Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

En trú veitir fólki styrk!

Náttúran

Algeng gagnrýni trúaða á trúleysingja er að við erum að taka frá fólki vonina, styrk og stuðning sem þeir telja að trúin veiti þeim. Ég tel mig ekki vera sérstakur málsvari trúleysingja. En þetta hlýtur að eiga einhvern samhljóm. Ástæðan fyrir gagnrýni minni á trú er sú að ég held að þessi von sé fölsk von, þessi styrkur falskur styrkur. Ég veit ekki betur en að trúað fólk gráti jafn mikið og trúleysingjar í jarðaförum og sé jafn hrætt við dauðann.

Svo ég vitni í eitt helgirit Vantrúar: Luke Skywalker spurði Yoda hvort dökka leiðin væri sterkari en ljósa leiðin þá svaraði Yoda því neitandi en sagði að hún væri einfaldari, auðveldari.

Ég held að þessu sé svipað farið með trú versus trúleysi. Það er einfaldara og auðveldara að verja sig gegn óréttlæti og óvissu lífsins með því að trúa í blindni á ósýnilegan verndara heldur en að raunverulega takast á við þessa þætti tilverunnar.

Ég tel að fólk sem lokar ekki augunum þegar erfiðar aðstæður koma upp og undirbýr sig fyrir hin mörgu óhjákvæmilegu áföllum lífsins sé betur statt þegar þau dynja á.

Ég tel það vera mun heiðarlegri og fallegri leið að viðurkenna hryllinginn og óréttlætið þegar það dynur yfir, t.d. þegar einhver deyr heldur en að reyna að gjaldfella það með falskri trú. Að reyna að breiða yfir missinn með lygasögum.

Fyrir trúleysingja er lífið það dýrmætasta í heiminum. Hver dauði er hryllilegur atburður. Fyrir trúmann er þessu ekki svo farið. Fyrir trúmann er eftirlífið það dýrmætasta. Því lífið er stutt en eftirlífið er óendanlegt. Það allra dýrmætasta í heimi trúmannsins er að ávinna sér eftirlífið. Draumaveröldin eftir dauðan er sem sagt dýrmætara en raunverulega lífið sjálft.

En þegar á ögurstundu er komið þá held ég að trúmenn viti full vel að þessi trú er bara bull. Það er þessi nagandi efi. Ég get ímyndað mér að á þessum ögurstundum líði trúmönnum verr en trúleysingjum vegna þess að þeir hafa aldrei tekist á við raunveruleikann, aldrei undirbúið sig nema með fantasíum.

Það er meðal annars þess vegna sem ég gagnrýni trú. Mér mislíkar hversu lítið hún gerir úr skakkaföllum lífsins. Mér finnst ömurlegt að heyra sagt að fólki verði umbunað í öðru lífi, að það sé komið á betri stað í stað þess að gráta og vera reiður og gera eitthvað í málunum. Reyna að koma í veg fyrir að óréttlætið haldi áfram.

Nú er ég voða hrifinn af myndlíkingum — eins og Jesús. Leyfið mér að klykkja út með þessari hér:

Mér finnst þessu öllu svipað farið og ef við fæðingu barna þá væru þau bundin niður í rafmagnshjólastóla. Þeir væri voða þægilegir. Einfaldir að nota. Fólk þyrfti ekki að læra að labba og svoleiðis. En svo seinna á lífsleiðinni þá kæmu einhverjir uppréttir og gangandi menn og segðu við þetta fólk að standa nú bara upp úr þessum stólum. Það gæti vel labbað.

Þá yrði fólk reitt. Myndi spyrja spurninga eins og hver eruð þið til að taka frá okkur þennan styrk sem hjólastóllinn veitir. Hann væri svo þægilegur og svo auðvelt að keyra á honum í gegnum lífið. Þessir göngugarpar reyndu að útskýra kosti þess að ganga á eigin tveim fótum, segðu að fólk gæti alveg gengið sjálft. Það myndi komast í form og það gæti gert meira.

Trausti Freyr 07.06.2011
Flokkað undir: ( Efahyggja )

Viðbrögð


Trausti (meðlimur í Vantrú) - 07/06/11 17:53 #

Uhh... Tessi grein var nú ekki alveg tilbúin til birtingar. En hún skilst býst ég vid.

Ég verd ad vera duglegri ad klára greinarnar mínar :)


Nonni - 09/06/11 10:36 #

Þyrfti að vanda aðeins íslenskuna áður en greinar eru birtar.

t.d. "Algeng gagnrýni trúaða á trúleysingja er að við erum að taka frá fólki vonina" á að vera "séum að taka frá", annars er verið að samþykkja gagnrýnina.

"Ég tel mig ekki vera sérstakur málsvari trúleysingja" á að vera "sérstakan málsvara".

Annars er greinin ágæt, fólk á oft erfitt með að greina á milli þess að eitthvað veiti því (ímyndaða) huggun og þess að sá hlutur sé sannur.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.