Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Var Jesús til?

Christos Pantocrator (kristur almáttugur), mósaíkmynd í dómkirkjunni í Cefalú á Sikiley.

1. hluti: Hlutlausir heimildarmenn

„Ha, efast einhver um ţađ?“ kynnu einhverjir ađ hafa spurt ţegar ţeir ráku augun í pistil Gunnars Jóhannessonar guđfrćđings og prests međ ţessum sama titli í byrjun mars. Og ţeir hinir sömu gćtu jafnvel ályktađ ađ fyrst presturinn spyr (og reynir ađ svara) sé spurningin kannski ekki svo fjarstćđukennd.

Gunnar nefnir „ábyrga“ sagnfrćđinga og rétt er ađ fáir „ábyrgir“ sagnfrćđingar hafa fjallađ um hugsanlega ekki-tilvist Jesú. Enda eru sagnfrćđingar tregir til ađ blanda sér í biblíutengdar rannsóknir, svipađ og ţegar fornleifafrćđingar sem sérhćfa sig í egypskri menningu reistu sér ímyndađan „stálmúr“ um Sínai skagann og neituđu ađ tjá sig um hugsanleg tengsl rannsókna sinna viđ frásagnir Biblíunnar.

Einu „ábyrgir“ sagnfrćđingar og fornleifafrćđingar sem starfa á biblíuslóđum eru ísraelskir og hafa ţví kannski lítiđ val. Rannsóknir ţeirra hafa á undanförnum árum dregiđ verulega úr trú manna á frásögnum Gamla Testamentisins. En varla dettur ísraelskum frćđimönnum í hug ađ skipta sér af hugsanlegri tilvist eđa ekki-tilvist Jesú.

Ţađ eru ţví amatörar á borđ viđ okkur Gunnar sem fáum ađ tjá okkur frítt og af hjartans lyst um ţessa merkilegu spurningu, „var Jesú til?“.

Er ástćđa til ađ efast?

Skođa má svariđ viđ ţessari spurningu út frá tveimur sjónarhornum, annars vegar međ ţví ađ rýna í heimildir (Eru ţćr nógu traustar til ađ hćgt sé ađ draga ályktun? Er eitthvađ í heimildunum sem gćti fengiđ okkur til ađ efast um tilvist Jesú) og hins vegar hvađ okkur finnst sennilegt og trúverđugt (Hvernig getur Kristni, og frásagnir guđspjallanna, veriđ til án Jesú?)

Í ţessum greinaflokki mun undirritađur leitast viđ ađ svara ţessum spurningum. Greinarnar eru ţrjár, og mun sú fyrsta fjalla um hlutlausa heimildamenn frá fyrstu og byrjun annarrar aldar. Önnur greinin mun skođa nánar hversu góđar heimildir guđspjöllin fjögur geta talist, og ţriđja greinin fjallar um skrif Páls postula og pćlingar tengdar ţeim.

Tilgangur ţessara skrifa er ekki ađ reyna ađ afsanna tilvist Jesú, enda mun ţađ seint takast, heldur benda á ađ međ tilliti til heimilda, ekki síst ţeirra sem finna má í Biblíunni sjálfri, er vel leyfilegt ađ efast um ađ Jesú hafi veriđ til.

Hlutlausir heimildarmenn

Heimildir okkar um Jesú og upphaf kristni skiptast í tvo flokka: Kristnar heimildir, einkum Nýja Testamentiđ sjálft, og svo hlutlausir höfundar, heiđnir og gyđingar, sem skrifa á sama eđa svipuđum tíma.

Mikill fjöldi rithöfunda og frćđimanna dreyptu penna í blek á fyrstu og annarri öld, en handritin voru dýr og forgengileg og á ţeim nćrri tvö ţúsund árum sem liđin eru hefur nánast allt glatast sem skrifađ var á ţessum tíma.

Á fyrstu öld, á öllu áhrifasvćđi Rómverja, finnum viđ í raun ađeins ţrjár uppsprettur heimilda sem gćtu međ einhverjum hćtti varpađ ljósi á tilvist Jesú. Af ţessum ţremur eru tveir höfundar hverra rit hafa varđveist, ţeirra Fíló frá Alexandríu og Jósefusar. Báđir voru ţeir gyđingar, og sama gildir um höfunda ţeirra nafnlausu handrita sem fundust viđ Dauđahafiđ á síđustu öld.

