FAQ

FAQ


Siðareglur trúfélagsleiðréttingaherferðar Vantrúar

Markmið

Með trúfélagsleiðréttingum stuðlar Vantrú fyrst og fremst að því að trúfélagsskráning landsmanna endurspegli raunveruleg lífsviðhorf þeirra betur. Það kemur heim og saman við tilgang félagsins, sem er að vinna gegn útbreiðslu hindurvitna. Trúfélagsleiðrétting hefur almennt þau áhrif að minnka alhliða vægi ríkiskirkjunnar og þar með grafa undan sníkjulífi hennar á íslenska ríkinu. Um leið vekur herferðin athygli á því hvað það er óeðlilegt að ríkið haldi utan um trúfélagsskráningu og innheimti sóknargjöld.

Lesa Siðareglur trúfélagsleiðréttingaherferðar Vantrúar
Vésteinn Valgarðsson | Viðbrögð (2)

FAQ: Hvað eru sóknargjöld?

Sóknargjöld eru ein af árlegum framlögum ríkisins til Þjóðkirkjunnar og þeirra trúfélaga sem hafa fengið opinbera skráningu. Gjaldið er reiknað út frá trúfélagsskráningu einstaklinga 16 ára og eldri og er útdeilt af innheimtum tekjuskatti.

Á árinu 2010 mun árlegt sóknargjald vera 9.204 kr. fyrir hvern einstakling. Skráð trúfélög, önnur en Þjóðkirkjan, munu því frá 9.204 kr. fyrir hvern einstakling sem er skráður í þau.

Lesa FAQ: Hvað eru sóknargjöld?
Hjalti Rúnar Ómarsson | Viðbrögð (15)

FAQ: Skráningastarfið

Rekið hefur verið sjálfboðaliðastarf á vegum félagsins Vantrú við að hjálpa fólki að leiðrétta trúfélagsskráningu sína. Á þremur árum höfum við aðstoðað 512 manns við að skrá sig utan trúfélaga og með þessu framtaki veitt Háskóla Íslands 8.609.304 krónur. Nokkuð svipuð upphæð mun falla til HÍ árlega hér eftir vegna íhaldsemi í skráningum. Hér mun verða sagt aðeins nánar frá því starfi.

Lesa FAQ: Skráningastarfið
Kári Svan Rafnsson | Viðbrögð (0)

FAQ: Af hverju skrifið þið ekki meira um múslima?

Vantrú er nú að sigla inn í sitt fimmta starfsár og hefur allt frá upphafi tekið fyrir margvísleg hindurvitni og það kjaftæði sem plagar okkar ágætu veröld. Kristni hefur hér verið fyrirferðarmikil af skiljanlegum orsökum þar sem þau trúarbrögð eru allsráðandi í okkar litla samfélagi og yfirgangur kirkjunnar ískyggilega mikill. Oft höfum við verið spurðir hvers vegna við fjöllum ekki meira um önnur trúarbrögð og sérstaklega virðist manni að nokkur eftirspurn sé eftir gagnrýnni umfjöllun um íslam. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að lítið er fjallað um önnur trúarbrögð en kristni hér og þær helstu eru tíundaðar hér.

Lesa FAQ: Af hverju skrifið þið ekki meira um múslima?
Lárus Viðar | Viðbrögð (45)

FAQ: Af hverju leyfið þið ekki öllum að tjá sig hérna?

Af hverju ættum við yfir höfuð að leyfa nokkrum að tjá sig hérna?

Vantrú er nánast eina vefritið á íslensku sem leyfir athugasemdir við greinarnar sem birtast. Við höfum þennan hátt á sökum þess eins að við viljum láta leiðrétta rangfærslur okkar. Við seggirnir erum ekkert alvitrir frekar en annað fólk og skoðanir okkar geta að sjálfsögðu verið litaðar af ranghugmyndum, þekkingarleysi og fordómum. Það er miklu betra að slíkt sé leiðrétt og við sjálfir getum skipt um skoðun, frekar en að vefsetrið endi sem ruslahaugur af fordómafullu bulli.

