Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Umgengnin við sannleikann

Hvað er sannleikur? Er hann til? Á þessum síðustu póstmóderntímum þykir flott að halda því á lofti að margir sannleikar geti verið á sveimi og enginn einn þeirra sé öðrum meiri. Og í krafti þeirrar sannfæringar þykir við hæfi að afgreiða þá sem ofstækismenn sem benda á að ekki séu allar fullyrðingar jafngildar. Þeim er gert það upp að þykjast handhafar Sannleikans með stóru S-i, rétt eins og væru þeir brjálaðir trúmenn.

Og það fyndnasta við þetta er þegar brjálaðir trúmenn nota þessa ræðutaktík á fólk sem bendir þeim á að lífsskoðanir þeirra standist ekki rök. Rökin sjálf skipta þarna engu máli, heldur er gengið út frá því að skoðanir andstæðingsins hljóti að byggja á sama trúargrunni og hjá trúarnöttarnanum, sama hvað öllum rökum líður.

En er til einhver einn sannleikur? Er hægt að leiða það út að sumir hlutir séu sannir en aðrir ósannir? Já, ég held að flest okkar muni geta fallist á það að sumt falli að raunveruleikanum en annað ekki.

Og er þá ekki rétt að halda því á lofti sem sannarlega telst til raunveruleikans, en henda hinu? Hvað er það í eðli trúmanna sem segir þeim að í lagi sé að aðhyllast órökstuddar fullyrðingar sem augljóslega eru á skjön við raunveruleikann?

Ég held að svarið sé þetta: Það er eins og margir geti ekki sætt sig við það þegar þeir komast að því að viðteknar hugmyndir þeirra eiga sér ekki stoð í tilverunni. Kannski hafa þeir haldið svo lengi í þær, eða þá að blekkingin er svo þægileg að öllum tilraunum til að leiðrétta ranghugmyndirnar er fyrirfram vísað á bug. Uppáhaldsdillan skal vera rétt, hvað sem það kostar.

Mér dettur í hug fólk sem hamast í magavöðvatækjum og svolgrar prótin- og orkubrennsludrykki í stórum stíl með það að markmiði að verða eins og fólkið á myndunum sem auglýsir vöruna. Þrátt fyrir að staðreyndin sé sú að við höfum misjafna líkamsgerð sem ákvörðuð er að genetík okkar og ekki geti allir orðið tággrannir og vöðvastæltir kúlurassar, þá er sú hugsun svo óbærileg að margir hreinlega neita að horfast í augu við hana. Sannindin eiga þarna ekki upp á pallborðið, heldur fær útópían að ráða. Í krafti þess eru svo mönnum seldar hinar og þessar gagnslauasr græjur sem eiga að umbreyta líkama fólks á örskammri stundu, úr fituhjassa í stælt módel með kúlurass.

Þetta fólk gæti alveg eins reynt að kaupa strekkjara sem hækkar það í loftinu eða pillu sem dekkir náttúrulegan háralit, eða breytir genetíkinni á annan hátt. Slík lyf eru því miður bara ekki til, hvað sem verður þegar erfðaverkfræðinni vex fiskur um hrygg.

Draumur fitubollunnar og áköf ástundunin er auðvitað krúttleg hegðun. Og auðvitað hjálpar öll hreyfing og betra mataræði fólki til að halda fitumagninu í skefjum. Það gleymist bara að segja fólki að það sé allur galdurinn, enda selur það ekki græjur og duft. Miklu fremur dugir að halda á lofti þessum hindurvitnum um að allir geti orðið eins og súpermódel og kvikmyndastjörnur, ef það bara kaupir þessi tilteknu tæki og hamast.

Seljendur þessa varnings ganga ekki erinda sannleikans, hinna prófanlegu sanninda málsins. Þarna er verið að selja fólki óraunveruleika í trausti þess að ósáttin við líkamann verði áframhaldandi þáttur í eðli nútímamannsins.

Og við sjáum sama virðingarleysið gagnvart haldbærum sannindum þegar kemur að ótal mörgu öðru. Heilun er t.d. gagnslaus, en það þýðir lítið að segja fólki það, langflestir hlusta ekki á svoleiðis úrtöluraddir. Sama gildir um hómópatíu, stjörnuspeki, miðla, Feng Shui, kraftaverkalækningar, bænir, keðjubréf og ótal aðra hluti. Staðreyndir málsins liggja fyrir en samt gerist ekkert, enda boðað að enginn sannleikur sé öðrum æðri.

Komm onn, gott fólk. Skynsemi okkar segir okkur að sumir hlutir séu einfaldlega rangir, annað hvort upplognir eða byggðir á fáfræði og misskilningi á því hvernig heimurinn virkar. Þessi sama skynsemi á að geta sagt okkur að sumir sannleikar séu sannir og aðrir ekki. Við þurfum bara að skoða staðreyndir málsins, þær sannanir og þau rök sem fyrir liggja. Og það púslast svo saman í eitthvað sem hægt er að kalla raunveruleika.

Og hann er aðeins einn.

Látum ekki óprúttna sölumenn líkamsræktargræja, hómópatalyfja, bænalífs og áruheilunar ljúga okkur full. Peningunum er betur varið í þarfari hluti. Reynum að umgangast sannleikann, þann raunveruleika sem sannarlega er hægt að sýna fram á, af virðingu. Þannig sýnum við sjálfum okkur líka mesta heiðarleikann.

Birgir Baldursson 20.04.2006
Flokkað undir: ( Efahyggja , Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð


Sævar Már - 20/04/06 11:17 #

“og ekki geti allir orðið tággrannir og vöðvastæltir”

Þetta er ekki rétt,

  1. Ef að þú ert með heilbrigða líkamstarfsemi.
  2. Lyftir samviskusamlega 3 til 4 fjórum sinnum í viku.
  3. Borðar rétt hlutföll af kolvetnum, prótínum og fitu.
  4. Innbyrðir 200 til 300 kaloríum minna en þú brennir á hverjum degi.

Þá verður þú á endanum tágrannur og mun vöðvastæltari en átakið byrjaði.

Það geta ekki allir verið eins og fólkið á myndunum ég er sammála því. Ef þú ert með heilbrigða líkamsstarfsemi þá eru þetta sömu lögmál hjá okkur öllum. Ef við innbyrðum minna af kaloríum en við brennum þá brennum við fitu. Ef það gerist í langan tíma þá verðum við á endanum tágrönn.

Birgir gefur til kynna að fæðubótarefni séu í raun bara plat, og þeir sem selja þessu efni séu bara að blekkja fólk, svo er ekki.

Birgir gefur til kynna að þeir sem hamast í magavöðvatækjunum séu að gera örvæntingafullar tilraunir til að verða eins og einhver módel, svo er ekki.

Mér finnst þú mála þannig mynd af fólki sem stundar ræktina að það sé í örvæntingu sinni að reyna að ná óraunhæfum markmiðum sínu um líkama sinn, og er að spandera peningum sínum í einhver platefni sem óprúttnir menn er að pranga inn á fólk bara til að græða pening.

“Og auðvitað hjálpar öll hreyfing og betra mataræði fólki til að halda fitumagninu í skefjum.”

Þetta er alveg laukrétt. Ég nota akkúrat fæðubótaefni til að ná þessu markmiði að bæta mataræðið. Tökum dæmi, að fá mikið af próteinum úr matnum getur verið mjög erfitt. Helstu prótein gjafar sem ég fæ úr fæðunni eru skyr, fiskur og kjúklingur. En fiskur og kjúklingur eru mjög dýrar vörur hér á íslandi þannig að ég á ekki efni á að kaupa mikið af þeim. Maður fær ógeð á að borða mikið af skyri og túnfiski, þannig að ég nota hreint prótín ( sem er fæðubótarefni) til að hjálpa mér að innbyrða meira af prótínum.

Það er erfiðara að nálgast óhollan mat heldur en hollan mat. Þegar maður er að fara eitthvert og hefur ekki tíma til að útbúa hollan mat til að taka með sér þá tek ég bara myoplex með mér sem er það sama og ein holl máltíð. Myoplexið er duft sem innhildur mikið af prótínum, flóknum kolvetnum og vítamínum þannig að ég fæ aukin kraft og líður vel, og þetta er alveg rosalega gott á bragðið.

Þannig að ég nota fæðubótaefni sem þú telur vera slæmt til að uppfylla markmið sem þú telur vera gott.

“Seljendur þessa varnings ganga ekki erinda sannleikans, hinna prófanlegu sanninda málsins. Þarna er verið að selja fólki óraunveruleika í trausti þess að ósáttin við líkamann verði áframhaldandi þáttur í eðli nútímamannsins.“

Ertu hér að tala um fæðubótaefni almennt? Hvað nákvæmlega ertu að tala um?

Ég les þessa síða á hverjum degi og er búinn að gera það í mörg ár. Ég hef (held ég) alltaf verið sammála þér Birgir, þangað til núna. Kannski er ég að oftúlka orð þín og kannski er þetta ekki það sem greinin er um, en mér sýnist þú vera með ranga hugmynd í kollinum um fæðubótaefni og að rækta líkama sinn, eins og margir aðrir.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 20/04/06 14:10 #

Ertu hér að tala um fæðubótaefni almennt? Hvað nákvæmlega ertu að tala um?

Ég nefndi hvergi fæðubótarefni á nafn, heldur prótín- og orkubrennsludrykki. Eitthvað svona metabóldót sem á að hraða brennslunni en hefur ekki sýnt sig að virka.


danskurinn - 20/04/06 15:11 #

Sjálfumgleði Birgir? Þú spilar á trommusett og nær alltaf ertu að spila eitthvað annarsflokks drasl eða þaðan af verri mússik. Það er það sem þú selur. Lélegt drasl, er það ekki? Sjálfsagt viltu samt sem áður halda því fram, að það sem þú gerir sem tónlistamaður sé einhvers virði og að þú kunnir eitt og annað fyrir þér. Þú auglýsir sjálfan þig sem slíkan og getur vonandi fært rök fyrir gæðum þínum. En ef þú getur það ekki, ertu þá í raun, vitandi vits, að selja ónýta vöru og lélega þjónustu, rétt eins og fólkið sem þú ert að gagnrýna í þessum pistli. Kannski er tónlistin sem þú spilar eins og fæðubótarefni sem virkar ekki og geta þín sem tónlistarmanns eins og gagnslaus heilun, eintóm blekking og vafasöm umgengni við sannleikann? Hvar eru mörk sannleikans í þinni veröld Birgir, í því sem þú gerir? Hvenær máttu troða upp og selja inn?


