Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Af hverju fordæmdi Jesús ekki þrælahald?

Mynd af þrælum

Í Nýja testamentinu er þrælahald hvergi fordæmt eða bannað. Jesús talar hvergi gegn því. Þvert á móti er þrælum sagt að hlýða eigendum sínum eins og þeir væru guð sjálfur (t.d. Kól 3:22-23). Ríkiskirkjupresturinn Davíð Þór reyndi að verja þessa vandræðalegu þögn í nýlegu viðtali á Harmageddon.

Nauðavörnin

Jesús var ekki í því að hvetja til blóðugrar byltingar og afnám þrælahalds hefði ekki farið fram öðruvísi. Jesús talaði ekki gegn því, það er bara alveg rétt.

Þetta er algengasta afsökunin fyrir þessari þögn Jesú[1]. En hún gengur ekki upp.

Það hefði eflaust ekki verið hægt að afnema þrælahald í Rómarveldi algerlega án byltingar. En það útskýrir ekki þögnina.

Í fyrsta lagi hefði Jesús getað fordæmt þrælahald án þess að hvetja beinlínis til vopnaðrar byltingar. Í Nýja testamentinu er skurðgoðadýrkun til dæmis fordæmd (meðal annars í 1. Kor 6:9) og það hefði væntanlega ekki verið hægt að afnema skurðgoðadýrkun í Rómarveldi nema með vopnaðri byltingu. Af hverju var þrælahald þá ekki fordæmt á sama hátt og skurðgoðadýrkun?

Í öðru lagi hefði hann léttilega getað bannað fylgjendum sínum að eiga þræla. Jesús bannar sérstaklega það að giftast fráskyldum konum (sjá Mt 5:32). Af hverju gat hann ekki á sama hátt bannað fylgjendum sínum að eiga þræla?

Það að algert afnám þrælahalds í Rómarveldi hefði ekki náðst án blóðugrar byltingar er því engin afsökun. Í Nýja testamentinu talar Jesús um heimsendi, helvíti, illa anda og fleira svipað rugl, hann eyðir tíma í að fordæma hjónaskilnaði og gefur ítarlegar leiðbeiningar um hvaða hluti lærisveinar hans skuli taka með sér í trúboðsferðum. En hann segir ekki eitt einasta orð um að þrælahald sé slæmt.


[1] Í bók Hectors Avalos “Slavery, Abolitionism, and the Ethics of Biblical Scholarship" fjallar hann um þessa þögn í kaflanum “Why was the New Testament not more vocal?” (bls 136). Þar er þessi vörn kölluð “the common apologetic proposal" og vísað á nokkra fræðimenn sem koma með þessa útskýringu.

Hjalti Rúnar Ómarsson 30.01.2017
Flokkað undir: ( Sögulegi Jesús )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?