Meirihluti VG, D og B í efnahags- og viðskiptanefndar leggur til að sóknargjöld til trúfélaga hækki um 280 milljón krónur á næsta ári.
Vantrú mótmælir því harðlega að hækka eigi þessi framlög til trúfélaga á sama tíma og skorið er niður í mikilvægum málaflokkum. Trúfélög ættu auðvitað helst að vera rekin án aðkomu ríkisins, en á meðan settar eru aðhaldskröfur á heilbrigðisstofnanir er skammarlegt að hækka framlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga.
Í gær var Agnes í drottningarviðtali í Kastljósi. Aðalumræðuefnið var umdeild auglýsingamynd Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem sýnir Jesú valhoppandi með brjóst og skegg.
Það hljómaði samt stundum eins og Agnes væri að afneita því að þetta hafi einu sinni átt að vera Jesús:
Kæru vinir (og aðrir), það verður að sjálfsögðu ekkert bingó hjá Vantrú í ár.
Trúfélagið Zuism er mikið í fréttum þessa dagana, þar sem dómsmál er í gangi varðandi það hvort ríkinu hafi verið heimilt að hætta að greiða sóknargjöld til þessa trúfélags.
Í dómi héraðsdómstólsins kemur fram áhugavert viðhorf ríkisins varðandi eðli sóknargjalda.
Movable Type
knýr þennan vef