Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Viltu ganga í Vantrú?

Vantrú er orðin lögformlegur félagsskapur, með löglega kosna stjórn, félagslög og hvað eina. Um inntöku nýrra félaga gildir þessi lagagrein:

6.gr.
Félagið er opið öllum trúleysingjum og þeim sem hafna yfirnáttúru, samþykki þeir að vinna að markmiðum félagsins. Ritari tekur við umsóknum og ber þær undir stjórn og aðra félagsmenn. Stjórnin ákveður svo, að höfðu samráði við aðra félagsmenn, hvort umsækjandi er samþykktur inn í félagið.

Markmið félagsins eru þessi:

3.gr.
Tilgangur félagsins er að berjast gegn boðun hindurvitna í samfélaginu.

4.gr.
Tilganginum hyggst félagið m.a. ná með því að stuðla að gagnrýninni umræðu um trúmál og halda úti vefsíðu sem fjallar um trúmál, trúleysi og efahyggju. Félagið skal einnig vinna að tilgangi sínum með öðrum hætti s.s. útgáfustarfsemi eða fyrirlestrahaldi eða aðild að fyrirlestrum sem varða markmið þess.

Félagsgjaldið er 1.000 krónur á ári.

Fara hugsjónir þínar saman við tilgang félagsins? Viltu ganga til liðs við þennan vaska hóp fólks sem setur hugsanafrelsið ofar kreddunum? Sendu þá tölvupóst á netfangið ritstjorn@vantru.is. Við höfum svo samband.

Birgir Baldursson 30.11.2004
Flokkað undir: ( Tilkynning )

Viðbrögð


Karl Birkir - 01/12/04 01:58 #

Þarf maður að borga þetta gjald á einhverjum ákveðnum degi, eða getur maður borgað þetta þegar manni hentar, svo lengi sem það er ekki ár á milli?

Maður er jú námsmaður og peningaveltan álíka traust og rökhyggja hins trúaða, ef taka má svo til orða. ;)


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 01/12/04 02:13 #

Ég held við séum ekkert strangir á þessu. Þú fengir örugglega svigrúm.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 01/12/04 09:29 #

Við erum mjög líbó og 1.000.- kr er viðmiðunargjald, menn mega borga minna eða meira eftir efnahag og greiða þegar þeim hentar. ;-)


? - 06/12/04 16:49 #

Hver metur hvað sé hindurvitni?


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 06/12/04 17:23 #

Ef þú þarft mikið að velta því fyrir þér og rökræða, með vísun í að hitt og þetta hafi einu sinni ekki verið þekkt, áttu líklega lítið erindi í þennan ákveðna félagsskap.


Trúlaus Friður - 06/01/05 08:49 #

Þetta er ljómandi gott framtak hjá ykkur og vel gerðar vefsíður. Ég geng til liðs við ykkur, ekki veitir af styrk gegn "stóru blekkingunni". SS.


Lárus Páll Birgisson - 14/01/05 01:06 #

Þar sem síðasta innlegg þótti svo viðurstyggilegt að því var eytt ætla ég að vanda mig núna til að styggja ekki þann sem á erfitt með að heyra sjónarmið annara.

Ég spyr: 1. Hvaða mælikvarði er notaður þegar hinir "rétttrúuðu" eru samþykktir í samfélagið?

  1. Hver tekur við félagsgjöldum og ákveður hvernig skuli ráðstafa þeim?

  2. Hver ákveður hvaða sjónarmið meigi koma fram hér á vefnum og hver ekki?

Með fyrirfram þökk um skjót svör.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 14/01/05 03:10 #

Þar sem síðasta innlegg þótti svo viðurstyggilegt að því var eytt...

Hafi einhverju því sem þú hefur skrifað hér verið eytt hefur ástæðan verið sú að það hefur ekki verið málefnalegt, heldur innihaldið Ad hominem eða annað skítkast.

  1. Hver sá sem telur sig trúlausan (þ.e. lausan við að trúa á yfirnáttúru) og er tilbúinn til að stuðla að framgangi þess málefnis sem þessi vefur stendur fyrir er velkominn í hópinn. Sorrí Lalli, en þú sleppur því miður ekki í gegn, þótt þig langi ;)

  2. Gjaldkeri tekur við félagsgjöldum og stjórnin ákveður hvernig þeim er varið í samráði við félagsfólk (já, það er í gangi mjög interaktívur spjallþráður útvalinna, falinn fyrir ykkur hinum :)

  3. Allt sem lýtur að málefnunum sem hér eru til umræðu fær inni hér. Ritstjórn metur hvort innlegg í kommentakerfi flokkast undir málefnalega umræðu ellegar skítkast. Þó er þolinmæði hennar með eindæmum góð og fær alls konar þvaður því að vaða uppi án þess að vera eytt. Sjáðu bara allt sem liggur eftir Danskinn hérna :)


Lárus Páll Birgisson - 14/01/05 07:48 #

:) Takk fyrir þetta. Andskoti er samt fúlt geta ekki gengið í félagið á sömu forsendum og ég má ekki ganga í Mormónana...... ég bara trúi ekki þessari vitleysu... :)

En allvega, það var eitt í svörunum sem ég er að brjóta heilann um og það er þetta hérna:

"Hver sá sem telur sig trúlausan (þ.e. lausan við að trúa á yfirnáttúru...."

Og nú langar mig að vita hvað þið flokkið sem yfirnáttúru og hvað ekki. Nú gæti einhver trúað á Guð en er ekki tilbúinn að viðurkenna að hann trúi á "yfirnáttúru". Skilningur hans á Guði getur td. verið á þá leið að Guð sé fullkomlega náttúrulegur eða að náttúran sé Guð.

Nú er annar sem trúir ekki á Guð en er samt sannfærður um það að einhverstaðar útí hinum stóra alheimi leynist vitiborið líf sem er þónokkuð framar manninum að þroska og vitsmunum. Hann trúir sem sagt á geimverur.

Hvor þessara manna kemst inn?


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 14/01/05 09:11 #

Ég eyddi athugasemd þinni Lárus Páll, ekki vegna þess að hún var "viðurstyggð" heldur útaf því að þetta var barnalegt innleg en þá á reyndar við um flest komment þín.

Ef einhver er ekki tilbúin að kasta hugmyndinni um Gvuð á hann ekkert erindi í Vantrú. Ef einhver telur að til sé líf úti í hinum stóra alheimi getur vel verið að hann eigi erindi í Vantrú - spurningin er hvar sannfæringin endar. Finnst honum hugsanlegt eða jafnvel líklegt að svo sé, ekkert mál. Ef hann er sannfærður og alls ekki tilbúinn að skoða möguleikann á því að hann hafi rangt fyrir sér - skipta um skoðun, svipað og þú með þína Gvuðstrú, á hann ekkert erindi í Vantrú.

Ef þig langar að rökræða þetta nánar bendi ég á spjallborðið.


marco - 21/01/05 13:00 #

Gegn yfirnáttúru, með ónáttúru. Gott slogan fyrir ykkur. Athugasemd breytt, MÁ


G2 (meðlimur í Vantrú) - 21/01/05 14:38 #

marco

Taka hundar á sig krók til að míga utan í þig þegar þeir sjá þig?


marco - 21/01/05 22:58 #

Nei. En ef tilhugsunin um það hjálpar þér á viðkvæmum stundum einverunnar, þá já. Þvílík ónáttúra.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 21/01/05 23:26 #

Jæja, nóg er komið af stælum. Nú loka ég á frekari athugasemdir hér.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.