Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

SoS: Hvað eru sóknargjöld?

Sóknargjöld eru ein af árlegum framlögum ríkisins til Þjóðkirkjunnar og þeirra trúfélaga sem hafa fengið opinbera skráningu. Gjaldið er reiknað út frá trúfélagsskráningu einstaklinga 16 ára og eldri og er útdeilt af innheimtum tekjuskatti.

Á árinu 2010 mun árlegt sóknargjald vera 9.204 kr. fyrir hvern einstakling. Skráð trúfélög, önnur en Þjóðkirkjan, munu því frá 9.204 kr. fyrir hvern einstakling sem er skráður í þau.

Þjóðkirjan fær einnig 9.204 kr. fyrir hvern einstakling sem er skráður í hana, en auk þess greiðir ríkið í tvo sjóði Þjóðkirkjunnar: 18,5% af sóknargjaldi í Jöfnunarsjóð sókna og 14,3% í kirkjumálasjóð. Upphæðin sem Þjóðkirkjan fær fyrir hvern skráðan einstakling er því 32,8% hærri en hjá öðrum trúfélögum eða 12.223 kr. á ári hverju.

Áður fyrr fóru sóknargjöld þeirra sem voru hvorki í Þjóðkirkjunni né skráðu trúfélagi (t.d. utan trúfélaga) til Háskóla Íslands en þessu var nýlega breytt á þann hátt að ríkið heldur einfaldlega sóknargjöldunum.

Með því að skrá sig utan trúfélaga styrkir maður því ekki lengur Háskóla Íslands, heldur sparar maður útgjöld ríkisins. Ef þúsund einstaklingar sem eru skráðir í Þjóðkirkjunni skrá sig utan trúfélaga þá sparar ríkið tólf milljónir króna árlega. Árið 2008 fengu önnur skráð trúfélög en Þjóðkirkjan greidd 253 milljónir króna, Háskóli Íslands fékk 251 milljón króna og Þjóðkirkjan fékk 2.703 milljónir króna í sóknargjöld (þar með talin framlög í Jöfnunarsjóð sókna og kirkjumálasjóð).

Upplýsingar um breytingu á trúfélagaskráningu.
Lög um ráðstafanir í ríkisfjármálum
Lög um sóknargjöld
Fjársýsla ríkisins: Sóknar- og kirkjugarðsgjöld

Hjalti Rúnar Ómarsson 07.10.2009
Flokkað undir: ( Spurt og svarað )

Viðbrögð


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 07/10/09 11:27 #

Óréttlætið er hrópar á mann - allir þeir sem tilheyra þeim söfnuðum sem ríkið samþykkir fá að njóta sóknargjaldana með þeirri þjónustu sem viðkomandi söfnuður býður upp á. En þeir sem eru trúlausir geta ekki fengið neina skráningu og notið þessara gjalda á nokkrun hátt, peningarnir fara bara í almennan rekstur ríkisins.

Siðmennt hefur reynt að fá skráningu tvisvar og fengið nei í bæði skiptin og helsta ástæðan fyrir neituninni var að þeir trúðu ekki á ósýnilega anda (þau uppfylltu öll hin skilyrðin nema þetta) - sorglegt!


Einar Jón - 08/10/09 06:38 #

Hafið þið reynt að skrá spagettískrýmslið sem trúfélag?


Brynjólfur Þorvarðarson (meðlimur í Vantrú) - 08/10/09 09:31 #

Góð samantekt hjá þér Hjalti.

Það er spurning hvort það sé rétt að kalla þetta "sóknargjöld" lengur. Þjóðkirkjan dreifir að vísu tekjum vegna sóknargjalda til hinna einstöku sókna eftir fjölda sóknarbarna (tel ég nokkuð víst).

En hérna er ekki lengur um persónulegt gjald einstaklinga að ræða. Það greiðir enginn sóknargjöld lengur, menn greiða tekjuskatt samkvæmt lögum frá Alþingi og þar er engin tenging gerð við gjaldtöku vegna Þjóðkirkjunnar eða annarra trúfélaga.

Innheimta sóknargjalda á sér því ekki lengur stað. En útgreiðsla þeirra er samkvæmt lögum um sóknargjöld, trúfélag fær greitt fyrir hvern skráðan einstakling sem orðinn er 16 ára og skiptir þá einu hvort viðkomandi borgi tekjuskatt eða ekki.

Enda stæðist það ekki að ríkið sé að innheimta félagsgjöld af einstökum þegnum að þeim forspurðum, hvað þá að sumir þegnanna borgi félagsgjöld án þess að vera félagar í neinu því félagi sem gæti tengst þessum gjöldum! Mig grunar (þó ég hafi það ekki staðfest) að menn hafi einfaldlega slitið tenginguna þarna á milli þegar lög um sóknargjöld voru sett, hugmyndin að ríkið innheimti félagagjald til trúfélaga var grafin í kyrrþey.


Birgir Hrafn Sigurðsson - 08/10/09 10:46 #

Ég er til í að leggjast undir spagettýskrímslið. Hvað þurfa margir að trúa til þess að það nái í gegn ?


