Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ítarefni fyrir hlustendur Bylgjunnar

Í umræðum í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun vísaði Matthías Ásgeirsson til könnunar á trúarviðhorfum Íslendinga. Hægt er að sækja niðurstöður* þeirrar rannsóknar á heimasíðu ríkiskirkjunnar (pdf skjal). Í greininni Meirihlutagoðsögnin er rýnt í niðurstöður hennar og bent á að vafsamt sé að segja að meirihluti Íslendinga séu kristnir.

Greinin Hvítasunnutónleikar í bítið var kveikjan að umræðunum í morgun, en þar brást Matthías við umfjöllun þáttastjórnenda í síðustu viku.

Upptökur af heimsóknum Birgis Baldurssonar á Bylgjuna er að finna í útvarpsflokknum hér á Vantrú.

Þeir sem vilja gera athugasemdir við umræðuna á Bylgjunni mega gjarnan gera það hér. Hér er upptaka af samtalinu.

* Reyndar vantar ýmsar mikilvægar spurningar í þessar niðurstöður, kirkjan ákvað t.d. að sleppa mikilvægri spurningu um viðhorf fólks til Jesús. Sú spurning var í rannsókninni.

Ritstjórn 19.05.2008
Flokkað undir: ( Útvarp )

Viðbrögð


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 19/05/08 09:11 #

Heimir og Kolla eiga heiður skilið fyrir að leyfa Matta að viðra skoðanir sínar.

Aftur og aftur er spurt hvað við séum að æsa okkur, trúboðið og kristnin skaði nú engan. Hörmungar Byrgisins eru þá gleymdar. Fáir sjá að þótt ein hugmyndafræði hafi ríkt hér gagnrýnislítið um aldir er ekki sjálfgefið að hún sé rétt eða rétthærri en önnur.

Svo er spurt af hverju við leyfum börnunum ekki bara að velja sjálf. Auðvitað viljum við það en til að geta valið þurfa börnin að þekkja valkostina.

Hvernig eiga börn í N-Kóreu að velja afstöðu sína í pólitík ef þeim er innrætt frá unga aldri að Flokkurinn búi yfir sannleikanum, þessum eina stóra? Víst hafa þau val, en þeim eru ekki kynntir valkostirnir.


Guðjón - 19/05/08 10:03 #

Nú veit ég ekki mikið um Byrgismálið en mér skilst að þar hafi brenglaður einstaklingur komist í hlutverk leiðtoga sem fólk fylgdi í einu og öllu. Það sem ég skil ekki er hvernig þetta mál tengist meintu kristniboði í skólum. Það er eðlismunur á venjulegu kristilegu starfi og því sem átti sér stað í Byrginu - og það tegnist því að stað trúarleiðtogans er allt önnur og skjólstæðingarnir voru brottnir einstaklinga.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 19/05/08 10:20 #

Guðjón og margir aðrir sjá ekki að þegar börnum eru innrættar hugmyndir um himnadrauga, sem fylgja ber í blindni - undir leiðsögn trúarleiðtoga - er verið að plægja akurinn fyrir trúarofstæki og siðblinda menn sem nýta sér hugmyndafræðina. Vissulega fellur minnihluti fólks í slíkar gryfjur en ábyrgðin hvílir samt á ömmukristninni, barnatrúnni og grænsápuguðfræðinni.

Þetta er eins og með brennivínið. Flestir drekka sér að meinalausu en alltaf eru einhverjir sem missa tökin. Lausnin er ekki að banna áfengi heldur að upplýsa fólk og koma í veg fyrir að áfengi sé hellt í pela hvítvoðunga og bjór haldið að nemendum í skólum og þeir dregnir reglulega á pöbbinn... skilurðu?


Ragnhildur Þórðardóttir - 19/05/08 10:24 #

Mig langaði bara að lýsa yfir ánægju minni með málflutning Matthíasar í Bítinu í morgun. Það var aðdáunarvert hversu málefnalega hann tók á leiðinda athugasemdum frá einum hlustanda og margt mjög athyglisvert sem kom fram í þessu stutta spjalli.