Sævar Már - 20/04/06 15:49 #

Ha. Hvar hefur því verið haldið fram að prótíndrykkir auki brennsluna? Gætir þú skilgreint prótíndrykk fyrir mig?

Ert þú að halda því fram að það sé ekki til neinar vísindalegar rannsóknir sem sýni fram að til séu efni sem auka brennsluna?

Þú dregur upp ósanna mynd af hóp af fólki í grein sem fjallar um sannleikann. Þetta er eins og að tala á móti dauðarefsingum og segja að réttast væri að taka þá af lífi sem taka aðra af lífi.

Þú ert með fordóma Birgir.

Þú tilheyrir ákveðnum hópi hér í vantrú. Ef einhver dregur ranga mynd af þessum hóp útaf vanþekkingu og fordómum ( sem oft hefur verið gert ) þá reynir þú að leiðrétta.

Ég tilheyri hóp sem þú ert að gera lítið úr útaf vanþekkingu og fordómum og ég er að reyna leiðrétta þig.

Ef þú ert maður orða þinni og hefur einhvern áhuga á sannleikanum þá breytir þú þessari grein, og tekur þessa fáránlegur samlíkingu út.

Punkturinn með greininni er góður en samlíkingin er alveg út úr kortinu.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 20/04/06 15:52 #

Danskurinn hefur farið öfugum megin fram úr bólinu í morgun. Birgir er að kasta fram hugleiðingu um sannleika og ekki-sannleika og danskurinn bregst við með að setja út á trommuleik hans!?!

Ekki vera svona fúll danskur, það er komið sumar.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 20/04/06 15:53 #

Það sem ég sel er spilamennska mín og færni. Og sú vara er ekki svikin, en kúnnarnir mættu að sönnu stundum vera með áhugaverðari músík í handraðanum.

Þú hefur svo ekki heyrt það sem ég geri þess utan, enda ekki mikið verið að selja það enn sem komið er.

En þetta er alveg á mörkunum að tengjast greininni hér að ofan. Sé ekki alveg hvað atvinna mín kemur heiðarleika gagnvart raunveruleikanum við.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 20/04/06 15:54 #

Hvar hefur því verið haldið fram að prótíndrykkir auki brennsluna?

Ekki hélt ég þvi fram, heldur sagði ég prótín- og orkubrennsludrykkir. Þú þyrftir að hressa aðeins upp á lesskilninginn hjá þér.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 20/04/06 15:57 #

Ef þú ert maður orða þinni og hefur einhvern áhuga á sannleikanum þá breytir þú þessari grein, og tekur þessa fáránlegur samlíkingu út.

En ég hef rökstuddar heimildir fyrir því sem ég segi. Menn breyta ekki genetík sinni og það er verið að selja fólki þá von að það geti breyst í eitthvað annað en það er með því að puða og drekka gagnslausa drykki. Bendi þér á að ná þér í þátt Penn & Teller um genetík VS workout.


danskurinn - 20/04/06 16:42 #

"En þetta er alveg á mörkunum að tengjast greininni hér að ofan. Sé ekki alveg hvað atvinna mín kemur heiðarleika gagnvart raunveruleikanum við."

Auðvitað tengist þetta greinni Birgir og Kombóið hef ég fyrir löngu síðan heyrt. Það er ekkert varið i það. Varan þín er því kannski svikin og kunnáttan og færnin öll einhver heimatilbúin naglasúpa. Kúnnarnir sem þú færð eru vonandi ánægðir með ágæti vöru þinnar enda fá þeir nákvæmlega það sem þeir eiga skilið. Þannig er atvinna heilarans ekkert frábrugðin þinni atvinnu enda fá kúnnahóparnir ykkar það sem þeir eru að kaupa. Hver vill svo fá einhvern sjálfumglaðan gagnrýnanda eins og ég er eða þú ert, til að segja sannleikann um imbarythmann sem þú framleiðir eða heilunina sem virkar ekki? Spurningin er, hvenær ertu sannarlega nógu góður til að troða upp og selja inn? Eða gildir mælikvarði sannleikans sem þú setur til höfuðs heilaranum ekki fyrir þig sjálfan?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 20/04/06 17:17 #

Hver vill svo fá einhvern sjálfumglaðan gagnrýnanda eins og ég er eða þú ert, til að segja sannleikann um imbarythmann sem þú framleiðir eða heilunina sem virkar ekki?

Ég sný þessu upp á sjálfan þig. Ertu þess umkominn að selja sellóleik þinn? Það fer nú ekki af honum neitt frægðarorð.

Þegar kemur að tónlist er það undir hverjum og einum komið hvað hann fílar. Og vegna þess hve eftirsóttur ég er til samspils af artistum sem teljast í toppklassa finnst mér alveg verjandi að selja þá vöru. Spurning hvort sansleysi þitt á færni mína eigi að ráða því að ég taki þá vöru af markaðnum. Meðan fólk fílar hana getur hún varla talist svikin.

En það eru hómópatalyfin svo sannarlega.


danskurinn - 20/04/06 17:40 #

"Þegar kemur að tónlist er það undir hverjum og einum komið hvað hann fílar."

Það má vel vera, en það er aftur á móti ekki nothæfur mælikvaði á greiningu gæða hennar eða gildis. Það sem ég er að reyna koma til skila er tvískinnungur þinn. Þú vilt að gæði þinnar þjónustu séu metin eftir einhverjum vinsældamælikvaðra sbr., það "er .. undir hverjum og einum komið hvað hann fílar" og notar svo einhvern ímyndaðan sannleiksmælikvaðra sem þú kallar "umgengnin við sannleikann" í titli greinar þinnar, sem mækikvarða á það sem aðrir eru að selja. Hvaða rök eru fyrir nauðsyn þessarar mismunandi afstöðu? Ef margir skynsamir einstaklingar sækja þjónustu heilara, er það þá til marks um gæði þjónustu þeirra? Ef þeir eru eftirsóttir, er þá verjandi fyrir þá að selja vöruna eins og þú gerir?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 20/04/06 17:47 #

Ætli ég verði ekki að útskýra þetta fyrir þér eins og fyrir fimm ára:

Heilarar, hómópatar og slíkt lið heldur á lofti fullyrðingum um virkni aðferða sinna og sýnt hefur sig að þessi virkni er ekki til staðar. Þeir ljúga, fullyrðingar eru á skjön við raunveruleikann.

Ég hef ekki haldið á lofti neinu garantíi um virkni trommuleiks míns, heldur bara trommað og fólk kunnað að meta það. Þú er meira að segja sá fyrsti sem ég heyri þau ummæli frá að trommuleikur minn sé slappur og því dettur mér helst í hug að það sé frekar eitthvað athugavert við þig sem hlustanda, eitthvert sansleysi.

Ef fólk diggar trommuleik minn, þá er ekki verið að selja því falskan raunuveruleika, heldur bara athöfn og hljóðbylgjur sem það er tilbúið til að borga fyrir að heyra og þrykkja á diska. Hvernig í ósköpunum getur það flokkast undir svikna vöru?


Sævar Már - 20/04/06 18:21 #

Þakka þér fyrir benda mér á þennan þátt ég mun reyna að nálgast hann. Nú ætla ég að taka þetta fyrir, lið fyrir lið.

“Mér dettur í hug fólk sem hamast í magavöðvatækjum og svolgrar prótin- og orkubrennsludrykki í stórum stíl með það að markmiði að verða eins og fólkið á myndunum sem auglýsir vöruna.”

Þetta er bara ekki rétt hjá þér Birgir. Ég hef lyft í næstum 10 ár og eytt mjög miklum tíma í ræktinni og fólkið sem er að djöflast þarna er ekki að gera það á þeim forsendum sem þú lýsir. Fólk sem kemst inn í þetta sport fattar fljótt að ýmis fæðubótaefni getið hjálpað manni til að ná þeim takmörkum sem maður setur sér. Í undantekningar tilfellum eru þau takmörk eins öfgafull og þú lýsir þeim.

“Þrátt fyrir að staðreyndin sé sú að við höfum misjafna líkamsgerð sem ákvörðuð er að genetík okkar og ekki geti allir orðið tággrannir og vöðvastæltir kúlurassar, þá er sú hugsun svo óbærileg að margir hreinlega neita að horfast í augu við hana.”

Hér gefur þú þér þá forsendi að fólk sé að kaupa fæðubótaefni til að breyta genatíkinni, hvernig dettur þér það í hug?

“og ekki geti allir orðið tággrannir og vöðvastæltir”

Ég var búinn að hrekja þetta.

“Sannindin eiga þarna ekki upp á pallborðið, heldur fær útópían að ráða. Í krafti þess eru svo mönnum seldar hinar og þessar gagnslauasr græjur sem eiga að umbreyta líkama fólks á örskammri stundu, úr fituhjassa í stælt módel með kúlurass.”

Ég get verið nokkuð sammála þér hérna. Fólk hefur ofurtrú á fæðubótaefnum, en þau eru bara svona aukabónus með mikilli vinnu. En til eru frábær fæðiubótaefni sem virka. Það má kannski líkja þessari ofurtrú manna á fæðubótarefnum eins og ef einhver mundi halda að hann mundi vera góður í fótbolta ef hann kaupir sér fótbolta skó upp á 20 þúsund krónur. En þessi mynd sem þú dregur upp að þeim sem kaupir sér prótíndrykk er skammarleg.

“Þetta fólk gæti alveg eins reynt að kaupa strekkjara sem hækkar það í loftinu eða pillu sem dekkir náttúrulegan háralit, eða breytir genetíkinni á annan hátt. Slík lyf eru því miður bara ekki til, hvað sem verður þegar erfðaverkfræðinni vex fiskur um hrygg.”

