Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Átti hann að segja þetta?

Stephen Hawking

Stephen Hawking, einn virtasti vísindamaður okkar tíma, var í fréttum fyrir hálfum mánuði síðan. Það er svosem ekkert nýtt enda fylgjast fjölmiðlar grannt með því sem Hawking hefur að segja. Það sem var öðruvísi en venjulega var að nú virtust margir fjölmiðlar ekki alveg vita hvernig þeir áttu að fjalla um ákveðin ummæli sem Hawking lét falla í viðtali í breska blaðinu Guardian.

BBC World Service eyddi til að mynda lungan úr þættinum World Have Your Say, þar sem hlustendur geta lagt orð í belg í gegnum tölvu eða síma, í að fjalla um það hvort að Hawking hefði átt að segja það sem hann sagði. Það var s.s. ekki að fjallað efnislega um hvort hann hefði rangt fyrir sér eða ekki heldur hvort hann hefði yfirhöfuð átt að láta ummælin fjalla.

Þetta hljóta því að hafa verið ansi furðulega eða gróf orð sem Hawking lét falla. Við skulum sjá hvað hann sagði:

Ég lít á heilann eins og tölvu sem hættir að virka þegar íhlutirnir eyðileggjast. Það er ekkert himnaríki eða framhaldslíf fyrir ónýtar tölvur: það eru bara ævintýri þeirra sem eru hræddir við myrkrið

Lesið tilvitnunina. Getur einhver útskýrt hvað það er í þessum orðum sem er svo rosalegt, sem gengur svo hrikalega á rétt einhvers, að það þurfi að velta því upp hvort að Hawking hafi átt að segja þetta?

Eða er hér enn eitt dæmið um ofurviðkvæmnina sem grípur fólk þegar einhver dirfist að ræða um trú án þess að tala undir rós?

Egill Óskarsson 02.06.2011
Flokkað undir: ( Efahyggja , Vísun )

Viðbrögð


Jói - 02/06/11 20:02 #

Voðalega er þessi Decca vinalegur.

En að þessum ummælum, þá á ég erfitt með að átta mig á því hvurslags smásálir það eru sem taka þetta inn á sig.

Er þetta ekki nákvæmlega það sem sífellt stærri hluti hins hugsandi samfélags hugsar?

Amk. er ég á þessari skoðun.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 02/06/11 20:06 #

Ummælum "vinalega" spammarans Decca var eytt :)


Jóhann - 03/06/11 02:44 #

"Ég lít á heilann eins og tölvu sem hættir að virka þegar íhlutirnir eyðileggjast."

Vitanlega eru til íhlutir án forrita.

En hvaða forrit gefur honum færi á að halda þessu fram?


Jón Ferdínand - 03/06/11 03:45 #

Hvílík snilld! Þetta summar algerlega upp trúarbrögð í mínum huga, hræðsla við myrkrið. Þarna kickar einfaldlega inn þetta tabú sem trúarbrögð njóta ''ónei einhver dirfðist að segja eitthvað sem gæti ruggað bátnum, fljót fordæmum þetta áður en fleira fólk áttar sig á þessari sjálfsblekkingu!''


EgillO (meðlimur í Vantrú) - 05/06/11 17:46 #

Ég hef verið í London frá því að greinin birtist og missti því af athugasemdum Decca.

En Jóhann, ég er ekki mikill tölvugaur en hvað áttu við með forritin? Ég fatta ekki punktinn.


Benjamín Ragnar - 05/06/11 22:40 #

Persónulega finnst mér allt í lagi að hann hafi sagt þetta (og er ég trúaður maður). Á sama tíma finndist mér jafn mikið í lagi að einhver segði í fjölmiðlunum eitthvað á þá leið að eftir lífið hér á jörðinni færu sálir okkar til framhaldslífsins (og framhaldslíf gæti verið skipt út fyrir Himnaríki eða eitthvað annað).

Finndist ykkur það ekki annars líka í lagi?


EgillO (meðlimur í Vantrú) - 05/06/11 22:44 #

Jú.

Ég hef hins vegar aldrei nokkurn tíma heyrt fjallað um slíkar yfirlýsingar, sem eru ansi algengar, á sama hátt og fjallað var um þessi saklausu ummæli Hawking. Sem er það sem ég var að benda á.


Benjamín Ragnar - 05/06/11 23:06 #

Já, það er dáldið kjánalegt að gera svona úlfalda úr mýflugu með að einblína umfjöllunina á hvort að hann hefði átt að segja þetta.

Nú veit ég ekkert hvernig umfjöllunin var, en það hefði reyndar verið skemmtilegt að nota þetta tækifæri, eða nota eitthvert hinna tækifæranna þegar það eru yfirlýsingar um framhaldslíf til að fjalla um tjáningarfrelsi í samfélaginu í dag, þróun þess og nýta þetta fyrst og fremst sem stökkpall út í aðrar umræður.

Við sjáum að við viljum setja ákveðnar skorður á tjáningarfrelsið til að mynda byggt á aðstæður hverju og einu sinni. Trúar og stjórnmála skoðanir eru mörgum mjög mikilvægar og því áhugaverð og mikilvæg umræða að skoða hvernig verndun barna, réttur foreldra, tjáningar- og skoðanafrelsi kennara blandast saman og hvar þarf að draga línurnar í hvernig orða má hlutina í skólaumhverfi.

Væri gaman að hlusta á góða umræðu um þess háttar mál og eflaust margar áhugaverðar og sterkar skoðanir um þetta.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.