Ţar međ eru upptaldar allar hlutlausar heimildir frá fyrstu öld – gríđarlegur fjöldi annarra rita frá ţessum tíma eru ađ eilífu glötuđ enda eru handrit forgengileg og viđhald ţeirra dýrt. Ţeir Fíló og Jósefus eiga ţađ hinni kristnu kirkju ađ ţakka ađ verk ţeirra hafa veriđ afrituđ gegnum aldirnar, međ öllum ţeim villum og hugsanlegum fölsunum sem afritun getur leitt af sér. Frumritin eigum viđ ekki og munum vćntanlega aldrei sjá.

Dauđahafshandritin eru einnig afrit annarra rita, jafnvel afrit af afritum, ekkert ţessara rita er frá hendi höfundar svo öruggt megi teljast. En ţau eru engu ađ síđur varđveitt eins og ţau voru á fyrstu öld, nokkuđ sem er einstakt og gefur okkur óvćnta, ef kannski nokkuđ óljósa, sýn inn í hugarheim Palestínu fyrstu aldar.

Frá upphafi annarrar aldar bćtast ţrír rómverskir höfundar í heimildarsafniđ, ţeir Pliníus, Takítus og Svetóníus. Ţó ţeir riti nćrri hundrađ árum eftir meinta tilvist Jesú eru ţeir yfirleitt taldir međ til ”samtíma”-heimilda.

Hér skulum viđ skođa ţessa fimm höfunda hvern fyrir sig í röđ eftir ritunartíma, en Dauđahafshandritin látum viđ bíđa ţriđju greinar enda hafa ţau ekkert beint heimildargildi um atburđi fyrstu aldar, mikilvćgi ţeirra er frekar ađ varpa ljósi á hugarheim sértrúarsafnađa í Palestínu á fyrstu öld.

Fíló frá Alexandríu

Fíló frá Alexandríu
Heimspekingurinn Fíló frá Alexandríu eins og evrópskur listamađur á miđöldum hefur ímyndađ sér hann.
Gyđingurinn Fíló frá Alexandríu (c.a. 20 f.o.t. – 50 e.o.t.) er sá sem mađur skyldi halda ađ myndi skrifa eitthvađ um Jesú, enda samtímamađur hans og vel inni í málefnum gyđinga fyrir botni Miđjarđarhafs. Fíló var merkilegur rithöfundur sem tvinnađi gríska heimspeki saman viđ trúarspeki gyđinga en skrifađi einnig um samtíma sinn og samskipti gyđinga í Alexandríu og Palestínu viđ hiđ rómverska yfirvald. Bróđursonur Fílós kvćntist Berenice drottningu af Palestínu, af ćtt Heródusar mikla, sem var kannski frćgust í sinni samtíđ fyrir ađ vera ástkona Títusar tilvonandi keisara. Berenice (Berníka) ţessi er sú sama og hitti Pál postula í fangelsinu samkvćmt postulasögunum (25:13 og áfram), ásamt bróđur sínum Heródusi Agrippa II konungi. Skemmst er frá ţví ađ segja ađ Fíló nefnir hvergi Jesú eđa kristni í skrifum sínum. En vöntun á heimildum er ekki heimild um vöntun – ţađ geta veriđ margar ágćtar ástćđur fyrir ţví ađ Fíló nefni ekki Jesú.

Jósefus Flavíus

Jósefus Flavíus
Koparstunga af Jósefusi sem birtist í ţýđingu William Whiston frá 1732 sem naut gríđarlegra vinsćlda.
Jósefus Flavíus sagnaritari (c.a. 37-100 e.o.t.) var gyđingur af prestaćttum sem tók ţátt í uppreisn gyđinga gegn Rómverjum sem hófst áriđ 66 og lauk viđ fall Masada 74. Eyđing Jerúsalem og musterisins áriđ 70 táknađi hinn endanlega ósigur gyđinga og í raun upphafiđ ađ endalokum ţeirra trúarbragđa sem ţeir höfđu stundađ fram ađ ţví – musteriđ var ekki lengur miđpunktur trúarinnar, og uppúr miđri annarri öld er talađ um rabbínískan gyđingdóm til ađgreiningar frá hinum eldra musterismiđađa gyđingdómi.

