Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Sunnudagsbréf

I

Nú er sumarfrí vefrits Vantrúar lokið og sumarið að enda. Eðlileg dagskrá hófst með herkjum þann 15. ágúst sl. Vonandi að lesendur hafi þó ekki liðið skort af áhugaverðu efni sem birst hefur með heldur óreglulegu millibili hér á vefnum síðan í júní. Sumir lesendur iða örugglega í skinninu eftir þemaviku um Vísindakirkjuna, og vonandi munum við ekki valda því fólki vonbrigðum þennan mánuðinn.

Ég má til með að minnast eilítið á hvernig dagskrá vefritsins verður. Fastar greinar og pistlar birtast á sunnu-, mánu-, miðviku- og föstudögum, vísanir, myndbönd og annað uppfyllingarefni birtist á þriðju- og fimmtudögum og að sæmilega góðum íslenskum sið er oftast eitthvað sprell og glens á laugardögum. Síðan verður reynt að hafa hinar svotilkölluðu þemavikur þegar sígur að seinna hluta mánaðarins.

Þann 24. ágúst voru fimm ár liðin síðan vefurinn Vantrú var settur á laggirnar og það er við hæfi að rifja ögn upp aðdraganda þess að vefurinn var stofnaður og félagið sömuleiðis. En það er meðal annars hin ódauðlegu orð Karls Sigurbjörnssonar frá lok ársins 2002:

Trúleysi ógnar mannlegu samfélagi, viðskiptum og stjórnmálum; ótryggð og ótrú ógnar uppeldi barna okkar, sundrar heimilum og fjölskyldum.

Karl er soddan íslenzkur, kriztilegur karlmaður að hann hefur ekki dregið þetta til baka og mun eflaust aldrei gera það. Hann er væntanlega ennþá sami einfeldningurinn að hann trúir þessu enn. En, einsog sagt er, sælir eru einfaldir.

Svo er skólastarf hafið, og þökk sé frávita biblí-berjandi þingmönnum og moðhausum þá skal starfsfólk í grunnskólum haga sínu starfi m.a. samkvæmt kristilegri arfleifð íslenskrar menningar. Hí á ykkur heiðingjana.

II

Hér verður dregið saman pistlar og greinar er birtust yfir rúmlega þriggja mánaða tímabil. Það sem þetta er töluverður slatti af skrifum mun ég skipta þessu gróflega upp í þrjá dálka, þ.e. stjórnmál, skólamál og trúleysi, trú og ögn um hindurvitni.

Skólamál

Það er stundum átakanlegt að fylgjast með því hvað fólk getur verið tregt til að skipta um skoðun sem er augljóslega röng og byggð á misskilningi eða lygum. Þrátt fyrir að búið er að reyna leiðrétta þennan misskilning í þeirri veikri von að viðkomandi sýni í sér manndóm til að viðurkenna að hafa farið með rangt mál. Einn sá allra átakanalegasti er alþingismaðurinn Bjarni Harðarsson, en Óli Gneisti Sóleyjarsson bendir honum, og öðrum, á í grein sinni Baráttan gegn kristinfræðikennslu að það er enginn að berjast á móti kristinfræðikennslu í grunnskólum, heldur skýlausu trúboði.

En það hvíslaði að mér lítill fugl að Bjarni Harðar nennir ekki að kynna sér þessi og önnur umræðuefni svo það er eflaust langt í að óumburðarlyndisfasistinn og trúlausa ríkiskirkjuframsóknarbarnið opni augun fyrir þessum sannleik á næstu árum. Er hlutlaus fræðsla um trúarbrögð gífurlega, jafnvel yfirnáttúrulega, flókið fyrirbæri?

Bjarni Ómarsson spyr:

Ég tók líka eftir því að Bjarni talar um að Starf presta í skólum, sjúkrahúsum og fangeslum hafi verið liðið "hingað til". Er virkilega hægt að bera fanga og sjúklinga við börn? Er ekki augljóst að fangar/sjúklingar geta ekki, eðli málsins samkvæmt, sótt messur eða aðra trúarlega þjónustu í sinni heimasókn? #

Ýmist eru börn of ung til að taka ýmsar ákvarðanir, s.s. varðandi stjórnmál, fjármál og heimsmál, en þau virðast aldrei of ung til að taka ákvarðanir varðandi trúmál. Sum börn hafa ákveðið þetta áður en þau getað hugsað eða myndað setningar. Merkilegt fyrirbrigði.

