Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Örn Bárður, Ólafur Skúlason og eineltið

Séra Örn BárðurMikið hefur verið fjallað um ummæli Arnar Bárðar um meint einelti fjölmiðla á kirkjunni. Glæpur fjölmiðla er þó fyrst og fremst að fjalla um málefni kirkjunnar, orð og gjörðir presta. Örn Bárður saknar væntanlega stöðunar árið 1996 þegar flestir fjölmiðlar (að Alþýðublaðinu og HelgarPóstinum undanskyldum) gerðu sitt besta til að hunsa mál Ólafs Skúlasonar. Einelti fjölmiðla er þó ekki meira en það að fjölmiðlamenn hafa hlýtt kalli klerks og mætt í messuna (sem var raunar líka útvarpað í boði ríkisins) til þess að samsæriskenning hans gæti komist í Sjónvarpsfréttirnar.

En þetta er ekki í fyrsta skipti sem Örn Bárður hefur kvartað yfir einelti. Meðal þeirra fórnarlamba sem hann hefur áður varið var Ólafur Skúlason en í Alþýðublaðinu þann 17. apríl 1996 er vitnað í prest sem sat fund kollega sinna.

Heimildamaður blaðsins sagði að Örn Bárður Jónsson, fyrrum fræðslustjóri þjóðkirkjunnar og samherji biskups, hefði haft uppi miklar samsæriskenningar, og að hatrömm valdabarátta færi fram sem beindist gegn Ólafi Skúlasyni.

Reyndar virðist Örn Bárður nú hafa skipt um skoðun varðandi sekt síns gamla félaga. Í ljósi þess hve heitt hann trúði á sakleysi Ólafs Skúlasonar á sínum tíma er hlálegt að lesa predikun hans um efnið þar sem hann segir:

Barninu þínu er óhætt hér í Neskirkju og í kirkjunni hvar sem er.

Hér starfar heilt og gott fólk að því ég best veit. Ég hef hvergi séð glitta í úlf en ég er á verði og fylgist með eftir því sem Guð gefur mér vit og skyn. Úlfur getur leynst hvar sem er sé hann í réttu dulargervi staðar og stundar.

Nú gerum við hjá Vantrú fastlega ráð fyrir að þeir sem starfa í Neskirkju séu upp til hópa gott fólk - líkt og langflestir sem vinna launuð eða ólaunuð störf á vegum ríkiskirkjunnar. Við myndum hins vegar hvorki treysta dómgreind Arnar Bárðar þegar kemur að því að meta fólk né raunar í nokkru öðru.

Mynd frá Kirkjunni notuð skv. cc leyfi.

Ritstjórn 08.09.2010
Flokkað undir: ( Siðferði og trú )

Viðbrögð


gos - 08/09/10 11:10 #

Dómgreind Arnar Bárðar: Hér er brot úr líkræðu sem hann hélt yfir yfirlýstum og ævilöngum trúleysingja.

Skömmu áður hafði hann gert boð fyrir prest. „Ég er nú ekki mikill trúmaður“ sagði hann „en ég vil biðja þig að sjá um útför mína.“
Og prestur svaraði: „Varla er sá maður trúlaus sem hefur jafn sterka réttlætiskennd og þú, maður sem boðar tiltekin lífsgildi, hefur starfað sem læknir og lagt sitt af mörkum í umræðu daganna með það fyrir augum að lækna ekki aðeins hin líkamlegu sár heldur og hin félagslegu lýti og mein.“
Nei, hann gat ekki neitað því að lífsgildin væru þarna traust og sterk eins og fjöll og skyld hinum kristna arfi sem líkir vegferð mannsins við dvöl á grænum grundum en á öðrum stundum í dimmum dal harms og sorgar.

Er furða að hann greini ekki á milli réttmætrar gagnrýni og eineltis?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 08/09/10 11:12 #

Það eru til fleiri (meðal annars nýleg) dæmi um skammarlegar líkræður Arnar Bárðar yfir trúleysingjum. Maðurinn virðist einfaldlega ekki kunna að skammast sín.


Björgvin - 08/09/10 12:57 #

Ég hefði haldið að Örn væri akkúrat sú manngerð sem hefur þá dómgreind sem rétt er að treysta, þ.e. maður sem er tilbúinn að skipta um skoðun eftir að frekari sannanir fyrir hinu gagnstæða liggja fyrir.


Björgvin - 08/09/10 13:04 #

Ég var ekki búinn að sjá kommentið hans Matta þegar ég skrifaði þetta. Væri samt áhugavert að sjá fleiri tilvitnanir í hann.


Björgvin - 08/09/10 13:18 #

og heldur ekki gos :)


frelsarinn (meðlimur í Vantrú) - 08/09/10 13:43 #

Frábært fólk getur gvuð-snappað á augabragði og breyst í jesúfant.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 08/09/10 21:54 #

DV-Svarthöfði: Geggjað guðspjall


Jói - 21/09/10 19:36 #

Það er mikið til í því að maður eigi ekki að treysta manngreiningaráliti Arnar Bárðar - Helgi Hróbjartsson var að vinna í kirkjunni hans í fyrrasumar.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 21/09/10 20:01 #

Barninu þínu er óhætt hér í Neskirkju og í kirkjunni hvar sem er.

Þessi málsgrein Arnar Bárðar er hrollvekjandi í því ljósi.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.