Hér ertu búinn að gefa þér þá fáránlegu forsendu að fólk haldi að genatíkin breytist við að taka fæðubótaefni.

“Og auðvitað hjálpar öll hreyfing og betra mataræði fólki til að halda fitumagninu í skefjum. Það gleymist bara að segja fólki að það sé allur galdurinn, enda selur það ekki græjur og duft.”

Það er engin að segja að það sé nauðsynlegt að nota duft og græjur en það hjálpar til. Gerir hreyfinguna skemmtilegri og mataræðið viðráðanlegra eins og ég tala í innleggi mínu fyrir ofan.

“Miklu fremur dugir að halda á lofti þessum hindurvitnum um að allir geti orðið eins og súpermódel og kvikmyndastjörnur, ef það bara kaupir þessi tilteknu tæki og hamast.”

Já en ef maður kaupir lyftingartæki og hlaupbrettir og æfir rétt og borðar rétt þá verður maður tágrannur á endanum. Er það ekki bara gott? Ef það er verið að haldi því fram að maður eigi eftir bókstaflega að líta út eins og Brad Pitt við að kaupa lóðasett þá er það náttúrulega fáránlegt. Gætir þú kannski bent mér á vöru þar sem þetta er gert?

Þú svaraðir þessari ekki áðan.

Ert þú að halda því fram að það sé ekki til neinar vísindalegar rannsóknir sem sýni fram að til séu efni sem auka brennsluna?

Þú segir “En ég hef rökstuddar heimildir fyrir því sem ég segi.”

Gætir þú þá bent mér á hvaðan þú hefur þá heimild að fólk kaupi fæðubótaefni til að breyta genatíkinni.

Þú málar upp niðrandi mynd um þá sem stunda ræktina og nota fæðubótaefni, sem er í engum tengslum við raunveruleikann, í grein sem heitir UMGENGNIN VIÐ SANNLEIKANN!

Ef að þú tekur ekki sönsum með þetta þá fer ég að skilja af hverju þið getið stundum verið pirraðir að rökræða við mofa.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 20/04/06 18:29 #

“Þrátt fyrir að staðreyndin sé sú að við höfum misjafna líkamsgerð sem ákvörðuð er að genetík okkar og ekki geti allir orðið tággrannir og vöðvastæltir kúlurassar, þá er sú hugsun svo óbærileg að margir hreinlega neita að horfast í augu við hana.”

Hér gefur þú þér þá forsendi að fólk sé að kaupa fæðubótaefni til að breyta genatíkinni, hvernig dettur þér það í hug?

Mér sýnist vera einhver misskilningur á ferð. Ég er að tala um seljendur líkamsræktartækja eins og maður sér auglýst í sjónvarpsmörkuðum, Ab-Flex, Ab-þetta og Ab-hitt. Í þessum auglýsingum er verið að höfða til þeirrar glansmyndar í kolli okkar aumingjanna að með því að nota tiltekið tæki og svolgra metabóldrykki getum við orðið eins og fólkið í auglýsingunum. Auðvitað hlýtur aukin hreyfing og breytt mataræði að að stuðla að grennri vexti og meiri vöðvamassa, en þeir sem hafa ekki sköpulag módelanna til að byrja með geta ekki öðlast það, því genetíkin er í veginum.

Ég hef ekki haldið því fram að fólk trúi því að þa geti breytt genetík sinni með þessu (hvernig dettur þér það í hug), heldur að það áttar sig ekki á því að þeir sem pósa í þessum auglýsingum duttu í genetískan lukkupott, en urðu ekki svona fagrir við að stunda þjálfun í tilteknum græjum.

Þú virðist halda að ég sé að míga yfir alla líkamsrækt og lóðalyftingar en svo er ekki. Þú hlýtur að geta fallist á að þarna úti er samt allt löðrandi í sölumennsku þar sem lofað er hlutum sen ómögulegt er að standa við.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 20/04/06 18:37 #

Þú málar upp niðrandi mynd um þá sem stunda ræktina og nota fæðubótaefni, sem er í engum tengslum við raunveruleikann, í grein sem heitir UMGENGNIN VIÐ SANNLEIKANN!

Sævar, hér er Birgir að tala um magatækin sem auglýst eru í gríð og erg á sjónvarsmarköðum. Hver hefur ekki séð slíka auglýsingu þar sem gefið er í skyn að með því að nota magatæki reglulega breytist manneskju úr kartöflusekk í þvottabretti. Eins og þú veist er slíkt ekkert nema blekking, til að ná þessum árangri sem sýndur er þarf alhliða æfingar, breytingu á mataræði og gríðarlegan viljastyrk.

Varðandi fæðubótaefnin, þá er það nú svo að það er verið að selja allskonar drasl með allskonar yfirlýsingum um virkni þrátt fyrir að í mörgum tilfellum séu engar sannanir fyrir því. Sumt af þessu virkar, annað ekki.

Get tekið dæmi. Þegar ég var hjá einkaþjálfara fyrir fjórum-fimm árum mælti hann með að ég tæki L-Carnetine til að auka brennslu. Ég gerði það en fann svosem engan marktækan mun á árangri mínum sem var nokkuð góður þá. Ótal auglýsingar á vefnum og upplýsingar á heilsuvefsíðum bentu til að þetta efni ætti að virka vel. Dag einn skoðaði svo málið betur fann alvöru rannsókn sem benti til að L-Carnetine gerði ekki nokkurt gagn. Svona er þetta bara. Ef maður leitar að L-Carnetine á vefnum í dag drukknar maður í upplýsingum frá síðum sem eru að selja efnið, upplýsingar um þessa rannsókn finn ég ekki aftur í fljótu bragði.

Mér finnst þú ganga frekar langt í því að taka þessi orð Birgis persónulega.


Svanur Sigurbjörnsson - 20/04/06 18:57 #

Það er með ólíkindum hversu heimskulegar og óviðeigandi athugasemdir danskurinn hefur í frami hér að ofan.

Birgir talaði um að kuklarar eins og hómeopatar og heilarar byggi ekki starfsemi sína á sannleik. Það er algerlega rétt hjá Birgi. Gervifræði þessara gervigreina byggja bara á auðugu ímyndunarafli og eru rökvillur og uppspuni frá upphafi til enda. Staðreyndir verða til eftir ítarlegar prófanir og því eru tilgátur sem standast þær ekki taldar rangar og ósannar. Nýaldarhyggjan kennir að "hver hafi sinn sannleik". Þetta er tómt bull. Það er ekki hægt að koma með órökstuddar kenningar sama hversu "vísindalega" þær hljóma og telja þær jafn sannar og staðreyndir fengnar með vísindum. Relativismi (postmodernismi, afstæðishyggja) gengur ekki upp því að það er jafn rangt að drepa mann í Kairó og Íslandi, jafn rangt að umskera kynfæri stúlkna í Súdan og Noregi, jafn rangt að hefta málfrelsi í Íran og Danmörku o.s.frv. Heilun er jafn mikið bull hvort sem að það kemur frá austurlöndum eða vesturlöndum. Skilurðu þetta ekki danskur?

Tónlist er að mörgu leyti smekksatriði og kemur ekkert spurninginnu um sannleika við, hvað þá hversu góður tónlistarmaður Birgir er eða ekki. Persónuleg árás þín á atvinnu og hæfileika Birgis sem tónlistarmanns er því ákaflega ósmekkleg og siðlaus og á ekkert erindi í þessari umræðu. Sem tónlistarmaður er hann ekki að lofa fólki bót á heilsu þeirra eins og heilarar og því algerlega rangt að bera hann saman við slíka kuklara.

Hvað heitirðu danskur? Þorirðu að ráðast á Birgi hér undir þínu eigin nafni? Tekurðu ábyrgð á orðum þínum eða finnst mest gaman að láta gamminn geisa hér undir dulnefni?


Svanur Sigurbjörnsson - 20/04/06 19:13 #

Varðandi fæðubótarefnin og líkamsræktina. Ef til vill skorti Birgi nokkra nákvæmni í grein sína en skilaboðin voru þau að fæðubótariðnaðurinn er fullur af loforðum sem verður ekki staðið við og það hafa ekki allir möguleika á því að líta út eins og falleg módel eða sigra keppnir.

Vissulega má ná langt með mikilli ástundun og öguðu, höllu mataræði en erfðir spila meira inní en margir vilja halda.

Mikill hluti þess bransa sem selur fæðubótarefni eða heimatæki til líkamsræktar er hreinlega að græða á nýungagirni og örvæntingu fólks. Hjá þeirri staðreynd verður ekki litið en hins vegar ber að varast að setja allt undir sama hattinn. Lítill sproti af fæðubótarmarkaðnum hefur eitthvað raunhæft að bjóða og góður hluti tækjaframleiðanda hefur mjög góðar vörur enda má sjá stöðuga framþróun í tækjum líkamsræktarstöðva.

Margar rannsóknir á bak við fæðubótarefni eru gervivísindi og því ber að varast að taka mark á fullyrðingum sem settar eru fram í auglýsingum þeirra. Vissulega má nota próteindrykki sem dýran valkost við aðra næringu en þegar hrúgað er í þá alls kyns örvandi efnum efnum (metabolites, fuel booster, energy.., burner.. etc) er heilsusjónarmiðið löngu farið.


Guðmundur Ingi Markússon - 20/04/06 19:14 #

Umræða í kjölfar greinar um sannleikann sem leiðist út í tónlist og fæðubótaefni er auðvitað enn ein guðdómleg sönnun þess að við lifum á póstmódernískum tímum ;)

Að öllu gríni slepptu er maður orðlaus yfir ad hominem kommentum dansks sem koma málinu auðvitað ekkert við.

Ekki svo að skilja að Birgir þurfi nokkurs stuðnings við, en þar sem ég er svo heppinn að hafa unnið með honum hér á árum áður get ég skrifað undir það að hann er ekki aðeins fær heldur innblásinn.

