Stjórnmálaflokkarnir og ríkiskirkjan
Á heimasíðunum Kjóstu rétt og Kosningavitinn geta kjósendur tekið próf til að bera skoðanir saman við skoðanir frambjóðenda flokkanna. Ein spurning í hvorri könnun er um Þjóðkirkjuna og afstaða Vantrúar ætti ekki að koma á óvart:
Við bárum afstöðu Vantrúar saman við flokkana sem bjóða fram til Alþingis.
Píratar eru eini flokkurinn sem hefur sömu afstöðu og Vantrú í báðum könnunum.
Viðreisn er alveg sammála Vantrú í annarri könnun en ekki alveg í hinni. Sama á við um Samfylkinguna.
Vinstri græn eru hóflega sammála Vantrú.
Sósíalistaflokkurinn er hlutlaus í einni könnun, hóflega sammála Vantrú í hinni.
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn er hlutlaus.
Flokkarnir sem styðja ríkiskirkjuna "hóflega" eru Flokkur fólksins, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn.
Það kemur væntanlega engum á óvart að Miðflokkurinn er afdráttarlaus í stuðningi við ríkiskirkjunnar. Við óskum flokknum og ríkiskirkjunni til hamingju með sambandið!
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )