Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Sölumaður óttans

Flestir hafa væntanlega einfaldlega hlegið að kjánalega "sjáandanum" Láru Ólafsdóttur sem spáði skjálfta sem ekki kom. Því miður er líka til fólk sem tekur þessa hluti alvarlega og var raunverulega hrætt í gærkvöldi. Það er ekkert gamanmál að spila með tilfinningar fólks.

Í þetta sinn virðist nú hagnaðarvon hugsanlega hafa spilað töluvert inn í jarðskjálftaspákvendisins. Hún er framkvæmdarstjóri fyrirtækis sem selur "jarðskjálftahelda" sumarbústaði (sem eiga á að þola stærri skjálfta en nokkru sinni hafa mælst). Það er ekki erfitt að sjá að slíkt fyrirtæki græðir mikið á því að æsa upp ótta hjá fólki. Framferði Láru Ólafsdóttur er henni til skammar.

Ritstjórn 28.07.2009
Flokkað undir: ( Efahyggja )

Viðbrögð


Helgi Briem (meðlimur í Vantrú) - 28/07/09 09:22 #

Þess má geta að 12 á Richter er ekki aðeins um 5000 sinnum stærri en stærsti skjálfti sem nokkru sinni hefur mælst (9.5) heldur jafnast á við Yucatan loftsteininn sem eyddi risaeðlunum og tortímdi mestöllu lífi á jörðinni fyrir um 65 milljón árum.


Árni Þór - 28/07/09 09:30 #

Þess má geta að 12 á Richter er ekki aðeins um 5000 sinnum stærri en stærsti skjálfti sem nokkru sinni hefur mælst (9.5) heldur jafnast á við Yucatan loftsteininn sem eyddi risaeðlunum og tortímdi mestöllu lífi á jörðinni fyrir um 65 milljón árum.

Eh.. en lífið er bara um 6000 ára gamalt. Hvernig getur þetta staðist?


Guðmundur - 28/07/09 10:19 #

Sumir hlægja, aðrir gjalda fyrir þetta. Þegar svona samviskulaus gróðapungur eins og þessi spákona básúnar kjaftæði sem þetta, þá er ekki von á öðru en að trúgjarnt fólk bregðist við, sbr. http://www.visir.is/article/20096226580.

Í vinnunni hjá mér er kona sem á tvo syni, 8 og 12 ára. Báðir voru þeir að sturlast af hræðslu í allt gærkvöld og alla nótt vegna frétta af heimsendaskjálftanum. Í dag er þessi kona með bauga niður á kinnar og búin með 4 kaffibolla til þess að halda sér vakandi.

Til hamingju, Lára Ólafsdóttir, þú ert fífl.


Jón Frímann - 28/07/09 10:31 #

Það er alveg hægt að spá fyrir um jarðskjálfta, bara með miklum vísindalegum mælingum og þannig aðferðum. Verst að viðvörunin sem þú færð er kannski bara klukkutími. Oftast er engin viðvörun.

Þessi jarðskjálftaspádómur sem þarna var á ferðinni er óafsakanlegur, með öllu.


Helgi Briem (meðlimur í Vantrú) - 28/07/09 10:55 #

Þetta fólk ætti hiklaust að senda Lára falsmiðli reikning fyrir hótelgistingu og öðrum kostnaði.

Hins vegar má segja að þau séu að súpa seyðið af trúgirni sinni. Kannski verður þetta einhverjum lærdómsríkt.


Stefán Hjalti - 28/07/09 12:02 #

Hvet fólk til að skoða http://heilun.blogcentral.is/


Hrafnkell Lárusson - 28/07/09 12:51 #

Mér finnst rétt að benda á ábyrgð ritstjóra Vikunnar í þessu samhengi. Það er hann sem hleypir þessu rugli af stað og veldur þannig áhyggjum og hræðslu meðal fólks sem annað hvort er svo trúgjarnt að glepjast af þessu eða hefur ekki þroska til að sjá í gegnum svo rugl. Er það að selja örlítið fleiri eintök af blaðinu svona mikils virði?


Grétar Fannar - 28/07/09 13:00 #

Hún sagði að það gæti skeikað tveimur dögum í viðtalinu í Vikunni. Þannig að verið bara rólegir. Jörð gæti hrists og hús hrunið næstu 48 klukkustundirnar.


Símon - 28/07/09 13:06 #

Mér langar svolítið að heyra í meðlimum Vantrúar í sambandi við skoðun ykkar á ykkar eigin tilvist.