Annars finnst mér greinin kannski helst til einföld, en sem trúlaus realisti er ég sammála í grundvallaratriðum.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 20/04/06 19:16 #

Hér má sjá bút úr þætti Penn & Teller, en ég mæli auðvitað með því að allur þátturinn sé skoðaður.

Það er reyndar merkilegt við þessa þætti að ekki er nóg með að þeir taki á trúarkjaftæði og öðru sem maður er fyrirfram sammála um að sé vitleysa, heldur afhjúpa þeir oft og tíðum manns eigin fordóma og fáfræði í sambandi við hluti sem maður tók fram að því góða og gilda. Ég nefni sem dæmi þættina um endurvinnslu og takmarkanir á byssueign. Í hvert sinn sem þetta gerist fagna ég því að vera sýnt fram á rangindi skoðana minna, í stað þess að bregðast illur við og úthrópa þessa menn sem lygara og niðurrifsmenn. Rökin blífa og sannleikurinn er öllum trúarsetningum æðri.

Þessi hugleiðing verðskuldar sérstaka grein.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 20/04/06 19:22 #

Ef til vill skorti Birgi nokkra nákvæmni í grein sína...

Og:

Annars finnst mér greinin kannski helst til einföld...

Ég get alveg falist á að greinin sé ekkert sérlega vel unnin, enda skrifuð í hendingskasti innblásturs. Það sama gildir um margar aðrar greinar mínar.

En ég er heldur enginn fræðimaður, heldur aðeins gaur úti í bæ sem hefur þörf fyrir að afhjúpa allt skaðlega kjaftæðið í samfélaginu. Takist mér að knýja fram umræðu þá betur af stað farið en heima setið.


Sævar Már - 20/04/06 19:35 #

Ok. Ég er byrjaðir að skilja þig betur núna Birgir. Smá mis á ferðinni.

Jæja ég ætla nú ekki að vera karpa meira um fæðubótaefni hér á vantrú.

Það fer bara e-ð voðalega í mig hvað það getur verið neikvæð umræða um að stunda ræktina og nota fæðubótaefni.

En gætuð þið sýnt mér hvernig ég geri svona flotta kassa utan um það sem maður er að vitna í.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 20/04/06 19:46 #

Byrjaðu efnisgreinina á >

Þetta er Markdown-skipun sem kemur í staðinn fyrir blockquote


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 20/04/06 19:49 #

Það fer bara e-ð voðalega í mig hvað það getur verið neikvæð umræða um að stunda ræktina og nota fæðubótaefni.

Jamm, en eins og þú ert sennilega búinn að sjá, þá er ekki verið að því hér per se, heldur aðeins verið að gagnrýna þá sem selja öðrum fólki gagnslitla vöru með því að höfða til þrá manna eftir fullkomnu boddíi.


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 20/04/06 20:00 #

>


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 20/04/06 20:02 #

Svona merki eins og ég sett hér fyrir ofan setur þú fyrir framan þeirri málsgrein sem þú vilt hafa í kassa.

semsagt merkið >svona

þetta er líklega vinstra megin á liklaborðinu þínu. Til hægri frá örvatakkanum sem notaður er til þess að gera stafi STÓRA.


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 20/04/06 20:03 #

Svona mundi það líta út.


Sævar Már - 20/04/06 20:23 #

Takk fyrir


danskurinn - 20/04/06 22:12 #

Birgir skrifar: "Ef fólk diggar trommuleik minn, þá er ekki verið að selja því falskan raunuveruleika, heldur bara athöfn og hljóðbylgjur sem það er tilbúið til að borga fyrir að heyra og þrykkja á diska. Hvernig í ósköpunum getur það flokkast undir svikna vöru?"

Ef fólk er tilbúið að kaupa meðöl og þjónustu hómópata, hvernig í ósköpunum getur það flokkast undir svikna vöru? Svona röksemdafærsla eins og þú notar fyrir sjálfan þig, hljómar ágætlega fyrir hómópata, ekki satt? Hómópatar hafa bara trommað á sín meðöl og fólk kunnað að meta það, ekki satt?


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 20/04/06 22:16 #

Ef fólk er tilbúið að kaupa meðöl og þjónustu hómópata, hvernig í ósköpunum getur það flokkast undir svikna vöru?

danskurinn, ertu virkilega að segja að vörur og þjónusta geti ekki flokkast sem svikin ef "fólk er tilbúið að kaupa" það? :S


Matti (meðlimur í Vantrú) - 20/04/06 22:22 #

Ef Birgir héldi því fram að trommuleikur hans gæti læknað sjúkdóma og seldi mér miða á tónleika með þeim formerkjum að ég myndi læknast af einhverjum kvillum bara með því að hlusta, þá væri fjandakornið enginn munur á trommuleik hans og skottulækningum hómópata. En Birgir heldur engu slíku fram.

Vara og þjónusta hómópata byggir á ósannindum. Fólki er talið trú um að remedíur hómópatanna séu eitthvað annað en hreint vatn, fólki er talið trú um að það sé á bak við þessi fræði séu alvöru rannsóknir.

danskurinn, þú ert alveg úti á þekju í þessari umræðu. Finnst satt að segja að þú eigir að hafa manndóm til að skrifa svona skítkast undir nafni í stað þess að gera það bak við dulnefni.


danskurinn - 20/04/06 22:32 #

Svanur skrifar: "Tónlist er að mörgu leyti smekksatriði og kemur ekkert spurninginnu um sannleika við, hvað þá hversu góður tónlistarmaður Birgir er eða ekki. Persónuleg árás þín á atvinnu og hæfileika Birgis sem tónlistarmanns er því ákaflega ósmekkleg og siðlaus og á ekkert erindi í þessari umræðu."

Tónlist er að sjálfsögðu ekki smekksatriði. Tónlist er fag, mjög ítarlega skilgreind listgrein og vísindi. Smekkur fólks á tónlist lýsir fólkinu sjálfu en ekki tónlistinni. Samanburður á atvinnu Birgis og atvinnu þeirra sem hann gagnrýnir í grein sinni var nauðsynlegur til að sýna fram á tvískinnung höfundar. Birgir trúir því að hann sé góður tónlistarmaður af því að fólk sækist eftir þjónustu hans. Hann hefur í raun ekkert annað til að miða við. Amk hefur ekkert annað komið fram sem rökstyður það álit hans á sjálfum sér. Með þessu sé ég ekki betur en að hann geri lakari kröfur til eigin sannleika en hann gerir gagnvart öðrum. Um það snýst umræðan frá minni hálfu en ekki hvort Birgir sé góður tónlistarmaður. Það er hins vegar athyglisvert að sjá hve orðhákarnir hér geta verið hörundsárir.


danskurinn - 20/04/06 22:39 #

Hjalti skrifar: ” ertu virkilega að segja að vörur og þjónusta geti ekki flokkast sem svikin ef "fólk er tilbúið að kaupa" það? :S”

Ég er miklu frekar að segja að þjónustan geti verið svikin vara, þó fólk vilji kaupa hana.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 20/04/06 23:35 #

Á hvern hátt getur hún verið svikin ef fólk fílar hana? Snýst ekki tónlist að öllu leyti um fílíng? Þótt einhverjir hafi slæman smekk á listum að þínu mati gerir það listina ekki ranga eða svikna. Það voru bara Jónas frá Hriflu og Hitler sem héldu slíku fram. Spurðu listfræðing, ég held ekki að nokkur slikur myndi taka undir þetta hjá þér.


Khomeni - 21/04/06 00:42 #

Furðuleg viðbrögð við áhugaverðri grein Birgis. Efnislega er greinin ekki gagnrýnd heldur hamast í dæmi sem Birgir tók sem samlíkingu. Greinin er áhugvaverð og ég er eiginlega sammála henni í felstum atriðum. Svo sammála að ef ég gagnrýndi hana þá værð það alger sparðatýnsla sem jaðraði við hártoganir. Áfram Birgir. Þú ert geðfeldur.

Svo er bara asnalegt að gagnrýna Birgi fyrir við hvað hann vinnur. Það kemur grein hans ekkert við. Ekki neitt. Ekki bofs.

Fjandinn hafið það... Þetta hljóta þáttakendur í umræðunni að fatta. Annars er þetta bara umræðutorg fyrir þá sem þrá að þrasa. Þrastorg.is


Maggi - 21/04/06 06:15 #

"Mér sýnist einhver misskilningur hér á ferð...." "Ég hef aldrei sagt...." "Ekki hélt ég því fram...."

Mér sýnist ofangreint ágætt dæmi um hvaða framsetningarrugl er hér á ferðinni. Það er kastað út myndlíkingum og lýsingarorðum á borð við "brjálaðir trúmenn" í hrærigraut við strekkjara, keðjubréf og kúlurassa. Þetta fer að verða dálítið þreytt trikk hérna á Vantrú, að keðja saman óskylda hluti í skjóli rökræðu. Einu var sálmaskáldið HP kominn á spítt í Keflavík eða álika. Auðvitað er þetta siðlaust af greinarhöfundi að misnota retoríkina á þennan hátt, en það verður hann að eiga við sjálfan sig.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 21/04/06 06:28 #

Matti hitt naglann á höfuðið hér ofar. Þeir eru til sem selja vatn og svo þeir sem selja vatn og fullyrða að það hafi lækningamátt. Hinir fyrrnefndu eignast alveg stóran kúnnahóp þótt ekki haldi þeir neinu öðru fram um vöru sína en að hún sé hreint vatn. Þar eru engin vörusvik.

Ég sel trommuleik þeim sem vilja kaupa. Kúnnar mínir vita nákvæmlega hvað þeir eru að kaupa, hljóðbylgjur sem framleiddar eru eftir ákveðnu kerfi, með ákveðnum núönsum sem þeir fíla. Og kannski einmitt þess vegna velja þeir mig en ekki einhvern annan, þeir fíla núansana.

Ef ég væri að halda því fram að hljóðfæraleikur minn hefði einhvern töframátt, eða kyngikraft, hefði eitthvað meira við sig en tónlistarlegt gildi, þá væri ég að selja svikna vöru.

