Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Jesús var ekki friðarsinni

Mynd af englum Jesú að beita ofbeldi

Því er oft haldið fram að Jesús hafi verið friðarsinni[1]. Einstaka ummæli hans, eins og að maður eigi að elska óvini sína, eru vissulega í andstöðu við sumar gerðir ofbeldis. En önnur ummæli sýna að hann var fylgjandi annarri gerð ofbeldis og var því enginn friðarsinni. Jesús var nefnilega fylgjandi guðlegu ofbeldi.

Guðlegt ofbeldi

Í guðspjöllum Nýja testamentisins talar Jesús oft um heimsendi og helvíti. Af lýsingum Jesú að dæma mun guð beita ansi miklu ofbeldi þegar hann refsar fólki við heimsendi með því að varpa þeim í helvíti.[2]

Jesús guðspjallanna er í raun með sama hugarfar og vottar Jehóva og aðventistar. Báðir trúarhóparnir eru friðarsinnar að því leytinu til að þeir telja til dæmis rangt að ganga í heri og hafna ofbeldi algerlega. En báðir hóparnir búast við því að innan skamms muni Jesús koma aftur og beita þá sem ekki eru sanntrúaðir gífurlegu ofbeldi.

Þetta hugarfar sést ótrúlega vel á einum stað í Rómverjabréfinu. Þar skipar Páll postuli viðmælendum sínum að hefna sín ekki sjálfir, heldur láta guð sjá um hefndina. Maður eigi að vera góður við óvini sína, því að þannig er maður í raun að “safna glóðum elds á höfuð honum" (Róm 12:18-20).

Ekki alvöru friðarsinni

Það er að mínu mati kolrangt að flokka svona hugarfar sem “friðarsinna". Þarna er ofbeldi ekki hafnað sem slíku, heldur er einungis verið að boða tímabundinn frið á meðan bandamaður manns (guð eða Jesú í þessu tilviki) birtist með yfirgnæfandi aflsmuni og beitir andstæðingum manns ofbeldi.

Þetta er svipað því að stjórnmálaleiðtogi í afskekktu landi segi fylgjendum sínum að beita andstæðinga sína ekki ofbeldi af því að Bandaríkin hafi sent flugmóðurskip af stað og innan skamms muni það koma og gjöreyða andstæðingum þeirra. Sá maður er ekki friðarsinni. Jesús var á sama hátt ekki friðarsinni.


[1] Sem dæmi má benda á ríkiskirkjuprestinn Sigurvin Jónsson. Hann sagði nýlega að á grundvelli boðunar Jesú héldi kirkjan því fram að það mætti "undir engum kringumstæðum” beita manneskjur ofbeldi.

[2] Sem dæmi má benda á dæmisöguna um trúa þjóninn" þar sem Jesús líkir refsingu guðs við það að vera varpað í dýflissu til pyntinga af konungi eða dæmisöguna um pundin sem endar í Lúkasarguðspjalli á því að konungurinn í sögunni skipar að andstæðingar hans verði höggnir fyrir framan hanns.

Hjalti Rúnar Ómarsson 19.12.2017
Flokkað undir: ( Sögulegi Jesús )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?