Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Gervivísindi

Gervivísindi eru ákveðin hugmyndafræði, byggðar á kenningum, sem settar eru fram á vísindalegan hátt þegar þær eru í raun ekki vísindalegar.

Vísindakenningar hafa ýmis einkenni svo sem að þær (a) eru byggðar á reynslu athugana í stað þess að byggja á kennivaldi heilagra ritninga; (b) skýra margvísleg fyrirbæri í náttúrunni; (c) hafa verið prófaðar á sérstakan hátt, yfirleitt eru prófaðar einhverjar ákveðnar forspár sem kenningin leiðir af sér; (d) styrkjast í sessi með nýjum prófunum og uppgötvunum frekar en að undan þeim sé grafið; (e) eru ópersónubundnar og því prófanlegar af hverjum sem er, burtséð frá því hvaða trú eða frumspekilegar skoðanir viðkomandi hefur; (f) eru kraftmiklar og frjóar, leiða rannsakendur til nýrrar þekkingar og skilnings á samhengi hlutanna í náttúrunni, frekar en að vera kyrrstæðar og staðnaðar kenningar sem leiða ekki til neinna rannsókna eða framþróunar til betri skilnings á heimi náttúrunnar; og (g) nálgun á þær er undir formerkjum efahyggju í stað trúgirni, sérstaklega hvað varðar yfirskilvitlega krafta eða yfirnáttúruleg öfl, og eru brigðular og settar fram á varfærnislegan hátt, í stað þess að þær séu settar fram sem óskeikular kennisetningar.

Sumar gervivísindakenningar eru byggðar á ritverkum ákveðins kennivalds frekar en rannsóknum eða reynsluathugunum. Sköpunarsinnar, svo dæmi sé tekið, gera athuganir einvörðungu til að staðfesta óskeilular kennisetningar, ekki til að finna það sem rétt er í heimi náttúrunnar. Slíkar kenningar eru staðnaðar og leiða ekki til nýrra uppgötvanna á sviði vísinda né heldur bæta skilning okkar á náttúrunni.

Nokkrar gervivísindakenningar útskýra fyrirbæri sem eru hulin þeim sem ekki trúa á þau, t.d. alheimsorkuna.

Aðrar eru ekki prófanlegar vegna þess að hægt er að fella þær að öllum mögulegum ástöndum i reynsluheiminum. Hér má sem dæmi nefna kenningu L. Ron Hubbards, stofnanda vísindaspekikirkjunnar, um engram.

Sumar gervivísindakenningar eru ekki prófanlegar vegna þess að þær eru svo óljósar og sveigjanlegar að hægt er að þröngva öllu því sem við á til að passa við kenninguna, t.d. enneagram prófið, lithimnulestur, kenningin um margfalda persónuleika, Myers-Briggs prófið, þær kenningar sem margar nýaldar sálfræðimeðferðir byggja á sem og svæðanudd.

Sumar kenningar hafa verið prófaðar og í stað þess að vera staðfestar þá virðist sem að þær hafa annað hvort verið afsannaðar eða þurft hefur að grípa til fjölmargra ad hoc (eftirá) skýringa til að viðhalda þeim, t.d. á þetta við um stjörnuspeki, lífssveiflur, liðkuð samskipti, plöntuvitundir og yfirskilvitlega skynjun. Þrátt fyrir að flest allt virðist benda til þess að kenningarnar eigi ekki við rök að styðjast, þá vilja fylgismenn þeirra ekki gefa þær upp á bátinn.

Ákveðnar gervivísindakenningar reiða sig á fornar sögusagnir og þjóðsögur frekar en raunveruleg gögn, jafnvel þótt að túlkun þeirra á þjóðsögunum krefjist annað hvort trúar sem brýtur í bága við náttúrulögmálin eða sem er í andstöðu við viðteknar staðreyndir, t.d. kenningar manna á borð við Velikovsky, von Däniken og Sitchen.

Sumar gervivísindakenningar eru einungis rökstuddar með því að beita á valkvæman hátt þáttum eins og vitnisburðum, óskhyggju og staðfestingartilhneigingunni eins og á við um t.d. mælingar á líkamsbyggingu, ilmmeðferðir, höfuðlagsfræði, rithandarfræði, ennishrukkufræði, líkamslestur og andlitslestur.

Aðrar gervivísindakenningar gera ekki greinarmun milli frumspekilegra fullyrðinga eða þeim sem byggðar eru á reynsluheiminum, t.d. kenningar um nálastungur, gullgerðarlist, frumuminni, erfðafræði Lysenko, náttúrulækningar, reiki, rolfing meðferðir, handayfirlagningar og Ayurvedískar lækningar.

Enn aðrar gervivísindakenningar taka ekki einungis feil á frumspekilegum vangaveltum og empirískum staðreyndum, heldur halda þær einnig fram sjónarmiðum sem eru andstæðar þekktum vísindalögmálum auk þess sem þær styðjast við ad hoc skýringar til að viðhalda skoðunum sínum, t.d. smáskammtalækningar (hómópatía).

Gervivísindamenn halda því fram að þeir byggi kenningar sínar á gögnum sem fengin eru af reynslu, og þeir nýta sér jafnvel vísindalegar aðferðir, þrátt fyrir að skilningur þeirra á stýrðum tilraunum er oft lítill. Margir gervivísindamenn gleðjast mjög yfir því þegar þeir geta bent á samræmi milli kenninga þeirra og þekktra staðreynda eða þá að forspár þeirra séu réttar. Þeir átta sig þó ekki á því að slíkt samræmi sannar ekki neitt. Það er nauðsynlegt skilyrði en ekki nægjanlegt að góð vísindakenning sé í samræmi við allar staðreyndir. Kenning sem er í mótsögn við staðreyndirnar eru greinilega ekki mjög góð vísindakenning, en kenning sem er í samræmi við staðreyndirnar er ekki endilega góð kenning. Til dæmis, „réttmæti tilgátunnar um að svartidauði sé verk illra anda, hefur ekki verið staðfest með því að sýna fram á það að hægt sé að forðast sjúkdóminn með því að halda sér í fjarlægð frá illum öndum“.(Beveridge 1957, 118)

Skeptic's Dictionary: pseudoscience

Lárus Viðar 24.02.2006
Flokkað undir: ( Efahyggjuorðabókin )

Viðbrögð


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 25/02/06 03:18 #

(a) eru byggðar á reynslu athugana í stað þess að byggja á kennivaldi heilagra ritninga;

Þetta mættu guðfræðingar taka til athugunar.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 25/02/06 15:00 #

Drottning vísindanna hlýtur að fá undanþágu frá þessum reglum.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.