Lesa FAQ: Af hverju leyfið þið ekki öllum að tjá sig hérna?
Birgir Baldursson |

FAQ: Af hverju ætti ég að trúa því sem þið segið?

Það er engin ástæða, þessi vefur gæti verið svikamylla til að blekkja saklausa netnotendur (slíkar síður eru vissulega til). Við gætum líka haft rangt fyrir okkur og það kemur örugglega fyrir að staðreyndavillur læðast inn í málflutning okkar (við erum ekki óskeikulir, við erum ekki guðir). Beittu gagnrýnni hugsun á allt sem við segjum. En mundu að gagnrýnin hugsun á ekki bara við þegar dæma á málflutning okkar heldur einnig þegar meta á fullyrðingar þeirra sem við erum að tala gegn. Ef þú vilt þá geturðu tekið þér tíma til að fletta upp staðhæfingum okkar (þó bækur geti líka blekkt). Það er líka hægt að spyrja okkur spurninga á spjallborðinu eða í athugasemdakerfinu.

Óli Gneisti Sóleyjarson |

FAQ: Hvað eru hindurvitni?

hindur·vitni -is HK, fornt/úrelt - KVK
1
• hjátrú, kerlingabók, bábilja
2
• verndargripur
• lítilfjörleg gjöf
3
staðbundið
• hrútspungur

Til hindurvitna hljóta að teljast allar þær hugmyndir sem sprottnar eru af fáfræði og ekki er hægt að bakka upp með rökum. Með öðrum orðum fullvissa um það sem eigi er auðið að sjá.

Við lifum í rannsakanlegri veröld og getum byggt þekkingu okkar á því sem búið er að skoða með viðurkenndum rannsóknaraðferðum. Samt sem áður kjósa margir að byggja heimsmynd sína á gömlum fullyrðingum um yfirnáttúrlegar verur, þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að þær séu nokkuð meira en hugarburður. Þar til þeir sem þessu halda fram geta sýnt og sannað að þetta sé annað og meira en órar hlýtur að vera réttmætt að afgreiða þetta sem hindurvitni.

Hugtakið hindurvitni nær auðvitað yfir margt fleira en yfirnáttúru, en öll yfirnáttúra verður að flokkast undir hindurvitni.

Birgir Baldursson |

FAQ: Þarf maður ekki að vera alvitur til þess að geta vitað að Guð sé ekki til?

Nei. Maður þarf ekki að vera alvitur til þess.

Við vitum að giftir piparsveinar, ferhyrndir þríhyrningar og aðrir mótsagnakenndir hlutir eru ekki til. Ef skilgreiningin á ákveðnum guði innifelur mótsögn þá vitum við að sá guð er ekki til.

Við vitum að það er ekki til afl/persóna/kraftur (kannski hreingerningaguð?) sem getur, kann og vill koma í veg fyrir að rauðvín hellist á föt. Þetta vitum við af því að við höfum séð rauðvín hellast á föt. Ef eitthvað svipað á við um einhvern guð þá vitum við að sá guð er ekki til. (þetta er kallað modus tollens í rökfræði)

Þannig er hægt að vita að sumar gerðir af guðum eru ekki til án þess að vita allt.

Hjalti Rúnar Ómarsson |

FAQ: Eru þið ekki bara költ líka?

Mörgum sýnist starfsemi sú sem fram fer á þessum vef í engu frábrugðin hverju öðru költi. Vikulegar vísanir okkar í skrif James Randi gefa mönnum m.a.s. átyllu til að núa okkur því um nasir að hann sé fullkominn költleiðtogi og að við séum bara auðsveipir lærissveinar hans.

Lesa FAQ: Eru þið ekki bara költ líka?
Birgir Baldursson | Viðbrögð (9)

FAQ: Hvað haldið þið að gerist þegar við deyjum?

