Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Önnur umferð í bítið á Bylgjunni

Matthías Ásgeirsson mætti aftur í þáttinn Í bítið á Bylgjunni í morgun. Haldið var áfram með umræður gærdagsins og hlustendur létu í sér heyra. Ein ágæt frú hundskammaði Matthías fyrir að tjá sig um trúmál á forsendum trúleysis.

Á heimasíðu Siðmenntar er hægt að lesa um fyrstu veraldlegu útförina á vegum félagsins. Þó trúleysingjar séu fjölmargir hér á landi, a.m.k. miklu fleiri en margir trúmenn vilja, eru flestir þeirra sinnulausir. Því má gera ráð fyrir að margir þeirra hafi ekkert verið að velta því fyrir sér hvað verður um lík þeirra eftir andlátið. Við hvetjum fólk til að ræða þessi mál við sína nánustu ef þetta skiptir það máli.

Í gær vísuðum við á rannsókn á trúarlífi íslendinga.

Matthías mismælti sig hressilega a.m.k. einu sinni í þessu samtali, spurningin er hversu margir tóku eftir því.

Ritstjórn 20.05.2008
Flokkað undir: ( Útvarp )

Viðbrögð


Sævar - 20/05/08 12:17 #

"að vera skotlaus í trúgröfunum" :)


Arnar - 20/05/08 13:20 #

Fattaði ekki alveg hvað þessi svo kallaða 'frú' var að fara, eða kannski misskildi ég hana herfilega. Byrjaði að dásama umburðarlyndi sem gerði Matta kleift að tala í útvarpinu og fór svo að skammast yfir því hvað hann fengi að tala mikið með 'bara' 80-90 manns á bakvið sig.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 20/05/08 13:29 #

Hún var í einhverri mótsögn við sjálfa sig. Gaman þegar það verður jafn skýrt og þarna :D


Hersteinn - 20/05/08 14:41 #

Það er semsagt fyrir mildi hinna kristnu að trúlausir geta yfirhöfuð tjáð sig á opinberum vettvangi!

Ég geng greinilega að of miklu sem gefnu á Íslandi...


María - 20/05/08 16:03 #

Takk fyrir, Matthías.

Vel gert! :)


Arnar - 20/05/08 16:37 #

Ég vil byrja á því að hrósa Matthías fyrir ótrúlega þolinmæði, því sumir sem hringdu inn voru alveg ótrúlega fáfróðir.

En hvers vegna sagðiru eitthvað í þessa átt: "Ég vil hvetja þá sem eru kristnir til þess að fara í kirkju"?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 20/05/08 16:42 #

Ég sagði það vegna þess að það eru afskaplega fáir kristnir í raun hér á landi. Auk þess eru messur ríkiskirkjunnar alveg hrikalega leiðinlegar og fátt betur til þess fallið að lækna fólk af trú en að mæta oftar í kirkju.

Stundum reynir fólk að gera okkur í Vantrú upp þá skoðun að við viljum banna fólki að iðka trú sína. Það er fjarri lagi. Það kemur mér í raun ekki við hverju fólk trúir.

Mér er alveg sama þó fólk sé kristið og fari í kirkju. Ég vil að fólk standi straum af kostnaði við það áhugamál sitt sjálft og sleppi því að stunda trúboð.


Nonni - 20/05/08 18:49 #

Mig langar til að vekja athygli á einu. Ég var fermdur ásamt 32 öðrum bekkjarfélögum mínum fyrir að verða 7 árum síðan. Ég er ekki trúaður en lærði þó kristinfræði með mikklum metnaði eins og margt annað. Ég viðurkenni að ég fermdist einungis útaf því að ég vildi ekki vera útundan og auðvitað fékk ég fínar gjafir.. Ég hef verið í góðu sambandi við alla mína fyrrverandi bekkjarfélaga og hef mikið rætt þessi mál við vel flest þeirra. Það voru 2 af þeim 32 sem trúðu en hvorugur þeirra á Jesú eins og biblían lýsir honum. Þó að þetta sé ekki stór heild þá sýnir þetta kannski að það að 80% þjóðarinnar eða hvaða tala sem gefin var upp í þættinum í morgun er með öllum líkindum kolröng og það er ekki hægt að reikna þetta út frá fjölda fólks í þjóðkirkjuni.

Ég verð líka að segja að hegðun fólksins sem að hefur verið að hringja inn og mótmæla vantrú er hreint og beint hlægileg. Afhverju þarf fólk að vera að æsa sig og hella yfir mannin skömmum og sora. Það var talað um umburðarlindi kristinnar trúar, ég gat ekki betur séð en að þessir hörðustu kristintrúar séu að verða engu skárri en ofsatrúarmenn útí heimi, þeim vantar bara hríðskotariffla. En það er nú meira í gríni bara.

