Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hvernig skrái ég mig úr Þjóðkirkjunni?

Mynd af eyðublöðum

Þú getur skráð þig úr Þjóðkirkjunni á tvo vegu: 1. Með netskilum. 2. Með því að fara í Þjóðskrá. Hér eru örstuttar leiðbeiningar.

1. Netskil

  1. Þú ferð á þessa síðu hjá Þjóðskrá.
  2. Þú ýir á græna hnappinn "Halda áfram" og skráir þig svo inn með annarri af eftirtöldum leiðum:
    • a. Íslykli. Ef þú ert ekki með Íslykil er hægt að fá hann sendan í heimabankann eða í bréfpósti hérna.
    • b. Rafrænum skilríkjum. Upplýsingar um hvernig á að nálgast rafræn skilríki og nota þau er að finna hérna.
  3. Þar fyllirðu út nauðsynlegar upplýsingar (t.d. símanúmer og tölvupóstfang).
  4. Síðan velurðu hvernig þú vilt skrá þig og ýtir á "Senda tilkynningu" þegar þú ert búinn.

Ef eitthvað er óskýrt þá eru hér ítarlegri leiðbeiningar um Íslykil.

2. Ferð niður í Þjóðskrá

  1. Þú ferð niður í Þjóðskrá milli 10:00-15:00 á virkum dögum. Þjóðskrá er staðsett í Borgartúni 21, 105 Reykjavík(kort) og Hafnarstræti 107, 600 Akureyri(kort).

  2. Fyllir út eyðublað á staðnum eða kemur með útprentað eyðublað (hægrismelltu og gerðu “save target as” eða “save link as”) og skilar því! Ef um er að ræða barn yngra en 16 ára þá er náð í þetta eyðublað.

Fólk búsett utan Akureyrar og Reykjavíkur á að geta nálgast eyðublað hjá bæjarskrifstofum viðkomandi sveitarfélags. Þar á einnig að vera hægt að fylla það út og starfsmaður sendir til Þjóðskrár.


Ítarefni

Ritstjórn 04.11.2013
Flokkað undir: ( Trúfélagaskráning )

Viðbrögð


Óskar P. Einarsson - 05/11/13 10:25 #

Hvar sé ég hvort ég sé skráður úr þjóð/ríkiskirkjunni? Ég skrifaði eitt sinn undir eyðublað hjá meðlimi Vantrúar, hef ekki séð svart á hvítu hvort ég sé útskráður eða ekki.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 05/11/13 11:11 #

Skráðu þig á Ísland.is og þar áttu að geta séð það. Getur líka sent línu á skra@skra.is. En island.is er málið. Sérð einnig við hverju þú hefur verið bólusettur.


Svanur Sigurbjörnsson - 06/11/13 13:07 #

Trúlaust fólk sem vill veg skynsemishyggju og manngildis (húmanisma) sem mestan hefur þann góða kost að skrá sig í Siðmennt hjá Þjóðskrá. Það er mikilvægt að styrkja það félag til að efla valkosti trúlausra og stuðla að veraldlegu þjóðfélagi.


gös - 06/11/13 13:53 #

Það skal taka fram að skráning á bólusetningum frá því fyrir aldamót var mjög ábótavant og upplýsingarnar á island.is endurspegla það.


Guðjón - 08/11/13 01:30 #

Ég get ekki opnað eyðublaðið. Er hægt að fá það sent?


Daníel B. J. Guðrúnarson - 23/02/15 19:31 #

Hvernig í anskotanum get ég skráðst sjálfkrafa í þetta helvíti þegar ég er þegar serkáður í Fríkirkjunni í Reykjavík? Nennið þið að sega mér það? Ef ég verð svo sem skráður í þetta þá eigið þið ekki von á góðu.


Þorsteinn Sigurðsson - 11/03/15 19:05 #

Sælir, Þó að menn geti sagt sig úr þjóðkirkjunni og öðru trúarfélögum þá þýðir það ekki að menn séu búnir að slíta "sáttmálandum" milli sín og þessarra einveldissinnuðu/alveldissinnuðu brjálæðinga sem kalla sig "Guð".

Hér er mikilvægt að vantrú og fólk sem vill í alvöru segja sig úr kirkjunni berjist fyrir því að sú kirkja sem þau voru skírð eða fermd í ógildi sáttmálann.

Vil ég benda á grein í þessu samhengi um Helga Hóseasson - mótmælanda Íslands sem reindi ítrekað að rifta skrírnarsáttmála sínum við kirkjuna. Í þessarri grein segir "Órétt­lætið sem Helgi sagðist þurfa að líða fólst í því að hann gat ekki fengið kirkju, dóm­stóla eða annað yf­ir­vald til að rifta skírn­arsátt­mála sín­um. Kirkj­an og sam­fé­lagið vildu ekki viður­kenna að hann væri ekki leng­ur bund­inn lof­orðum gefn­um við skírn og ferm­ingu. Þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir og aðstoð lög­fræðings fékk Helgi aldrei kröf­um sín­um fram­gengt." -

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.