Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Velkomin í Vantrú

Mynd af fólksfjölda í miðbænum

Á síðasta stjórnarfundi ákvað stjórn Vantrúar að frá og með 1. mars verði allir Íslendingar skráðir í Vantrú. Þú, kæri lesandi, verður því meðlimur í Vantrú, fjölmennasta félagi landsins, nema þú skráir þig sérstaklega úr félaginu.

Engar áhyggjur, allir verða í Vantrú!

Fólk sem eignast börn eftir mánaðarmótin 1. mars þarf ekki að hafa áhyggjur af því að börnin þeirra missi af því að verða hluti af þessu lifandi samfélagi, þar sem að við munum skrá börn sjálfkrafa í Vantrú, óháð skráningu foreldra og án vitundar eða samþykkis þeirra. Sem er að sjálfsögðu langbesta leiðin. Og sanngjörn.

Valkvæm og einföld skráning úr Vantrú

Ef svo ólíklega vill til að þú vilt ekki gerast meðlimur í Vantrú, þá er lítið mál að skrá sig úr Vantrú. Ef þú ert orðinn 18 ára þarft þú einungis að senda tölvupóst með tilkynningu um úrsögn ásamt skönnuðu persónuskilríki á tölvupóstfangið ursognurvantru(at)vantru.is

Þetta er vissulega ekki nærri því eins einfalt og að skrá sig úr ríkiskirkjunni núna, en við verðum að hafa það í huga að áður fyrr þurfti fólk helst að mæta á Þjóðskrá á opnunartíma á virkum dögum til þess að skrá sig úr ríkiskirkjunni.

Afar veikburða mótbárum svarað

Ýmsir innan Vantrúar mótmæltu þessu fyrirkomulagi, en stjórnin benti þeim réttilega á að í raun væri þetta opinberlega viðurkennd aðferð við skráningu á félagatali á Íslandi. Samskonar aðferð hefur til dæmis verið beitt heillengi í trúfélagsskráningu á Íslandi.

Áður fyrr voru allir Íslendingar skráðir í Þjóðkirkjuna hvort sem það líkaði betur eða verr, það var beinlínis ólöglegt að vera utan Þjóðkirkjunnar. Sú skráning hefur svo erfst allt til þessa dags og fólk hefur þurft að leggja það sérstaklega á sig að skrá sig úr félagi sem það skráði sig aldrei í.

Það er því ljóst að væntanleg metaukning meðlima okkar á sér fyrirtaks fordæmi og hlýtur að teljast álíka réttmæt.

Rosalega gaman í Vantrú!

Barátta Vantrúar fyrir sjálfsögðum mannréttindum verður mun öflugri hér eftir þegar allir landsmenn tilheyra félaginu. Við förum um leið fram á að fjölmiðlar miði við töluna 330.000 þegar rætt er um fjölda meðlima Vantrúar.

Kæri félagi, velkomin í fjölmennustu grasrótarhreyfingu Íslands og ekki láta þér bregða þegar þú sérð rukkunina birtast í heimabankanum.

Með kærri kveðju,
Stjórn Vantrúar

Ritstjórn 23.02.2015
Flokkað undir: ( Grín , Klassík , Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Pálmi Björn Jakobsson - 23/02/15 11:02 #

Ég neita alfarið að vera skráður í "Vantrú".
Mér finnst þetta ókurteisi og vil ekki vera orðaður við svona samtök.


Svanborg Eyþórsdóttir - 23/02/15 11:02 #

Ég vil ráða því sjálf hvar ég er skráð og óska eftir því að verða ekki skráð í Vantrú.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 23/02/15 11:11 #

Þó við viljum gjarnan að það sé einfalt að skrá sig úr félaginu er nauðsynlegt að fólk fari eftir formlegum leiðum. Við viljum ekki að fólk sé að skrá einhverja aðra úr félaginu. Eins og fram kemur í greininni:

Ef svo ólíklega vill til að þú vilt ekki gerast meðlimur í Vantrú, þá er lítið mál að skrá sig úr Vantrú. Ef þú ert orðinn 18 ára þarft þú einungis að senda tölvupóst með tilkynningu um úrsögn ásamt skönnuðu persónuskilríki á tölvupóstfangið ursognurvantru(at)vantru.is

Vinsamlegast passið að myndin af ökuskírteininu sé vönduð og að ökuskírteinið sé þokkalega nýlegt.