Ég held að það sé sama hvað þú reynir, danskur, þér á ekki eftir að takast að sýna nokkrum manni fram á að hér sé einhver tvískinnungsháttur á ferðinni. Ég geri þá kröfu til þeirra sem ég versla við að þeir ljúgi ekki um vöruna til að pranga henni inn á mig. Á sama hátt dettur mér ekki til hugar að ljúga einhverju kjaftæði um þá vöru sem ég sel. Hún er bara þarna á boðstólum og þeir sem girnast hana fá.

Ég er bara venjuleg og heiðarleg hóra.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 21/04/06 06:32 #

Auðvitað er þetta siðlaust af greinarhöfundi að misnota retoríkina á þennan hátt, en það verður hann að eiga við sjálfan sig.

Ég skil ekki hvað þú átt við, sé ekkert rangt við framsetningarmáta minn. Útskýrðu betur.


danskurinn - 21/04/06 07:10 #

Birgir skrifar: "Ég er bara venjuleg og heiðarleg hóra."

Það er einmitt umgengnin við sannleikann sem ég geri að umtalsefni en ekki trommuleikur greinarskrifara. Sú umgengni er ekki nógu þrifaleg ef greinarskrifari vill ekki að fagleg sjónarmið gildi um eigin þjónustu á meðan hann gerir ítarlegar kröfur um fagleg sjónarmið hjá þeim sem hann gagnrýnir.


Svanur Sigurbjörnsson - 21/04/06 09:44 #

Danskur! Gæðamál eru annað en svikamál. Það er hægt að gagnrýna kokka, tónlistarmenn, balletdansara, leikara, þ.e. listamenn um léleg gæði eða óáhugaverða framistöðu en þeir verða ekki ásakaðir um vörusvik nema að þeir hreinlega myndu ekki mæta á eigin sýningu. Hins vegar eru það svik (meðvituð eður ei) þegar seldar eru vörur (t.d. remedíur hómeopata) eða þjónusta (t.d. handayfirlagningar heilara) með því yfirskyni að þær lækni eða græði þegar staðreyndin er sú að hún hefur engin áhrif umfram lyfleysu. Í slíkum tilvikum er verið að blekkja fólk og gera það að ginningarfíflum. Stærstu ginningarfíflin eru oftast seljendurnir sjálfir því að hugmyndasmiðir kuklsins hafa sannfært þá um að það virki í raun. Hefur þú ekkert hugsað útí þetta danskur? Þú talar eins og þér þyki sala á kukli jafn sjálfsögð og sala á tónlist.


danskurinn - 21/04/06 09:52 #

Svanur skrifar: "Þú talar eins og þér þyki sala á kukli jafn sjálfsögð og sala á tónlist."<(i>

Það þykir mér já! Ég hef vissulega enga trú á þessu kukli en ef það er stöðugur straumur af fólki sem kaupir þessa þjónustu þá er það sama vísbendingin um gæði þjónustunnar eins og Birgir notar fyrir sölu sinnar þjónustu.


Sverrir Guðmundsson (meðlimur í Vantrú) - 21/04/06 10:03 #

Danskur, þú lætur eins og vinsældir séu besti mælikvarðinn á gæði. Hvernig gæti allt þetta fólk haft rangt fyrir sér?

Ég held að þú ættir að kynna þér vinsældarökvilluna.

Gæði lækninga verða ekki metin út frá vinsældum heldur árangri. Og það fer litlum sögum af honum í tilfelli hómópata og heilara.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 21/04/06 10:04 #

en ef það er stöðugur straumur af fólki sem kaupir þessa þjónustu þá er það sama vísbendingin um gæði þjónustunnar

Hefur danskurinn aldrei heyrt talað um blekkingar og svik? Er það réttlæting fyrir blekkingum og svikum að til er fólk sem lætur blekkjast og hafa sig að fífli?


danskurinn - 21/04/06 10:21 #

Matti skrifar: "Er það réttlæting fyrir blekkingum og svikum að til er fólk sem lætur blekkjast og hafa sig að fífli?"

Það er spurning. Ef engin léti blekkjast og hafa sig að fífli myndu þá ekki svik og prettir leggjast af? Læknisfræðin virðist standa ráðþrota gagnvart ýmsum algengum kvillum og kvíða og vanlíðan. Samt sem áður selja læknar lækningu sem í mörgum tilfellum er alls engin lækning. Er það réttlætanlegt? Ef fólk fengi alltaf bót meina sinna hjá læknum þá væri þetta ekkert ”vandamál”. Það er ekki hægt að steypa alla í sama mót og setja fram óbilgjarnar kröfur um alla mögulega og ómögulega hluti. Ef kuklari getur hjálpað einhverjum er þá ekki komin nóg réttlæting?


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 21/04/06 11:35 #

Læknisfræðin virðist standa ráðþrota gagnvart ýmsum algengum kvillum og kvíða og vanlíðan. Samt sem áður selja læknar lækningu sem í mörgum tilfellum er alls engin lækning. Er það réttlætanlegt?

Ef þú er að líkja læknum við kuklara þá segir það kannski meira um þig en þá. Læknar eru ekkert nálægt því að vera kuklara. Læknar eru að reyna lækna fólk með sönnuðum aðferðum og í þeim tilfellum sem þeir vita ekki hvað hrjáir fólk þá reyna þeir að finna það út.

Ef þeir myndu fara að nota óhefðbundnar aðferðir til að lækna fólk þá er víst að þeir myndu ekki halda læknaleyfinu mjög lengi.

Kuklarar nota ósannaðar og illa rökstuddar aðferðir til að þykjast lækna fólk. Oft eru kvillarnir sem þeir þykjast lækna kvillar sem myndu hvort sem er læknast að sjálfu sér. Þá heldur fólk að það hafi verið viðeigandi meðferð sem læknaði það (gagnsemisrökvillan).

Sem betur fer er núna komið í lög að kuklarar mega ekki segjast lækna alvarlega sjúkdóma og ráðleggja fólki að hætta læknismeðferð til að nota einhverja kuklara-aðferð.

T.d. þekki ég til hollenskrar sjónvarpskonu sem greind var með brjóstakrabbamein fyrir nokkrum árum og læknarnir voru mjög vongóðir að þetta myndi læknast með viðeigandi meðferð. Vinkona hennar sem er kukklari (vel þekkt í Hollandi) sannfærði hana um að hætta að taka krabbameinslyfin vegna þess að það væri ekki krabbamein, þ.e. læknarnir væru bara að bulla. Sjónvarpskonan dó nokkrum mánuðum eftir þetta úr brjóstakrabbameini.


Árni Árnason - 21/04/06 13:18 #

Trommuleikur og DNA heilun.

Það hvarflar stundum að manni að sumir hreinlega gangi ekki heilir til skógar, og að maður sé í raun að lítillækka sig að vera yfirleitt að diskutera við slíkt fólk.

Hvers konar bull er það að jafna saman tónlistarflutningi og kukli?

Í tónlistarflutningi og annarri listsköpun á við: "What you see (hear) is what you get" Ég stórefast um að Birgir hafi nokkurn tíma haldið því fram eða einu sinni gefið í skyn að hann geti læknað krabbamein með trommuleik. Ef tónlistamaður bendir á eftirspurn eftir listsköpun sinni, er hann ekki að halda því fram að hann sé að gera það eina rétta, besta eða fullkomnasta, heldur einungis að eftirspurnin bendi til þess að sköpun hans teljist frambærileg sem slík.

Að rugla saman fegurðarskyni,skemmtanagildi og smekk annarsvegar og trú á kukl og hindurvitni hinsvegar er út úr öllu korti.


ÍMM - 21/04/06 17:18 #

Ég skrifa nú ekki oft hérna þrátt fyrir að rekast inn á síðuna oft í viku. Ég verð að segja að þessar árásir á trommuleik Birgis er kornið sem fyllti mælinn hjá Danskinum. Ómálefnalegri einstakling er erfitt að finna á spjallþráðum á netinu, Danskurinn dettur alltaf í eitthvað skítkast eins og þetta. Ég held þú Danskur góður ættir að reyna að finna þér eitthvað annað en trommuleik Birgis til að gagnrýna því þar er á ferð einn besti trommuleikari á landinu, og í raun er óþarft að svara þessum ómálefnalegu árásum.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 21/04/06 17:44 #

Manni dettur helst í hug að þarna sé einhver hroki á ferðinni hjá þeim sem eru í klassískri músík, gegn þeim sem eru m.a. í poppi og rokki.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 21/04/06 19:33 #

Danskur, hverju á ég nákvæmlega að vera að ljúga að fólki, sem trommuleikari?


Svanur Sigurbjörnsson - 21/04/06 20:19 #

Danskurinn sagði:

Læknisfræðin virðist standa ráðþrota gagnvart ýmsum algengum kvillum og kvíða og vanlíðan. Samt sem áður selja læknar lækningu sem í mörgum tilfellum er alls engin lækning. Er það réttlætanlegt?

Þér virðist ekki vera mögulegt að sjá muninn milli læknisfræði og kukli græðara, Danskur. Þess í stað ferðu að benda á galla í iðkun læknisfræðinnar til að réttlæta kuklara. Rangt verður aldrei réttlætt með öðru röngu. Það eru vissulega til meðferðir sem læknar beita á stundum og hafa litla gagnsemi og vísindin hafa enn ekki fundið lyf við þeim þúsundum kvefveira sem herja á okkur ár hvert. Læknisfræðin hefur fullt af takmörkunum en læknar eru oftast líka meðvitaðir um þær og haga ráðgjöf sinni eftir því.

