Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Síðkölt

Ég hef oft haldið því fram, bæði í ræðu og riti, að kristindómurinn sé útvatnað heimsendakölt. Ýmsir hafa orðið til að benda mér á að ekki standist að kalla þessi trúarbrögð költ, enda sé hugtakið költ ákaflega vel skilgreint innan trúarlífsfræðanna. Þar mun hugtakið eiga við um einstaklingsmiðlægan aðdáendahóp sem safnast hefur um einhvern foringja og lepur allt af vörum hans sem sannleik. Íslenska Þjóðkirkjan verði aftur á móti að skoðast sem kirkjudeild (denomination) innan hinnar evangelísk lútersku kirkju. Milli kirkjudeilda og költa má svo finna sértrúarsöfnuði (sect), samkvæmt þessum fræðum.

Ef við beitum þessari skilgreiningu er auðvitað rangt að kalla Þjóðkirkjuna költ og jafnvel Krossinn líka. En ef boðskapurinn er sá sami, heimsendir og frelsun frá illu, er þá einhver eðlismunur á milli aðdáendahós heimsendaspámanns og rótgróinnar kirkjudeildar?

Kannski má benda á einn hlut sem skapar eðlismun á milli költs og alls hins. Hann felst í því að foringi költsins er á lífi og miðlar speki sinni til aðdáendanna, en í hinum tilvikunum er hann dauður.

Og ekki bara dauður, heldur er búið að gera hann að guði.

Jesús, hafi hann verið til, var ósköp venjulegur heimsendaspámaður, en eftir að hann var látinn tók költið sig til og gerði hann að guði. En af því að frumkristnin byggði á gyðinglegum boðskap og boðorðunum tíu var ekki auðvelt fyrir aðdáendurna að bæta Jesú við sem nýjum guði, því þú skalt ekki aðra guði hafa. Og þar með var þeim rennt saman í einn guð og einhverju fyrirbæri sem kallast heilagur andi bætt við í uppskriftina.

Útkoman einhver undarlegur hrærigrautur sem þurft hefur að skapa heila fræðigrein til að skýra.

Ef ykkur þykir heimskulegt að henda sér á vald sjarmatrölla með heimsendaboðskap og fylgja þeim jafnvel í hópsjálfsmorð þegar verst lætur, hvað finnst ykkur þá um hugmyndina að gera dauðan heimsendaspámann að guði? Einmitt þetta gerðu þó þeir sem lögðu grunninn að því sem í dag abbast upp á okkur undir merkjum Þjóðkirkju, Krossins, Kaþólsku kirkjunnar og ótal annarra sértrúarsafnaða og kirkjudeilda.

Þetta eru allt saman heimsendakölt, en ef spámaðurinn er dauður og orðinn að guði í botnlausri trúgirni og óskhyggju aðdáendanna þá er kannski rétt að nota yfir það annað hugtak en költ.

Ég sting upp á orðinu síðkölt.

Birgir Baldursson 18.11.2007
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð


Klaran - 18/11/07 08:11 #

Vá.. ég hélt nú að þeir sem skrifuðu pistla hérna væri nú einhverskonar spindoctor-ar eða höfðu eitthvað vit í hausnum yfir höfuð... já.. maður getur ekki alltaf haft rétt fyrir sér svo sárt er það. Kristintrú er heimsendakölt.. þvílíkurheimsendir... eftirlíf í himnaríki þar sem allt er fullkomið.. að Jesú, einkasonur guðs okkar komi til að dæma lifendur og dauð.. dæma þá í hvað? já.. mikið rétt alger heimsenda költ.. algjört dæmi um stjána fáblábjánadæmi


Klaran - 18/11/07 08:14 #

og já.. btw... rosalega uppbyggjandi að koma með pistil og vitna í DV!! mjöööööööög traustvekjandi.. þetta er eins og að vitna í the sun sem að reyndar allir bretar hafa lært að taka ekkert mark á... en gaman af þessu... svona nettur djókur hjá ykkur svona í morgunsárið


Þórður Ingvarsson - 18/11/07 09:24 #

Þessa sömu frétt er hægt að finna á mbl.is og visir.is og efalaust á mörgum öðrum erlendum fréttasíðum, t.a.m. bbc.co.uk.

Og hérna, bæðevei, hvað ertu að reyna segja?


Jón Frímann - 18/11/07 11:09 #

Hérna fyrir neðan er að frétt frá UK um þetta sama mál. Kirkjan er auðvitað költ, við höfum bara verið alin upp við að kalla hana annað.

http://news.independent.co.uk/europe/article3172161.ece

Hérna eru fleiri fréttir af þessu máli.

http://news.google.com/news?hl=en&ned=us&q=cult+russia+cave&btnG=Search+News


Flugnahöfðinginn (meðlimur í Vantrú) - 18/11/07 11:35 #

Klaran, lestu biblíuna t.d. opinberunarbókina, þar birtist Jesú Jóhannesi og lýsir hvernig heimurinn ferst í framtíðinni. Það er rétt hjá þér einhverjir eiga að fá að lifa að eilífu í himnaríki, ekki allir þó. Engu að síður boðar Jesú þar heimsendi. Á fleiri stöðum í NT er hægt að finna heimsendaboðun, svo ég tali nú ekki um GT . Vertu málefnaleg ef þú ert að kommenta hérna á annað borð.


Haukur Ísleifsson - 18/11/07 15:34 #

Ésú boðaði heimsendi með dauða og tortýmingu, ekki einhvað allir að fara til himna og allir glaðir BS.


