Í síðustu grein var fjallað um að guðspjöllin sjálf og frásagnir þeirra hafa leitt marga fræðimenn til að efast um að nokkuð sé yfirhöfuð hægt að segja um hinn „sögulega“ Jesú, og jafnvel, að slíkur Jesú hafi aldrei verið til. Guðspjöllin ein og sér nægja í raun til að sá þeim fræjum efasemda sem aðrar heimildir ná ekki að uppræta.
Í fyrstu greininni í þessari greinaröð var farið yfir þær hlutlausu heimildir sem til eru frá fyrstu og annarri öld og bent á að þær eru alls ekki eins traustar og af er látið. Allar skrifaðar löngu eftir atburði, eitthvað er viljandi falsað, annað kannski óviljandi, en ekkert sem hægt er að benda á sem hina endanlegu staðfestingu.
„Ha, efast einhver um það?“ kynnu einhverjir að hafa spurt þegar þeir ráku augun í pistil Gunnars Jóhannessonar guðfræðings og prests með þessum sama titli í byrjun mars. Og þeir hinir sömu gætu jafnvel ályktað að fyrst presturinn spyr (og reynir að svara) sé spurningin kannski ekki svo fjarstæðukennd.
Þegar fólk selur hús er því skylt að upplýsa kaupanda um galla. Ef það er ekki gert getur það flokkast sem svik.
Fermingarfræðsla ríkiskirkjunnar gengur út á að selja börnum Jesú. Í athöfninni eru þau spurð hvort þau vilji gera Jesú að "leiðtoga lífs síns". Þjóðkirkjan upplýsir ekki um galla Jesú áður en fermingarbörnin svara. Hér eru nokkrir gallar:
Því er oft haldið fram að Jesús hafi verið friðarsinni[1]. Einstaka ummæli hans, eins og að maður eigi að elska óvini sína, eru vissulega í andstöðu við sumar gerðir ofbeldis. En önnur ummæli sýna að hann var fylgjandi annarri gerð ofbeldis og var því enginn friðarsinni. Jesús var nefnilega fylgjandi guðlegu ofbeldi.
Movable Type
knýr þennan vef