“Amma ég er sá eini í fjölskyldunni minni sem trúi á guð” er eflaust eitthvað sem sumir foreldrar mundu telja agalega krúttlegt að heyra frá barninu sínu. En þetta er eflaust sérlega stingandi fyrir trúlaust foreldri að heyra frá sjö ára syni sínum einsog Arnold Björnsson fékk að upplifa síðustu jól. Trúarleg innræting í sumum grunnskólum er staðreynd þökk sé sérlegum fulltrúm ríkiskirkjunnar, og ekki aðeins er þetta siðlaust og ótækt heldur líka ólöglegt, því skólar eru ekki trúðboðsstofnanir. Það stendur í lögum! Reynir gerir þetta að efnivið í grein í sinni Aðvörun til kirkju og skóla þar sem meðal annars segir:

Þegar börnum er beinlínis innrætt kristin trú í skólum er vegið að frelsi foreldra til að annast trúarlegt uppeldi barna sinna samkvæmt sinni trú.

En skólastjórar verjast siðlausu trúboði segir Brynjólfur Þorvarðarsson og einnig viljum við sjá hvað skólastjórnendur og kennarar munu gera við upphaf skólaárs í kjölfar nýju grunnskólalagana. Reynir Harðarson sem er, einsog svo margir aðrir, afar þreyttur á tilraunum ríkiskirkjunnar til að boða trú í skólum og einnig þá hundalógík sem kirkjan viðhefur að starf presta innan skóla teljist hvorki "kirkjulegt starf né starfsemi á vegum þjóðkirkjunnar" þó svo að hlutverk "kirkjunnar og verkefni öll eru liður í boðun" og að boðun "er hið eiginlega eðli kirkjunnar, ekki valkostur heldur grundvöllur veru hennar." En hentisemi og útúrsnúningar er alls ekki nýtt af nálinni hjá kirkjunnarmönnum.

Stjórnmál

"Það er ekki til neitt siðgæði í raun nema kristið siðgæði" þetta ómaði útúr barka Guðna Ágústssonar fyrr um árið í umræðunni um grunnskólalögin en ekki „Það er í rauninni ekki til neitt sem hefur bætt heiminn jafnmikið og kristið siðgæði." Matthías Ásgeirsson benti á þessa tilvonandi sögufölsun Guðna á Alþingi sem Óli Gneisti gerði frekari skil á, Gunnlaugur Þór Briem ítrekaði og benti svo síðar á hugsanleg lögbrot og vonandi að stjórn Sagnfræðifélag Íslands hafi sett punktinn yfir i-ið varðandi þetta mál. Ræður á Alþingi er ekki blogg sem hægt er að taka út eða breyta eftir hentisemi, Guðni á bara að sjá sóman sinn í því að biðjast afsökunar á þessum orðum frekar en að haga sér einsog hálfviti og það er virkilega alvarlegt mál ef þetta er, einsog Guðni ýjaði að, algengara en margan grunar.

Sumir telja að ríkiskirkjan hafi tekið mikið framfaraskref í átt að almennum réttindum samkynhneigðra með brandarann um staðfesta samvist. Í greininni Ástir samkynhneigðra hjóna-leysa bendir Reynir Harðarson á að það eina sem hefur breyst er að nú geta prestar “skilað inn skráningu í staðfesta samvist samkynhneigðra, en ekki sambúð gagnkynhneigðra.” En hjónaband er þetta ekki. Það er þetta mikla framfaraskref kirkjunnar, það hefur í raun ekkert breyst. Kemur það á óvart?

Frelsarinn kemur með áhugavert sjónarmið gagnvart ríkiskirkjunni í Þjóðernislegur kirkjusósíalismi, þ.e. hvernig ríkiskirkjan höfðar til íhaldsafla úr öllum áttum, hvaða ákveðna og öfgafullu hugmyndafræði hún er mest skyld, og að “[e]inkenni öfgastefna er að bregðast illa við gagnrýni með heift og óréttmætum særindum.”

En merkilegt hlýtur það að teljast að ríkisstofnum skuli hafa það að yfirlýstu markmiði að sækja með starfsmenn sína inn í vinnustöðvar annarra opinberra stofnana gegn vilja meirihluta stjórnenda og í mjög svo vafasömum tilgangi.