Gyđingastríđin

Jósefus söđlađi um og gekk Rómverjum á hönd stuttu eftir ađ uppreisnin hófst. Hann gerđist mikill vinur ţeirra Vespasians og Títusar, báđir tilvonandi keisarar, og tók upp ćttarnafn ţeirra, Flavíus. Áriđ 78 birtir hann heilmikiđ rit, Gyđingastríđin, ţar sem hann fer yfir ađdraganda og orsakir uppreisnarinnar en ritiđ spannar um 200 ára tímabil.

Í ţessari miklu bók, sem er í raun eina sagnfrćđilega heimild okkar skrifuđ af samtímamanni um atburđi fyrstu aldar, er ađ finna marga Jesúsa. Sá eftirminnilegasti er furđufugl nokkur sem ráfar um og spáir fyrir endalokum Jerúsalem og musterisins viđ upphaf uppreisnarinnar 66. Jesú ţessi er dreginn fyrir prestadómstól og rómverskan dómstól en ađ lokum sýknađur á ţeirri forsendu ađ hann vćri meinlaus sérvitringur. Hann lćtur lífiđ viđ upphaf umsátursins međ ţeim hćtti ađ hann, eins og ađrir borgarbúar, stóđ uppi á borgarmúrnum til ađ fylgjast međ undirbúningi umsáturs hins rómverska herliđs. Skot úr rómverskri steinvörpu lendir í höfđi Jesúsar, en ţó ekki áđur en hann nćr ađ kalla upp fyrir sig, „sonurinn kemur!“. (Ţýđendur Jósefusar hafa lengi klórađ sig í hausnum yfir ţessari upphrópun – ađrir borgarbúar kölluđu ”steinninn kemur” ţegar ţeir sáu skotin nálgast).

Gyđingastríđin hjá Gutenberg. (Kaflinn um óheillaspámanninn Jesú er ađ finna í 6. bók, 5. kafla, 3. efnisgrein. Í sama kafla eru lýsingar á yfirnáttúrulegum atburđum í musterinu sem minna verulega á svipađar lýsingar í guđspjöllunum ţegar Jesú var krossfestur.)

Gyđingastríđin er mikiđ rit sem fer ýtarlega yfir sögu Palestínu og ţann óróa sem fór vaxandi á tímum Heródusar mikla og eftirkomenda hans og fram ađ uppreisninni 66. Pólítískar og trúarlegar átakalínur birtast ţarna skýrt, spámenn ýmiskonar og sértrúarsöfnuđir eru einnig nefndir, en „okkar“ Jesú og „okkar“ kristni er ţarna hvergi nefnd á nafn!

Ţađ er rétt ađ árétta: Kristni og Jesú eru ekki nefnd einu orđi í bestu (og nánast einu) samtímaheimild okkar um atburđi fyrstu aldar í Palestínu, í riti sem beinlínis er ćtlađ ađ fara yfir sögu ţeirra 200 ára sem leiddu til uppreisnarinnar.

Skýringin gćti auđvitađ veriđ sú ađ ţeir atburđir sem sagt er frá í guđspjöllunum hafi veriđ svo lítilssigldir og hversdagslegir í augum Jósefusar ađ hann hafi ekki taliđ ţess virđi ađ nefna ţá, eđa jafnvel ekki vitađ af ţeim – en einhvern veginn rímar ţađ illa. Hvar voru ofsóknirnar gegn hinum Kristnu, ofsóknirnar sem sendu Pál til Damaskus? Hvar eru ofsóknir Nerós gegn kristnum mönnum í Rómarborg áriđ 64 sem Takítus virđist vera ađ skrifa um áriđ 116? Hvar eru hinir kristnu söfnuđir um allar grundir sem Páll getur stađiđ í bréfaskiptum viđ um miđja öldina?

Önnur möguleg skýring er sú ađ Jósefus hafi, af pólítískum ástćđum, ekki viljađ nefna Kristni. Jósefus var pólítískur höfundur, tilgangur hans er ađ verja ímynd gyđinga og gyđingdóms. Hann er jafnframt á köflum frekar vafasöm heimild, sumt í frásögn hans sem hann segist hafa sjálfur veriđ vitni ađ virđist varla standast almenna skynsemi.