Jesús Kristur Jósefsson - 23/02/15 11:12 #

Ég segi bara eins og sagt var fyrir stuttu: "Ekki í mínu nafni". Og þið eruð á rangri braut, strákar mínir :)

Kv. Jesús.

PS. En Lúsifer frændi er alltaf að safna nöfnum, hann vill örugglega vera með í þessu hjá ykkur. Hann er með símann 666-6666, email:lusifer@hell.org En passið ykkur á honum, hann er doldið trikkí, sá gamli.


Elvar - 23/02/15 11:22 #

Ég hef aldrei skilið hvers vegna þessi félagsskapur virðist hafa það að meginmarkmiði að annað fólk sé ekki kristið. Hvers vegna getið þið ekki einbeitt ykkur að ykkar vantrú. Vil alls ekki vera skráður í þessi trúarsamtök og tel mig í raun ekki vera það né verði og vil ekki að þið séuð að leika ykkur með nafn mitt á ykkar blöðum.


Birgir Hrafn - 23/02/15 11:31 #

Þetta er frábært :)


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 23/02/15 11:40 #

Einnig er gott að taka fram að eins lengi og kristið fólk er skráð í Vantrú þá kemst það ekki til himna. Sorry.


snjolaug Oskarsdottir - 23/02/15 11:53 #

Ég vil ALLS EKKI VERA SKRÁÐ HJÁ YKKUR. Ég banna mína skráningu í þessa vitleysu.


Gústaf Þór - 23/02/15 11:58 #

Þetta er semsagt grín? Kemur hvergi fram í grein á mbl.is að þetta sé grín, kannski bæta úr því.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 23/02/15 12:03 #

Kemur hvergi fram í grein á mbl.is að þetta sé grín,

Við skrifum reyndar ekki fyrir mbl, en þar stendur í annarri málsgrein.

Til­kynn­ing­in birt­ist á vefsíðu Van­trú­ar og er lítt dul­in ádeila á þjóðkirkju­fyr­ir­komu­lagið og sjálf­virka skrán­ingu barna í trú­fé­lög. #


Hermann Hoffritz - 23/02/15 12:05 #

Þetta er góð hugmynd og ég styð hana 100%.


Guðbrandur - 23/02/15 12:12 #

Almennt fara Íslendingar ekki til himna heldur tvo metra niður, niður langt undir. Hinir láta brenna sig en fara einnig bara niður en þó ekki jafn langt, bara smá djúpt. Vantrú á að virða félagafrelsi á Íslandi bæði í gríni og alvöru. Það verður mér að mæta fari þetta á annan veg. Ef þessi félagsskapur Vantrú er að véla til sín öll sóknargjöld í landinu, þá bið ég Guð að hjálpa þessum óvitum, sem vita ekki hvað þeir gjöra, hvorki í gríni eða alvöru.


Eiður Ragnarsson - 23/02/15 12:13 #

Nei takk góða fólk.

Það er til máltæki sem segir að það bæti ekki eitt böl að benda á annað verra..

Þessi aðgerð ykkar er í sama dúr, þið teljið brotið á fólki með sjálfvirkri skráningu í þjóðkirkjuna. Það má vel færa góð og gild rök fyrir því að það sé rétt.

Það réttlætir hinsvegar ekki að þið fetið sömu braut og er frekar undarleg nálgun.

Ef þetta er brella til að vekja athygli á þessu máli þá er það gott og gilt, en verði þessi skráning látin fram ganga þá er það miður.

Ég á ekki að þurfa að afþakka skráningu með tölvupósti og afriti af ökuskírteini, þið eigið að vita betur.


Atli - 23/02/15 12:23 #

Sem èg skil þetta, þá verður fólk ekki skráð í þjóðkirkj. nema að fermast. Svo það er alltaf val.


