáttúrulegar hollvættir væru sterkari en vondu draugarnir. Þá las ég það húsráð að hafa Nýja testamentið opið á 23. Davíðssálmi á náttborðinu - það var bjargráð nr. 3. Þessi ráð dugðu öll, í þeim skilningi að með þeim trúði ég því að það sem ég trúði að væri í myrkrinu ógnaði mér ekki.
Trúarviðhorf Íslendinga hafa verið könnuð í þremur stórum könnunum árin 2004, 2011 og 2015. Þegar fjórum fjölmennum aldurshópum er fylgt eftir á þessu tímabili benda niðurstöður sterklega til þess að fullorðnum Íslendingum sem játa trú hafi farið nokkuð hratt fækkandi á þessu tímabili.
Movable Type
knýr þennan vef