Fjölmiðlar hafa verið duglegir að fjalla um tekjur einstaklinga að undanförnu. Þeir hafa meira að segja tekið saman lista yfir laun bloggara til viðbótar við hefðbundnar stéttir. Einn hópur hefur samt gleymst: miðlar og aðrir hindurvitnaboðendur. Skattateymi Vantrúar fór að dæmi blaðanna í síðustu viku og skoðaði opinberar álögur nítján einstaklinga sem þekktir eru fyrir boðun hindurvitna. Einhverjir á listanum sinna annarri vinnu ásamt kuklinu. Tekjurnar eru reiknaðar út frá uppgefnum útsvarstölum í álagningarskrám í ágústbyrjun 2008. Kærufrestur stendur enn yfir og því gætu tölurnar átt eftir að breytast.
Nafn | Starfsvið | Tekjur | Vísun |
Brynjólfur Snorrason | rafmengun | 470.311 kr. | Pistill |
Erla Stefánsdóttir | sjáandi | 567.270 kr. | Pistill |
Garðar Jónsson | miðill, orkupunktajöfnun | 331.748 kr. | |
Guðrún Hjörleifsdóttir | spámiðill | 148.273 kr. | |
Gunnlaugur Guðmundsson | stjörnuspekingur | 254.645 kr. | Vídeó |
Hermundur Rónsinkranz | talnaspekingur | 171.970 kr. | Pistill |
Jóhanna María Sigurðardóttir | miðill | 114.326 kr. | Pistill |
Jónína Björk Ólafsdóttir (Bíbí) | miðill | 120.026 kr. | |
Karl Sigurbjörnsson | biskup | 961.534 kr. | Pistill |
Kolbrún Björnsdóttir | grasalæknir | 155.054 kr. | Pistill |
Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir | blómadropar | 266.280 kr. | Pistill |
Lára Halla Snæfells | miðill | 114.758 kr. | |
Magnús Skarphéðinsson | skólastjóri | 161.321 kr. | Útvarpsþættir |
Ólafur Hraundal | miðill | 120.576 kr. | |
Sigríður Erna Sverrisdóttir | miðill | 121.809 kr. | |
Skúli Lórenzson | miðill | 187.948 kr. | Pistill |
Þórhallur Guðmundsson | miðill | 180.833 kr. | |
Þórunn Maggý Guðmundsdóttir | miðill | 156.107 kr. | |
Valgarður Einarsson | miðill | 167.039 kr. |
Lausleg könnun Vantrúar leiddi í ljós að tími hjá miðli kostar nokkur þúsund krónur (5 þúsund hjá einum af miðlunum hér að ofan). Biðtíminn er mjög misjafn en getur farið upp í nokkra mánuði.
haha, áhugavert hversu margir eru alveg við skattleysismörkin. Það skyldi þó ekki vera að hver einasta króna sé ekki töld fram? Nei, það getur ekki verið. Segjum að einhver taki 4.000 á tímann, 30 tímar á mánuði myndu þá gera 120.000. Einn tími á dag.
hvernig vitiði hvað hann fær í tekjur hafið ekki grun um það...og einginn skattur tekinn..? ekki nema hann hafi sagt ykkur hvað hann hafi feingið í tekjur fynst mér bara eins og þið ættuð að hætta að skifta ykkur af ...
Mamma heimtaði einhvern tímann ónefnt kukl af þessum lista í húsi sem foreldrarnir voru að flytja í. Pabbi hafði minni trú á þessu og heimtaði nótu þegar átti að borga.
Kuklarinn sagðist myndu koma seinna með nótuna, svo ekkert varð af greiðslu. Síðan er liðinn rúmur áratugur, og enn hefur hann ekki borið sig eftir greiðslunni.
bíddu bíddu bíddu... eru miðlar að taka pening fyrir þessa vitleysu?... jæja jæja frjáls markaður og allt það
anna(dóttir hermundar):
hvernig vitiði hvað hann fær í tekjur hafið ekki grun um það...og einginn skattur tekinn..? ekki nema hann hafi sagt ykkur hvað hann hafi feingið í tekjur fynst mér bara eins og þið ættuð að hætta að skifta ykkur af ...
Eins og fram kemur í greininni:
Tekjurnar eru reiknaðar út frá uppgefnum útsvarstölum í álagningarskrám í ágústbyrjun 2008.
Þetta eru semsagt þær tekjur sem faðir þinn gaf upp til skatts. Eins og einnig kemur fram í pistlinum stendur kærufrestur enn yfir og því gætu tölurnar átt eftir að breytast.