Lágmynd á sigurboga Títusar
Lágmynd á sigurboga Títusar. Rómverjar bera herfang úr Musterinu og ber hćst hinn sjöarma ljósastagi, Menorah. Lágmyndir á standfćti virđist sýna ýmsar dýrategundir, nokkuđ óvćnt í ljósi ţess sem viđ ţykjumst vita um gyđingatrú.

Saga Gyđinga og Testimonium Flavianum

Stuttu fyrir aldamótin 100 gaf Jósefus út bókina Saga Gyđinga sem rekur, eins og nafniđ bendir til, sögu Gyđinga frá upphafi. Í lok frásagnarinnar fjallar hann um sama tímabil og í fyrri bók sinni, Gyđingastríđin. Ţađ er hér sem hinn margfrćga kafla „Testimonium Flavianum“ er ađ finna. Ađ mati margra er sá kafli bein heimild um tilvist Jesú, en ţar segir m.a.

Á ţessum tíma var uppi Jesús, vitur mađur, ef mann skyldi kalla. ... Hann vann á sitt mál marga Gyđinga og marga Grikki. Hann var Kristur ... Og hann birtist međal ţeirra [fylgjenda sinna] á ţriđja degi endurvakinn til lífsins, ţví spámenn Drottins höfđu séđ ţetta fyrir og ţúsundir annarra undursamlegra verka honum tengdum. ...

Strax á 16. öld var bent á hversu ósennilegur ţessi texti vćri, og ýmis rök leidd ađ ţví ađ um fölsun vćri ađ rćđa. Bćđi er ađ textinn virđist skrifađur af kristnum manni, og guđfrćđilega séđ („ef mann skyldi kalla“) varla á fyrstu öld. Í öđru lagi ţá vitna ţeir höfundar sem taka til varnar fyrir Kristni ekki í ţennan kafla fyrr en á fjórđu öld, ţrátt fyrir ćrin tilefni.

Frá annarri og ţriđju öld fyrirfinnst nokkur fjöldi kristinna varnarrita, ţar á međal eftir Origen kirkjuföđur ţar sem hann bendir á ađ Jósefus stađfesti tilvist Jesú ţví hann hafi skrifađ um dauđa Jakobs hins réttláta sem var “bróđir Jesú sem kallađist Kristur“. En Origen virđist ekki vita um Testimonium Flavianum,

Fyrsta tilvitnun í Testimonium Flavianum er frá hendi Eusebíusar biskups og fylgismanns Konstantínusar mikla, frá árinu 324. Svo virđist sem hin algengasta skođun međal frćđimanna sé ađ ţessi kafli sé falsađur, og ađ Eusebíus sé sökudólgurinn.

Saga Gyđinga hjá Gutenberg. Testimonium Flavium er ađ finna í 18. bók, ţriđja kafla. Allur ţriđji kafli er athyglisverđur, fyrst er fjallađ um Pontíus Pílatus, og á eftir Testimonium kemur frekar ómerkileg kjaftasaga um einhverja óţekkta gyđinga í Róm. Kaflanum lýkur međ frásögn af brottvísun gyđinga frá Róm ađ tilstilli Tíberíusar keisara, nokkuđ sem ađrar heimildir ţegja um. Hafi Eusebius skeytt inn kaflanum um Jesú er trúlegast ađ hann hafi fjarlćgt annađ efni til ađ riđla ekki skipulagi bókarinnar. Kjaftasagan um hana Pálínu er mjög sérstök, og undirritađur hefur lesiđ öll rit Jósefusar međ ţađ fyrir augum ađ finna ađra slíka kjaftasögu um annars óţekktar persónur, en ekkert fundiđ.

