Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Þó ég gangi um dimman dal...

Mynd af ófreskjum

Ég var myrkfælinn þegar ég var barn. Fannst alltaf vera eitthvað óhreint í myrkrinu, fældist stundum af hræðslu og hljóp inn í herbergi þar sem var ljós. Ég komst yfir þessa hræðslu í nokkrum skrefum: Fyrsta var að þylja guðsorð fyrir munni mér og halda að það héldi skrímslum og draugum í skefjum. Næst að telja mér trú um að framliðnir ættingjar eða aðrar yfirnáttúrulegar hollvættir væru sterkari en vondu draugarnir. Þá las ég það húsráð að hafa Nýja testamentið opið á 23. Davíðssálmi á náttborðinu - það var bjargráð nr. 3. Þessi ráð dugðu öll, í þeim skilningi að með þeim trúði ég því að það sem ég trúði að væri í myrkrinu ógnaði mér ekki.

Fjórða og síðasta bjargráðið, og jafnframt það sem best dugði því það læknaði mig af myrkfælninni, var að hætta að trúa á drauga og skilja að það er ekkert óeðlilegt við að líða illa í myrkri, enda á það sér þróunarlegar skýringar: apinn veit ekki hvar hlébarði liggur í fleti fyrir ef hann sér ekki handa skil; apinn er í dag orðinn að okkur og hlébarðinn að draugum. Við höfum erft meðfædda varúð, eins og svo margt annað sem er gagnlegt í hættulegum heimi. Þegar maður skilur, og er hættur að trúa, þá hættir maður líka að óttast. Þannig að þó ég gangi um dimman dal þá óttast ég ekkert - því það er ekkert að óttast.

Vésteinn Valgarðsson 24.05.2016
Flokkað undir: ( Efahyggja )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?