Ég stið vantrú og held að heimurinn væri töluvert þróaðari og betri staður án trúarbragða þar sem að langflest stríð og óðarfa sóðaskapur sem þeim fylgja hafa verið vegna trúarbragða. Þó að olían sé samt í tísku í dag. Ég gæti sennilega röflað endalaust um Galla trúarbragða, glufur og barnalega hegðun fólks en það er samt eitt sem ég vill bæta við.

Hvernig væri að hætta að kenna þessi gömlu fúnu boðorð og byrja að kenna mannasiði?


Nonni - 20/05/08 18:54 #

Já það er svo annað. Ég vil hrósa vantrúarmönnum fyrir það hugrekki að láta skoðanir sínar í ljós og þakka þeim fyrir mikkla kurteisi og ró í útvarpsviðtölum.. Og ég vill einnig þakka þessum reiðu kristintrúum sem hringdu inn og rifust eins og smábörn og þá sérstaklega þessari ágætu konu sem var með mikin æsing fyrir að ýta mér yfir þröskuldin og fá mig loksins til að skrá mig úr þjóðkirkjuni.


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 20/05/08 19:57 #

Flott Nonni. Til hamingju með úrskráninguna. Alltof margir eru skráðir og borga 13 þúsund kall á ári í Ríkiskirkjuna. Þetta er fáránlega óréttlátt kerfi. Hví getur Ríkiskirkjan ekki bara sent gíróseðil á meðlimi sína. Er það hugsanlega vegna þess að þeir vita fyrir víst að enginn vildi borga þetta vitlausa gjald?

Það þarf fleiri eins og þig Nonni...


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 20/05/08 21:44 #

Vildi bara benda fólki sem telur að trúarbrögð séu kveikjur að mörgum stríðum á þessa grein.


Margrét St. Hafsteinsdóttir - 20/05/08 21:48 #

Fáránlegt að halda því fram að Matti hafi verið að tala fyrir hönd 80-90 manns. Það er mikill fjöldi af fólki sem styður skoðanir hans.

Æsta konan sem hringdi inn er einmitt dæmi um umburðarleysi margra kristinna.

Góður þáttur.


Eskil - 20/05/08 23:29 #

Matti segir "Ég sagði það vegna þess að það eru afskaplega fáir kristnir í raun hér á landi. Auk þess eru messur ríkiskirkjunnar alveg hrikalega leiðinlegar og fátt betur til þess fallið að lækna fólk af trú en að mæta oftar í kirkju."

Hefuru farið í Kirkju eða á samkomu nýlega, Matti? Í leit minni að sannleikanum hef ég stundum farið í kirkju og samkomur hjá hinum ýmsu trúfélögum og oftar en ekki er fullt út að dýrum. Þær eru misjafnar hjá hverju trúfélagi fyrir sig en ekki annað að sjá að fólkið skemmti sér vel eins og ég gerði reyndar líka. Sungið og lofað Drottinn í góðum félagsskap með kærleika og hlýju að leiðarljósi, og þó ég sé sammála um að það mætti peppa þetta aðeins hjá þjóðkirkjuni eru þar oft mjög fróðlegar predikanir, sérstaklega við jarðarfarir og giftingar, að mér finnst.

Matti segir svo "Stundum reynir fólk að gera okkur í Vantrú upp þá skoðun að við viljum banna fólki að iðka trú sína. Það er fjarri lagi. Það kemur mér í raun ekki við hverju fólk trúir."

Þetta er auðvitað mikill sannleikur að þér kemur trú annarra ekkert við en hvað meinaru þá með þeim orðum að þú viljir "hvetja fólk til þess að fara í kirkju til þess að læknast af trú sinni" Mér finnst þetta frekar kaldhæðinn ýfirlýsing þegar þú gefur þig fram fyrir að styðja sjálfstæðar skoðanir fólks á trú og rétt þeirra til að trúa. Svona ýfirlýsing er örugglega líka særandi fyrir marga, þó mér sé nokk sama en þetta er auðvitað hitamál hjá mörgum.

Matti segir enfremur "Mér er alveg sama þó fólk sé kristið og fari í kirkju. Ég vil að fólk standi straum af kostnaði við það áhugamál sitt sjálft og sleppi því að stunda trúboð."

Ef þér er sama, hvað er þá verið að halda úti heimasíðu um trúleysi? Þó þú megir það alveg mín vegna þá er ekki að sjá né heyra að þér standi á sama.

Að ég best viti standa öll trúfélög nema þjóðkirkjan straum af eigin kostnaði og má sjálfsagt deila um hvort eigi að standa kostnað undir einu helstu arfleið Íslendinga sem er einmitt þjóðkirkjan og hennar starf gegnum tíðina og hugsa ég að mínar og þínar skoðanir á trúmálum vegi þar minnst.