Eins og í öllum góđum sakamálasögum ţarf gerandinn ađ hafa tćkifćri og tilefni. Tćkifćriđ er óumdeilt, Eusebíus stjórnađi í raun ţví sem átti eftir ađ verđa hin eina sanna, opinbera Kaţólska kirkja, var vel ađ sér í fornum ritum og segir sjálfur, í einni bóka sinna um bođun trúarinnar, „Ađ ţađ verđur á stundum nauđsynlegt ađ nota falsanir ..“ Sagnfrćđingurinn mikli Jacob Burckhart kallar Eusebius „fyrsta gjörsamlega óheiđarlega sagnfrćđing sögunnar“. Og tilefniđ er einnig augljóst: Jafnvel á 2. og 3. öld var mönnum ljóst ađ sjálfstćđar heimildir um tilvist Jesú voru ósköp fátćklegar.

Jakob bróđir Jesú

En hvađ um textann sem Origen vitnar í, um Jakob bróđir Jesú sem kallađist Kristur? Öll handrit af Jósefusi eru sammála um ađ ţar standi: ”... bróđir Jesú, sem kallađist Kristur, sem hét Jakob ...” Hér höfum viđ trúlega sterkasta vitnisburđ um tilvist Jesú sem fundist hefur. En stenst hann fyllilega skođun? Ţessa línu er ađ finna í 20. bók, 9. kafla, 1. efnisgrein.

Lítum fyrst á hvađ Origen skrifar á 3. öld:

Jósefus ... ţegar hann vildi greina frá orsökum ţeirra hörmunga sem yfir fólkiđ gekk ţegar musteriđ var jafnađ viđ jörđu sagđi ţćr afleiđingar reiđi Guđs vegna ţess sem ţeir dirfđust gera Jakob bróđir Jesú sem kallađist Kristur. Og hiđ dásamlega er ađ ţó hann hafi ekki viđurkennt Jesú sem Krist, gaf hann samt vitnisburđ um réttlćti Jakobs.

Samkvćmt Origen felst dásemdin í ţví ađ Jósefus skuli nefna Jakob og Origen segir beinlínis ađ Jósefus hafi ekki viđurkennt Jesú sem Krist. Einhvern veginn finnst manni ţetta snúa öfugt viđ – ef Origen hefđi lesiđ ”bróđir Jesú, sem kallađist Kristur, sem hét Jakob” hjá Jósefusi ţá ćtti ađal atriđiđ vćntanlega ađ vera ađ Jósefus hafi nefnt Jesú og viđurkennt ađ í ţađ minnsta einhverjir kölluđu hann Krist.

Umrćddur kafli úr Jósefusi lýsir atburđum sem gerast rétt fyrir upphaf stríđsins og fjallar um átök innan prestastéttarinnar í Jerúsalem. Tveir Jesúsar koma viđ sögu og urđu ţeir báđir ćđstuprestar eftir ađ Ananus ćđstiprestur hafđi látiđ lífláta Jakob. Samhengisins vegna ćtti mađur ađ halda ađ Jakob tengdist persónum frásagnarinnar, ţ.e. öđrum hvorum ţeirra Jesúsa sem voru ađalpersónurnar (og ekki gleyma ađ “Kristur” ţýđir hinn smurđi, og ćđstuprestar voru smurđir til embćttis).

Munkur afritar uppúr bók
Munkur afritar uppúr bók. Ţrátt fyrir góđan vilja var hćttan á mistökum alltaf til stađar. Eflaust hafa sumir líka taliđ sig ţurfa ađ "leiđrétta" handrit, og ekki var óţekkt ađ athugasemdir á spássíu hafi ratađ í meginmál í nćsta afriti.

Miđađ viđ starfsađferđir viđ afritun handrita má ţví alveg gera ţví skóna ađ Jósefus hafi skrifađ ”bróđir Jesú ben Damneus sem hét Jakob” eđa ” bróđir Jesú ben Gamla sem hét Jakob” til ađ tengja hann viđ einn hinna Jesúsa sögunnar. Origen gćti hafa veriđ ađ vitna í Jósefus eftir minni en síđari skríbentar ”leiđrétt” Jósefus til samrćmis viđ ţađ sem Origen skrifar. Líklegt? Allavega vel innan marka hins hugsanlega. Enn ađrir, einkum ţeir sem vilja síđur ađ Jesú hafi átt raunveruleg systkini, hafa bent á ađ orđin ”bróđir Jesú sem kallađist Kristur” gćti allt eins merkt ađ Jakob hafi tilheyrt kristnum söfnuđi – eins og sést hjá Páli og öđrum pistlahöfundum ţess tíma var ”bróđir” eđa ”systir” notađ án tillits til ćtternis, en međ vísan til trúar á Krist.

