Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Útvarp Vantrú - þáttur 4 þriðji hluti - afmælisþáttur

Kennimerki útvarps Vantrúar

Í dag eru tíu ár síðan Birgir Baldursson birti greinina Lygin um sannleikann á þá nýstofnuðu vefriti sem bar nafnið Vantrú. Að því tilefni birtum við þriðja og síðasta hluta afmælisþáttarins með Birgi, Matta Á. og Óla Gneista við hljóðnemann. Þessi hluti fjallar um háskólamálið, félagsfræðilegar skilgreiningar, gagnrýnendur og fylgismenn Vantrúar og þau áhrif sem Vantrú hefur haft á trúmálaumræðu á Íslandi. Fyrsta hluta afmælisþáttarins má finna hér og annan hluta hér.

Sækja skrá: Útvarp Vantrú þáttur 4 hluti 3 (lengd: 1:05:16 - stærð: 29,8 MB)

Ritstjórn 23.08.2013
Flokkað undir: ( Útvarp )

Viðbrögð


S - 23/08/13 18:40 #

Er ekki haegt ad hlada thessu nidur (og subscribe) i iTunes?

Eg spurdi ad thessu i athugasemd vid einhvern af fyrri utvarpsthattum Vantruar, og var tha sagt ad thad vaeri verid ad vinna i malinu, en eg hef ekki fylgst nogu vel med til ad vita hvernig thad for.


Gandalf - 25/08/13 21:02 #

Var að heyra að ekki væri alveg farið rétt með heimildir hér.


Hafþór Örn (meðlimur í Vantrú) - 26/08/13 09:54 #

Er ekki haegt ad hlada thessu nidur (og subscribe) i iTunes?

Nei því miður, ekki enn. Við skoðuðum þetta þegar þú bentir okkur á það síðast og niðurstaðan var að við myndum bíða aðeins með það að birta þættina á iTunes. En það er aldrei að vita nema við skoðum þetta aftur þegar fer að hausta. Ef (þegar) við fáum iTunes áskrift til að virka þá setjum við tilkynningu í 'show notes'.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 26/08/13 10:41 #

Var að heyra að ekki væri alveg farið rétt með heimildir hér.

Það er ekki ólíklegt að í óformlegu spjalli eins og þessu misfarist eitthvað. Það væri gott að fram komi hvað var rangt svo hægt sé að leiðrétta það.


Gandalf - 28/08/13 22:50 #

Þar sem að þið vantrúarfélagar hafið nú þegar tapað fimm kærumálum á hendur Bjarna, teljið þið ekki kominn tími til að fara kyngja því að þetta mál er búið? Alls töpuðuð þið tveimur fyrir Siðanefnd HÍ, einni fyrir rektor HÍ, einni fyrir Guðfræði- og trúarbraðgafræðideild og einni (í tvígang) fyrir lögreglu. Eins og komið hefur fram reyndist ekkert að tilvitnununum og ekki heldur að neinu öðru sem þið ásökuðuð þennan stundakennara um.

Síðan er þessi hljóðupptaka morandi af rangfærslum. Hefur það nú almennt verið talið koma óorði á menn að setja inn efni á opinn miðil þar sem ekki er farið rétt með heimildir og upplýsingar. Vekur það mönnum furðu að þið skylduð ekki setja slíkt fyrir ykkur. Sumir vilja þekkjast af sönnu einu og heiðarleika og afla sér þannig virðingar en hér finnur maður eitthvað annað.

Vildi nú aðeins benda ykkur á þessi stóru mistök ykkar. Vonum að vit og rök verði ykkar val.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 28/08/13 23:10 #

Í síðustu athugasemd bað ég um að fram kæmi hvað væri rangt svo hægt væri að leiðrétta það. Þannig fara vitrænar umræður fram, ef þú sakar okkur um rangfærslur og að fara rangt með heimildir er algjört lágmark að þú útskýrir mál þitt betur.

Í þessum umræðum, sem voru hér birtar í þrem hlutum, er ekki hjá því komist að ræða háskólamálið. Ekkert mál hefur haft jafn mikil áhrif á Vantrú.

Að auki. Það voru engar "kærur" sendar til guðfræðideildar eða rektors - þessir aðilar taka ekki við "kærum". Það var ein "kæra" send tvisvar til siðanefndar, hennir var vísað frá einu sinni. Það var ein kæra send til lögreglu, ekki tvær. Ef þú ætlar að saka okkur um rangfærslur er æskilegt að þú hafir einhverja þekkingu á grundvallaratriðum málsins.


Gandalf - 29/08/13 22:28 #

Þið viljið svör.


Gandalf - 29/08/13 22:28 #

Bjarni Randver segir:

"Matthías Ásgeirsson, einn helsti forystumaður Vantrúar frá upphafi, skrifar á bloggvef sínum Örvitanum í dag: „Af hverju "gleymir" Guðni að nefna Talibananafngiftina?“ Þetta segir hann til þess að draga fram hversu einhliða greining Guðna Elíssonar sé á átökum vantrúarfélaga við Egil Helgason í grein sinni í Tímariti Máls og menningar. Matthías hefur augljóslega ekki einu sinni flett greininni því að einn af köflunum heitir „Egill Helgason og vantrúartalibanarnir“ og er fjallað um þetta þar. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Matthías þykist hafa kynnt sér efni sem hann augljóslega þekkir ekkert til. "

