Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Trúfrelsi fyrir Taílendinga?

Fyrr í vikunni var sem fyrr á Vísi netkönnun sem mun aldrei gefa annað en ómarktækar niðurstöður. Þó mun Fréttablaðið væntanlega nýta sér þetta sem uppfyllingarefni. Spurt var:

Ert þú fylgjandi því að taílenskt búddahof rísi í Hádegismóum?

Satt best að segja skil ég ekki hvernig þeim datt í hug að spyrja að þessu. Er líklegt að þetta musteri verði ljótt eða er þetta svæði sem ætti að vera notað til annars? Ég man ekki eftir að fjölmiðlar hafi á sínum tíma spurt hvort það væri í lagi að Mogginn byggði stórhýsi þarna út í óbyggðum. Gæti skýringin verið sú að hér er undirliggjandi spurningin "finnst þér að umburðarlyndisfasistarnir eigi að komast upp með að leyfa þessu taílenska villutrúarfólki að fá stað til að ástunda trú sína?"

Ef um væri að ræða kirkju þá væri þetta skiljanleg spurning því að þeim fylgir hávaðamengun. En spurningin undirstrikar kannski viðhorf margra Íslendinga til trúfrelsis. Það er að menn megi hafa aðra trú en kristni ef þeir hafa ekki of hátt um það og eru bara almennt þakklátir fyrir að verða ekki fyrir skipulögðum og ofbeldisfullum ofsóknum.

Svo lengi sem það komi ekki einhver gild ástæða, semsagt ótengd því hvaða andúð fólk hefur á búddistum eða fólki af taílenskum uppruna, þá ætti að vera ljóst að þessi trúarhópur er í fullum rétti til að reisa sér hús enda fá aðrir slíkir hópar að gera það.

Það kemur málinu í raun ekki við hvort trú þeirra sé meiri eða minni vitleysa en hver önnur. Ef við aðhyllumst trúfrelsi þá fylgir því að réttarstaða trúarhópa eigi að vera sú sama, hvað sem Kristni H. Gunnarssyni finnst um það.

Óli Gneisti Sóleyjarson 04.06.2008
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð


Kristján Hrannar Pálsson - 04/06/08 12:22 #

Átti ekki að rísa moska í Öskjuhlíðinni? Veit einhver hver staðan er á því máli? (Vonandi er ég ekki hér að afvegaleiða umræðuna...)


Matthías Freyr - 04/06/08 12:40 #

Að þessu leyti er ég sammála þér, fáranlegt af þeim að spurja þessara spurninga


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 04/06/08 13:43 #

Félag Múslima á Íslandi hefur ekki enn fengið leyfi til byggingar mosku, hvort það var planað í Öskjuhlíðinni eða ekki veit ég ekki.


Ísleifur Egill Hjaltason - 04/06/08 16:33 #

Múslimar eiga að fá lóð í Elliðarárdalnum held en Ásatrúarmenn í Öskjuhlíðinni.


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 04/06/08 17:04 #

Vitið þið hvort þessum félögum verði einfaldlega gefin lóð undir þetta eða er ætlast til þess að þau kaupi þær af hinu opinbera?


Svenni - 04/06/08 17:07 #

Af hverju eru trúfélög að "fá" lóðir hér og þar á einhverjum fallegum stöðum í borginni þar sem enginn annar fengi að byggja. Af hverju geta þessi félög ekki bara reddað sér lóðum eins og annað fólk og byggt húsnæði undir sín áhugamál?


Óli Gneisti - 04/06/08 18:40 #

Það er náttúrulega annað mál, að sjálfssögðu ættu trúfélögin að borga.


Kári (meðlimur í Vantrú) - 05/06/08 00:38 #

Og þar á meðal Þjóðkirkjan.


Arnar - 05/06/08 10:42 #

Eru ekki ásatrúarmenn, búddistar og múslimar búnir að bíða lengi eftir því að fá lóðir undir hof/moskvur/whosname?

Veit að búddistar hafa beðið lengi eftir því að fá lóð undir hof í Kópavogi en hafa greinilega gefist upp.


Óskar P. Einarsson - 05/06/08 10:52 #

Hehehe, "Moskvur".


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 05/06/08 14:42 #

Ég tel að óathuguðu máli að þessi félög hafi ekki efni á að kaupa lóðir og byggja á þeim mannsæmandi byggingu.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.