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 23/02/15 12:27 #

Sem èg skil þetta, þá verður fólk ekki skráð í þjóðkirkj. nema að fermast. Svo það er alltaf val.

Það er rangt. Börn eru við fæðingu sjálfkrafa skáð í trúfélag foreldra þeirra. (sjá trúfélagalögin, 8. grein)


Bragi Jonsson - 23/02/15 12:28 #

Góðan dag. Ég bara spyr : Hvaða helv.... rétt hafið þið til að skrá mig í etthvað sem ég hef aldrei verið spurður um ???? Ég heimta að fá að hið snarasta staðfest að ég hafi ekki og muni aldrei verða skráður í Vantrú!!!! Og ég á ekki að þurfa að skanna einhver skilríki í þessu sambandi. Ef að ég nokkurn tíma kemst að því að ég sé skráður hjá ykkur mun það þýða mikil læti. KV Bragi Jónsson


Bragi Jonsson - 23/02/15 12:31 #

Grín eða ekki grín !!


Sigurður Þ. - 23/02/15 12:33 #

Stórkostlegt framtak, gott að rífa síðu úr bók þjóðkirkjunar.

Enda var ég skráður í það félag sem ósjálfvita ungabarn og þegar sjálfshugsunin varð til varð ég reiður yfir þeirri skráningu.

Þetta er ekkert öðruvísi.

P.S. Gaurinn sem setti símanúmer og tölvupóst Lucifers, ég hringdi og númerið var ekki skráð, svo sendi ég tölvupóst og tölvupóstfangið var ekki skráð, mætti halda að gæjinn er ekki til...


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 23/02/15 12:34 #

Bragi, grín hér á Vantrú er sérstaklega merkt sem grín og er sett í flokkinn "grín".


Ásatrúi - 23/02/15 12:41 #

þetta er djöfulsins helvítis kjaftæði ! ég vil ekki vea skráð sem einhvað sem ég er ekki hvort sem mig líkar vel eða verr! og með krakkanna 'þar sem að við munum skrá börn sjálfkrafa í Vantrú, óháð skráningu foreldra og án vitundar eða samþykkis þeirra.' ENN EF ÉG VIL AÐ MITT ÓFÆDDA BARN ER SKRÁÐ Í ÞAÐ SAMA OG ÉG? bara svekkjandi, það er vantrúað... FOKKING BULL!!!


Jón Arnkelsson - 23/02/15 12:47 #

Ég er skráður í þjóðkirkjuna og ætla ekki að breyta því. Ég er alfarið á móti því að vera skráður í Vantrú, enda getur Vantrú ekki gert þetta án míns leyfis, skv. lögum, og ég mun ALDREI gefa það leyfi.


Siggi - 23/02/15 12:51 #

Merkilegt hvað fólk sem vill vera án trúar getur ekki hugsað um annað en að koma sinni trú á aðra.


Albert Svan - 23/02/15 12:55 #

Hæ, þið megið skrá mig tvisvar og alla mína niðja fædda og ófædda í allt að fimm ættliði.


Harpa Hreinsdóttir - 23/02/15 12:56 #

Hjalti Rúnar: Bara smá leiðrétting - börn eru sjálfkrafa skráð í trúfélag móður þegar þau eru skráð í þjóðskrá. Skiptir ekki máli hvort foreldrarnir eru giftir eða ekki.


Þóra - 23/02/15 13:00 #

Ég segi eins og fleiri. Mér finnst ekki mjög ljóst hvort að þetta sé grín eða alvara. Fyrir þá sem eru ekki jafn glöggir að lesa á milli línanna, getið þið staðfest þetta með einföldu svari og láta þar koma fram hvort að þið ætlið að skrá fólk í félagið eða ekki, burt séð frá gríni eða alvöru ?


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 23/02/15 13:08 #

Hjalti Rúnar: Bara smá leiðrétting - börn eru sjálfkrafa skráð í trúfélag móður þegar þau eru skráð í þjóðskrá. Skiptir ekki máli hvort foreldrarnir eru giftir eða ekki.

