Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hátíđarblekkingar biskups

Dómkirkjan

Í dag var útvarpađ frá hátíđarmessu í Dómkirkjunni ţar sem Agnes M. Sigurđardóttir, ćđsti biskup Ţjóđkirkjunnar, hélt rćđu. Agnes setur ţar fram kolranga fullyrđingu um trúfélagaskráningu Íslendinga og auk ţess vafasama túlkun á ţessum röngu fullyrđingu:

Lygar, bölvađar lygar og tölfrćđi

Ţegar grannt er skođađ kemur í ljós ađ yfir 90% ţjóđarinnar er í skráđum trúar- og lífsskođunarfélögum.

Á heimasíđu Hagstofunnar eru gögn um skráningu landsmanna í trúar- og lífsskođunarfélög. Ţar blasir viđ ađ 22.5% landsmanna eru ekki skráđ í slíkt félag eđa rúmlega tvöfalt fleiri en biskup heldur fram.

Ţar af eru tćp 80% skráđ í trúfélögum sem treysta á ćđri mátt í lífi sínu.

Ţví er ljóst ađ ţessi fullyrđing stenst ekki, en ef viđ skođum einnig veraldleg lífsskođunarfélög, ţá er hlutfalliđ í kringum 75%. Fjórđungur landsmanna er ekki skráđur í trúfélag sem treystir á ćđri mátt.

Trúfélagsađild er ekki trúarskođun

Skráning í lífsskođunarfélag gefur ekki endilega rétta mynd af trúarviđhorfum einstaklinga, enda flestir skráđir í trúfélag viđ fćđingu. Ţannig hafa margar rannsóknir og kannanir sýnt ađ landsmenn eru ekki jafn trúađir og halda mćtti af túlkun biskups. Og biskup veit ţađ, enda talar hún um í sömu rćđu ađ kirkjan ráđi ekki viđ ađ viđhalda húsum, sem vćri ekki mikiđ mál í samfélagi ţar sem trúaráhugi vćri mikill.

Kćru fjölmiđlar

Ekki trúa kirkjufólki ţegar ţađ notar tölur, ţađ er engin tölfrćđikúrs í guđfrćđideild og ríkiskirkjan og fulltrúar hennar hafa ítrekađ fariđ rangt međ tölur til ađ fegra málstađ sinn. Annađ hvort kunna ţau ekki ađ telja eđa ţeim finnst léttvćgt ađ stunda blekkingar.


Upprunaleg mynd frá Ţorsteini V. Jónssyni og birt međ cc-leyfi

Ritstjórn 17.06.2021
Flokkađ undir: ( Agnes M. Sigurđardóttir , Ríkiskirkjan )

Viđbrögđ


Matti (međlimur í Vantrú) - 17/06/21 14:13 #

Fćkkun skírna hjá ríkiskirkjunni styrkir ekki beint ţennan málflutning biskups.

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.