"Og Matthías Ásgeirsson herðir nú ennfrekar á „uppgötvun“ sinni á yfirsjón Guðna Elíssonar því að nú hefur hann bætt við eftirfarandi yfirlýsingu á Örvitann: „Ég er þegar búinn að benda á alvarlegan galla í málflutningi Guðna. Eitthvað virðast ritrýnendur hafa misst af því. "

"Rétt er að rifja það upp hér að á sínum tíma viðurkenndi Matthías Ásgeirsson það að lokum að hafa fellt dóm sinn um grein Guðna Elíssonar í Tímariti Máls og menningar án þess að hafa séð hana en hann hafði sagst hafa komið þar auga á „alvarlegan galla í málflutningi Guðna‟. Þessa játningu Matthíasar er að finna hér:https://www.facebook.com/photo.php?fbid=4839574267889. "

"Matthías Ásgeirsson segist núna vera búinn að renna í gegnum grein Guðna Elíssonar í Tímariti Máls og menningar. Í nýjustu hljóðupptökunni á vef Vantrúar í tilefni 10 ára afmælis vefsins segir Matthías um þessa grein: „Guðni Elísson á að heita virtur fræðimaður. Hann skrifar grein sem er í fyrsta lagi fabúleringar hans um samskipti okkar við Egil Helgason og hugsanlegar ástæður þess að Egill Helgason býður mér svo í Silfur Egils og í þeirri umfjöllun þá t.d. missir Guðni Elísson af allri umræðunni um Vinaleið. Hann nefnir hana ekki einu orði þrátt fyrir að það hafi verið gríðarlega heit umræða.‟ Matthías bætir svo við: „En þetta er bara bókmenntafræði. Hann er bara að skrifa skáldsögu.‟‟

"Eins og sjá má af myndskotinu hér fyrir ofan úr þessari grein Guðna fer Matthías enn og aftur með rangt mál. Guðni nefnir Vinaleiðina sannarlega á nafn og einmitt í tengslum við deilur þeirra Egils og vantrúarfélaga og hvernig þær þróuðust. Guðna finnst þessi gagnrýni Matthíasar því alveg ótrúlega fyndin. Því miður er þetta allt hins vegar lýsandi fyrir vinnubrögð Matthíasar og félaga hans í Vantrú í gegnum alla kæruherferð þeirra gegn mér á tímabilinu 2010-2012.

Fullyrðingagleði vantrúarfélaga var þar alfarið byggð á eintómum getgátum þeirra og þegar sýnt var fram á að þær stæðust ekki var ekkert gefið eftir og áfram hamrað á öllum rangfærslunum. ‟

"Öll umfjöllun þessara þriggja helstu upphafsmanna og leiðtoga Vantrúar í hljóðupptökunni, þeirra Matthíasar Ásgeirssonar, Óla Gneista Sóleyjarsonar og Birgis Baldurssonar, um kæruherferðina gegn mér er sem fyrr morandi af rangfærslum og hreinum blekkingum. Innan fárra daga mun birtast viðtal við mig í ágætu tímariti sem tekið var í vor en þar er ýmsum af þessum rangfærslum svarað. Nánar um það þegar þar að kemur. "

Hvað segið þið?

Gandalf


Matti (meðlimur í Vantrú) - 29/08/13 23:06 #

Ruslsýjan okkar stöðvar athugasemdir með Facebook vísunum. Ég setti hana inn og lagaði uppsetningu.

Bjarni Randver er ófær um að skilja kaldhæðni í mæltu eða rituðu máli eins og sjá má á Facebook síðu hans með skjáskoti af "játningu" minni.

Ég þarf að hlusta á viðtalsbútinn og lesa grein Guðna, hef ekki hlustað á þetta sjálfur. Kannski fór ég einfaldlega rangt með - það er dálítið langt síðan grein Guðna kom út.


Gandalf - 01/09/13 21:17 #

Hér er eitthvað sem gæti vakið áhuga ykkar:

Í heimi getgátunnar: Kærur Vantrúar, glæra 33 og Egill Helgason.

Kv. Gandalf


Matti (meðlimur í Vantrú) - 01/09/13 22:32 #

Ég þurfti að laga vísunina í síðustu athugasemd. Mætti ég vinsamlegast biðja þig Gandálfur að vanda þig betur og nota "skoða" takkann.

Þetta "eitthvað" sem þú vísar á er umtöluð grein Guðna Elíssonar sem birtist í TMM. Takk fyrir að vísa á hana, ég fann ekki mitt eintak.

Þarna kemur orðið "vinaleið" fyrir a.m.k. einu sinni þannig að það er rangt hjá mér í þessu spjalli okkar að hann nefni það ekki á nafn. Það voru mín mistök, eins og fram kemur í spjallinu hafði ég litið á grein Guðna. Það var nokkur tími liðinn síðan. Það hafði aldrei verið hugmyndin fyrir þetta spjall að eyða tímanum í að ræða Bjarna Randvers málið en hjá því varð ekki komist.

Það sem er rétt hjá mér er að Guðni Elísson setur fram ansi margar "getgátur" í grein sinni, meðal annars inniheldur hún rangar getgátur (dylgjur) um vitneskju mína á kennsluefni Bjarna Randvers. Svo koma reyndar fram í greininni áhugaverð atriði sem styðja upphaflegar ásakanir okkar. En þessu máli er lokið af okkar hálfu - þó við höfum rætt það í þessu 10 ára uppgjöri félagsins. Eins og fram kemur í því sem þú vísar á er því alls ekki lokið af hálfu Bjarna Randvers og kó. Verði þeim að góðu.


K - 08/09/13 22:10 #

Þessir útvarpsþættir hjá ykkur eru frábærir!

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.