Þið gleymduð aðalmanninum Gunnari í krossinum hann er með 340 þús laun. Gaman væri að vita hvað Eiríkur Sigurbjörns á omega væri með. Ætli hann sé ekki með 100 þús. Nóg er nú betlið á omega
Forstöðumenn sumra trúfélaga fá alls kyns fríðindi sem ekki eru endilega talin til tekna, t.d. einksahúsnæði og bifreiðar. Söfnuðurinn, eða fyrirtækið, á allt slíkt en veitir forstöðumanni/forstjóra einum rétt til notkunar á dýrum bifreiðum og glæsihúsnæði. Ég þekki skýr dæmi um slík skattlaus fríðindi en vil engin nöfn koma með þar sem slíkt mætti túlka sem persónuárásir en þeir sem það vilja geta auðveldlega fundið ýmislegt í þessum efnum.
Enn og aftur kemur ein önnur tilgangslaus grein hingað inn... Ekki sé ég ástæðuna fyrir því að sumt af þessu fólki eigi að vera hér á lista þar má nefna Karl Biskup.
Og bara svo ég slái á fyrstu villuna þá er starfssvið Brynjólfs ekki rafmengun, heldur er hann löggiltur sjúkranuddari/bóndi.
Ekki það að þið ættuð að vita það þar sem þið eruð þekktir fyrir að koma með nöldursgreinar sem yfirleitt eru fullar af staðreyndarvillum eða heimsku.
Ekki sé ég ástæðuna fyrir því að sumt af þessu fólki eigi að vera hér á lista þar má nefna Karl Biskup.
Er ekki augljóst að Biskupinn er æðsti boðandi hindurvitna hér á landi?
Og bara svo ég slái á fyrstu villuna þá er starfssvið Brynjólfs ekki rafmengun, heldur er hann löggiltur sjúkranuddari/bóndi.
Skrítið, síðast þegar þú gerðir athugasemd sagðir þú:
...Brynjólfur notast við hátækni mælitæki sem eru viðurkennd samkvæmt reglugerðum
Notar hann þessi mælitæki við sjúkranudd eða þegar hann mjólkar? Brynjólfur starfar m.a. við að leita að rafmengun, ekki satt? Til þess notar hann m.a. spákvisti, ekki satt?
þið eruð þekktir fyrir að koma með nöldursgreinar sem yfirleitt eru fullar af staðreyndarvillum eða heimsku.
Mikið væri gott af þú myndir nýta tækifærið og benda á staðreyndavillurnar og heimskuna - og leiðrétta þær málefnalega.
Athugasemd þín hlýtur einnig að flokkar undir nöldur, ekki satt?
Ég stórefast um að þessir miðlar séu það löghlíðnir að telja allt til skattar, ég er viss um að þegar þeir taka við peningum þá séu þeir oftast ekki að hafa fyrir því að prenta út virðisaukakvittanir....
Einsog við flest vitum, þá eru flestir þessir miðlar svindlarar. En einhverjir kunna þó sitt fag , og gera það án lyga og þvælu.. Því miður hlýtur sá heiðarleiki að endurspeglast í mörgu, m.a. skattaframtals!.
Ágæti Jón V. Flestir miðlar eru ekki svindlarar. -Allir miðar eru svindlarar. Það felst þversögn í því að segja að sumir miðlar séu heiðarlegir og kunni "sitt fag".
Það er eins hægt að segja að sumir piparveinar séu giftir.
Ef bara einn miðill getur sýnt fram á raunverulega hæfileika þá hvet ég þann hinn sama að fá miljón dollara verðlaunin hans Randís. Ég ætla að bæta um betur og gefa viðkomandi íbúðina mína. Og Toyotuna sem einskonar Partý-bónus.
Allt sem viðkomandi miðill þarf að gera er að sýna fram á miðilshæfileika. Að hann geti í raun og veru talað við þá dauðu. Ef að miðillin er svona heiðarlegur að hann vill ekki opinbera hæfileika sína þá væri tilvalið fyrir hann að gefa verðlauna féð til góðgerðarmála. Það munar um minna. Þetta eru um 100 millur samtals sem miðillinn fær!
Rétt er að taka fram, að Brynjólfur Snorrason kann hvorki á Voltmæli, Apmermæli eða tölvu. Eina hátæknitólið sem hann kann á er GSM. Hann hefur hinsvegar notið krafta manna er kunna skil á Hátækni og mælitækjum.
Densetime
Ég hef margoft farið til miðla sem starfa hjá Sálarrannsóknarfélagi Reykjavíkur og ALLTAF fengið kvittun - án þess að þurfa að biðja um það.
Ég veit að þeir miðlar sem starfa hjá sálarrannsóknarfélögum þurfa að borga allt að helming af því sem tíminn kostar til félagsins.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Teitur Atlason - 12/08/08 15:39 #
-það er ekkert upp úr þessu húmbúkki að hafa!
:D