Haldið þið að þið hafið komið úr engu eða einhverju ? Og hverju þá ? Kom allt líf eins og við þekkjum það úr einni stórri sprengingu sem kom frá engu, eða kom líf frá einhverju sem byrjaði aldrei en hefur alltaf verið ?

Hver er ykkar skoðun, ykkar trú eða vantrú ? Finnst alltaf áhugavert að heyra skoðanir fólks um uppruna lífs og tilveru sinnar.

Margir tala um að það sé bara til eitt og allt sé hluti af hinu eina sem er. Ef það er satt, að þá hlýtur hver maður að gera sér grein að lokum fyrir sínum eigin raunveruleika og mætti.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 28/07/09 13:16 #

Hún sagði að það gæti skeikað tveimur dögum í viðtalinu í Vikunni. Þannig að verið bara rólegir. Jörð gæti hrists og hús hrunið næstu 48 klukkustundirnar.

Já, voða fallegt af henni að halda trúgjörnum í helgreipum óttans og draga þjáningar þeirra á langinn. Mikið vildi ég geta róað þetta fólk og náð að sannfæra það um að konan er ómarktæk, sem og allt miðla-, sjáenda- og spákvennahyski upp til hópa.

En kannski verður þetta til góðs og dregur úr trúgirni skelfingu lostinna barna sem munu svo vaxa upp sem skeptískir, skynsamir einstaklingar í kjölfarið.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 28/07/09 13:18 #

Símon, þetta er einfaldlega ekki vitað og því ekki um neina tiltrú vantrúaðra að ræða í þessum efnum.

Það sem við vitum er hvernig líf þróast og brátt verður á hreinu líka hvernig það getur og hefur myndast. Hugsanlega verður svo einhvern tíma hægt að sýna fram á hvernig alheimar myndast. Vertu bara þolinmóður.

Það eina sem við vitum fyrir víst er að skýringin "Guð gerði það" er engin skýring.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 28/07/09 13:21 #

Mér finnst rétt að benda á ábyrgð ritstjóra Vikunnar í þessu samhengi. Það er hann sem hleypir þessu rugli af stað og veldur þannig áhyggjum og hræðslu meðal fólks sem annað hvort er svo trúgjarnt að glepjast af þessu eða hefur ekki þroska til að sjá í gegnum svo rugl.

Hárrétt athugað. Ábyrgð fjölmiðlafólks er mikil.


Guðmundur - 28/07/09 13:26 #

...auk þess sem hugmyndin um einhvern 'skapara', þ.e.a.s. einhverja veru sem skapaði okkur í hin, svarar nákvæmlega engu, heldur veltir bara spurningunni á undan sér. Ef við gátum ekki orðið til úr neinu, þá gat téður skapari svo sannarlega ekki orðið til úr neinu, verandi flóknari en við. Ef menn ætla að tala um að Guð hafi skapað okkur vegna þess að 'við getum ekki bara þróast', þá verða hinir sömu að svara því hver skapaði Guð og hver skapaði þann sem skapaði Guð ef út í það er farið. Þessi hugmynd um sköpun fellur strax á þessu. Ekki að ég telji að þú, Símon, skiptir nokkurn tíman um skoðun. Maður þarf samt stundum að svara svona upp á að halda eigin geðheilsu.


Símon - 28/07/09 13:46 #

Sælir strákar, ég skil ykkur. Mín skoðun er sú að það sé engin fyrsta orsök og að það sem líf raunverulega er verður aldrei útskýrt til fulls heldur aðeins lifað.Ég held að enginn 100% sannleikur finnist í huganum eða með útskýringum.

Ég held að við höfum alltaf verið til og munum alltaf vera til og að það sé tilgangslaust að leita að einhverju sem ég held að sé maður sjálfur.

Þetta er t.d. eins og maður sé sólin og geislarnir er hugurinn, og maður er alltaf að leita að sjálfum sér. En maður er maður sjálfur og getur því ekki fundið sig sem einhvern hlut, því maður er hluturinn sjálfur. Sólin getur ekki skinið á sjálfa sig ? Vonandi að ég hafi ekki gert menn geðveika með þessum skrifum :) Ég segi bara lifum lífinu lifandi og komum fram við fólk af virðingu og sanngirni :) .


Björn I - 28/07/09 13:50 #

Mér finnst þessi athygli sem manneskjan fékk vera að einhverju leiti af hinu góða.

Ein af mínum stelpum, 11 ára gömul er í heimsókn hjá frænku sinni og þar rétt hjá býr móðuramma hennar sem er öll á kafi í kuklinu, daglegur gestur hjá sálarrannsóknarfélaginu og álíka költum.