Guðjón - 19/05/08 11:41 #

Helsta gróðrarstía fyrir trúarofstæki hér landi eru atriði eins og óregla, fátækt, veikindi, miklir erfiðleikar, menntunarskortur. Það er mannleg þjánig og eymd í ýmsum myndum. Það verða alltaf til ofstækismenn en það eru fyrst og fremst

þjóðfélagsaðstæður sem skapa jarðveg fyrir slíka menn. Það eru aflar littlar líkur á að fólk sem er í fínum málum laðist að slíkum hópum.

Lausn manna eins og Dawkins á þessum málu þ.e. að útrýma trúarbrögðunum er ekki framkvæmanleg nema í fasistaríki- þessi vegna hefur vantrú ekki neinar raunhæfar tillögur til þess að bæta ástandið.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 19/05/08 11:45 #

Guðjón, slepptu þessum umræðum um Dawkins og fasisma. Það er löngu búið að kveða þig í kútinn með það. Ef þú villt halda þeirri umræðu áfram bendi ég þér enn og aftur á hið galopna spjallborð okkar.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 19/05/08 12:01 #

Ég þakka hrósið Ragnhildur.

Nú er upptaka af þessu samtali komin í færsluna hér fyrir ofan. Þess má geta að ég mun mæta aftur í þáttinn á sama tíma í fyrramálið, strax eftir fréttir klukkan átta.


Guðjón - 19/05/08 12:29 #

Lausnin er ekki að banna áfengi heldur að upplýsa fólk og koma í veg fyrir að áfengi sé hellt í pela hvítvoðunga og bjór haldið að nemendum í skólum og þeir dregnir reglulega á pöbbinn... skilurðu?

Nei ég skil ekki- Hvað áttu við með þessu? Hverngi ættlar þú að koma í veg fyrir að trúarofstækismenn- ég og fleirri uppfræði börn okkar um trúarbrögð frá unga aldri. - Telur þú að það eigi að taka börin af okkur? Ég tel að það sé fyrst og fremst trúaruppeldi á heimilum sem skipti máli - Ef þú ætlar að hafa áhrif á trúaruppeldi íslenskra barna verður að grípa til rótækari aðgerða en afskipta að skólastarfi.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 19/05/08 12:42 #

Hverngi ættlar þú að koma í veg fyrir að trúarofstækismenn- ég og fleirri uppfræði börn okkar um trúarbrögð frá unga aldri.

Það er ekki hægt að koma í veg fyrir það.

Það er gott að þú tekur undir með okkur að trúaruppeldi eigi heima á heimilum en ekki í skólum.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 19/05/08 13:10 #

Það eru mannréttindi að mega ala börn sín upp samkvæmt eigin sannfæringu. Þegar yfirvöld grípa þar inn í eru þau að brjóta mannréttindi. Þegar börn komast til vits og ára fá þau vonandi tækifæri til að vega, meta og velja hvað þau vilja sjálf.

Ég hugsa að allir Íslendingar vorkenni börnum í N-Kóreu sem er innrætt rækilega í skólum að leiðtogi þeirra sé hafinn yfir alla gagnrýni, hann sé svo dásamlegur. Þeir hrista líka hausinn yfir gegndarlausum og einhliða áróðri ríkisvaldsins í ríkisfjölmiðlum.

En sömu Íslendingar mega ekki til þess hugsa að dregið sé úr trúaráróðri í skólum hér á landi eða einhliða og gegndarlaust trúboð ríkisfjölmiðla sé gagnrýnt - því leiðtogi lífs þeirra er svo dásamlegur.


Gunnar Friðrik - 19/05/08 14:03 #

Matti þú varst góður á Bylgjunni.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 19/05/08 16:22 #

Karl sem vildi ekki fara á síðuna: "Ég leyfi mér bara að fullyrða að þú sért að falsa þessar niðurstöður."

