Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Sjálfkrafa skráning barna í trúfélög fordæmd

Í áliti Jafnréttisstofu frá 1. desember kemur fram að hún telur ákvæði laga um sjálfkrafa skráningu barna við fæðingu í trúfélag móður „tæpast“ í samræmi við jafnréttislögin. Í 2. mgr. 8. gr. laga um skráð trúfélög segir að barn skuli frá fæðingu talið heyra til sama skráða trúfélagi og móðir þess. Jafnréttisstofa telur mikilvægast í málinu að ekki sé að sjá að það séu neinir hagsmunir, hvorki fyrir nýfætt barn né aðra, að það sé sjálfkrafa skráð í trúfélag. Miklu eðlilegra, og í meira samræmi við jafnréttislög og anda þeirra laga, sem og jafnrétti og mannréttindi almennt, væri að forsjáraðilar tækju um það ákvörðun hvort, og þá hvenær skrá ætti barn í trúfélag.

1. des. 2008
Niðurlag:

Jafnréttisstofa telur annmarka á þessu ákvæði laganna um skráð trúfélög. Í fyrsta lagi er það tæpast í samræmi við jafnréttislögin og bann þeirra við mismunun á grundvelli kyns að kyn þ.e. móðerni ráði því alfarið í hvaða trúfélag barn er skráð frá fæðingu. Löggjafinn hefur ekki fært fyrir því rök, eftir því sem best verður séð, af hverju nauðsynlegt er að barn sé skráð í sama trúfélag og móðir þess við fæðingu. Í öðru lagi er það sem Jafnréttisstofa telur mikilvægast í þessu máli sem er að ekki er að sjá að það séu neinir hagsmunir, hvorki fyrir nýfætt barn né aðra, að það sé sjálfkrafa skráð í trúfélag, hvort sem það fylgir skráningu móður eða föður. Miklu eðlilegra, og í meira samræmi við jafnréttislög og anda þeirra laga, sem og jafnrétti og mannréttindi almennt, væri að forsjáraðilar tækju um það ákvörðun hvort, og þá hvenær skrá ætti barn í trúfélag. Samþykki beggja forsjáraðila ef þeir eru tveir, yrði þá að liggja fyrir til þess að barn yrði skráð í trúfélag þegar það er yngra en að því sé heimilt að sjá um slíkt á eigin forsendum.

Niðurstaða Jafnréttisstofu er því sú að endurskoða þurfi tilgreint ákvæði laganna um skráð trúfélög, og þá annað hvort færa fyrir því gild rök að fyrirkomulag sem nú er lögfest sé eðlilegt og samrýmist jafnréttislögum og mannréttindalöggjöf eða fella ákvæðið í 2. mgr. 8. gr. laganna brott, og breyta fyrirkomulagin í þá veru að forsjáraðilar taki sameiginlega ákvörðun um skráninu barns í trúfélag, þegar þeir svo kjósa.

Virðingarfyllst
f.h. Jafnréttisstofu
Ingibjörg Elíasdóttir lögfræðingur

Afrit: Félags- og tryggingamálaráðuneytið og Dóms- og kirkjumálaráðuneytið.

Vantrú fagnar niðurstöðu Jafnréttisstofu. Við hljótum samt að spyrja hvað liggi svona á að skrá börn í trúfélög. Það er hvort eð er ekki farið að rukka inn gjald fyrir þau fyrren þau eru orðin 16 ára. Er þetta ekki eitthvað sem fylgir því að vera lögráða og ætti að fylgja með á skattskýrslunni? Svo er það einnig í meira lagi vafasamt að skrá börn í trúfélag á þennan hátt - þetta væri líkt og að skrá barn í þann stjórnmálaflokk sem faðirinn er í.

Ritstjórn 09.12.2008
Flokkað undir: ( Tilkynning )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 09/12/08 11:38 #

Í úrskurði Jafnréttisstofu stendur:

Í öðru lagi er það sem Jafnréttisstofa telur mikilvægast í þessu máli sem er að ekki er að sjá að það séu neinir hagsmunir, hvorki fyrir nýfætt barn né aðra [Feitletrun mín - Matti], að það sé sjálfkrafa skráð í trúfélag, hvort sem það fylgir skráningu móður eða föður.

Reyndar blasir við að það eru hagsmunir ríkiskirkjunnar að börn séu sjálfkrafa skráð í trúfélag við fæðingu. Það kæmi mér því ekki á óvart þótt ríkiskirkjan og fulltrúar hennar á þingi (sem virðast flestir þingmenn) reyni að finna lausn á þessu máli sem hentar ríkiskirkjunni.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 09/12/08 14:51 #


Sigurður Karl Lúðvíksson - 09/12/08 17:05 #

Hefur jafnréttisstofa eitthvað vægi? Fyrir utan að vera hugmyndafræðilegur sigur trúleysingja, er við einhverju að búast vegna þessa?


Björn Ómarsson - 09/12/08 18:15 #

Þetta eru frábærar fréttir! Það að opinber aðili hafi með þessum hætti lagt "blessun" sína yfir þessa kröfu vantrúarmanna er stór og mikilvægur áfangasigur. Ég held að margir þingmenn setji jafnréttisráð ofar þjóðkirkjunni, þannig að nú getum við vonað að þessi krafa öðlist a.m.k. eitthvað pólitískt bakland.