Harpa, ég skil ekki alveg hvað þú ert að leiðrétta. Börn eru ekki sérstaklega skráð í trúfélag móður. :l


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 23/02/15 13:13 #

...getið þið staðfest þetta með einföldu svari og láta þar koma fram hvort að þið ætlið að skrá fólk í félagið eða ekki...

Þóra, við skráum fólk ekki í félagið án samþykkis þeirra, ólíkt því hvernig fólk er almennt skráð í trúfélög.


Björg Sveinsdóttir - 23/02/15 13:20 #

Ha ha ha góður punktur. Greinin er merkt undir flokknum "grín" en þetta er fínasta ádeila.

Hitt er annað mál hvort við vantrúuð getum ekki bara vantrúað í friði og án þess að bögga trúaða með því?

kv. Björg


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 23/02/15 13:23 #

Björg, á meðan ríkið beinlínis rekur trúfélög landsins og á meðan ríkiskirkjan reynir enn að troða sér inn í opinbera grunnskóla, þá finnst mér það sjálfsagt að maður "böggi" trúfélög með greinaksrifum á netinu. ;)


Paul R Smith - 23/02/15 13:30 #

Ég neita alfarið að vera skráður í þessu bulli. Hvorki ég né fjölskylda mín. Þið eruð eitthvað bilaðir! Þetta er ekki einu sinni fyndið. Paul


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 23/02/15 14:11 #

Paul, fólki er frjáls að skrá sig úr Vantrú. Við neyðum engan til að vera í félaginu.


Pálmi Gunnarsson - 23/02/15 14:15 #

Þetta er skynsamlegt og í raun ættu allir að vera sjálfkrafa skráðir í öll trúfélög. Síðan er það hvers og eins að ákveða á hvaða skýi þeir vilja chilla.


Emil Friðriksson (meðlimur í Vantrú) - 23/02/15 14:17 #

Við ættum kannski að gera eins og Mormónarnir gera, amk. í Bandaríkjunum, þar sem eru dæmi um að þeir taki látna vini og ættingja inn í söfnuðinn, ef þeir fengust ekki til að ganga í hann á meðan blóðflæði var um heilann í þeim. Þar með gætum við t.d. sagt að frægir garpar út Íslendingasögunum séu Vantrúarmenn.

(Ath. Þetta er grín.)


Gunnlaugur Jónsson - 23/02/15 14:20 #

Besta við þetta eru viðbrögðin hjá öllum conformist ræflunum.


Tinna Gunnarsdóttir - 23/02/15 14:41 #

Ánægð með ykkur Vantrú. Meira svona :)


Kristin - 23/02/15 14:42 #

Ég vil velja sjálf í hvað félögum ég er í. Vinsamlega takið mig STRAX út af lista. Þetta er helber dónaskapur og ég MUN ALDREI borga félagsgjald. Kemst ekki í skanna né vil senda persónuskilríki mín hingað og þangað og vita ekki hvar þau lenda. NEI TAKK.


Arnór - 23/02/15 15:01 #

HAHAHA Þvílík snild. Skráið mig strax.

þá mun hluti minna skatta fara til ykkar í stað þess að fara til þessara blóðsuga í þjóðkirkjunni.


Ragga - 23/02/15 15:09 #

Hvað er verra við þetta en að börnin séu skráð í kirkjuna frá fæðingu hvort sem foreldrar séu skráðir eða ekkÍ. Elska hvað fólk tekur þessu illa en þegar kirkjan gerir þetta þá bara já hva það er ekkert mál. ...


Brynjar - 23/02/15 15:23 #

Fyrirtak, ég ætla mér að vera æðstiprestur í þessu batteríi, og þar með valdmestur og æðstur. Þeim sem ekki líka það geta bara fariði í kvörtunardeildina. Hún liggur 130 Km sunnan við Vestmanneyjar.


Bisa - 23/02/15 15:32 #

Trúgirni hinna trúuðu kristallast fullkomlega í þeim viðbrögðum sem fram eru komin við fréttatilkynningunni á hinum ýmsu vefmiðlum. Verra er að almenn skynsemi og lesskilningur virðast á undanhaldi.


