Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Heilindi stjórnlagaráđs

Stjórnlagaráđ

Í Fréttablađinu er birtur kafli af netskrifum ţeirra Valgarđs Guđjónssonar og Illuga Jökulssonar. Valgarđur veltir fyrir sér hvort nokkur hćtta sé á ađ prestur í stjórnlagaráđi ćtli ađ koma ađ afgreiđslu ráđsins á hugmyndum um tengsl ríkis og kirkju. Illugi spyr sig og ađra hvort ríkiđ eigi eđa megi styđja og vernda eitt trúfélag umfram önnur og hvort nokkur ástćđa sé til ađ fjalla um trúfélög í stjórnarskrá.

Presturinn í stjórnlagaráđi er góđkunningi Vantrúar, séra Örn Bárđur Jónsson, síđasti verđlaunahafi okkar árlegu Ágústínusarverđlauna. Kirkjan og ţjóđin hlýtur ađ vera stolt af verđlaunaummćlum ţessa mannvinar í stjórnlagaráđi. Auđvitađ situr sérann í ţeirri nefnd ráđsins sem tekur á tengslum ríkis og kirkju og verđur fróđlegt ađ sjá hver útkoman verđur.

Nú vilja ţrír af hverjum fjórum landsmönnum ađskilnađ ríkis og kirkju. Ćtli sérann kyngi ţví svo glatt ađ vera í minnihluta?

Spurningu Illuga er fljótsvarađ. Auđvitađ nćr engri átt ađ einu trúfélagi sé hampađ umfram önnur í stjórnaskrá, ađ ríkinu beri ađ vernda ţađ og styđja. Ađeins örgustu afturhaldsseggir og afdankađir forrćđishyggjumenn halda öđru fram, og ţeir eru til (margir á launum hjá ákveđinni ríkisstofnun). Ţetta er álíka heimskulegt og ađ ríkiđ skrái börn viđ fćđingu í trúfélag móđur (á hvađa öld lifum viđ?).

Ríkiđ á ekki ađ koma nálćgt hugmyndum manna í trúmálum. Ţetta sáu stofnfeđur Bandaríkjanna fyrir rúmlega tveimur öldum og ţetta sjá flestar siđmenntađar ţjóđir. Ţađ er fróđlegt ađ skođa félagsskapinn sem viđ erum í. Raunar ţykir mönnum ástćđa til ađ árétta sérstaklega í stjórnaskrám ađ fullur ađskilnađur skuli vera á milli ríkis og kirkju - ţađ ţykja sjálfsögđ grundvallarsjónarmiđ, eftirsóknarverđ og lofsverđ í sjálfu sér. Af hverju ekki á Íslandi?

Hugmyndir um ađ ríkiđ eigi ađ styđja og vernda öll trúar- og lífsskođunarfélög eru vissulega skömminni skárri en núverandi fyrirkomulag en ţó eru ţćr litađar sömu forsjárhyggju og ţađ úrelta fyrirkomulag sem viđ ţurfum ađ losna viđ. Fólk getur haldiđ uppi sínum trú- og/eđa lífsskođunarfélögum sjálft ef ţađ hefur áhuga á. Sé áhuginn enginn á ríkiđ ekki ađ halda uppi stétt manna vegna ţess ađ ţađ er bundiđ í stjórnarskrá. Eru allar skođanir manna í trúmálum verđugar ríkisstyrks? Hver getur skoriđ úr um ţađ? Ţetta er uppskrift ađ sukki og farsa en ekki jöfnuđi og réttlćti.

Ţetta mál er hvorki flókiđ né erfitt heldur einfalt og auđvelt. Tryggjum fullt trúfrelsi í stjórnarskránni og jafnrćđi en bindum enda á úrelta og rangláta sambúđ ríkis og kirkju. Ţó fyrr hefđi veriđ.


Mynd fengin frá myndasíđu stjórnlagaráđs (cc)

Reynir Harđarson 31.05.2011
Flokkađ undir: ( Stjórnlagaráđ , Stjórnmál og trú )

Viđbrögđ


gös - 31/05/11 10:28 #

Fyrsti fundur (ţáverandi tilvonandi) stjórnlagaţingsmanna var í kirkjunni hjá Erni Bárđi. Mörgum fannst ţađ smávćgilegt og ég er sammála ţví ef ţú tekur ţađ eitt og sér.

Stuttu seinna birtist grein eftir Ţorvald Gylfason í fréttablađinu ţar sem hann taldi upp ţó nokkur atriđi sem meirihluti kosinna fulltrúa talađi fyrir í sínum kosningabaráttum (síđasta málsgrein í fréttinni). Af einhverri ástćđu sleppti hann alveg ađ minnast á ađskilnađ ríkis og kirkju, ţótt ţađ hafi veriđ sterkur meirihluti međ ţví međal ţeirra sem náđu kjöri. Hann skautađi einnig alveg framhjá ţessu málefni í seinni grein, ţar sem hann skođar hvernig "almenningur" svarađi spurningum sem DV lagđi fram í kosningabaráttunni til stjórnlagaţings.

Og svo situr Örn Bárđur A-nefnd stjórnlagaráđs, sem fjallar um ţann hluta stjórnarskránnar sem snertir samband ríkis og trúfélaga.

Ég er ekki bjartsýnn.


Reynir (međlimur í Vantrú) - 31/05/11 11:20 #

Fyrirbćriđ séra Örn Bárđur Jónsson er verđugt rannsóknarefni fyrir frćđimenn í samtíma og framtíđ. Vantrú hefur stúderađ ţađ allt frá byrjun og velt fyrir sér eđli ţess.

Viđ birtum fyrir hálfu öđru ári ađsenda grein sem vakti athygli á undarlegum málflutningi hans. En fyrirbćriđ vísađi ţessum gagnrýnenda sínum á bráđamóttöku geđdeildar. Ţađ má heita furđulegt hvađ muliđ er undir ţennan stuđningsmann Ólafs Skúlasonar og samsćriskenningasmiđ.

Vissulega er forvitnilegt ađ hafa svona spesimen aftan úr fornöld lifandi á međal okkar og fáir afhjúpa kristiđ siđgćđi eđa réttlćtiskennd betur en ţessi pokaprestur. Ţótt okkur samtímamönnum hans sé lítiđ skemmt er ég viss um ađ ţegar frá líđur verđur hann hneykslunar- og ađhlátursefni um langa hríđ.


Jóhanna - 01/06/11 18:32 #

"Ríkiđ á ekki ađ koma nálćgt hugmyndum manna í trúmálum."

Ég hefđi einmitt haldiđ ađ ţađ veitti ekki af ađhaldi ríkisins til ađ sporna viđ ýmsum ólögum og jafnvel mannréttindabrotum sem fólk fylkir sér gjarnan á bak viđ í krafti trúarsannfćringar.


Matti (međlimur í Vantrú) - 01/06/11 18:42 #

Ţađ er enginn ađ halda ţví fram ađ ríkiđ eigi ađ hćtta ađ skipta sér af ólögum og mannréttindabrotum.

Ţađ á ekki ađ skipta máli hvort slíkt fer fram í skjóli trúarbragđa eđa ekki.


Reynir (međlimur í Vantrú) - 04/06/11 11:52 #

Séra ríkiskirkjunnar er varaformađur A-nefndar sem fjallađi um ríkiskirkjuna, svo smekklegt sem ţađ nú er. Ég hvet menn til ađ horfa á umrćđur um störf nefndarinnar.

Hvort líkist ţetta hrossakaupum eđa hugsjónastarfi?

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.