Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Um fjárhagsþörf Húsavíkurkirkju

Mynd af Húsavíkurkirkju

Nýlega voru fréttir af því að það þyrfti að gera við Húsavíkurkirkju og það myndi kosta „tugi milljónir":

Ársreikningar Húsavíkursóknar

Ársreikningar Húsavíkursóknar eru aðgengilegir á netinu fyrir árin 2009-2017. Þar sést að síðustu árin var sóknin að skila um það bil 5 milljón króna rekstrarafgangi ár eftir ár, samtals rúmlega 36 milljónir á þessu tímabili. Ekki er að sjá að peningur hafi verið notaður í viðhald kirkjuhússins. Þessar rekstrarniðurstöðu sýna líka að kirkjan ræður alveg við að greiða af láni til að gera við húsnæðið.

Sóknin virðist því vera alveg nógu rík til þess að borga fyrir svona viðgerðir, hún vill það bara ekki. Kirkjan vill að aðrir borgi eins og vanalega.

Aðkoma ríkisins

Í fréttinni var einnig sagt að það yrði „leitað til sveitarfélagsins“.

Það væri afar undarlegt ef sveitarfélagið ætli að borga fyrir þessar viðgerðir. Staðreyndin er að þetta hús er í eigu félags sem mismunar fólki eftir trú. Það er svo sem skiljanlegt að trúfélag geri það, en ríki og sveitarfélög eiga að gæta hagsmuna allra óháð trúarskoðunum.

Ef sveitarfélagið myndi borga fyrir viðgerðir, þá ætti að minnsta kosti að gera það með því skilyrði að byggingin yrði „þjóðnýtt“, það er að segja að hafa aðgang að henni fyrir alla, ekki bara ríkiskirkjuna.

Víti til varnaðar

Ef maður lítur fram hjá því að Húsavíkursókn er að nánast öllu leyti fjármögnuð af ríkinu, þá eru því miður stór dæmi um að ríki og sveitarfélög borgi brúsann og leyfi ríkiskirkjunni að njóta ágóðans.

Besta dæmið er Hallgrímskirkja. Ríki og Reykjavíkurborg eyddu hundruðum milljóna króna í að gera við turninn, sem ríkiskirkjan græðir svo hundruðir milljónir króna á árlega á venjulegu ári.

Það yrði sorglegt ef að Húsavíkurkirkja yrði enn eitt svona dæmið.


Upphafleg mynd fengin hjá Andreas Tille og birt með cc-leyfi

Ritstjórn 26.02.2021
Flokkað undir: ( Ríkiskirkjan )

Viðbrögð


Sindri Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 26/02/21 10:54 #

Mjög góð grein.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 26/02/21 13:29 #

Það er vissulega sérstakt að spá í hvað ríki og borg þurftu að leggja mikið í púkkið til að laga Hallgrímskirkju en fá svo ekki aur þegar kirkjan græðir á tá og fingri.


idnCuVZG - 30/12/23 12:11 #

IChONEHuZpMBT


PIafwYye - 20/03/24 08:24 #

NejsMiJa


VUyuIEwYB - 27/03/24 05:29 #

cVAYiXNtIu


VUyuIEwYB - 27/03/24 05:29 #

cVAYiXNtIu


yNGqWhwfFiuoIPUj - 02/04/24 18:01 #

ktXFOiDVGPyh

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.