Skúli - 23/02/15 15:43 #

Hahahaha vá, viðbrögð sumra hérna og víðar eru stórkostleg!


María Birgisdóttir - 23/02/15 15:45 #

Ég vil ekki vera skráð í VANTRÚ og mun ég ekki senda ykkur afrit af skilríkjum mínum þar sem ég tel það perónulegar upplýsingar og ekki örugg upplýsingarleið að senda það með maili, þar sem opinberar stofnanir hafa meðal annars varað fólk við að senda viðkvæmar upplýsingar til þeirra með tölvupósti,þ.á.m kennitölu
En ég skal glöð koma til ykkar með perónuskilríkin mín og sýna ykkur þaug þar sem ég veit að upplýsingarnar fara ekki til þriðja aðila.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 23/02/15 15:51 #

Hafðu ekki áhyggjur María. Þetta er grín.


Stefán - 23/02/15 16:09 #

heheh, að fólk skuli ekki átta sig strax á því að þetta sé grín finnst mér vera fyndið. Þegar ég las þetta yfir áttaði ég mig strax á því að um gríni væri að ræða. Ég fór svo að hlæja yfir viðbrögðum fólks. Enda kemur það fram neðst í textanum að þetta sé grínádeila. Mér finnst fyndnast þegar fólk notar STÓRA STAFI!! til að sýna reiði sína. :D


Illuminati guðson - 23/02/15 16:20 #

Ég krefst þess að þið takið mig útaf þessari vitleysu , er kristintrúr og verð það alltaf, mun leggja framm kæru og álög ef það verður ekki farið eftir því sem ég kýs sjálfur að gera.

  • illuminati guðson.

Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 23/02/15 16:25 #

Við krefjumst þess að fólk læri að lesa.


Sara - 23/02/15 16:43 #

Ég hef engan áhuga á því að vera skráð í vantrú og fá reykning frá ykkur!!! Ég er trúuð og er nú þegar skráð annað! Ekki voga ykkur að skrá mig til ykkar, ég hef EKKI áhuga.


S.Arnar (meðlimur í Vantrú) - 23/02/15 16:44 #

Of seint Sara. Ert þegar skráð. Getur enn skráð þig úr félaginu ef þú vilt ekki vera þar.


Doddi disko - 23/02/15 17:01 #

helvítis andskotans djöfusins helvítis


Spaggi - 23/02/15 17:20 #

Þetta er klár móðgun og ögrun við hið hágöfuga spaghettískrýmsli, þessu verður svarað fullum potti.


Hanna - 23/02/15 17:43 #

Þið skuluð ekki dirfast að skrá mig í þetta félag ykkar! Ég er trúuð er skráð í söfnuð sem ég ætla mér að halda áfam að gera! Mér finnst þetta algjör ókurteysi og vanvirðing að ætla að hrifsa mann úr söfnuðinum sem maður er skráður í án þess að spurja mann!!!!


Arnar (meðlimur í Vantrú) - 23/02/15 17:44 #

En hvað með BÖRNIN!!!


Grétar Reynisson - 23/02/15 18:10 #

endilega að strika mig út af "sakramentinu" hjá ykkur. Nenni ekki að vera með í pissukeppni við svokallaða þjóðkirkju.


Ingibjör - 23/02/15 18:21 #

Þar sem ég gaf ekki leifi til að skrá mig í þessa vitleisu þá tel ég mig ekki vera í þessu félagi og vil það ekki


Boltasar Knattstrákur - 23/02/15 18:40 #

http://i.imgur.com/EZ06FLX.jpg


Hilmar Þór - 23/02/15 19:07 #

Takk fyrir mig :) ... flott framtak.


Harpa Hreinsdóttir - 23/02/15 19:30 #

Hjalti Rúnar: Fyrirgefðu, þetta er rétt hjá þér því þessu var breytt með lögum árið 2013. Fyrir þann tíma voru börn sjálfkrafa skráð í trúfélag móður. (Þ.a.l. voru báðir sona minna utan trúfélaga þótt eiginmaður minn væri í þjóðkirkjunni, uns þeir ákváðu sjálfir að láta skíra sig og ferma.)