Stelpan hringdi heim, með áhyggjur af yfirvofandi jarðskjálfta sem amma hennar hafði verið að segja henni frá að væri að koma því hún las það í Vikunni. Var henni þá sagt að slappa bara af, þessar kellingar væru klikk og ekkert að marka svona spádóma. Síðan kom auðvitað enginn jarðskjálfti. Vikan, amman og konan í Vikunni reyndust bara díngalíng.

Ég man þetta, stelpan mun muna þetta og ástæðan er athyglin sem þetta mál fékk í fjölmiðlum.
Þetta mál hefur líklega kennt mörgum að yfirnáttúran er bara hobbí sem sumir hafa farið að taka of alvarlega.


Sigurjón - 28/07/09 14:03 #

Símon, ég held að flestir trúleysingjar væru sammála þér að það sé engin fyrsta orsök. Er ekki eins sannfærður um að þeir tækju undir þá fullyrðingu, að líf verði aldrei útskýrt til fulls. Mannkynið er nú þegar komið býsna langt á þeirri braut að útskýra líf. Mun það vera útskýrt "til fulls?" Kannski, kannski ekki. Kannski mun enginn 100% sannleikur finnast í huganum, en hugurinn er besta tækið (ja, í rauninni það eina) sem við höfum til þess. Svo við höldum bara áfram að leita útskýringa eins lengi og við getum.

En satt að segja er ég hræddur um að sólargeislalíkingin missi marks, eins og iðulega gerist þegar skáldlegum myndlíkingum er beitt í þessum efnum.

Er hins vegar hjartanlega sammála lokaorðunum, þó manni hætti til, verandi meira en lítið ófullkominn, að villast af þeirri braut um stundarsakir.


Jón Eiríksson - 28/07/09 14:45 #

Spádómur af spádómssíðunni http://heilun.blogcentral.is/

28.07.2009 14:38:29 / http://heilun.blogcentral.is/
Þór Gunnlaugsson skrifaði
Hagkerfi heimsins
Frá desember 2008 fram í júní 2009 hef ég rætt um fallvölt hagkerfi heimsins bæði í USA og Evrópu.USA á eftir að fá marga skelli en það virðist eins og veðmangarar á Wall Street séu á einhverkonar gleðipillum með fé fjárfesta sem eru að tapa stórt og eiga eftir að tapa enn meiru.Það fer lítið fyrir umræðunni þar á bæ að flest ríki innan USA eru nánast gjaldþrota en Obama hefur ekkert minnst á það opinberlega rétt eins og það sé bara ekki til.Botninum er enn ekki náð í húsnæðisverði þar og fellur enn.

Spánn er í alvarlegum fjárhagsmálum og enn á eftir að syrta í álinn þar með frjálsu falli fasteigna.Bretland er nánast í gjörgæslu en AGS hefur gefið það út opinberlega að þeir eigi ekkert handbært fé árið 2010 til innspýtings inn í hagkerfi þeirra og þeir þurfa að fá 119milljarða punda lán frá einhverjum.Þar á bæ svelta fátækir og atvinnuleysi er enn á uppleið og mun fara í um 10% nálagt næstu áramótum eða í 6.8 milljónir manna.Spánn Grikkland Frakkland Svíþjóð og allur balkanskaginn verði í kreppu með okkur á næsta ári og mér finnst eins og viðskiptaráðherrann okkar sé á einhverju flippi með mat sitt á eignum Landsbankans og endurheimtum þaðan einfaldlega vegna þess að yti aðstæður munu valda gjaldfalli fyrirtækja í eignasamninu sem við ráðum ekkert við. Icesafe verður samþykkt á þingi með þröngum fyrirvörum en ég sé ekki að við verðum beitt einhverju viðskiptaofbeldi því samfara heldur samið upp á nýtt.


Viktor - 28/07/09 15:24 #

[ athugasemd færð á spjall - ritstjórn ]


Þundur Freyr - 28/07/09 22:03 #

BTW ef það ólíklega gerist að við fáum engan skjálfta +48 tíma frá Því að kellingins spáði má ég spyrja hversu margir "efasemda menn" einss og Einar koma til með að breyta trú sinni?


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 29/07/09 00:04 #

Þetta mál minnir helst á geimverulendinguna góðu á Snæfellsjökli fyrir um 16 árum.


Hvíthöfði - 29/07/09 15:55 #

[ athugasemd færð á spjallið - Matti Á.]


svenni - 02/03/12 18:08 #

svoldið skondið að hún hefur ferlegar áhyggjur af þessu og varð að láta vita en samt fer þetta allt saman vel segir hún :)

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.