Um Vantrú

Í ágúst 2003 stofnuðu nokkrir trúleysingjar vefritið Vantrú. Allir áttu þeir sameiginlegt að hafa stundað trúmálaumræður á netinu, aðallega á spjallþráðum og vefsetrum einstaklinga. Vantrú þróaðist fljótt í mikilvægan vettvang fyrir skoðanaskipti um trúmál og tengd málefni, og má segja að hún hafi öðlast nokkurn sess í vefritaflóru Íslands. Félögum fjölgaði jafnt og þétt og í febrúar 2004 var tilkynnt um stofnun óformlegs félags. Á haustmánuðum sama ár, þegar félagar voru orðnir 20, varð draumurinn um lögformlegan félagskap að veruleika.

Helsta markmið félagsins er að berjast gegn boðun hindurvitna í samfélaginu. Þessu markmiði hyggst félagið ná með öflugri netútgáfu, blaðaskrifum, fyrirlestrum og rökræðum, hvar sem því verður við komið. Sjá nánar í Lögum félagsins.

Viltu ganga í Vantrú?

Viltu styrkja Vantrú?

kennitala  bank hb  númer
4211043440 0115 26  66666 

Vantrú er fámennur félagsskapur með stóra drauma. Okkur dreymir um að þýða og gefa út bækur, fá til okkar erlenda fyrirlesara og framleiða efni í fjölmiðla. Öll fjárframlög eru því vel þegin.

Stjórn Vantrúar:

  • Óli Gneisti Sóleyjarson formaður
  • Gyða Ásmundsdóttir gjaldkeri
  • Baldvin Örn Einarsson ritari
  • Kristín Kristjánsdóttir meðstjórnandi
  • Valdimar Björn Ásgeirsson meðstjórnandi