Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Öfgafull hógværð

Fólk að spila bingó Föstudaginn langa

Sigurður Hólm Gunnarsson og Brynjar Níelsson ræddu þá skoðun þingmannsins að athöfn Siðmenntar fyrir setningu þings væri skortur á umburðarlyndi í viðtali á Harmageddon í gærmorgun. Í viðtalinu bætti Brynjar í og sagði að athöfn Siðmenntar við þingsetningu sé sambærileg því að berja á trommur fyrir utan sinfóníutónleika.

Friðsamlegt ofbeldi

Þetta er auðvitað glórulaust hjá þingmanninum, það er ekki hægt að líkja þessum valkosti við truflun á helgihaldi, tónleikum eða öðru. Siðmennt er ekki að trufla annað en ró íhaldsmannsins. En hvaðan kemur hugmynd Brynjars - af hverju stekkur hann út í að líkja hógværum valkosti Siðmenntar við ofbeldi?

Raunin er að það hefur enginn truflað guðsþjónustu af nokkru viti á Íslandi síðan Helgi Hóseasson sletti skyrinu.

Öfgafull viðbrögð ríkiskirkjusinna við öllum breytingum sýna hve hógvært "stríðið" gegn kirkjunni hefur verið á Íslandi. Saklausustu gjörningar verða að ofsóknum, áfalli, einelti og ofbeldi vegna þess að þetta fólk hefur aldrei upplifað ofsóknir, áföll, einelti og ofbeldi. Þau hafa lifað svo vernduðu lífi að þegar þau þurfa að fórna forréttindum fara þau að láta eins og gengið hafi verið á réttindi þeirra.

Hógvært stríð

Ef guðsþjónustur hefðu reglulega verið leystar upp af háværum vantrúarseggjum væri enginn að segja að bingó á Austurvelli væri árás á siðinn í landinu. Ef útvarpsmessa hefði verið trufluð með mótmælum kjaftforra öfgatrúleysingja væru færri að gera athugasemdir við sjálfsagðar breytingar á dagskrá útvarps. Ef við nýttum öll opinber tækifæri til að lýsa því yfir að allt kristið fólk væri ljótt, siðlaust og vonlaust, hefði ekkert til að lifa fyrir nema að deyja sem fyrst fyrir Jesús Krist kæmi sennilega annað hljóð í strokkinn.

Viðkvæmni Brynjars nú og önnur viðbrögð trúmanna hér á landi undarfarið við eðlilegri þróun í átt til trúfrelsis á Íslandi sýnir vel hve hógvær og "mjúk" baráttan gegn ríkiskirkjunni hefur verið á Íslandi.


Mynd: Egill Óskarsson

Ritstjórn 10.09.2014
Flokkað undir: ( Helgi Hóseasson , Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 10/09/14 14:06 #

Hvað er það versta sem Vantrú hefur gert að mati þeirra sem hafa lítið álit á félaginu?

Miðað við umræðuna mætti halda að félagið hefði gengið ótrúlega langt í aðgerðum sínum - en er það raunin?

Það langversta virðist vera sú ákvörðun okkar að bregðast við níðkennslu um félagið í Háskóla Íslandis - en sú kennsla gekk einmitt að stórum hluta út á að mála af okkur þá mynd að við séum öfga- og ofbeldisfólk.


Haukur Kristinsson - 10/09/14 14:28 #

Menn eins og Brynjar segja að kristinn siður sé ríkjandi hér á landi og samofinn menningu þjóðarinnar. Ég er sammála þessu, en þetta er bara ein hlið málsins. Önnur hliðin er sú að kristinn siður sé ríkjandi hér á landi og samofinn ómenningu þjóðarinnar.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.