Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

SoS: Hver er tilgangur lífsins?

Gen lífvera samanstanda af flóknum efnasamböndum sem aðstæður heimiluðu að yrðu til í öndverðu. Lífið er klárlega afrakstur þess að þessi flóknu efnasambönd geta afritað sig. Við erum einfaldlega flóknir fjölfrumungar, núverandi birtingarmynd þessarar afritunar og höfum það eina líffræðilega hlutverk að skila arfberum okkar til næstu kynslóðar.

Einstaklingarnir geta svo sjálfir fundið lífi sínu tilgang eða merkingu, utan þessa genadreifingarhlutverks. Meira að segja geta þeir sem ekki eignast afkvæmi skilað sínu til samfélagsins með ýmsu móti og stuðlað þannig að framgangi mannkynsins sem slíks. Þetta er í sjálfu sér nógu göfugt til þess að við þörfnumst í raun ekki „æðri“ tilgangs í líf okkar.

Birgir Baldursson 29.11.2004
Flokkað undir: ( Spurt og svarað )

Viðbrögð


Sigurður Ólafsson - 29/11/04 10:04 #

Raunsönn lýsing, en það er ekkert að því að vera aðeins skáldlegri þegar lífið er annars vegar :)


Sigurgestur - 19/04/05 22:58 #

Þó þetta sé kannski hinn eini sanni tilgangur lífsins mun þetta seint gefa lífinu gildi!

Fremur köld og þurr lýsing á frekar merkilegumog margslungnu hugtaki sem lífið er!


ThorvaldurJo - 19/04/05 23:32 #

Þessi lífsskoðun finnst mér persónulega aumkunnarverð og í anda þeirrar tómhyggju sem mikluð er á þessari síðu. Tilgangur lífsins finnst mér felast í því að finna svör við grundvallarspurningum lífsins, eins og Hver er ég? Er líf eftir dauðann? Af hverju er eitthvað til í staðinn fyrir ekki neitt? Erum við afrakstur hugsunar æðri veru eða tilviljunarkenndar lífverur? Þetta eru góðar og gildar spurningar.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 20/04/05 00:10 #

Þorvaldur, þú ert aumkunarverður.

Lestu aftur færsluna, hún er örstutt og í henni segir meðal annars.

Einstaklingarnir geta svo sjálfir fundið lífi sínu tilgang eða merkingu
Allt sem þú nefnir fellur innan þess sem talað er um í færslunni. það er vel hægt að gefa lífi sínu tilgang með því að leita svara við erfiðum spurningum. Aftur á móti er það gjörsamlega tilgangslaust að ákveða að eitthvað kjaftæði aftan úr öldum um gvuð og jesús sé þetta svar. Þá eru menn ekki að leita, þeir eru búnir að gefast upp. Aumkunarverðir.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 20/04/05 00:11 #

Sigurgestur, ef þig vantar ekki eitthvað magnþrungnara þá skaltu hafa samband við skáld en þetta er heiðarlega svarið.

Þorvaldur:

Hver er ég? Óli, ég læri hins vegar augljóslega eitthvað nýtt um sjálfan mig á hverjum degi. Er líf eftir dauðann? Ekkert bendir til þess. Af hverju er eitthvað til í staðinn fyrir ekki neitt? Ef ég hefði gríðarlegan áhuga á þessu þá hefði ég farið í stjarneðlisfræði eða eitthvað álíka. Erum við afrakstur hugsunar æðri veru eða tilviljunarkenndar lífverur? Illa orðuð spurning, við getum afskrifað fyrri partinn. Seinni parturinn þyrfti smá umorðun til að hægt væri að játa honum.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 20/04/05 00:12 #

Tilgangur lífsins finnst mér felast í því að finna svör við grundvallarspurningum lífsins, eins og Hver er ég?

Ok, þá er það tilgangur lífs þíns. Gott mál bara. En vita skaltu að sem lífvera hefurðu ekkert æðra hlutverk en fjölga þér og skila arfberunum til næstu kynslóðar. Það er a.m.k. ekkert sem bendir til þess.

Sem manneskja geturðu haft hvern þann tilgang sem þér sýnist. Mér finnst t.d. Þorkell Sigurbjörnsson ekki hafa lifað til einskis, því hann samdi Heyr himnasmiður. Karl bróðir hans hefur aftur á móti voða lítið gert fyrir framgang tegundarinnar, frekar verið dragbítur með allt sitt vonda ranghugmyndakerfi upp um alla veggi.

En hann á börn. Kannski þau geti látið eitthvað gott af sér leiða. Þá hefur hann ekki lifað til einskis.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.