Hins vegar gefa kuklarar út fullyrðingar eins og "það eru til jurtir við nær öllum sjúkdómum (Ólöf dóttir Ástu grasalæknis í viðtali við Völu Matt)" eða "spjald- og höfuðbeinanudd getur læknað asthma (sjá á síðu þeirra gegnum www.big.is)" Af fyrri fullyrðingunni að dæma er ljóst að viðkomandi grasakuklari hafði enga yfirsýn eða þekkingu á þeim aragrúa sjúkdóma sem eru til. Af seinni fullyrðingunni er ljóst að viðkomandi höfuðbeina- og spjaldhryggjanuddari hefur ekki hugmynd um hvað asthmi er eða hvaða efnaferlar liggja þar að baki í líkamanum. Samt hafa þessir aðilar hugrekki til að kenna þessi gervifræði á námskeiðum sem kosta hundruðir þúsunda og taka fólk til meðhöndlunar á sjúkdómum. Þó að lögin um græðara frá maí 2005 hafi ýmsa kosti er það slæmt að þeir halda nú að kukl þeirra sé "viðurkennt" í þjóðfélaginu. Lögin leyfa þeim að starfa en það er skýrt að græðarar tilheyra ekki heilbrigðiskerfinu og mega ekki meðhöndla alvarlega sjúkdóma.

Þetta læt ég duga. Ef þú getur ekki lært Danskur af þessum umræðum er útlitið dökkt. Manni er farið að finnast maður berji höfðinu við stein að auka skilning þinn á þessum málefnum. :-(


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 21/04/06 20:35 #

Sú umgengni [við sannleikann] er ekki nógu þrifaleg ef greinarskrifari vill ekki að fagleg sjónarmið gildi um eigin þjónustu á meðan hann gerir ítarlegar kröfur um fagleg sjónarmið hjá þeim sem hann gagnrýnir.

Fagleg sjónarmið? Hvar kemur fram að ég láti ekki fagleg sjónarmið gilda? Eftirspurn annarra artista eftir vinnuframlagi mínu bendir til að ég valdi því fagi sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Að auki bendir sú staðreynd að ég kenni við tónlistarskóla til þess að fagmennska einkenni nálgun mína við hljóðfærið. Ég er síður en svo menntunarlaus þegar kemur það þessu hljóðfæri og dæli í nemendur mína tækniatriðum í bland við ráðleggingar um hvernig best sé að ná sem mestri músík út úr spilamennskunni. Þetta geta nemendur mínir vitnað um, þeir eru upp til hópa harðánægðir með það hve kennsluaðferði mínar skila þeim hratt fram á veg.

Þessi meinti amatörismi minn við trommusettið er aðeins í hausnum á danskinum og klárt að hann hefur litla þekkingu eða innsýn inn í framlag mitt til tónlistarinnar. Flokkast slíkt ekki undir fordóma?


danskurinn - 22/04/06 00:05 #

Árni Árnason skrifar: "Að rugla saman fegurðarskyni,skemmtanagildi og smekk annarsvegar og trú á kukl og hindurvitni hinsvegar er út úr öllu korti."

Ég er sammála því. En er það ekki skondið að enginn skyldi rugla þessu saman þangað til þú gerðir það? Skot mitt á Birgi var um að hann væri að kasta steinum úr glerhúsi. Við gerum það allir. Hingað til hefur hann aðeins reynt að víkja sér undan skotinu með því að skýla sér á bak við vinsældarökvilluna.

Jón Magnús skrifar: " Ef þú er að líkja læknum við kuklara þá segir það kannski meira um þig en þá."

Ég var nú alls ekki að gera það. Hins vegar má benda á að læknar eru misgóðir, sumir góðir og aðrir afspyrnu lélegir. Nú er þjóðin t.d. bráðum komin að fótum fram vegna offitu. Margir eru mjög illa staddir og veikir vegna offitu. Læknar hafa engin ráð. Þeir bjóðast vissulega til að skera upp verstu tilfellin, soga fitu í burtu með fínu græjunum sínum og minnka maga og stytta garnir ofl ofl. En alltaf verða fleiri og fleiri of feitir og heilsulausir með tilheyrandi trygginga- og heilsugæslukostnaði og ótímabærum dauðsföllum. Í kjölfari heilsubrest sem verður vegna lífstílsvillu og stjórnleysis kemur þunglyndi og kvíði sem læknar sinna með ávísunum til lyfjafyrirtækja. Fyrir það þiggja margir læknar mikil laun. Engir eru jafn ríkir í dag og lyfjafyrirtæki.

Umræða um mataræði hefur að mestu farið fram án þátttöku lækna. Sjúkrahús eyða stórum hluta fjármuna sinna í að halda lífi í hálfdauðum eða dauðvona sjúklingum á meðan lítið er gert fyrir fjöldan annað en að selja honum lyf í skipsförmum. Ótrúlega stór partur af þjóðinni er áskrifandi af alls konar lyfjum sem rekast hvert á annað í líkömum neytenda. Og margir virðast sætta sig við ástandið vegna þess að þegar þeir eru orðnir nógu veikir í lyfjavímunni, fá þeir að leggjast inn á spítala þar sem líf þeirra verður framlengt með hátæknilyfjum um einhverja daga eða jafnvel nokkar vikur til viðbótar við annars útrunnin tíma.

Það er alveg ljóst að ýmsir ganga á lagið og reyna að hagnast á þessu ástandi. Þar eru sjálfsagt margir kallaðir en fáir útvaldir, svona eins og gerist og gengur. Menn ættu að varast hinn akademíska fílabeinsturn og minnst þess að læknisfræðin byrjaði sem kukl sem varð læknisfræði.


Dvergurinn - 22/04/06 00:38 #

Menn ættu að varast hinn akademíska fílabeinsturn og minnst þess að læknisfræðin byrjaði sem kukl sem varð læknisfræði.

Það sem skilur nútímalæknisfræði frá kuklinu er sú vísindalega aðferð sem beitt er við að ákvarða árangur af hinum ýmsu meðferðum. Grasalæknar, þerapistar og hvað þeir heita allir eru ennþá á kuklstiginu. Þar liggur hinn stóri munur milli lækna og "græðara" en nútíma læknisfræði byggir engan fílabeinsturn.


Svanur Sigurbjörnsson - 22/04/06 14:31 #

Danskur, þú ert greinilega fullur af alls kyns fordómum, ekki bara gagnvart Birgi, heldur gagnvart vísindum og læknastéttinni. Við vitum öll að læknum verða á mistök en upp til hópa eru læknar vel gert fólk með góða menntun og "lélegur" læknir er hundraðfalt betri en kuklari sem veður í óskhyggjulandinu. Það eru til óheiðarlegir læknar eða læknar með brenglaðar hugmyndir en maður dæmir ekki heila stétt út frá undantekningunum.

Læknisfræði er ekki runnin upp frá kukli. Læknisfræði varð til því að menn á borð við Luis Pasteur gátu hugsað sjálfstætt og voru tilbúnir að leggja á sig þá vinnu og þrotlausa hugsun og tilraunum til að komast að raunsönnum staðreyndum lífsins. Þeir köstuðu órökstuddum lífskviknunarkenningum kirkjunnar eða öðru kukli á haugana.

Það virðist mörgum vera illa við lyf og halda að öll þessi lyf sem margt gamalt fólk er á valdi alls kyns ímynduðum milliverkunum og skaða í líkamanum. Vissulega hafa lyf aukaverkanir en í ljósi þess heilsubrests sem er fyrir hendi hjá þeim sem þarf á lyfjunum að halda er betra að taka lyfið en ekki. Við lyfum ekki í svart-hvítum heimi Danskur. Oft þarf að velja milli þess sem veldur minni skaða og þess sem er að valda meiri skaða. Besti kosturinn (góð heilsa án lyfja) er hreinlega ekki fyrir hendi í mörgum sjúkdómstilfellum, sérstaklega hjá öldruðum. Þó að einstaklingur sé á mörgum lyfjum er ekki þar með sagt að aukaverkanir magnist upp. Það eru frekar fá lyf sem eru erfið vegna mikilla milliverkana við önnur lyf, t.d. vegna áhrifa á efnakipti lifrarinnar eða próteinbindingu í blóði.

Þú nefnir Danskur að læknisfræðin sé ráðþrota gagnvart offituvandamálinu og virðist skella skuldinni á vísindin. Þetta er dæmigert viðhorf fólks sem skortir ábyrgðartilfinningu og finnst þægilegt að benda á þá sem hafa mesta menntun sem einhverja sökudólga. Staðreyndin er sú að það er löngu búið að finna lausn á offitu, nefnilega að borða minna og rétt og hreyfa sig meira. Þetta vita allir sem hafa kært sig um að hlusta. Það kostar vinnu og sjálfsaga að halda heilsu og það er á ábyrgð einstaklinganna sjálfra, ekki lækna eða heilbrigðisstétta. Vissulega mega læknar og heilbrigðisstarfsfólk koma meira að forvörnum og gagnrýna kukllausnir í mun meira mæli en nú er gert en það tekur samt ekki ábyrgð fólks á eigin heilsu. Menntakerfið þarf líka að kenna betur gagnrýna hugsun og rökhyggju svo að fólk sé ekki eins berskjaldað gagnvart gervilausnum. Reyndu að skoða málefnin í víðara samhengi Danskur. Við berum öll ábyrgð.


jogus (meðlimur í Vantrú) - 22/04/06 14:51 #

Voðalegir fordómar og vanþekking er þetta hjá þér Svanur. Hefurðu aldrei heyrt um dagvitundarskynjun fimmtu víddarinnar? :)


Gudjon - 22/04/06 18:35 #

Það er auðvita rétt að sannleikurinn er aðeins einn gallinn er bara sá að sannleikurinn er handan mannlegs skilnings.

Enginn maður hefur höndlað sannleikann og það sem verra er, engin maður hefur getuna til að höndla allan sannleikann. Við er öll háð mannlegum takmörkum.

Þrátt fyrir þetta lifum við öll í þeirri blekkingu að hafa höndlað sanneikann og í þessum skilingi er sanneikur fleirtöluorð.

Það sem við köllum sannleika er samsafn af einföldunum, miskilningi og óskhyggju.

Fyrir öll okkar hlýtur að gilda að sannleikurinn er það sem við sjáum og skiljum og vegna þess að við erum ólík er það ekki sama myndinn.

Dæmi er þetta eru afstaða til trúar ástæða þess að menn komast að ólíkri niðurstöðu er menn eru ekki að reika sama dæmi, persónleg sýn þeirra á sannleikann er ólík.