Gunnar í Krossinum vill redda eigin rassi með einhverju bænakvaki og biblíbarning því gvuð er að refsa okkur með því að galdra fram samdrátt í efnahagslífinu. En hvernig væri nú að gera eitthvað gagnlegt, einsog Birgir Baldursson bendir á, t.d. að hætta að bruðla væri þokkaleg byrjun.

Trúleysi, trú og ögn um hindurvitni

Teitur Atlason lét eina litla bombu falla í hinni afar athyglisverðu grein um Trúlausa guðfræðinginn. Hún birtist fyrst á heimasíðu Teits, svo hér á Vantrú og loks í styttri útgáfu í Fréttablaðinu. Þessi pistill olli smá öldugangi á meðal núverandi og fyrrverandi kennara og nemenda guðfræðideilds Háskóla Íslands. Þau sem létu í sér heyra voru til að mynda Sunna Dóra og Sigurvin er skrifuðu sameiginlega grein og Bjarni Karlssoni hafði eitthvað um málið að segja sem Teitur svaraði síðar meir.

Á Rás 2 las Þórdís Helgadóttir upp þrjá pistla í Víðsjá er fjölluðu um trúleysi. Upptökurnar og pistlarnir voru birtar á Vantrú (1,2, 3). Gunnar Jóhannesson vildi endilega leggja orð í belg varðandi þessa pistla er hann fékk einnig að lesa uppí Víðsjá. Haukur Ísleifsson skrifaði pistill í kjölfarið á þeim pistli er fjallaði lítillega um frumorsökina og sömuleiðis Ásgeir Berg Matthíasson sem reit greinina „Hvers vegna er eitthvað til fremur en ekkert?“ : Gunnar Jóhannesson og heimsfræðirökin.

Vésteinn Valgarðsson ræðir um svipað og annað gamalt þema í greininni Félag um hroka og afneitun þ.e. hvað sumum finnst það kjánalegt af einhverjum trúleysingjum að stofna félag um trúleysi og skrifa greinar.

Það hefur líka verið nefnt oftar en tölu verður á komið, að trúleysi er ekki trú heldur andstæðan við trú -- á sama hátt og það telst hvorki áhugamál að safna ekki frímerkjum né hárgreiðsla að vera með skalla. Það kann að vera súrt fyrir trúaða að heyra að það séu ekki allir eins og þeir, en við því er ekkert að gera. Só sorrí, en við erum bara ekki trúuð.

Og áfram heldur greinarhalin um tilurð, tilvist og trúleysi trúleysingja, og Vantrú líka, í greininni Við erum bara einsog prestarnir eftir Birgir Baldursson.

Ert þú fylgjandi því að taílenskt búddahof rísi í Hádegismóum?

Þetta var spurning á Vísisvefnum í byrjun júní. Óla Gneista fannst þetta afar furðuleg spurning og veltir vöngum tilgang þessara og ámóta spurningu í pistlinum Trúfrelsi fyrir Taílendinga. Svo spyr hann, í kjölfar Suðurlandsskjálftann og ummæli þingmanna og fleiri hvort guð hati Kínverja.

Ari Björn Sigurðarsson spekúlerar hvort að hinn kristilegi guð sé vondur, vitlaus eða máttlaus, þ.e. ef hann er á annaðborð til. Að hann vill en veit ekkert og ekkert getur, að hann getur en vill ekki og ekkert veit og að hann veit og getur en vilji ekki. Þetta er eitthvað fyrir skammtaguðfræðinga til að kljást við.

“Ríkiskirkjan er ákaflega fjölskylduvænn vinnustaður, ef þú ert í réttu fjölskyldunni” kímir Reynir Harðarsson í pistli sínum Súrdeig farísea kirkjunnar. En fyrir tiltölulega stuttu síðan sótti kvenprestur um 42 milljón króna skaðabætur því hún var snuðuð um starf sem sendiráðsprestur í London sem tengdasonur biskupsins fékk.

Það eru nokkrir aðdáendur af hinum póstmóderníska prósa-presti honum Síra Svavar Alfreð, trúboði, og hann Teitur Atlason er einn af þeim, því honum finnst gaman að lesa eitthvað sem á að vera djúpvitur speki um hvað trúleysingjar eru hættulegir en er jafn auðveldlega hægt að lesa á annan veg, þ.e. hvað þessir trúmenn eru hættulegir. Í raun er Svavar að tala um hvaða handahófskennda þjóðfélagshóp sem er, svo fremi sem þau skrifa í blöðin eða á netið.

Hefur þú lesið Fjallræðuna? Svo spyr Matthías Ásgeirsson í kjölfar þess að hafa heyrt ráðleggingu prests um að ef eitthvað bjátar á þá er bara um að gera að lesa Fjallræðuna, en eftir að hafa lesið þessa sögu þá er Matthías nokkuð hvumsa því Fjallræðan er ekkert jafn gagnleg og fólk heldur og aukinheldur er fátt í þessari ræðu sem sjálfir kirkjunarmenn fara eftir.

Frekar fordómafullur pistill Sigurðar Ægisonar er umtalsefni Óla Gneista í pistlinum Til merkis um fordóma og einnig nýleg grein Magnúsar Erlingssonar, Apartheid eilífðarinnar, er heitir Trúarlegt misrétti í lífi og dauða.

Viðtal Larry Kings við Bill Maher, í kjölfar kvikmyndarinnar Religilous, vakti töluverða aðdáun hjá Birgi Baldurssyni sem hugsaði um þá stimpla sem trúleysingjar fá á sig.

Grein eftir Richard Dawkins, í þýðingu Teits Atlasonar, birtist hér er fékk titillinn Gröðrúrbat og fjallar um afar vandmeðfarin vímugjafa er hefur verið til í töluverðan tíma og þau mismunandi áhrif sem það getur haft á einstaklinga sem neyta þess efnis.

Yfirlögregluþjónninn Geir Jón er mjög hrifinn af fullu tungli og þau meintu áhrif sem fullt tungl hefur á hegðun og atferli mannfólksins, Sverrir Guðmundsson gerir því ágæt skil í pistlinum Geir Jón undir fullu tungli. Kannski að lögregluþjóninn knái eigi að vera á þessum lista?

III

Það gerðist furðumargt í sumar sem kætti og bætti lund landans. Svarthöfði mætti á prestastefnu sem vakti töluverða kátínu almennt. En þegar kom í ljós að gjörningurinn var á vegum félagsmann Vantrúar þá fannst sumum þetta ekki vera fyndið bara einfaldlega útaf því og sumir bættu við að þetta væri einhverskonar vanvirðing við kristna trú. Æji, kommonn. Þetta var meinlaust skop til að benda t.d. á fáránleikann sem felst í því að sjá fólk klæða sig uppí einhvern búning til að sýnast heilagt - en það að kryfja brandara tekur oftast allan broddinn af spauginu. Ég hefði hlegið af þessu jafnvel þó að þetta hefði verið einstaklingur skráður í Hvítasunnusöfnuðinum.

Ekki veit ég hvort að þessi tiltekni gjörningur hafi gefið Kristinn Theódórsson - sem heldur úti hið frábæra moggablogg Trúarbrögð eru kostuleg - tilefni til að skrifa sitt stefnulausa blaður um Vantrú þar sem hann mælti með því að draga úr spaugi og glettni í sumum greinum.

Það að draga úr háðinu og húmornum er eitthvað sem er ekki að fara gerast á Vantrú og þessi tiltekna gagnrýni varðandi aðferðir sumra greinarhöfunda Vantrúar er, með allri virðingu, ansi aum. Þetta væri næstum svipað og segja að Life of Brian hefði verið tífalt betri ef hún hefði ekki verið fyndin. Skop getur verið mjög beitt vopn og er ein af mýmörgum aðferðum til að benda á fáránleikan sem er trúarbragðasirkusinn.

Hin hýra gleðihátíð Gay Pride var aðra helgina í ágúst og að sjálfsögðu voru nokkrir aðilar á vegum Vantrúar að aðstoða fólk við að leiðrétta trúfélagsskráningu gesti og gangandi eftir gleðigönguna. Það væri aldeilis ekki amalegt ef aðilar frá öðrum félögum og jafnvel söfnuðum mundu nú taka þátt í þessari samfélagslegri þjónustu.

Það var könnun á vegum Gallups sem kætti ýmsa, til dæmis okkur, er sýndi að trúarbrögð skipta íslendinga litlu máli en mannréttindi skiptir okkur höfuðmáli, svo það er óneitanlega einkennilegt hvað forkólfar ríkiskirkjunnar eru á öndverðum meiði almennings í landinu, t.d. með hjónaband samkynhneigðra sem nota bene teljast til almennra mannréttinda.

