Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Guðfræðiprófessor við HÍ afsannar kristni

Mynd af Jesú

Nýlega birtist grein í Fréttablaðinu eftir nýjatestamentisfræðinginn Rúnar M. Þorsteinsson. Í greininni "Var Páll postuli kristinn?” kemur þessi bomba í lokin:

Þannig er til að mynda mikilvægt að lesa ekki frumkristna texta í ljósi þeirrar kenningar að Jesús hafi verið guð. Fæst rit Nýja testamentisins líta á Jesú sem guð, en sú kenning varð líklega fyrst til í lok 1. aldar.

Guðdómur Jesú er ekki smáatriði

Hugmyndin um guðdóm Jesú er einn af hornsteinum kristinnar trúar. Ef Jesús var ekki guð þá er þrenningarkenningin ósönn svo dæmi sé tekið. Og stundum er þessi kennisetning notuð til að skera úr um hvort einhver teljist kristinn eða ekki.

Ef við lítum til Íslands, þá er margendurtekið í játningum ríkiskirkjunnar að Jesús hafi verið guð. Í sunnudagaskólum og í fermingarfræðslu er börnum kennt að Jesús sé guð. Sá ríkiskirkjuprestur sem segði í predikun að Jesús sé ekki guð yrði líklega rekinn.

Síðari tíma tilbúningur

Ef það er rétt hjá Rúnari að hugmyndin um guðdóm Jesú hafi fyrst komið fram í lok fyrstu aldar þá þýðir það að Jesús hafi ekki sagt að hann væri guð, lærisveinar hans kenndu það ekki og Páll postuli boðaði það ekki.

Ef enginn þeirra kenndi þetta (og maður myndi ætla að Jesús myndi að minnsta kosti vita að hann væri guð) og þetta er síðari tíma tilbúningur, þá er engin góð ástæða til að halda að þetta sé satt.

Er ekki kominn tími til að Þjóðkirkjan taki mark á þessum niðurstöðum rannsókna biblíufræðinga við Háskóla Íslands? Nánast allir prestar og biskupar Þjóðkirkjunnar læra um frumkristni við þessa stofnun þannig að þeir hljóta að taka mark á þessu.

Er ekki tímabært að Þjóðkirkjan hætti að fullyrða að Jesús hafi verið guð? Er ekki lágmark að hún hætti að innræta trúgjörnum börnum kenningar sem standa á brauðfótum?

Hjalti Rúnar Ómarsson 04.07.2017
Flokkað undir: ( Sögulegi Jesús )

Viðbrögð


Björn Friðgeir - 04/07/17 10:28 #

Mig vantar popp með kommentunum þarna.

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?