Svo er það auðvitað trúboðar samsærið sem tröllríðir Íslandi um þessar mundir... Um hvað ertu að tala Matti???

Ég á börn bæði í skóla og leikskóla, ekki verð ég var við þetta. Allavega eru börninn mín ekki ennþá farinn að tala tungum.

En ok, ég álpaðist bara inná þessu síðu eftir umfjöllun á bylgjunni og hef í sjálfu sér ekkert á móti trúleysi ef slíkt þá fyrirfinnst. Ágætis efni í einhvern költ seinna meir, verður fróðlegt að fylgjast með


Kári (meðlimur í Vantrú) - 20/05/08 23:35 #

Það er í rauninni eins og hún sé að gefa í skyn að dauðahótun. Eða slíkt væri eða hreinlega ætti að vera normið. Og að Matti aðrir trúleysingjar ættu bara að vera þakklátir með því halda kjafti. Einstaklega brenglað og smekklaust það.


Daníel Páll Jónasson - 21/05/08 00:03 #

Matti: Þú hefur staðið þig með stakri prýði í síðustu 2 þáttum. Alveg ótrúlegt að þú skulir hafa náð að halda ró þinni gagnvart þessu fólki sem var að hringja inn.

Er fólk virkilega ekki byrjað að sjá að þó þið séuð kannski harðorð samtök, þá eruð þið hundraðfalt málefnalegri en obbi þeirra trúuðu sem hafa verið að hringdu inn í þessum 2 þáttum?

Alveg ótrúleg þessi kona sem hringdi inn. Ég býst fastlega við því að þú hafir þurft að telja nokkrum sinnum upp á 10, 20, 30 eða meira.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 21/05/08 00:08 #

Eskill, þú fyrirgefur en mér finnst þú vera að rembast dálítið við að þræta við mig.

Hefuru farið í Kirkju eða á samkomu nýlega, Matti? Í leit minni að sannleikanum hef ég stundum farið í kirkju og samkomur hjá hinum ýmsu trúfélögum og oftar en ekki er fullt út að dýrum

Ég talaði sérstaklega um "messur ríkiskirkjunnar".

Þetta er auðvitað mikill sannleikur að þér kemur trú annarra ekkert við en hvað meinaru þá með þeim orðum að þú viljir "hvetja fólk til þess að fara í kirkju til þess að læknast af trú sinni" Mér finnst þetta frekar kaldhæðinn ýfirlýsing þegar þú gefur þig fram fyrir að styðja sjálfstæðar skoðanir fólks á trú og rétt þeirra til að trúa. Svona ýfirlýsing er örugglega líka særandi fyrir marga, þó mér sé nokk sama en þetta er auðvitað hitamál hjá mörgum.

Mér finnst þú túlka orð mín undarlega. Ef fólk segist vera kristið, er þá ekki sjálfsagt að ég hvetji það til að mæta í kirkju? Ef fólk vill ekki mæta í messu, er þá ekki hugsanlegt að það sé ekki kristið?

Ef þér er sama, hvað er þá verið að halda úti heimasíðu um trúleysi? Þó þú megir það alveg mín vegna þá er ekki að sjá né heyra að þér standi á sama.

Eins og ég segi í greininni Gegn boðun hindurvitna þá er tilgangur þessa félags að veita mótvægi við boðun hindurvitna.

Svo er það auðvitað trúboðar samsærið sem tröllríðir Íslandi um þessar mundir... Um hvað ertu að tala Matti???

Ég á börn bæði í skóla og leikskóla, ekki verð ég var við þetta. Allavega eru börninn mín ekki ennþá farinn að tala tungum. Ég á börn bæði í skóla og leikskóla, ekki verð ég var við þetta. Allavega eru börninn mín ekki ennþá farinn að tala tungum.

Lestu greinar okkar um skólamál og Vinaleið. Svo getur þú dundað þér við að lesa skrif um leikskólaprest á bloggsíðu minni. Getur einnig kíkt á þessi dæmi hjá Siðmennt.

En ok, ég álpaðist bara inná þessu síðu eftir umfjöllun á bylgjunni og hef í sjálfu sér ekkert á móti trúleysi ef slíkt þá fyrirfinnst. Ágætis efni í einhvern költ seinna meir, verður fróðlegt að fylgjast með

Ef trúleysi er ekki til, þá er trú í þeirri merkingu að fólk sé trúað, t.d. kristið, ekki heldur til. Þú mátt velja. Við erum ekki költ og verðum það seint.

Þakka þér fyrir innlitið, vinsamlegast ekki rembast við að snúa út úr.


Eskil - 21/05/08 08:47 #

Enginn rembingur, bara að drepa lausan tíma góði.

Þú segir "Ég talaði sérstaklega um "messur ríkiskirkjunnar"."