Afskaplega fyndið :D


Ásta - 19/05/08 16:34 #

Verð bara að hrósa Matta fyrir að hafa tekið þessu öllu með jafnaðargeði, sérstaklega miðað við hlustanda sem komst í loftið! Ég hefði varla getað haldið ró minni ... hvað þá hlegið =)

Hef margt annað að segja, en er vissum að það sé góður kostur að vita hvernær maður "á" að halda kj ;)


Örninn - 19/05/08 20:56 #

Til hamingju Matti með að æsa þig ekki. Það er æðislegt hve veruleikafirrt fólk er. "Ég vil ekki fara á vantru.is".. aaaaahhhh! En samt getur þetta fólk dæmt þetta félag! Gáfað lið!

Hvðað ætli gerist ef trúaðir fara á vantru.is? Gvuð kemur og skammar þau?


Siggi - 19/05/08 21:10 #

Nei, það truflar það bara að skilja að gvuð þeirra er ýmindaður.


Margrét St. Hafsteinsdóttir - 19/05/08 22:57 #

Flott hjá þér Matti! Mér fannst þú komast mjög vel frá þessu. "Kristni" maðurinn sem hringdi inn og var afskaplega neikvæður er greinilega haldinn þessum bölsýnishugmyndum svo margra kristinna um lífið og tilveruna. Mér fannst hann dónalegur og að hann skuli ekki fara inn á síðuna hér til að taka þátt í umræðum, segir bara að hann veit ekkert hvað hann er að tala um.

Trúboð í skólum á alls ekki að eiga sér stað. Þegar búið er að koma "guðsótta" inn í kollinn á börnum er mjög erfitt fyrir mörg þeirra að snúa við.


Eskil - 19/05/08 23:42 #

Ég heyrði þetta í morgun og fannst þetta fyndið. Þvílík stjórnsemi og gremjuklíður sem þetta var. Ég vona samt að það komi ekki fleiri svona "sérvanrúarsöfnuðir" um t.d. tónlist eða íþróttir af því ég vill hafa þetta allt saman, óritskoðað og volgt úr kúnni. Er eitthvað réttara að boða vantrú en trú??? Ég spyr! Mér finnst og þetta er bara mín skoðun, þið vantrúarbræður og systur eins og óttalsegnar littlar mýs. Einhverjar níutíu hræður sem vilja stjórna því hvað má og má ekki setja í ríkisútvarp. Líttu þér nær Matti kall, þú trúir á kanski ekki en mér finnst þú samt óttast. Það er svipað og að fara í hóru hús og fá sér kjuklingasamloku. Og ekki er ég kristinn svo ég taki það fram en er málinu alls óviðkomandi og kemur ykkur anskotans ekkert við. Sjáðu Matti hvernig gremjan smitar;)


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 20/05/08 01:06 #

Leitt að þér gremst. Gott væri að nefna að "við" höfum engan áhuga á því að breyða út eða boða vantrú eða trúleysi. Við viljum fá fólk til að hugsa gagnrýnið. Gagnrýnin hugsun er það sem "við" viljum boða.


Auður - 20/05/08 01:51 #

Takk Vantrú fyrir að opna heim vantrúar fyrir mér. (Kannski ekki rétti þráðurinn, en anyway). Lýsi sömuleiðis ánægju minni með málflutning Matthíasar í téðu viðtali.


