„Ha, efast einhver um það?“ kynnu einhverjir að hafa spurt þegar þeir ráku augun í pistil Gunnars Jóhannessonar guðfræðings og prests með þessum sama titli í byrjun mars. Og þeir hinir sömu gætu jafnvel ályktað að fyrst presturinn spyr (og reynir að svara) sé spurningin kannski ekki svo fjarstæðukennd.
Einræðisherrar eiga það til að verða vellauðugir. Hvort sem auður þeirra hafi beinlínis verið aflað löglega eða ekki, þá er ljóst að hans var aflað ósiðlega. Eignir sem verða til með kúgunum og hótunum eru fengnar með ósiðlegum hætti, óháð því hvort það sé rétt að gera þær upptækar eða ekki.
Í fréttaskýringaþættinum Kveiki um daginn var sérstaklega rætt við Agnesi M. Sigurðardóttur, æðsta biskup Þjóðkirkjunnar. Í viðtalinu var minnst á nýlega úrskurði kjararáðs þar sem prestar og biskupar fengu fína launahækkun.
Agnes hóf svar sitt á því að segja: “Ég óskaði ekki eftir launahækkun".
Við drögum til baka allar fullyrðingar okkar um að kirkjur séu tómar á sunnudögum. Dómkirkjan var troðfull við páskamessu Agnesar biskups eins og sést í eftirfarandi myndbandi sem er tekið úr kvöldfréttum RÚV 1. apríl. Hljóðið er klippa úr viðtali á k100 sem var tekið upp rétt á undan þessari messu:
Í síðustu viku birti Þjóðskrá upplýsingar um aldur þeirra sem skrá sig í og úr trú- og lífsskoðunarfélögum. Upplýsingarnar voru ekki tæmandi að því leyti að félögin voru ekki flokkuð nákvæmlega en þó kom fram hve margir skráðu sig í og úr þjóðkirkjunni. Þegar upplýsingarnar eru skoðaðar út frá aldurshópum kemur í ljós að ungt fólk á aldrinum 18-38 ára er duglegast að skrá sig úr kirkjunni.
Þegar fólk selur hús er því skylt að upplýsa kaupanda um galla. Ef það er ekki gert getur það flokkast sem svik.
Fermingarfræðsla ríkiskirkjunnar gengur út á að selja börnum Jesú. Í athöfninni eru þau spurð hvort þau vilji gera Jesú að "leiðtoga lífs síns". Þjóðkirkjan upplýsir ekki um galla Jesú áður en fermingarbörnin svara. Hér eru nokkrir gallar:
Ráðlegging frá okkur: Ekki trúa öllu sem þið heyrið! Í dag mun hópur fólks reyna að ljúga og blekkja í tilefni dagsins. Segja ótrúlegar sögur sem flestir ættu að vita að eru í raun ósannar, en trúa samt í einhverju hugsanaleysi.
ps. Já og svo er líka 1. apríl. Passið ykkur einnig á því.
Movable Type
knýr þennan vef