Hvað ætti að gerast? Hvað gerist þegar sveppur er steiktur og étinn? Þegar húðfruma deyr? Þegar hár dettur af kolli? Stígur upp af þessu sál? Einfrumungar, jurtir eða fjölfrumungar á borð við menn, allt gengur þetta úr sér, lýkur hlutverki sínu og leysist upp í frumeindir sínar. Í hinum heilastóra manni slokknar vitundarljósið einfaldlega og öll menntun okkar og reynsla fer fyrir lítið (nema það sem við látum eftir okkur til komandi kynslóða). Aðeins genin eiga framhaldslíf, afrituð í afkvæmum okkar. Við höfum aftur á móti verið tekin af númerum eins og hverjar aðrar bíldruslur og endum flest í Vökuportinu mikla niðri í jörðinni.

Birgir Baldursson | Viðbrögð (19)

Saga helvítis og presta Þjóðkirkjunnar

Hjalti Rúnar Ómarsson

Málverk sem sýnir kvalir helvítis

Helvíti er ein af vandræðalegustu kenningum Þjóðkirkjunnar. Opinberlega játar Þjóðkirkjan að við endurkomu Jesú muni hann dæma "guðlausa menn og djöflana" til "eilífra kvala".

Helvíti veldur Þjóðkirkjunni og prestum hennar endalausum vandræðum, þar sem þetta er frekar ógeðfelld kenning og prestar sem gagnrýna helvíti tala gegn játningu Þjóðkirkjunnar meðan þeir sem boða helvíti hrekja fólk frá Þjóðkirkjunni. Niðurstaðan er að prestar tjá sig nánast ekkert um helvíti, og þeir sem gera það geta átt von á veseni, eins og sagan sýnir.

Helvítið hans Jesú

Hjalti Rúnar Ómarsson

Málverk sem sýnir Jesús á dómsdegi

Vegna nýlegra ummæla prestsins Davíðs Þórs Jónssonar, þar sem hann sagði sérstakan stað vera tilbúinn ákveðnu stjórnmálafólki, hefur helvíti komið aftur upp í umræðuna. Af því tilefni skrifaði annar prestur, Sindri Geir, grein þar sem hann kemur með vafasamar fullyrðingar um helvíti.

Mun þögn Þjóðkirkjunnar senda tvo menn í fangelsi?

Hjalti Rúnar Ómarsson

Súmersk veggmynd

Nú standa yfir réttarhöld yfir tveimur mönnum sem verða mögulega dæmdir í þriggja ára fangelsi. Í ákærunni er glæpur þeirra sagður sá að svíkja „fjárframlög úr ríkissjóði“ og valda „íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártjóni í reynd“. Þessi meintu fjárframlög úr ríkissjóði voru sóknargjöld.

Biskupsritari afvegaleiðir umræðuna um kirkjujarðirnar

Hjalti Rúnar Ómarsson

Skjáskot úr gögnunum sem biskupsritarinn benti á

Nýlega hefur kirkjujarðasamkomulagið verið í umræðunni - tilefnið er það að fjármálaráðuneytið hefur upplýst að virði jarðanna er 7 milljarðar, og fyrir þær borgar ríkið Þjóðkirkjunni um 3,5 milljarða á ári. Siggeir F. Ævarsson framkvæmdastjóri Siðmenntar og þingmaðurinn Björn Leví hafa báðir gagnrýnt samninginn.

Pétur G. Markan biskupsritari hefur ákveðið að verja þennan samning og segir gögnin liggja fyrir og heldur því fram að verið sé að afvegaleiða umræðuna. Siggeir svaraði Pétri en við viljum bæta við nokkru sem teljum ekki hafa komið fram. Raunin er að Pétur áttar sig ekki á mjög veigamiklu atriði.

Hvaða stjórnmálaflokkar voru með og á móti aðskilnaði ríkis og kirkju síðasta kjörtímabil?

Hjalti Rúnar Ómarsson

Merki Viðreisnar og Pírata

Ef einhverjir eru ekki búnir að ákveða það í dag hvaða flokk þeir ætla að kjósa, þá er tilvalið að skoða hvaða flokkar á Alþingi voru bestir þegar kom að aðskilnaði ríkis og kirkju á síðasta kjörtímabili.