Ertu þá eitthvað sérstaklega á móti þeim eða?

Þú segir " Mér finnst þú túlka orð mín undarlega. Ef fólk segist vera kristið, er þá ekki sjálfsagt að ég hvetji það til að mæta í kirkju? Ef fólk vill ekki mæta í messu, er þá ekki hugsanlegt að það sé ekki kristið?"

Ég var ekki að ekki að túlka neitt, þetta var það sem þú sagðir.

"Auk þess eru messur ríkiskirkjunnar alveg hrikalega leiðinlegar og fátt betur til þess fallið að lækna fólk af trú en að mæta oftar í kirkju."

Orðrétt...

Þú segir "Eins og ég segi í greininni Gegn boðun hindurvitna þá er tilgangur þessa félags að veita mótvægi við boðun hindurvitna."

En þá er þér varla sama, er það???

Þú segir "Lestu greinar okkar um skólamál og Vinaleið. Svo getur þú dundað þér við að lesa skrif um leikskólaprest á bloggsíðu minni. Getur einnig kíkt á þessi dæmi hjá Siðmennt."

Já ég kanski geri það bara..

Þú segir "Ef trúleysi er ekki til, þá er trú í þeirri merkingu að fólk sé trúað, t.d. kristið, ekki heldur til. Þú mátt velja."

Það er þín skoðun, ekki mín, þannig ég þarf svo sem ekkert að velja neitt.

Þú segir "Við erum ekki költ og verðum það seint."

Það eru þín orð.

þú segir "Þakka þér fyrir innlitið, vinsamlegast ekki rembast við að snúa út úr."

Þakka þér sömuleiðis þó svo ég get ekki séð að ég sé með neinnn rembing ættiru þá að sýna sömu kurteisi og þú væntir af öðrum..


Matti (meðlimur í Vantrú) - 21/05/08 08:51 #

Lesendur (aðrir en Eskill) mega gjarnan láta mig vita ef ég hef sýnt honum ókurteisi.

Öðru nenni ég ekki að svara. Fyrra var mitt stendur.


Örninn - 21/05/08 10:20 #

Ég hef ekki orðið var við ókurteisi af hálfu Matta. Nema það teljist ókurteisi að standa fast við fyrri skrif sín og þora að vera ósammála öðrum.


Kristján Hrannar Pálsson - 21/05/08 11:05 #

Þegar ég var í Háskólakórnum sungum við stundum við messu hjá Ríkiskirkjunni. Þær athafnir voru afskaplega stirðbusalegar, vandræðalega formlegar og ekkert líf eða fjör í þeim á nokkurn annan hátt öðruvísi en að vera þægileg kyrrðarstund þegar best lét. Eins og Eskill segir er það síðan allt annar handleggur hvernig messurnar eru hjá sértrúarsöfnuðum.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 21/05/08 12:56 #

Matti, þú segir Eskil rembast við að snúa út úr og þú nennir ekki að svara honum.

Það væri kurteisara að segja að þú teljir e.t.v. örlítils misskilnings gæta hjá honum og að þú teljir afstöðu þína hafa komið fram í fyrri skrifum.

Eskill er greinilega leitandi maður og hefur farið víða. Punktar hans eru ágætir og má alveg svara án þess að ætla honum rembing eða þrætubókarstæla. Við eigum auðvitað að taka svona mönnum opnum örmum, en erum þreytt á stælum og mótlæti sem við verðum oftar en ekki fyrir sjálf.

En ef ég mætti beina orðum til Eskils segði ég að við setjum okkur ekki upp á móti messum, kristnum útvarps- og sjónvarpsstöðvum o.s.frv. Við áskiljum okkur hins vegar rétt til að gagnrýna boðskapinn og koma með okkar eigin á þessari síðu, og í fjölmiðlum. En við erum á alfarið á móti boðun trúar í skólum og við teljum það ekki hlutverk ríkisfjölmiðla að stunda boðun fyrir ákveðin trúfélög eða stjórnmálaflokka.

Vonandi skýrir þetta eitthvað og ég vona að Eskill haldi leit sinni áfram. Við erum oftar en ekki í allt of mikilli vörn hérna, sem stuðar marga og pirrar aðra. Það er vissulega kostur að tala hreint út en fælum ekki fólk frá með óþarfa þjósti. (Menn mega minna mig á þetta, því oft fer ég yfir strikið.)


Matti (meðlimur í Vantrú) - 21/05/08 13:54 #

Þetta eru fínir punktar hjá Reyni og ég tek þá til mín.


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 21/05/08 15:01 #

Skamm, ó þú æruverðugi formaður formaður :)


Ólafur Jón - 02/07/09 01:05 #

Endilega setja upp trúleysisteljara, til að fá hærri tölu en félagsmenn.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.