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 22/04/06 19:06 #

Pómó-bull.


danskurinn - 22/04/06 20:37 #

Svanur skrifar: "Danskur, þú ert greinilega fullur af alls kyns fordómum, ekki bara gagnvart Birgi, heldur gagnvart vísindum og læknastéttinni."

Það er ekki rétt Svanur.

Svanur skrifar: "Læknisfræði er ekki runnin upp frá kukli. Læknisfræði varð til því að menn á borð við Luis Pasteur gátu hugsað sjálfstætt..."

Það er ekki rétt hjá þér Svanur. Læknisfræði hefur orðið til á árþúsundum. Lengst af var hún hreinasta kukl. Ofurtrú á nútíma læknisfræði er ekki og verður ekki farsæl.

Svanur skrifar: "Þú nefnir Danskur að læknisfræðin sé ráðþrota gagnvart offituvandamálinu og virðist skella skuldinni á vísindin."

Það er alls ekki rétt hjá þér Svanur að ég sé að skella skuldinni á einhvern. Varðandi grein Birgis taldi ég einfaldlega rétt að minnast á offituvandamálið sem spáð er að verði mesti heilbrigðisvandi okkar, gott ef hann er ekki þegar orðinn það.

Svanur skrifar: "Staðreyndin er sú að það er löngu búið að finna lausn á offitu, nefnilega að borða minna og rétt og hreyfa sig meira. Þetta vita allir sem hafa kært sig um að hlusta."

Fordómar þínir gagnvart erfiðleikum fjölda fólks sem getur ekki af eigin rammleik "borðað minna" og því síður hreyft sig vegna offitu, eru í takti við fáfræði og fordóma í grein Birgis. Skoðanir þínar á þessu eru jafnvel enn heimskulegri en sú hugmynd Birgis að fólk ráði ekki vaxtarlagi sínu vegna erfðaþátta, sem Birgir hefur ofurtrú á.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 23/04/06 15:36 #

Skoðanir þínar á þessu eru jafnvel enn heimskulegri en sú hugmynd Birgis að fólk ráði ekki vaxtarlagi sínu vegna erfðaþátta, sem Birgir hefur ofurtrú á.

En ég hef að heimildum mér fróðari menn. Bendi enn og aftur á þátt Penn & Teller um genetík VS líkamsþjálfun.

Mér þykir þú fulldjarfur, danskur, að þykjast beturvitrungur læknisins Svans Sigurbjörnssonar. Ekki það að Svanur geti ekki haft rangt fyrir sér, en ef þú ætlar að sýna fram á það væri hollast fyrir þig að tefla fram rökum í stað þess að úthrópa hann bara fordómapúka, án alls málefnalelika.


Árni Árnason - 23/04/06 17:04 #

Ef það besta sem menn hafa til málanna að leggja eru hártoganir, þá er illa fyrir þeim komið. Hártoganir eru þannig dæmigerð neyðarúrræði þess sem kominn er upp að vegg, en verður samt að eiga síðasta orðið.

Það er enginn að halda því fram að læknisfræðin sé fullkomin. Hún hefur auðvitað oft á tíðum verið fálmkennd og ómarkviss, vegna vankunnáttu og skorts á réttum búnaði. En á meðan menn leggja sig fram um að komast að raunverulegum orsökum sjúkdóma, og reyna að finna rökréttar lausnir og halda sig við þessa heims aðferðafræði getum við ekki ætlast til meira. Margar af "lækningatilraunum" fyrri tíma reyndust rangar, jafnvel skaðlegar, og í okkar augum, nútímamannsins, bera þær nokkurn keim af kukli. Hafi þær verið byggðar á ígrunduðum kenningum, með einhverjum vísindalegum líkindum um árangur, eru þær hluti af óumflýjanlegu þróunarferli.

Sömuleiðis geta grös haft lækningamátt, plöntur innihaldið efni, sem valda einhverri jákvæðri verkun í líkamanum, enda viðurkennd lyf oft unnin úr plöntum. Finni menn á vísindalegan hátt slíkt samhengi plöntuefnis og lækningar það ekki kukl. Meira að segja trial and error aðferðin er á sinn hátt vísindi. Ef "Grasa Gudda" prófar 10 mismunandi grasasafa til þess að losa mann við krónískan höfuðverk, og beitir skipulegum aðferðum, er sýna ótvírætt samhengi lyfs og lækningar eru það vissulega vísindi, að sönnu ekkert sérlega þróuð vísindi, en vísindi þó. Ef hún á hinn bóginn lætur sjúklinginn éta hrossatað, vegna þass að hana dreymdi skít yrði það að skoðast sem kukl, jafnvel þó að hausverkurinn hyrfi.

Ef menn lesa það sem að ofan er skifað sjá menn að munurinn á læknisfræði og kukli snýst að mestu um aðferðafræði.


danskurinn - 23/04/06 22:42 #

Birgir skrifar: "Mér þykir þú fulldjarfur, danskur, að þykjast beturvitrungur læknisins Svans Sigurbjörnssonar. Ekki það að Svanur geti ekki haft rangt fyrir sér, en ef þú ætlar að sýna fram á það væri hollast fyrir þig að tefla fram rökum í stað þess að úthrópa hann bara fordómapúka, án alls málefnalelika."

Þegar talað er um ofát og offitu er um að ræða sjúklegt ástand, truflaða líkamsstarfsemi, e.k. heilabilun sem veldur því að fólk missir stjórn á matarlyst sinni. Ef læknir telur þennan vanda stafa af heimsku viðkomandi er um að ræða alvarlega fordóma.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 23/04/06 23:09 #

Ef læknir telur þennan vanda stafa af heimsku viðkomandi er um að ræða alvarlega fordóma.

Satt er það, en hélt Svanur einhverju svoleiðis fram?

Þegar talað er um ofát og offitu er um að ræða sjúklegt ástand, truflaða líkamsstarfsemi, e.k. heilabilun sem veldur því að fólk missir stjórn á matarlyst sinni.

Ég kannast við að hafa heyrt talað um offitusjúkleika vegna skjaldkirtilsbilunar. Læknavísindin þekkja til þess og bregðast rétt við slíkum tilvikum, t.d. með lyfjagjöf. Vel getur verið að til séu heilabilanir sem valda ofáti, ef þú veist um slík tilvik hljóta læknavísindin að þekkja þau líka og bregðast rétt við því.

En hinn venjulegi offeiti Jón á götunni hefur einungis tamið sér óholla lifnaðarhætti og væntanlega er Svantur að tala um þann yfirgnæfandi meirihluta fólks í svari sínu. Þetta eru því strámannsrök hjá þér, danskur.


danskurinn - 23/04/06 23:19 #

Birgir skrifar: ”En hinn venjulegi offeiti Jón á götunni hefur einungis tamið sér óholla lifnaðarhætti og væntanlega er Svantur að tala um þann yfirgnæfandi meirihluta fólks í svari sínu. Þetta eru því strámannsrök hjá þér, danskur.”

Nei, þetta eru ekki strámannsrök Birgir. Svanur skrifaði: "Staðreyndin er sú að það er löngu búið að finna lausn á offitu, nefnilega að borða minna og rétt og hreyfa sig meira. Þetta vita allir sem hafa kært sig um að hlusta." Þarna er gefið í skyn að fólk með þennan vanda sé heimskt eða áhugalaust um sinn vanda. Svanur hlýtur að geta svarað því sjálfur hvað hann átti við, án sjálfskipaðar dómgæslu þinnar.

Mark Gold er læknir í Florida og hefur skrifað mikið um þessi mál enda eru margir mjög feitir í Flórida. Um Gold segir háskólinn í Florida:

Obesity — Mark Gold, M.D., distinguished professor and chief of addiction medicine in the UF College of Medicine. Gold is one of the pioneering advocates of the theory that chronic overeating can be considered a form of substance abuse, because highly palatable food activates the same brain pathways involved in drug use. His ideas have gained much greater acceptance in the medical community during the past decade. Contact Tom Nordlie at (352) 392-2755 or tnordlie@vpha.health.ufl.edu.

Hér er hlekkur í einhverja pappíra með nafni hans.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 23/04/06 23:36 #

Auðvitað getur Svanur svarað fyrir sig, en síðan hvenær mega aðrir ekki leggja eitthvað til málanna? Vinsamlegast farðu nú ekki stjórna umræðunum hér, eru eitthvert kontrólfrík?

Ég er öldungis viss um að Svanur er ekkert að tala um offitu vegna skjaldkirtils- eða annarra líkamlegra sjúkdóma. Og eins og tilvitnun þín í Mark Gold ber með sér þá er sennilegasta ástæða fyrir offituvandanum einfaldlega fíkn. Við höfum nú áður rætt um hana.

Þeir eru til sem fullyrða að fíkn sé ekki líkamslegur sjúkdómur, heldur sálrænt vandamál. Og að besta meðferðin við slíku sé að reyna að ná stjórn á áráttuhegðuninni með hugrænni atferlismeðferð. En auðvitað er allt löðrandi í einhverjum anonymus-samtökum sem fullyrða að einstaklingurinn sé valdalaus þegar kemur að því að breyta hegðuninni og að best sé að snúa sér bara til æðri máttarvalda.

En eins og þú veist tel ég það ekki mjög gæfulega lausn. Það að ofát setji í gang svipað eða sams konar boðefnaflæði í heilanum og áfengi eða önnur nautnalyf hefur ekkert með heilabilanir eða aðra líkamlega sjúkdóma að gera. Þetta er allt saman ágætlega útskýrt með því að þessir söbbstansar setji í gang sömu efnafræðilegu ferli í heilabúinu og líkaminn sjálfur framleiði við áreynslu eða sem viðbrögð við sársauka - endorfínframleiðslu. Og önnur fíknilyf, s.s. ópíumlyfin þröngva sér einfaldlega í þá taugafræðilegu móttakara heilans sem endorfíninu eru ætlaðir og valdi þannig gríðarlegri vellíðan um leið og þeir skekkja og skemma þessa móttakara.