Jósefus gćti ţví veriđ ađ benda á ađ Jakob hafi veriđ drepinn vegna ţess ađ hann var Kristinn. Eđa ađ hann hafi alls ekki skrifađ ”sem kallađist Kristur” og ađ ţađ hafi veriđ síđari viđbót, ”leiđrétting” til samrćmis viđ ţađ sem Origen skrifađi – Origen kvartađi sjálfur yfir ţví hversu afritun handrita var ábótavant, ţví afritarar vćru óvandvirkir og bćttu í eđa eyddu úr ađ vild.

En hvorug tilgátan er meira en bara ţađ, tilgáta, en hitt er heldur ekki mjög líklegt ađ Jósefus hafi, á ţessum eina stađ, vísađ til einhvers ”Jesú sem kallađur var Kristur” án ţess ađ hafa nefnt hann áđur. Og auđvitađ sýnir Origen međ ţessum skrifum sínum ađ hann hefur aldrei heyrt um Testimonium Flavium enda ţeim kafla ”skeytt inn” hundrađ árum seinna. Hvađ sem öđru líđur eru ummćli Jósefusar um aftöku Jakobs engin örugg sönnun um tilvist Jesú.

Plíníus yngri og Trajan keisari

Áriđ 112 skrifar Plíníus yngri, sem ţá var landstjóri á Svartahafsströnd núverandi Tyrklands, bréf til Trajans keisara um kristna sem hann hafi rannsakađ, og spyr hvort og hversu harkalega hann eigi ađ sćkja ţá til saka. Ţađ eina sem bréfiđ stađfestir er ađ kristnir voru til í Litlu-Asíu áriđ 112 – nokkuđ sem enginn hefur efast um. Ekkert í bréfinu getur talist heimild fyrir tilvist Jesú, ađeins ađ hinn kristni söfnuđur hafi sungiđ sálma til Krists eins og vćri hann Guđ.

Takítus og Neró

Takítus skrifađi svonefnda annála sína líklega áriđ 116 en ţar rekur hann sögu Rómarveldis frá dauđa Ágústusar áriđ 14 og fram ađ lokum valdatíma Nerós 68. Eftir brunann mikla í Róm 64 skellir Neró, samkvćmt Takítusi, skuldinni á hinn kristna söfnuđ í Róm:

Neró skellti skuldinna á og beitti ýtrustu pyndingum gegn flokki manna sem hatađir voru vegna ódćđa sinna, kallađir Kristnir af alţýđu fólks. Kristur, hvađan nafniđ kemur, mátti ţola ýtrustu refsingu á valdatíma Tíberíusar af hendi landstjórans Pontíusi Pílatusar ...

Takítus lýsir síđan ţví hvernig hin ”óforskammađa hjátrú” sprettur upp aftur í Júdeu og nćr einnig vinsćldum í Róm.
Í kjölfariđ voru allir ţeir sem ”játuđu sekt sína” handteknir, ţvínćst á grundvelli vitnisburđar ţeirra, var mikill mannfjöldi dćmdur, ekki svo mikiđ fyrir ađ kveikja í borginni, heldur fyrir hatur gegn mannkyni.

Enn gildir ţađ sama hér og um Pliníus – Takítus gćti allt eins veriđ ađ endurtaka ţađ sem Kristnir hafa sagt honum. Hann hefur ekki haft neinar beinar heimildir um aftöku Jesú ţví hann notar rangan titil um Pontíus Pílatus, kallar hann ”procurator” en réttur titill var ”prefectus” eins og áletrun frá Palestínu sýnir. Fyrri titillinn var algengur á tímum Nerós, en sá síđari á tímum Tiberíusar.

Rómverskir hermenn spjalla saman á gólfmósaíkmynd
Rómverskir hermenn spjalla saman á gólfmósaíkmynd í Villa Casale á Sikiley, trúlega frá upphafi fjórđu aldar. Villa Casale hefur ađ geyma ţúsundir fermetra af mósaíkgólfi, stórmerkileg samtímaheimild sem vel er heimsókarinnar virđi.