Jórunn greta davíðsdóttir - 23/02/15 20:48 #

Ég neita alfarið að vera skráður í "Vantrú". Mér finnst þetta ókurteisi og vil ekki vera orðaður við svona samtök. Líka vil ég að þið skráið ekki börn mín í þessi samtök skil ekki svona fégræðgis samtök og er viss um að þettað séu manréttindar brot.


Steinunn Aldís - 23/02/15 20:58 #

Sæl, þið fenguð allavega vibrögð við gríninu ykkar. En ef ég tala í alvöru þá er ýmislegt til í því sem þið segið hvað varðar reglur og lög, en hvernig margir tjá sig sem eru á ykkar vegum, um ýmis mál er varðar trúmál get ég ekki flokkað sem neitt annað en ofsavantrú sem er ekki neitt betri en ofsatrú.


Jón Jónsson - 23/02/15 21:11 #

Ég vil að börnin mín verði öll skráð í KR strax við fæðingu, eða Hauka.


Deviaarth - 23/02/15 21:35 #

Hehehehe....bravó.


Pétur Jóhannsson - 23/02/15 22:04 #

Ég var að frétta að stjórn Lions Clubs International á íslandi ætli að gera þetta líka. Gerið þið ykkur grein fyrir því hvaða fordæmi þið hafið sett. Þetta er skemmdarverk á okkar samfélagi og HAFIÐ SKÖMM FYRIR!


Guðgeir hans - 24/02/15 01:41 #

þið hafið ekki leyfi til að skra mig í eitt né neitt án míns samþykkis. og ætliði svo að neiða mig til að standa i veseni til að skrá mig útur þessu kjaftæði ef ég finna nafn mitt á ykkar lista mun ég neiðast til að hafa samband við lögfræðing til að leita réttar míns,sem á endanum þið borgið fyrir, fyrir að skrá mig i felag sem ég vill ekkért með hafa og skrái mig ekkért í


Þarf ekki að segja nafnið mitt - 24/02/15 03:06 #

Svona án djóks hvað er að? Þið hafið engin réttindi til að skrá fólk í eitthvað án þeirra leyfis! Þið munuð verða gjaldþrota á augnabragði fyrir allar ákærurnar, meðal annars mína, þar sem að allir munu vinna málið. Ég segi að þið endurskoðið þetta mál með skráningu ykkar þar sem að enginn vill hafa fyrir því að skrá sig útúr eitthverju kjaftæði


jón jónsson - 24/02/15 03:30 #

kvað eruð þið að spá!!! HELVÍDIS ÓSPEKTIR OG NÍÐINGAR KRISTINNAR TRÚAR!! ÞIÐ MUNIÐ ÖLL VERA DÆMT AF GUÐI TIL HELJAR!!! ÉG MUN FYRR DEIJA EN AÐ FARA Í ÞETTA SATANÍSKA FÉLAG. þið munuð sko fá að heyra frá lögmanni mínum því þetta er ólöglegt samkvæmt lögum!!!!


Oddur - 24/02/15 08:35 #

Ég vill þakka ykkur sérstaklega fyrir að skrá mig í þetta félag. Skil ekki þennan æsing í mörgum sem vilja ekki láta skrá sig.

Sumir eru eitthvað að spá í lögmæti aðgerðarinnar, en þar sem þetta hefur viðgengist í áratugi fyrir önnur félög þá er augljóslega komið fordæmi.

LOL ! :-)


Kalli stuðningsmaður jesú - 24/02/15 15:13 #

Eg mun finna ykkur alla! Og meiða!