Það að venja sig á endorfínættuð bliss flokkast að mínu viti fyrst og fremst undir áráttuhegðun og hana má uppræta með viljastyrknum. Auðvitað getur slík baraátta orðið erfið og hetjuleg, en einstaklingurinn er samt aldrei valdalaus gagnvart slíkri breytingu á háttseminni og ábyrgðarlaust af anonymus-grúppunum að innræta svoleiðis bábiljur til að selja guðahugmyndir. Lausin fyrir flesta offitusjúklinga er einfaldlega „Stop fucking eating so much“ svo vitnað sé enn á ný í Penn og Teller (um tólf spora kerfi).


Svanur Sigurbjörnsson - 24/04/06 17:08 #

Ping pong ... áfram heldur þessi þræta.

Eins og Birgir benti á, þá er ég læknir og hef sérmenntun í lyflækningum en hún fjallar m.a. um innkirtla- og efnaskiptasjúkdóma. Að auki hef ég lært sérstaklega um offitu á meðan ég var í sérnámi í Bandaríkjunum 1998-2001 og starfaði þar til miðs árs 2004. Ég var félagi í Endocrine Society og sótti þrisvar vikulöng þing þeirra þar sem mikið var fjallað um offitu. Einnig var ég félagi í American Society of Bariatric Physicians (offitulæknar) og sótti vikulangt þing þeirra 2001. Auk þessa sótti ég fjölda fyrirlestra um offitu í USA, m.a. um vanda mismunandi kynþátta og uppgötvanir í lífeðlisfræði hungurs og seddu. Fyrrv. kona mín var við doktorsnám hjá Dr. Rudy Leibel (googlaðu hann) við Columbia Háskóla 1997-2004 og rannsókn hennar fjallaði um svokallaða "setpoint theory", þ.e. að efnaskipti líkamans aðlagist ákveðinni þyngd og hafi tilhneigingu til að halda henni. Ég sótti fyrirlestra hjá Xavier P Sunier og Luis Aronne í New York en báðir eru "authoritet" um offitu. Ég ásamt Rafni Líndal lækni vorum þeir fyrstu á landinu til að halda hópnámskeið fyrir offeita á líkamræktarstöð þar sem saman fór fræðsla, fituprósentumæling, mæling líkamsummála og þyngdar og þyngdarstuðuls og líkamsrækt (bæði þol og styrktarþjálfun). Þetta var 1992. Ég gæti haldið talsvert lengur að telja upp reynslu mína og lærdóm í þessum málum. Auðvitað er upptalning menntunar og reynslu ekki mælikvarði á það sem fólk segir en ég vil láta þig vita Danskur að það sem ég segi um offitu er ekki af vanhugsuðu máli.

Þó að lausnin á offitu sé augljós og einföld er ekki þar með sagt að það sé fólki auðvelt að fara eftir því. Þú bendir á geðlækni í Florida sem segir offitusjúklinga haldna fíkn í mat. Ég er sammála þessu því margt fólk borðar til að sefa hugarfarslega vanlíðan. Þó að þetta sé skylt fíkn er ekki um "harða" fíkn að ræða líkt og í fíkniefni. Eins og Birgir bendir á, þá hjálpar atferlismeðferð talsvert í offitu og sú meðferð kemur einmitt inn á þetta "tilfinningaát". Þetta er búið að vera þekkt lengi og komst verulega í umræðuna uppúr 1980 eða svo. Kenning geðlæknisins er því bara gamalt vín á nýjum brúsum og heitir "fíkn" en ekki "fróun tilfinninga" í þetta skiptið.

Vel gefið fólk verður offeitt en hins vegar er offita algengari í USA á meðal minnst menntaðasta og fátækasta fólksins. Hugsanlega má draga af því þá ályktun að menntun og betri greind hjálpi fólki að koma í veg fyrir offitu (eða bregðast rétt við henni). Í alsnægtarþjóðfélagi þarf sjálfsaga og vissa menntun til að velja rétt fæði og halda aftur af sér. Við sjáum þó hágreint fólk með toppmenntun verða feitt, það eru svo margir aðrir þættir sem spila inní. Það skortir marga baráttuþrek til að megrast og halda sér í kjörþyngd og á það ekki mikið skylt við heimsku. Einnig vantar meiri menningarlegan stuðning í formi kennslu og jákvæðs áróðurs en í heimi frelsis þar sem góðgæti er selt á bensínstöðvum og sjálfsölum heilsustofnanna er erfitt að finna þjóðfélagslegar lausnir. Minnkað aðgengi að mat yrði ekki sérlega vinsælt. Í dag höfum við minnkað aðgengi að áfengisölu og fer það í taugarnar á mörgum. Rannsóknir hafa þó sýnt að takmarkað aðgengi heldur neyslu lægri en ella.

Eins og Birgir benti réttilega á, þá var ég ekki að tala um þau örfáu tilvik þar sem offita stafar af efnaskiptagalla eða vanstarfsemi skjaldkirtils. Þau tilvik eru svo fá að það tekur því ekki að ræða þau þegar maður er að tala um offitu á almennum nótum. Einn ágætur maður sagði: "þegar maður heyrir hófadyn í fjarska hugsar maður um hesta en ekki zebrahesta".
Algent er algengt og megnið af offituvandanum er sökum ofáts. Erfðafræðilegum orsökum má skipta í mjúkar og harðar, þ.e. trúlegt er að sumum einstaklingum sé hættara við að fitna vegna fjölmargra smárra eiginleika sem gera þá t.d. viðkvæmari tilfinningalega eða hafi örlítið hægari efnaskipti en aðrir (mjúku). "Hörðu" orsakirnar eru t.d. vöntun á leptíni (dregur úr matarlyst) vegna erfðagalla. Raunvísindin eru að leyta að ráðum til að meðhöndla báðar þessar orsakir en mjúku orsakirnar má meðhöndla með atferlismeðferð og stuðningi. Megrunarlyf eða aðgerðir eru óhentug lausn til langframa en því miður þarf að grípa til þeirra hjá sumum einstaklingum.

punktur.


danskurinn - 24/04/06 22:28 #

Það er nú gott að lesa að þú (Svanur) hefur að mestu dregið til baka fullyrðingu þína um að feitir séu bara ábyrgðalausar eða heimskar ofætur sem skilja ekki eða vilja ekki fara eftir einföldum fyrirmælum, enda er það rétt að raunvísindin eru enn að leita að örsökum hins mikla offitufaraldurs sem við verðum nú vitni að.

Áður hef ég bent á að læknar hafa ekki tekið mikinn þátt í umræðu um mataræði. Í sínum tíma þegar fyrstu “grænmetisæturnar” hér fóru að láta á sér bera var bara gert grín að þessu fólki. Á þeim tíma sem liðinn er hefur komið betur og betur í ljós að mataræði þessara grænmetisæta er í samræmi við góða og viðurkennda hollustuhætti í dag, svo segja má að þetta fólk sem þoldi uppnefningar og aðrar háðsglósur lækna og annarra til að byrja með, hafi í raun staðið feti framar með vit sitt og þekkingu þegar allur þorri fólks úðaði í sig kjöti og mjólkurafurðum í hvert mál.

Varðandi fíknisjúkdóma og afstöðu háskólasamfélagsins til þeirra er fróðlegt að heyra hvað Þórarinn Tyrfingsson hefur að segja, sjá http://www.saa.is/Files/Skra_0010777.wmv


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 24/04/06 22:34 #

Það er nú gott að lesa að þú (Svanur) hefur að mestu dregið til baka fullyrðingu þína um að feitir séu bara ábyrgðalausar eða heimskar ofætur sem skilja ekki eða vilja ekki fara eftir einföldum fyrirmælum...

Vá, þetta kallast að gera mönnum upp skoðanir. Svanur sagði ekki neitt þessu líkt og mjög óheiðarlegt af þér, danskur, að setja þetta svona fram. Þú hlýtur að vera að grínast.


danskurinn - 25/04/06 08:17 #

Birgir skrifar: ”Vá, þetta kallast að gera mönnum upp skoðanir. Svanur sagði ekki neitt þessu líkt og mjög óheiðarlegt af þér, danskur, að setja þetta svona fram. Þú hlýtur að vera að grínast.”

Nei, ég er ekki að grínast. Maðurinn setti fram þá skoðun að það væri fyrir löngu búið að finna lausn á þessum vanda. Allir sem kærðu sig um gætu fengið bata. Hinir eru þá væntanlega of vitlausir til að skilja eða ábyrgðarlausir gagnvart eigin heilsu. Hann hefur að mestu dregið þetta til baka sem er gott.


Svanur Sigurbjörnsson - 25/04/06 14:29 #

Danskur þú segir að ég hafi sagt eftirfarandi:

"Það er nú gott að lesa að þú (Svanur) hefur að mestu dregið til baka fullyrðingu þína um að feitir séu bara ábyrgðalausar eða heimskar ofætur sem skilja ekki eða vilja ekki fara eftir einföldum fyrirmælum..."

en orðrétt sagði ég:

"Staðreyndin er sú að það er löngu búið að finna lausn á offitu, nefnilega að borða minna og rétt og hreyfa sig meira. Þetta vita allir sem hafa kært sig um að hlusta".

Ég sagði að "þetta vita allir" en ekki að allir gætu endilega farið eftir því. Þetta var svar við þeim ásökunum þínum að læknastéttin væri ekki búin að finna neina lækningu við offitu. Þú ályktaðir sjálfur af þessu að fólk hlyti þá að vera svona heimskt fyrst að lækningin væri til. Ég sagði ekkert því líkt. Það er eitt að vita og annað að fara eftir. Það vita til dæmis flesir alkóhólistar að þeir valda því ekki að drekka áfengi og þeir ættu að halda sig alveg frá því en það er erfiðara að fara eftir því. Það eru ýmsar leiðir til að hjálpa þeim en samt bregst þeim oft bogalistinn. Þetta segir sjaldnast neitt um gáfufar viðkomandi.

Það er hryllingur að sjá hvernig þú túlkar það sem maður skrifar og slengir síðan fram allt öðrum orðum og merkingu og segir það mína. Vinsamlegast reyndu að temja þér meiri nákvæmni og varfærni í túlkun og orðum.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.