Svo má benda á ađ ýmislegt í ţessari frásögn stenst illa samanburđ viđ ađrar heimildir – allt bendir til ţess ađ hinn kristni söfnuđur i Róm hafi veriđ afskaplega lítill á ţessum tíma, og engar heimildir eru međal kristinna höfunda um ofsóknir Nerós fyrr en mörgum öldum seinna.

En gćti Takítus ţá veriđ ađ skálda alla söguna? Eđa er ţessi kafli ađ einhverju leyti viđbót seinni tíma skríbenta? Handritarýnar bentu snemma á ađ ţar sem núna stendur ”Christianos” stóđ áđur ”Chrestianos” – bókstafurinn e hefur veriđ nuddađur út og i sett í stađinn. Í sjálfu sér ekkert skrítiđ – svo virđist sem Chrestos og Christos hafi veriđ notađ til jafns á upphafstímum kristninnar, ţótt merking orđanna sé ólík – Chrestos, ”hinn blíđi” var algengt nafn og gćlunafn, Christos merkir ”hinn smurđi” og getur veriđ titill ţjóđhöfđingja og ćđstupresta og annarra sem voru ”smurđir” til embćttis.

Einn einstaklingur sem sameinađi ţessa tvo titla, vćr bćđi Christos (smurđur konungur) og fékk gćlunafniđ Chrestos (hinn blíđi, góđi) var Heródus Agrippa II sem ţegar hefur veriđ nefndur í tengslum viđ Fíló frá Alexandríu. Hann er ţó varla sá sem Takítus er ađ meina hér, enda mikill stuđningsmađur Rómverja á ţessum tíma.

Annar möguleik er ađ Chrestiani hafi veriđ eitthvađ allt annađ en ţađ sem viđ síđar köllum kristnir. Ţó heimildir séu ekki traustar hefur veriđ bent á ađ fylgjendur guđsins Serapis hafi kallađ sig Chrestiani (hinir góđu) og ađ fylgjendur Isis hafi einnig notađ ţetta viđurnefni. Hvađ sem ţví líđur ţá er vel hugsanlegt ađ Takítus sé hér ađ tala um einhvern flokk manna sem kallar sig ”hinir góđu”, mögulega átrúendur Isisar eđa Serapis, og ađ síđari tíma skríbent hafi ”leiđrétt” textann og bćtt inn setningunni um Christos og Pílatus. Handritasaga Annála Takítusar er mjög fátćkleg, fá handrit hafa fundist og ritiđ virđist hafa veriđ óţekkt međal kristinna frćđimanna fram undir lok miđalda.

Súetóníus og Kládíus

Súetóníus skrifar ćfisögur tólf keisara áriđ 121 og nefnir óróa međal gyđinga í Róm á tímum Kládíusar keisara og ađ einhverjir ţeirra hafi veriđ reknir frá borginni. Nánar segir hann, ”Ţar sem gyđingar voru sífellt ađ valda óróa ađ tilstilli Chrestos ţá rak hann ţá frá Róm”, eđa önnur ţýđing, ”Hann rak frá Róm ţá gyđinga sem ollu óróa ađ tilstilli Chrestos”.

Ekki er ljóst hvenćr ţessi atburđur á ađ gerast, en Kládíus var keisari á árunum 41-54. Páll ritar Rómverjabréf sitt trúlega á árunum 55-57. Ekki virđist Páli vera kunnugt um ţessa uppákomu hjá hinum rómverska söfnuđi.

Kládíus keisari hélt hinum unga konungi Herodus Agrippa II í borginni í nokkur ár, alla vega fram til 48, en Agrippa var á ţeim tima duglegur ađ verja málstađ gyđinga gegn Samverjum og landstjóranum Ventidíusi sem ţótti frekar ófriđlegur. Og eins og áđur hefur komiđ fram fékk hann hugsanlega viđurnefniđ Chrestos, og vissulega er skemmtilegt ađ gćla viđ ţá hugmynd ađ Kládíus hafi orđiđ leiđur á gyđingaáróđri Agrippa og sent nokkra stuđningsmenn hans heim til áréttingar.