Valtýr Kári Finnsson - 20/05/08 02:19 #

Vá, alveg hreint glæsileg frammistaða hjá Matta í þessum þætti. Mér fannst mikið um hvernig hann hélt ró sinni og var málefnalegur og studdi sinn málflutning með rökum. Ég er svo mikill skaphundur að ég hefði líklega mist þolinmæðina þegar þessi klikkaði kom á línuna. En þessi upptaka vakti upp hjá mér nokkrar spurningar:

  1. Er það bara ég eða var þáttastjórnandinn (karlmaðurinn) sem talaði mest svolítið æstur?

  2. Hvað er Betel? Einhver sértrúarsöfnuður?

  3. Maðurinn sem lýsti þeirri skoðun sinni að fermingargjafir séu komnar út í öfgar hefur rétt fyrir sér, jafnvel þó að það komi málinu ekki beint við. Ég hef alltaf litið svo á að fernimgin sem slík sé í elði sínu ekki trúarleg athöfn heldur ákveðin manndómsvígsla. Ég held að öll menningarsamfélög hafi einhverskonar athöfn til að merkja það þegar einstaklingur hættir að teljast barn og byrjar að teljast fullorðinn. Og að kristnin hafi einfaldlega "stolið" hugmyndinni, svona einsog gerðist með jólin. Er þetta rétt hjá mér?

  4. Þú þarft að hafa náð ákveðnum aldri til að meiga; kaupa áfengi, ráðstafa fjármunum þínum, taka þátt í Alþingis- og sveitarstjórnakosningum, bjóða þig fram til embættis forseta Íslands, giftast, og svo framvegis. Hvernig stendur á því að þú þarft ekki að hafa náð ákveðnum aldri (og þroska) til að geta verið meðlinur í trúfélagi? Alveg eins og í stjórnmálaflokki.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 20/05/08 10:55 #

Er það bara ég eða var þáttastjórnandinn (karlmaðurinn) sem talaði mest svolítið æstur?

Það finnst mér ekki, kannski áhugasamur. Það er s.s. fín lína þarna á milli.

Hvað er Betel? Einhver sértrúarsöfnuður?

Jamm, hefuru heyrt um Snorra í Betel. Söfnuður sem stofnaður var í Vestmannaeyjum fyrir löngu síðan. Held að söfnuðurinn sé núna fyrir norðan.

Maðurinn sem lýsti þeirri skoðun sinni að fermingargjafir séu komnar út í öfgar hefur rétt fyrir sér, jafnvel þó að það komi málinu ekki beint við. Ég hef alltaf litið svo á að fernimgin sem slík sé í elði sínu ekki trúarleg athöfn heldur ákveðin manndómsvígsla. Ég held að öll menningarsamfélög hafi einhverskonar athöfn til að merkja það þegar einstaklingur hættir að teljast barn og byrjar að teljast fullorðinn. Og að kristnin hafi einfaldlega "stolið" hugmyndinni, svona einsog gerðist með jólin. Er þetta rétt hjá mér?

Jamm, þetta á sér stoðir í heiðni. Jólin, páskarnir og fleira í kristni eiga sér samsvörun í heiðni. Hvaðan helduru t.d. að páskaeggin komi?

Þú þarft að hafa náð ákveðnum aldri til að meiga; kaupa áfengi, ráðstafa fjármunum þínum, taka þátt í Alþingis- og sveitarstjórnakosningum, bjóða þig fram til embættis forseta Íslands, giftast, og svo framvegis. Hvernig stendur á því að þú þarft ekki að hafa náð ákveðnum aldri (og þroska) til að geta verið meðlinur í trúfélagi? Alveg eins og í stjórnmálaflokki.

Það er eitt óskrifað móttó trúfélaga, "Get them while they are young!" Auðvitað eiga börn og unglingar að taka upplýsta ákvörðun um hvort þau vilji tilheyra einhverju trúfélagi eða ekki en eins og staðan er núna er ekki hægt að tala um upplýsta ákvörðun þegar þau fá aldrei að heyra um önnur trúarbrögð í kristnifr.kennslu fyrr en eftir fermingu.


Elmar - 17/06/08 22:03 #

Ég get svo svarið það að þetta var Jón Valur Jensson þarna viðmælandi nr 2. Þó hann hafi ekki sagst vera hann þá held ég örugglega hann hafi verið að skrökva. Hef oft heyrt í honum í útvarpi, hann hringir reglulega inn í útvarp sögu. Allt viðmót og fas voru skuggalega lík JVJ.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.