Umræða um trúboð í leik- og grunnskólum skýtur reglulega upp kollinum. Oft talar trúfólk um "rétt sinn" til að stunda trúboð í skólum. Réttur annarra barna og foreldra fær ekki mikið vægi.
Trúfólk virðist sumt ekki gera sér grein fyrir því að skólabörn eiga rétt til trúfrelsis. Það felst meðal annars í því að vera laus við trúboð á skólatíma. Ég efast stórlega um að fullorðið fólk myndi vilja sitja undir trúboði á vinnutíma. Skólinn er vinnustaður barnanna okkar.
Sú spurning sem ég fæ yfirleitt þegar ég ræði þetta við annað fólk er: „Það gerist ekkert slæmt þó þau þurfi að hlusta á guðsorð eða fara í kirkju eða hitta prest, þannig að hver er skaðinn?“ Ég spyr nokkurra spurninga á móti en fæ sjaldan góð svör:
Það er hvorki eðlilegt að skólinn fari með börnin mín í kirkju né leyfi trúboðum að dreifa vafasömum bókum til þeirra á skólatíma. Þau eru í ríkisreknum grunn- og leikskóla, þau eru ekki í skólum reknum af Þjóðkirkjunni, jafnvel þó hún sé í stjórnarskrá. Auk þess tel ég börnin njóti ekki góðs af þessu og mig grunar sterklega að þetta sé beinlínis skaðlegt.
Um daginn fylgdi auglýsing frá kirkjunni með heimanámi sonar míns og fékk ég þar skýra staðfestingu á því að kirkjan auglýsir í skólanum. Í kjölfarið hafði ég samband við Fræðsluráð Hafnarfjarðar og fékk þær upplýsingar að þetta er í höndum stjórnenda hvers skóla fyrir sig og foreldrar hafa ekkert um málið að segja. Við eigum bara að sætta okkur við þetta.
Persónulega kæri ég mig ekki um svona ósvífni og vil sporna við þessu. Að undanskildum foreldrum, forráðamönnum og starfsfólki þá ætti enginn annar að hafa þann greiða aðgang að grunnskólabörnum sem kirkjan virðist hafa.
Ef fólk er trúað og vill að börnin sín mæti í kirkju og læri um jesú og guð, þá er það sjálfsagt að foreldrar sjái sjálf um það. Auk þess ætti kirkjan að sjá sóma sinn í því að hafa frekar beint samband við foreldra og forráðamenn - fullorðnu sóknarbörnin.
Það er réttur hverrar einustu manneskju að búa við trúfrelsi. Í dag er raunverulegt trúfrelsi ekki til á Íslandi, börn fá ekki að stunda skóla án trúboðs og ágangs kirkjunnar. Trúarbragðafræðsla er eitt en kristinfræðsla er allt annað.
Mér finnst það umhugsunarvert hvað sonur minn veit mikið um kristni, Jesú, Gvuð og Biblíuna miðað við allt annað. Það eina sem hann veit um önnur trúarbrögð er frá okkur foreldrunum komið.
Meðal efnis í kristinfræðslu fyrir 3. bekk í grunnskóla má finna þetta verkefni: "Hversu glaður verður Guð þegar einhver iðrast þess sem hann hefur gert rangt? Búðu til þína eigin dæmisögu."
Þetta finnst mér ekki vera eðlileg kennsla. Hefði haldið að það væri nóg fyrir börn að læra um sögu trúarbragða, með sérstaka áherslu á kristni á Íslandi og Norðulöndum, frekar en að fara útí einhverjar guðfræðilegar bollaleggingar um tilfinningar Gvuðs.
Annars veit ég lítið hvað verið er að kenna í kristinfræðslu yfirhöfuð. Ekki vegna þess að ég fylgist illa með námi barna minna - þvert á móti. Rétt eins og aðrir foreldrar með börn í skóla veit ég alveg hvaða bækur börnin mín hafa í stærðfræði, íslensku og öðrum fögum. Ég fylgist meira segja með því hvað barnið hefur lært í heimilisfræði.