Allt í allt er ţessi klausa hjá Súetóníusi lítils virđi sem heimild um hugsanlega tilvist Jesú. Ţađ er alls óljóst ađ átt sé viđ hinn Kristna söfnuđ (sbr. ţögn Páls) og Chrestos var mjög algengt nafn og viđurnefni á ţessum tíma.

Er ástćđa til ađ efast?

Eins og ţessi samantekt sýnir eru hlutlausar heimildir um tilveru Jesú ekki eins traustar og sumir halda fram. Heimildirnar leiđa ţó tvennt í ljós: Kristnir voru til viđ upphaf annarrar aldar, og trú ţeirra skv. Pliníus yngri var ekki ólík ţví sem síđar varđ. Enda er engin ástćđa til ađ efast um ţađ.

Hitt sem kemur í ljós er ađ á annarri og einkum ţriđju öld og fram á ţá fjórđu ţótti ástćđa til ađ efast um tilvist Jesú, og ađ varnarrit Origens hafi ekki haft um auđugan garđ ađ gresja hvađ varđar hlutlausar heimildir.

Snemma á fjórđu öld birtist svo hiđ frćga Testimonium Flavianum í fyrsta sinn, á valdatíma Konstantínusar mikla. En um miđja öldina verđur Júlían bróđursonur Konstantínusar keisari í nokkur ár. Hann er frćgastur nú á dögum fyrir andúđ sína á Kristni sem síđasti heiđni keisarinn. Minna ţekkt er ađ hann var frćgastur í sinni samtíđ fyrst og fremst sem mikill frćđimađur og heimspekingur.

Í riti sínu, ”Gegn Galíleumönnum”, skrifar Júlían um Kristni og gerir lítiđ úr kraftaverkum Jesú og bođskap (hvorugt sérlega frumlegt eđa merkilegt ađ mati Júlíusar), og dregur mjög í efa ađ ţeir Jesú og Páll ásamt félögum hafi yfirhöfuđ veriđ til. Hann skrifar

En ef ţiđ getiđ sýnt mér fram á ađ einn ţessara manna hafi veriđ nefndir á nafn af hinum vel ţekktu höfundum ţessa tíma, á valdatíma Tíberíusar eđa Kládíusar – ţá megiđ ţiđ kalla mig lygara í öllum málum.

Júlían sýnir hér ađ hann ţekkir tímasetningar Kristninnar (Jesú á tímum Tíberíusar, Páll og félagar á tímum Kládíusar), og ţađ er engin ástćđa til ađ efast um ađ hann, frćđimađurinn og keisarinn, hafi haft ađgang ađ öllum hugsanlegum heimildum ţess tíma.

En á fimmtu öld og nćstu rúm 1000 árin á eftir er ţađ Kirkjan sem stjórnar öllu menningar- og hugsanalífi hins vestrćna heims. Efasemdaraddir voru ţaggađar niđur og hiđ skrifađa orđ fékk á sig ígildi hins endanlega sannleika.

Á síđari öldum hafa efasemdaraddirnar ţó vaknađ á ný, en ţađ gerist ekki vegna ţess ađ hinar hlutlausu heimildir séu svo vafasamar, heldur fyrst og fremst vegna ţess ađ ţau rit sem finna má í Nýja Testamentinu sjálfu vekja upp efasemdir um tilvist Jesú.

Brynjólfur Ţorvarđarson 26.04.2018
Flokkađ undir: ( Sögulegi Jesús )

Viđbrögđ

Sýniđ viđbrögđ, en vinsamlegast sleppiđ öllum ćrumeiđingum. Einnig krefjumst viđ ţess ađ fólk noti gild tölvupóstföng, líka ţegar notast er viđ dulnefni. Ef ţađ sem ţiđ ćtliđ ađ segja tengist ekki ţessari grein beint ţá bendum viđ á spjallborđiđ. Ţeir sem ekki fylgja ţessum reglum eiga á hćttu ađ athugasemdir ţeirra verđi fćrđar á spjallborđiđ.

Hćgt er ađ nota HTML kóđa í ummćlum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hćgt ađ notast viđ Markdown rithátt í athugasemdum. Notiđ skođa takkann til ađ fara yfir athugasemdina áđur en ţiđ sendiđ hana inn.


Muna ţig?