Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

SoS: Hvað eru hindurvitni?

hindur·vitni -is HK, fornt/úrelt - KVK
1
• hjátrú, kerlingabók, bábilja
2
• verndargripur
• lítilfjörleg gjöf
3
staðbundið
• hrútspungur

Til hindurvitna hljóta að teljast allar þær hugmyndir sem sprottnar eru af fáfræði og ekki er hægt að bakka upp með rökum. Með öðrum orðum fullvissa um það sem eigi er auðið að sjá.

Við lifum í rannsakanlegri veröld og getum byggt þekkingu okkar á því sem búið er að skoða með viðurkenndum rannsóknaraðferðum. Samt sem áður kjósa margir að byggja heimsmynd sína á gömlum fullyrðingum um yfirnáttúrlegar verur, þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að þær séu nokkuð meira en hugarburður. Þar til þeir sem þessu halda fram geta sýnt og sannað að þetta sé annað og meira en órar hlýtur að vera réttmætt að afgreiða þetta sem hindurvitni.

Hugtakið hindurvitni nær auðvitað yfir margt fleira en yfirnáttúru, en öll yfirnáttúra verður að flokkast undir hindurvitni.

Birgir Baldursson 10.05.2005
Flokkað undir: ( Spurt og svarað )