Bjarki - 08/10/09 13:48 #

Það er ekki gerð krafa um lágmarks fjölda meðlima í nýjum trúfélögum. Þau þurfa hinsvegar að byggja á "átrúnaði eða trú sem tengja má við þau trúarbrögð mannkyns sem eiga sér sögulegar eða menningarlegar rætur" eins og það er orðað í lögunum. Mér sýnist sem fresturinn til að búa til trúarbrögð sem séu tekin alvarlega og ætlast er til að njóti virðingar hafi runnið út um aldamótin 1900. Vottar Jehova, mormónar og bahæjar bjuggu sér til sín trúarbrögð á 19. öld og njóta viðurkenningar með sínar ægilega djúpu rætur. Þeir sem hafa reynt að búa til ný trúarbrögð síðan þá hafa hinsvegar almennt verið álitnir klikkhausar, sbr. vísindakirkjuna.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 08/10/09 15:29 #

Ef þið kíkið á eyðublaðið(*.pdf), þá er hægt að skrá sig sem meðlim í óskráðu trúfélagi.

Ég held að það sé í raun alveg hægt að skrá sig þar í "Kirkju hins fljúgandi spagettískrýmslis". Held að það séu einhverjir á Íslandi sem hafa skráð sig svona sem meðlimi í Jedi-söfnuði.

Peningur þeirra sem eru skráðir þannig fara ekki í neitt trúfélag.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 08/10/09 15:31 #

Mér sýnist sem fresturinn til að búa til trúarbrögð sem séu tekin alvarlega og ætlast er til að njóti virðingar hafi runnið út um aldamótin 1900. Vottar Jehova, mormónar og bahæjar bjuggu sér til sín trúarbrögð á 19. öld og njóta viðurkenningar með sínar ægilega djúpu rætur. Þeir sem hafa reynt að búa til ný trúarbrögð síðan þá hafa hinsvegar almennt verið álitnir klikkhausar, sbr. vísindakirkjuna.

Það virðist vera aðeins styttri frestur, t.d. eru Heimsfriðarsamtök fjölskylnda (kannski betur þekktir sem múnistar) frá ~1950. En það má kannski líta á það sem bara enn eitt kristið trúfélagið.


Bjarki - 08/10/09 18:16 #

Jamm. Það er líka til eitthvað sem kallast SGI á Íslandi sem byggir á Sōka Gakkai hreyfingunni. Það er hinsvegar afbrigði búddisma.

Hver veit, kannski þóknast dómsmálaráðuneytinu að skrá trúfélag jedi-riddara árið 2077 þegar 100 ár verða liðin frá frumsýningu Star Wars.


AI - 09/10/09 02:35 #

Mig hefur lengi langað til að stofna rómverskan söfnuð á Íslandi. Sá söfnuður uppfyllir öll skilyrði laganna, fyrir utan auðvitað að vera heimspekilega áhugaverður og relevant við nútíma lífshætti.

Hægt væri að nota níuþúsundkallinn í árlega messu á Grillinu -þríréttað auðvitað.

Titillinn Pontifex Maximus kæmi líka vel út í símaskránni...

Er einhver geim?


Friðrik Tryggvason - 14/10/09 17:13 #

Ég get tekið að mér að vera Pontifex Maximus.

Hver verður Vestal Virgin?


Benóný Þór - 30/11/09 20:37 #

Mig langar að vita, forvitninar vegna, sú upphæð sem minnst er á fyrir HÍ, er þetta heildarupphæðinn sem háskólinn fékk fyrir árið 2009 samkvæmt fjárlögum eða er þetta bara það sem þeir fengju samkvæmt þessum sóknargjöldum?


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 30/11/09 22:23 #

Mig langar að vita, forvitninar vegna, sú upphæð sem minnst er á fyrir HÍ, er þetta heildarupphæðinn sem háskólinn fékk fyrir árið 2009 samkvæmt fjárlögum eða er þetta bara það sem þeir fengju samkvæmt þessum sóknargjöldum?

Þetta eru bara sóknargjöldin. Ég fékk upplýsingarnar frá þessu excel-skjali hjá Fjársýslu ríkisins. Og þetta á að vera 2008 en ekki 2009 hjá mér. Leiðréttist hér með!


Benóný Þór - 30/11/09 23:13 #

Flott er, takk fyrir :)


Sigurður Hólm Gunnarsson - 05/05/10 21:37 #

Veit einhver hér hvernig tölurnar líta út í dag?


Elías Halldór - 23/08/10 14:04 #

Pant vera Flamen Dialis.


Gabríel - 27/11/11 00:59 #

Ég er sextán ára unglingur og hef nýlega skráð mig úr þjóðkirjunni. Eftir að hafa lesið að peningurinn sem fór í Háskóla Íslands fer í sparnað fyrir ríkið er ég frekar pirraður. Ég held samt að það væri mjög einföld lausn á þessu, að búa til trú(helst spagettýskrímslið) þar sem allur peningur sem þessi trú öðlast er gefin til góðgerðamála eða einfaldlega til Háskóla Íslands. Ekki jafn einfalt og það var en samt betra en að gera ekkert)

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.