Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hátíðarblekkingar biskups

Dómkirkjan

Í dag var útvarpað frá hátíðarmessu í Dómkirkjunni þar sem Agnes M. Sigurðardóttir, æðsti biskup Þjóðkirkjunnar, hélt ræðu. Agnes setur þar fram kolranga fullyrðingu um trúfélagaskráningu Íslendinga og auk þess vafasama túlkun á þessum röngu fullyrðingu:

Lygar, bölvaðar lygar og tölfræði

Þegar grannt er skoðað kemur í ljós að yfir 90% þjóðarinnar er í skráðum trúar- og lífsskoðunarfélögum.

Á heimasíðu Hagstofunnar eru gögn um skráningu landsmanna í trúar- og lífsskoðunarfélög. Þar blasir við að 22.5% landsmanna eru ekki skráð í slíkt félag eða rúmlega tvöfalt fleiri en biskup heldur fram.

Þar af eru tæp 80% skráð í trúfélögum sem treysta á æðri mátt í lífi sínu.

Því er ljóst að þessi fullyrðing stenst ekki, en ef við skoðum einnig veraldleg lífsskoðunarfélög, þá er hlutfallið í kringum 75%. Fjórðungur landsmanna er ekki skráður í trúfélag sem treystir á æðri mátt.

Trúfélagsaðild er ekki trúarskoðun

Skráning í lífsskoðunarfélag gefur ekki endilega rétta mynd af trúarviðhorfum einstaklinga, enda flestir skráðir í trúfélag við fæðingu. Þannig hafa margar rannsóknir og kannanir sýnt að landsmenn eru ekki jafn trúaðir og halda mætti af túlkun biskups. Og biskup veit það, enda talar hún um í sömu ræðu að kirkjan ráði ekki við að viðhalda húsum, sem væri ekki mikið mál í samfélagi þar sem trúaráhugi væri mikill.

Kæru fjölmiðlar

Ekki trúa kirkjufólki þegar það notar tölur, það er engin tölfræðikúrs í guðfræðideild og ríkiskirkjan og fulltrúar hennar hafa ítrekað farið rangt með tölur til að fegra málstað sinn. Annað hvort kunna þau ekki að telja eða þeim finnst léttvægt að stunda blekkingar.


Upprunaleg mynd frá Þorsteini V. Jónssyni og birt með cc-leyfi

Ritstjórn 17.06.2021
Flokkað undir: ( Agnes M. Sigurðardóttir , Ríkiskirkjan )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 17/06/21 14:13 #

Fækkun skírna hjá ríkiskirkjunni styrkir ekki beint þennan málflutning biskups.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.