Smá bakþankarimma birtist á síðum Fréttablaðsins í sumar á milli Davíð Þórs og Ólafs Sindra þar sem rætt var um hvort trú kennara eigi að vera einkamál. Bróðir Ólafs, Ragnar Þór, lagði ögn orð í belg varðandi trú og annan ára

IV

Það er ekki hægt að neita því að þau fimm ár sem þetta vefrit hefur verið uppi hefur umræða um trúmál tekið þvílíkum stakkaskiptum að annað eins hefur ekki sést síðan Halldór Laxness, Þórbergur Þórðarsson, Níels Dungal og jafnvel Steinn Steinarr voru uppá sitt besta.

Ríkiskirkjan og ríkiskirkjustarfsmenn virðast enn vera velta vöngum yfir því hvað áunnin virðing er því óverðskulduð og skilyrðislaus virðing er eitthvað sem þessir mafíósar hafa vanist. Að efast sé um þeirra lífsskoðun?! Að hugsa sér! Þetta var eflaust óhugsandi fyrir tíu árum síðan og ég er ekki frá því að sumir af þessum kónum halda að þetta þekkist ekki annarstaðar en hér á Íslandi. En kommonn, dragið hausinn úr rassgati miðalda, öldin er bara allt önnur.

En enn eru sumir að venjast því að hér er ekkert tiplað á tánum í kringum hindurvitni einsog Kristni, það er ekki tekið á þessum málefnum með silkihönskum og vögguvísum. Hér er talað um þetta umbúðalaust og það mun ekkert breytast á næstunni.

Lesendahópur Vantrúar hefur vitaskuld stækkað og að meðaltali hafa verið um 20.000 heimsóknir í hverjum mánuði það sem af er á þessu ári. Sömuleiðis hefur bæst töluvert við félagið sjálft sem aðeins töldu um rúmlega 5 manns við stofnun þess en eru nú um 80. Vissulega er þetta engin gífurlegur fjöldi, en það er merkilegt hvað þessi litli hópur hefur haft töluverð áhrif einsog áður hefur verið nefnt.

Þó að lesendahópurinn er ansi stór þá erum við ekki svo einfaldir að halda að allir séu sammála okkur, alls ekki. Þegar ég kynntist þessum vef fyrst fannst mér ýmislegt heldur gróft sem ég las hér í ýmsum greinum og fúkyrðaflaumurinn fannst mér vera með eindæmum. Og ég var alls ekki sammála þeirri skoðun að það stafaði einhver sérstök hætta af ríkiskirkjunni og ríkiskirkjuprestum.

En ég áttaði mig á því að þetta var kjánalegur hugsunarháttur eftir því betur sem ég kynnti mér málið, sérstaklega í ljósi þess hvernig rætt var um aðra hluti s.s. stjórnmálaskoðanir og stjórnmálamenn svo tekið sé einfalt og skýrt dæmi. En þó var það sérstaklega hvernig þessar helgislepjubeljur og prestdruslur tjáðu sig gagnvart fólki sem höfðu aðra eða enga trú. Þvílík fádæma dónaskapur og vanvirðing, ekki sé talað um mannfjandsamlegt viðhorf. Það sem vantrúardólgarnir skrifuðu voru bara jólin miðað við það.

Það var þessi skinhelgi gagnvart trúmálum og tengdum málefnum, skilyrðislaus virðing sem hafði verið stimplað inní mig frá því í barnæsku. Einhverskonar "Svona segir maður ekki!"-hugsun, sérstaklega gagnvart prestum og heilögum mönnum, því þeir eru svo "góðir". Fokkðatt í rassgat!

Brjálæðislegar kraftaverkasögur og yfirnáttúrutrú er ekkert undanskilið rýni, en ég ætla ekki að vera jafn vitfirrtur og ónefndur biskup með því að segja að þetta "ógni mannlegu samfélagi." En þetta hefur töluverð truflandi áhrif á samfélagið sem við búum í. Í of mörgum tilfellum hafa þessir mannapar forheimskandi áhrif á skólakerfið og hindra almenn mannréttindi með biblí í einni hönd og fimm milljarða íslenskra króna í hinni og vitaskuld óskoraðan hefðarrétt til að bulla heil ósköp.

Þórður Ingvarsson 07.09.2008
Flokkað undir: ( Leiðari )

Viðbrögð

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.