Guðjón - 18/11/07 16:16 #

Þetta er áhugverð umræða vegna þess að hún skýrt í ljós mótsagnir málflutingi vantrúarmanna. Vantrúarmenn þykjast standa fyrir skynsemi, gagnrýna hugsun og baráttuna gegn hindurvitnum. Eitt af stærtu vandmálum vantrúarmann er krónuískur skortur á dómgreind- Birgir byrjar hér á því að útskýra hvers vegna ekki sé hægt að kalla kristindóm kult og en nokkrum línum seinna gerir hann það samt. Ef til vill er það í raun hlutverk vantrúar að viðhalda þeirri trú vantrúarmana að þeir séu skarpari en trúarnöttarnir sem þeir eru alltaf að berja á. Þess vegna skipti meira máli að sverta trúaða en að ástunda raunverulega gagrýna hugsun.


Haukur Ísleifsson - 18/11/07 17:19 #

Ég viðurkenni að auðvellt væri að misskilja skrif Birgis. En þú virfðist samt vera að leggja þið fram um það.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 18/11/07 20:08 #

Eitt af vandamálum dæmigerðra Guðjóna er að alhæfa of mikið til þess eins að alhæfa of mikið og koma með tilefnislausa sleggjudóma án nokkurar haldbæra raka, en slíkt er að öllu jöfnu ónauðsynlegt í hugarheimi Guðjóna. Guðjónin er að þessu leytinu til hundleiðinlegur karakter.


Brynjólfur Þorvarðarson (meðlimur í Vantrú) - 19/11/07 00:14 #

Er ekki költ of gott orð fyrir þessa vitleysu? Cosa Nostra eða Manu Nigra væri kannski nær sanni.

Eða hvað kallast það þegar fylgismenn fá skilaboðin: "Hlýddu mér eða ég drep þig". Don Corleone gat bara drepið, Jesú hótar að gera gott betur (eða illt verra?) og rista menn lifandi um alla eilífð.

Sárþjáðir kristninöttarar sem vita hversu vitlaust þetta er allt saman en geta ekki horfst í augu við það, ég vorkenni ykkur en bendi jafnframt á að frelsið er til. Látið frelsast, komið til okkar og losnið undan þjáningum óttans, myrkvun hugarfarsins, afneitun skynseminnar og siðleysi sefahyggjunnar. Öðlist í staðinn ljúfan frið, góða samvisku, heilbrigða siðferðiskennd, fölskvalausa gleði og líf í þessu lífi.


Klaran - 19/11/07 02:29 #

Enn og aftur sínið þið grunnmisskilning í mannlegum samskipum þar sem ég er ekki að segja að fréttin hjá DV sé ranglega fram sett heldur það að nota heimild og birta hana sem DV er náttúrulega skammarlegt ef maður vill vekja traust til fólksins... DV já.. það vita það allir að það er ekki gott orðspor þar á bænum.. notaðu þá bbcuk heimildina frekar eitthvað aftankreistingssorp.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 19/11/07 04:23 #

Hver er þessi grunnmisskilningur? Ég átta mig ekki á honum.

Bent er á vissa hættu þess að fylgja költi, vísað er í vissa heimild, sú heimild er viss frétt sem hægt er að finna á vefsíðu DV, en það er víst ekki nógu gott, jafnvel þó að fréttin sé sönn, og hefur birst annarstaðar hjá "virtari" vefsíðum, en bara því þetta er DV, þá er ekki hægt að vekja upp traust hjá fólki.

Ert þú, með þínar svívirðingar, netþurslæti og leiðindi, einatt góður mælikvarði á traust og mannleg samskipti?


Kristján L. - 19/11/07 11:06 #

Ég fletti þessari frétt um rússneska költinn upp á BBC, og ein lína stóð svolítið uppúr verð ég að segja;

The cult leader did not join them, and has been arrested by police.

þeir kunna sitt fag þessir költ leiðtogar :)


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 19/11/07 15:46 #

Hér er frétt ríkissjónvarpsins um þetta mál, frá því á laugardaginn. Ég ákvað að tengja ekki í hana í greininni þar sem sjónvarpsfréttir lifa ekki nema hálfan mánuð í netheimum. Skoðaði Moggavefinn en fann ekki neitt og endaði með umfjöllun dv.is um málið.

Ég sé ekki hvaða stórmál það er að vísa við DV. Þessi vefmiðill er mikið til með sömu fréttir og aðrir miðlar og það sem máli skiptir er sannleiksgildi fréttanna, ekki hvar þær birtast.

Svo gerir Klaran þau mistök að afgreiða skilgreiningu mína á kristinni trú sem heimsendakölti sem þvælu út frá eigin misskilningi á því hvað felst í orðinu. Engum blöðum er um það að fletta að Jesús boðaði heimsendi í stíl við alla aðra heimsendaköltleiðtoga. Það hvort þeir sem trúa honum fari til himna er málinu óviðkomandi og reyndar týpísk taktík í máli slíkra leiðtoga.

Nei, það sem málið snýst um hér er hverskonar fyrirbæri Þjóðkirkjan og aðrir kristnir söfnuðir eru. Ég færi að mínu mati ágæt rök fyrir því að þetta séu einfaldlega langlíf heimsendakölt sem hafa gert foringja sinn að guði eftir dauðann. Slíkt er líka dæmigert fyrir svona költ. Klaran ætti fremur að hrekja þau rök mín í stað þess að vísa þeim einfaldlega á bug með þessari rökvillu.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.