Aron Eskimói - 24/02/15 15:55 #

Já, mér finnst vel að fólk megi taka ykkur til fyrirmyndar. Svona á að gera þetta! Óþarfi að láta fólk fylla út einhver smáatriði og leiðinlegt eyðublað til þess að komast í þennan frábæra hóp. Bara ef allir myndu hugsa eins og þið.. Styð þetta frábæra framlag ykkar og vona vel að tilvonandi sonur minn taki vel í þetta þar sem það má búast við honum í heiminn rétt eftir fyrsta ;)


Rassi Prump - 24/02/15 16:23 #

Jésús Pétur! Ef það stendur á mbl.is þá er það greinilega sannleikur í hugum Íslendinga. Það mætti halda að allir sem trúðu þessu sjái í raun Oddson sem gvuð sinn en ekki Jahweh sjálfan (sem by the way heitir ekki gvuð og þar með eru allir aðrir guðir líka gvuð).

Gvuð minn góður, lærið nú að rýna betur í texta þarna auðtrúa fávitarnir ykkar.


Sigurpáll Gunnarsson - 24/02/15 18:01 #

Þetta finnst mér alveg hreint æði! Þetta er það besta sem gerst hefur fyrir hina íslensku þjóð!

Afhverju er ekki langbest að maður sé skráður sem trúleisingi og fólk getur þá bara látið mann í friði, heldur en að vera skráður í bölvaða þjóðkirkjuna og þurfa að eyða fullt af peningum í einhverja heimska veislu sem engum krakka finnst skemmtileg vegna þess að krakkinn er allur forljótur með bólur í andlitinu og rétt byrjaður á kynbreytingar skeiðinu mikla. (Hér er ég að sjálfsögðu að tala um fermingu). Í eitthvað svona himpi gimpi getum við eytt hundruðum þúsunda króna í á meðan fólk er að svellta útum allann heim! Ég skora á alla fermingakrakka sem lesa þetta "comment" mitt, að taka saman hvað ferming myndi kosta og kasta öllum þeim pening í ABC barnahjálp, SOS Barnaþorpin, Amnesti eða hvað eitthvað álíka. Hinsvegar skuluði ekki vera að styrka "hjálparstarf" kirkjunnar, þar sem það hefur svo oft sést að sá peningur er ekkert að fara til þeirra sem þarfnast þess.

Peace out! Atheist all the way!


Sigurpáll Gunnarsson - 24/02/15 18:07 #

Mig langaði að bæta aðeins við mitt fyrra comment hér að ofan.

Það eru þó nokkrir búnir að segjast ætla kæra Vantrú og segja að það sé ólöglegt að skrá manneskju í þetta án þeirra leyfis bla bla bla... ókei, í fyrsta lagi: Farið ekki að grenja litlu börn... Í öðru lagi: Um leið og manneksja fæðist á þessu litla skeri okkar þá er sú manneskja strax skráð í þjóðkirkjuna... hver er munurinn? Í þriðja lagi: Hvílíkt og annað eins vesen að skrá sig úr þjóðkirkjunni! en hér þarftu bara að senda eitt email! Ekki það að ekki ætla ég að skrá mig úr vantrú! Mér finnst þetta fyrirtak :)


Monsa - 24/02/15 20:49 #

Hahahaha, af hverju er ekki like takki á þessu? Ég ligg hér og grenja úr mér augun yfir sumum viðbrögðunum.

Ótrúlegt að sumt af þessu fólki sem bölvar hvað mest og hatar, er akkúrat þetta Jéssa Hressa frá Nasaret lið sem ætti að sýna kærleika (Er það ekki aðal boðskapurinn? Elskaðu náungann?)

Ég segi stórt like og cyberknús á ykkur, bitra og reiða lið. Vona að þið finnið frið og gleði, eða Jesú eða eitthvað jákvætt fyrir næstu helgi.

Go Vantrú! Skemmtileg pæling ;)


Styrmir Gunnarsson - 25/02/15 07:35 #

Það er unun að lesa þetta. Þrátt fyrir að það hafi margoft komið fram hér að þetta sé grín er fólk enn að belgja sig hér, skjálfandi af bræði.

Íslendingar eru greinilega ekkert allt of vel gefnir.


Arnar - 25/02/15 10:39 #

Og svo er 'háværi minnihluta hópurinn' Vantrú úthrópaðir orðljótir dónar..


Guðmundur Guðsson - 25/02/15 13:07 #

My sides! Þetta er besta comment section í sögu Íslands.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.