Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ofsóknaræði kirkjunnar

Mynd af alvöru ofsóknum

Kristið fólk, og þá sérstaklega Þjóðkirkjan, sætir ekki ofsóknum á Íslandi. Þvert á móti er kristni og ríkiskirkjan í forréttindastöðu. Kirkjan er vernduð sérstaklega í stjórnarskránni, hún fær pening frá ríkinu (og meira en önnur trúfélög) og það er meira að segja bannað með lögum að gera grín að trúarkenningum hennar. Þrátt fyrir þetta talar klerkastéttin stundum um að á Íslandi séu ofsóknir í gangi gegn kirkju og kristni.

Ímynduðu ofsóknirnar

Nýlegasta dæmið um þetta ofsóknaræði er frá nýliðnum jólum, þá sagði ríkiskirkjupresturinn og kirkjuráðsmaðurinn Gunnlaugur Stefánsson þetta:

En er það einlægur vilji þjóðarinnar núna að bannað verði að hafa nokkuð fyrir börnum opinberlega sem minnir á kristindóminn? Hvað verður þá um þjóðsönginn og þjóðfánann, dagatalið og jólin? Við eigum það kannski framundan að mega bara hvísla Heims um ból heima innandyra og hvergi á opinberum vettvangi. #

Það er auðvitað hvergi “bannað að hafa nokkuð fyrir börnum opinberlega sem minnir á kristindóminn” og maður þarf að vera virkilega veruleikafirrtur til að halda að það verði bannað að syngja Heims um ból opinberlega í framtíðinni. Hvernig dettur prestinum í hug að stinga upp á þessu?

Gunnlaugur hefur auðvitað reglur Reykjavíkurborgar í huga. Þær reglur voru settar til þess að koma í veg fyrir að börn væru látin taka þátt í trúariðkun eða að trú væri boðuð í skólum. Reglurnar tengjast ofsóknum ekkert, en þær koma auðvitað kirkjunni illa, því hún hefur haft þau forréttindi að geta boðað skólabörnum kristna trú. Það er einfaldlega verið að taka þessi óeðlilegu forréttindi af kirkjunni.

Því miður er Gunnlaugur ekki einn um svona tal. Þegar reglurnar voru til umræðu var þeim líkt við fasisma, framferði A-Þýskalands og Sovétríkjanna og loks voru þau einfaldlega kallaðar “ofsóknir”

Mynd af FB-athugasemd prests

Meiri ofsóknir

Það er ekki bara í umræðum um kirkju og skóla sem klerkarnir kvarta undan ofsóknum. Þegar Svarthöfði fór í prestaskrúðgöngu spurði einn prestur hvort að það verði “á það hættandi að senda börnin ein í sunnudagaskólann næsta haust? Verður setið fyrir þeim?#. Sami prestur líkti neikvæðri umfjöllun um Þjóðkirkjuna í fjölmiðlum við “hreinar ofsóknir”.

Djákni skrifaði athugasemd hér á Vantrú þar sem hún taldi neikvætt tal um Þjóðkirkjuna og trúboð í skólum vera “ofsóknir” og annar prestur hefur talað um skrif á netheimum gegn kirkju og kristni ofsóknir[1].

Hvers vegna þetta ofsóknartal?

Maður hlýtur að velta því hvað þessu fólki gangi til. Heldur það virkilega að það sé ofsótt á Íslandi? Eða er þetta einhver taktík í áróðursstríði kirkjunnar? Ég held að oft sé þetta taktík. Þau eru að reyna að vekja upp samúð með ríkiskirkjunni.

En kirkjan er ekki fórnarlamb. Hún er forréttindastofnun sem vill ekki missa þau tök sem hún hefur á samfélaginu, hvort sem það eru ríkisstyrkir eða trúgjörn börn.


[1] Sunna Dóra Möller í predikun í Nesirkju 19.10.2006 í messu á vegum guðfræðideildar Háskóla Íslands:

“Við lífum í vísindaheimi þar sem allt gengur út á rökfræði og sannanir. Ef ekki er hægt að sanna hluti þá hendum við þeim jafnóðum út um gluggann. Það gustar sannarlega að kirkju Krists þessa dagana þar sem skrif í netheimum kalla kristna trú t.d. geðsjúkdóm og prestar eru hryðjuverkamenn hugans, galdramenn eða einfaldlega rusl. Leyfilegt er að ata menn aur og þar er jafnvel biskup Íslands ekki undanskilinn í nafni málstaðar trúleysis.

Það er ekki nóg að kirkjan sé ofsótt á þessum vettvangi heldur er á hana deilt vegna þess að hún er ekki talin taka upp hanskann fyrir hópa samfélagsins sem sitja á jaðrinum. Í því samhengi má nefna þá umfjöllun sem hefur fram í ljósvakamiðlun varðandi baráttu samkynhneigðra fyrir sömu réttindum og aðrir þjóðfélagshópar hafa skv. lögum og rétti.”

Hjalti Rúnar Ómarsson 31.01.2014
Flokkað undir: ( Ríkiskirkjan , Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Freyr - 31/01/14 09:42 #

Góður pistill. Jon Stewart summeraði þetta ágætlega upp í eina setningu: "You have confused a war on religion with not getting everything you want."

P.S. Það þarf að laga linkinn á athugasemd djáknans.


John - 09/02/19 09:45 #

Eina leiðin til himna.

Ef við viljum fara til óþekkta stað, sem við þekkjum ekki leiðina til óþekkta stað, Við þurfum mann sem hann fer alltaf til þess staðar eða manneskju frá þeim stað taktu okkur upp, þannig að við töpumst ekki Þessi hugsunarháttur er mjög sanngjarn og getur tekið við rökfræði okkar.

Ef við viljum fara til himna, þurfum við manneskja sem hann þekkir leiðina til Himinn eða manneskja frá himnum fer til jarðar og hann getur farið aftur aftur til himna. Sá sem er Jesús, fer aftur til himna vitni lærisveina hans (Postulasagan 1: 9-11), svo hefur Jesús ekki Grave á jörðinni. Jesús fær þig til himna, en annar maður að gröf hans á jörðinni, þá þekkir þú ekki sál hans og andi hans fer til Himinn eða fara í helvíti. Þessi manneskja er ekki viss um að færa þig til himna.

Hvernig á að fylgja Jesú með því að fylgja orði hans og gera það. Hvernig á að vita orð hans með því að lesa Biblíuna á hverjum degi. Vinsamlegast tilkynnið öllum þeim sem trúa Jesú sem son Guðs.


Jesú er sonur Guðs period - 30/03/20 17:15 #

Read the bible and see the light hon. Jesus is the light of the world.

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?