Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hatar guð Kínverja?

Í síðustu viku vakti það hneykslun margra að leikkonan Sharon Stone lýsti því yfir að jarðskjálftinn í Kína væri karmísk refsing fyrir kúgun stjórnvalda þar í landi á Tíbetbúum. Þetta var ágæt áminning um hve grimmilega heimsmynd margir búddistar hafa í raun. Það sem vakti minni athygli er að í kjölfar Suðurlandsskjálftann komu svipuð ummæli, með öfugum formerkjum þó, frá íslenskum þingmönnum.

Össur Skarphéðinsson reið á vaðið og talaði um að það væri mildi guðs að ekki fór verr. Guðni Ágústsson talaði síðan um hulinn verndarkraft. Bjarni Harðarson talaði um að guð sæi um sína vegna þess hve vel séra Gunnar Björnsson slapp frá þessu.

Spurningin sem þessir þingmenn ættu að þurfa að svara er hvers vegna enginn verndaði þá tugi þúsundi Kínverja sem létust í jarðskjálfta í síðasta mánuði. Hvers vegna voru þeir ekki útvaldir til að lifa? Það eru að sjálfssögðu ekki til nein góð svör við þessu. Ef guð eða einhver kraftur var viljandi að verja fólk á Suðurlandi þá hlýtur það að hafa verið jafn mikill ákvörðun að vernda ekki þessa Kínverja. Ef þetta er spurning um trú eða þjóðerni þá hljótum við að spyrja hvers vegna kristið íslenskt fólk hafi dáið í náttúruharmförum.

Hugmyndin um guð sem hefur virk afskipti af því sem gerist í okkar heimi hlýtur ávallt að gera ráð fyrir að hann sé grimmur eða að verk hans einkennist af handahófskennd. Slíkan guð þyrfti að sjálfssögðu fyrst og fremst að óttast en ekki dýrka. Það er engin tilviljun að fólk hafi áður fyrr talað um guðhræðslu.

Ef guð ákveður að leyfa sumum að lifa þá hlýtur hann líka að taka álíka ákvörðun um að láta aðra deyja. Fólk sem getur ekki sætt sig við þetta verður að hætta að halda því fram að guð sé að hafa afskipti til góðs því annars verður það að trúa að hann ástundi afskipti eða afskiptaleysi sem hann leiðir til ills. Það er ekki hægt að velja að trúa öðru en ekki hinu.

Óli Gneisti Sóleyjarson 05.06.2008
Flokkað undir: ( Efahyggja )

Viðbrögð


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 05/06/08 14:25 #

Óvenju stór hluti þeirra látnu voru börn sem krömdust til bana. Ummæli Sjarónar eru hneykslanleg.

Furðuleg árátta hjá þeim trúuðu að ÞAKKA FYRIR ...að ekki fór verr... Hvernig er það hægt?
-Svona hugsun gengur ekki upp!.

Ef almáttugur guðinn/guðirnir voru á annað borð búnir að velja þá út sem áttu að drepast, Þá er kannski ekki erfitt að þakka fyrir að vera á lífi. En þá um leið verður að kyngja þeirri heimsmynd að Guð sé vondur við suma og að frjáls vilji sé ekki til...

Sérkennilegt.


Konráð - 05/06/08 18:16 #

Sharon Stone er vitleysingur. Vitleysingar segja vitlausa hluti. Hverjum er s.s. ekki sama hvað Sharon Stone segir :L


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 05/06/08 20:27 #

Herra Sigurbjörn Einarsson, er okkar Sharon Stone í sinni Fatal Attraction.


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 05/06/08 21:41 #

Málið er að það er allveg jafn heimskulegt að þakka guði fyrir það góða og að kenna guði um það illa. Því með því er það viðurkennt að hann stjórni þessu yfirleitt.


Þorsteinn Ásgrímsson - 06/06/08 00:13 #

Góð grein, sérstaklega sammála þessari málsgrein: "Hugmyndin um guð sem hefur virk afskipti af því sem gerist í okkar heimi hlýtur ávallt að gera ráð fyrir að hann sé grimmur eða að verk hans einkennist af handahófskennd."

Held samt að þessi orð Bjarna séu aðeins tekin og notuð hér greininni í hag. Ég allavega las út smá kímni hjá Bjarna við guðs kommentið í tengslum við prestinn.

S


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 06/06/08 09:57 #

Það er hugsanlegt en ég á almennt mjög erfitt að skilja þankagang Bjarna.


Margrét St. Hafsteinsdóttir - 06/06/08 22:48 #

Það er voða skrítið hvað við eigum að vera þakklát guði ef eitthvað varð ekki verra en það var.

Sharon Stone er fífl! Ótrúlegt að hún skyldi láta þetta út úr sér.

Hjá æði mörgum allavega trúuðum er það ríkjandi skoðun að allt það slæma sem gerist í lífi okkar sé karmískt. Ég heyrði einu sinni konu "blandað trúaða" segja að börn sem verði hungursneið að bráð séu að taka út sitt karma. Þau hafi trúlega verið vondar manneskjur í fyrra lífi!

Ekki skrítið hvað margir eru miskunnarlausir, þegar svona hugsanaháttur hefur litað fólk.

Síðan er það fólkið sem útskýrir erfiðleika sína með því að segja að þeir "þurfi að ganga í gegnum þá" eins og um háleitan tilgang með þeim sé að ræða.

Það eru svo ótal margir undir hælnum á refsivendi einhvers afls/guðs, meðvitað eða ómeðvitað, sem leggur á þá ýmsa erfiðleika til að þroska þá. Þetta er líka staðföst sýn ýmissa sem horfa á aðra basla við erfiða hluti.......... já, þetta er bara þeirra karma og þeir eiga þetta skilið.


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 06/06/08 23:39 #

Þetta hugarfar fær líka fólk til að sætta sig við illt hlutskipti sitt. Minnir mig á "Ópíum fólksins".

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.