Dawkins er merkasta persóna mannkynssögunnar og sú eina sem vert er að hafa að altækri fyrirmynd. #
Ef ég væri höfundur þessara orða þá væri réttilega hægt að ásaka mig um blinda og gjörsamlega glórulausa leiðtogadýrkun. Tilvitnunin er auðvitað tilbúningur, en hún var upphaflega um Jesú og var frá ríkiskirkjupresti. Kristni er nefnilega í grunninn blind og glórulaus leiðtogadýrkun.
Hérna eru fleiri svipaðar tilvitnanir frá kirkjunnar mönnum og ímyndið ykkur hver viðbrögðin ykkar væru ef þið sæuð þetta á Vantrú:
Dawkins er besti vinur okkar, sem við getum talað við um allt sem hvílir á okkur.#
Líf og boðskapur Dawkins er fyrirmynd og sýnikennsla um lífið sjálft. Við þurfum ekki handbók um aðferð til að lifa heldur persónu, sem er vinur okkar og fylgdarmaður, leiðtogi og þjónn - þann sem útdeilir lífi og eflir aðra. #
Og Dawkins er okkur meira en fyrirmynd. Hann er sá sem við trúum á og hann er sá sem gefur okkur þróttinn. Við komumst ekki langt ef við reynum í eigin mætti að hjálpa, líkna, styðja, hugga [...] #
Það er mikið talað um í nútímanum að það vanti sterkan leiðtoga. Dawkins er sá sterki leiðtogi sem við getum fylgt, leitað til, fundið styrk hjá og leiðir til úrbóta. Hann „sér til þess, að færa leið ég finni fyrir skrefið hvert á lífs míns braut“. Og það á við bæði í einkalífi okkar sem og í starfi og þjónustu allri. #
Það er sístætt verkefni trúleysingja að kynna sér orð Dawkins, framkomu og verk. Það er nauðsynlegt að lesa Orð hans reglulega, sjálfum sér til uppbyggingar og fræðslu. #
Dawkins er grundvöllur tilveru okkar. Hann er ofar tíma og rúmi, hann er grundvöllur tilverunnar allrar [...]” #
Trúleysisfélag samanstendur af fólki úr holdi og blóði, sem gerir vissulega mistök, Dawkins gerir ekki mistök, hann er syndlaus, hann er Guð [...] #
Það er engin ástæða til þess að halda að maðurinn Jesús hafi verið fullkominn, að hann hafi verið syndlaus, að hann sé grundvöllur tilverunnar og svo framvegis. Jesús var trúarleiðtogi og eins og gerist oft á tíðum virðast aðdáendur hans hafa misst algerlega stjórn á leiðtogadýrkun sinni.
Þessir fylgjendur hans stofnuðu svo kristni og þeir sem aðhyllast kristni nú til dags hafa erft þessa blindu leiðtogadýrkun. Kristni er því heimskuleg leiðtogadýrkun.
Sjá einnig: Síðkölt
Upphafleg mynd frá Shane Pope og birt með CC-leyfi.
Jújú, hann mun pottþétt nota þetta sem "sönnun" fyrir meinta dýrkun okkar á Dawkins. Ekki við öðru að búast frá honum.
Og skilaboðin eru ?
Það stendur þarna sirka neðst í greininni:
Kristni er því heimskuleg leiðtogadýrkun.
Má ekki segja það sama um alla leiðtogadýrkun ? Er hún ekki almennt heimskuleg ?
"Má ekki segja það sama um alla leiðtogadýrkun ? Er hún ekki almennt heimskuleg ?"
Hvað er rangt við að leggja lag sitt við leiðtoga?
Ekki nógu mikið: "beint lýðræði"?
Að jafna saman þeirri stórkostlegu umbyltingu sem boðskapur Jésú olli, og hjárænulegum hugmyndum Dawkins um efnishyggju, er blátt áfram hlægilegt.
En vitanlega er ekki meira að vænta frá Hjalta.
Hann er eins og stillt tjörn: grunnur og tær.
Að jafna saman...
Hver gerði það?
stórkostlegu umbyltingu sem boðskapur Jésú olli
Hvaða umbylting? Hvaða boðskapur?
Hann er eins og stillt tjörn: grunnur og tær.
Þú ert þá væntanlega drullupollur.
Þetta er svolítið "áts" og upplagt til misnotkunar. Legg til að "Dawkins" verði settur í hornklofa, svona: [Dawkins] en þá sést að nafnið er innsetning höfundar. Svo eru annars konar "áts" í kommentum.
Annars bara þrælgóður punktur með þessari grein. Sýnir hvernig uppblásinn heilagleiki getur ginnt fólk til blindrar fylgisemi.
Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.
Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.
Stormur - 24/09/15 13:22 #
Það verður dáleglegt þegar Bjarni Randver fer að heimfæra þessi skirif uppá Vantrú (með viðeigandi gæsalöppum)...