Til hamingju með þennann áfanga, trúleysingjar og aðrir trúfrelsingjar. Og takk fyrir okkur, Vantrú, það er gott að það eru ekki allir trúleysingjar sófakartöflur.


Kristján Hrannar Pálsson - 10/12/08 00:57 #

Kostulegt að sjá hvað margir taka þessu sem einhverri niðurrifsstarfsemi. Sjáið þessi blogg:

Kostuleg dæmisaga

Þessiveit sko hvað jafnrétti snýst um


Bjarki Jóhannesson - 10/12/08 16:29 #

"Vantrú fagnar niðurstöðu Jafnréttisstofu. Við hljótum samt að spyrja hvað liggi svona á að skrá börn í trúfélög. Það er hvort eð er ekki farið að rukka inn gjald fyrir þau fyrren þau eru orðin 16 ára. Er þetta ekki eitthvað sem fylgir því að vera lögráða og ætti að fylgja með á skattskýrslunni? Svo er það einnig í meira lagi vafasamt að skrá börn í trúfélag á þennan hátt - þetta væri líkt og að skrá barn í þann stjórnmálaflokk sem faðirinn er í."

Tessi tilkynning finnst mér ekki mjög fagleg, ég er sammála tví sem reynt var ad koma á framfaeri í henni en af málfarinu og röksemdarfaerslunum ad daema maetti halda ad Vantrú sé samsafn uppreisnargjarnra unglinga. Ég held ad Vantrú eigi vid dálítid PR vandamál ad strída.

Med vinsemd, Bjarki


Matti (meðlimur í Vantrú) - 10/12/08 16:59 #

málfarinu og röksemdarfaerslunum ad daema maetti halda ad Vantrú sé samsafn uppreisnargjarnra unglinga. Ég held ad Vantrú eigi vid dálítid PR vandamál ad strída.

Vissulega mætti bæta málfarið, það er dálítið klaufalegt, en ég sé ekkert athugavert við röksemdafærsluna. Ertu til í að segja okkur hvað þér finnst athugavert við hana?


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 10/12/08 18:04 #

Tessi tilkynning finnst mér ekki mjög fagleg...

Vantrú er ekki samsafn fagmanna. Hér eru uppreisnargjarnir unglingar og pirraðir öldungar, hugsandi menn og stóískir spekingar.

Málfar manna er misjafnt, ritstíll og snilld. Mikilvægast er að menn tjái hug sinn.

Mér finnst samt ástæða til að þakka Bjarka. Vinur er sá er til vamms segir og gagnrýnin sýnir að hann gerir allnokkrar kröfur til vantrúar, sem er óneitanlega hól.

Mér finnst samt ákveðinn styrkur og kostur að hér fá allir að tjá sig og leggja hönd á plóg. Færnin lærist og slípast. Hér blómstra bæði rósir og sóleyjar... og við gefum fíflum meira að segja sinn sess í athugasemdakerfinu.


anna benkovic - 10/12/08 21:02 #

Eru áhrif miðaldakirkjunnar loks að minnka? Ef svo er, er það gott mál. Tími til kominn!


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 19/12/08 06:49 #

Af mbl.is:

Katrín Jakobsdóttir, VG, hefur lagt fram fyrirspurn til dóms- og kirkjmálaráðherra um hvort ástæða sé að breyta lögum þannig að foreldrar eða forsjáraðilar taki sameiginlega ákvörðun um skráningu barns í trúfélag. Eins og staðan er í dag skráist barn sjálfkrafa í sama trúfélag og móðir þess.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 19/12/08 07:12 #

Orðrétt er fyrirspurnin til munnlegs svars dóms- og kirkjumálaráðherra svona:

Telur ráðherra ástæðu til að breyta ákvæðum laga þannig að forsjáraðilar taki sameiginlega ákvörðun um skráningu barns í trúfélag þegar og ef þeir kjósa svo, í samræmi við það álit lögfræðings Jafnréttisstofu að sjálfkrafa skráning barna í trúfélag móður standist tæpast jafnréttislög?


Bjarki Jóhannesson - 05/01/09 15:22 #

Afsakid sein vidbrögd.

Vissulega mætti bæta málfarið, það er dálítið klaufalegt, en ég sé ekkert athugavert við röksemdafærsluna. Ertu til í að segja okkur hvað þér finnst athugavert við hana?

Matti, vid nánari athugun held ég ad tú hafir rétt fyrir tér, tad er ekkert vid röksemdarfaersluna ad athuga.

Málfar manna er misjafnt, ritstíll og snilld. Mikilvægast er að menn tjái hug sinn..... ....Mér finnst samt ákveðinn styrkur og kostur að hér fá allir að tjá sig og leggja hönd á plóg. Færnin lærist og slípast. Hér blómstra bæði rósir og sóleyjar... og við gefum fíflum meira að segja sinn sess í athugasemdakerfinu.

Tad er naudsynlegt ad allr fái ad tjá sig innan félags eins og Vantrúar, m.a.s. túnfíflar eins og ég. Tad eina sem ég átti vid var ad tegar opinberar tilkynningar Vantrúar eiga í hlut er mikilvaegt ad vandad sé til verks, annars missir félagid trúverduleika sinn (no pun intended).


Þröstur - 06/01/09 21:17 #

Hvenær má maður eiga von á því að einhver ákvörðun verði tekin varðandi þetta mál af hinu opinbera?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.