En fram að þessari furðulegu guðfræðidellu fyrir 9 ára börn hefur aldrei komið verkefni úr kristinfræðslu inn á heimilið. Það er mjög einkennilegt í því ljósi að barnið mitt hefur víst verið í kristinfræðslu frá 1. bekk.
Ég og maðurinn minn erum bæði trúlaus og eigum þrjú börn. Það fer engin innræting af trúarlegu tagi fram á heimilinu okkar. Þangað til nýlega var barnið okkar sem er í 4. bekk verulega kristið og trúað.
Þegar hann var yngri og við sögðum honum frá öðrum trúarbrögðum varð hann einkennilegur á svip og var ekki einu sinni alveg viss hvort við værum að segja satt því skólinn hafði nú kennt honum að Gvuð væri til og Jesús líka. Honum þótti því mjög sérstakt að til væri fólk sem trúir ekki á Gvuð og Jesús og dró strax þá ályktun að þeirra trú væri ekki alveg rétt.
Með auknum aldri og skilning hefur hann áttað sig á að fólk trúir ekki alltaf á það sama. Sú þekking er samt ekki frá skólanum komin. Við hjónin furðuðum okkur á þessari hegðun. Það var engin tilviljun að barnið var kristið frekar en hindúi, búddisti eða múslími. Okkur fannst það einnig hneykslanlegt að þetta mátti rekja beint til grunnskólans.
Það er einkennilegt að standa í þeim sporum að þurfa að leiðrétta skólann varðandi námsefnið. Þetta er skaðinn sem fylgir trúboði og kristinfræðslu. Það grefur undan trausti barnsins til skólans þegar við foreldrarnir erum í sífellu að leiðrétta hann.
Sjá einnig:
Skólatrúboð
Reynslusögur foreldra
Verði Leví finnst það nú miklu mun alvarlegra mál að barn gæti mögulega verið "neytt" til þess að vera utan trúfélaga verði frumvarp innanríkisráðherra að lögum... http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/11/13/trulausir_throngva_afstodu_sinni_a_born/
Langar af þessu tilefni að benda á ágæta grein eftir bandarískan táning og einelti það sem hann lendir í vegna trúleysis síns, bæði af hálfu samnemenda sem og skólayfirvalda. Það er ýmislegt hjá honum sem kemur manni kunnuglega fyrir sjónir og þá sérstaklega dóttur minni sem ein nemenda í sínum bekk í Hrafnagilsskóla ákvað að fermast borgaralega. Ríkiskirkjufermingarfræðslan fór fram í skólanum (og gerir það enn), var á stundaskrá þegar henni var útdeilt til nemenda (og er það enn) og ekki nóg með það, heldur var henni troðið inn í miðja stundaskrá, ekki endann á deginum. Á tíma sem ekki einu sinni skólabókasafnið var opið. Þannig að dóttir mín hafði um tvennt að velja, sitja fram á gangi eða sitja í tíma...
En, allavega hér er greinin: http://www.secularpost.net/2012/11/14/gua/
Ég hef svipaða sögu að segja úr Kópavogi. Þar hafa reyndar ekki verið settar reglur varðandi aðgang presta að framtíðar sóknargjöldum sínum. Ég er alvarlega að velta því fyrir mér að taka elsta drenginn minn úr kristinfræði þar sem innihald kennsunnar er skv. kennsluskrá: Guð skapar, guð er góður, kristin gildi o.s.frv. Þetta er auðvitað ekkert annað en trúboð og ég held að það sé ekki einusinni reynt að fara leynt með það. Einnig eru öll börnin í kór í gegnum tónmennt og þar er öllum smalað nokkrum sinnum á ári í fjölskyldumessu. Einnig eru flest lögin sem kórinn æfir af trúrlegum toga og ég tók video upptöku af því til staðfestingar í síðustu messu sem við vorum neydd í. Ég segi neydd þar sem við vildum ekki undanskilja drenginn úr hópstarfi innan skólans og láta honum líða eins og hann sé útundan.
Þetta er auðvitað til háborinnar skammar og skólastjórnendum til minnkunnar að láta þetta viðgangast.
Úff... nú er hátíð ljóss og friðar að ganga í garð. Ég spyr, misbýðu trúboð ykkur svo svakalega að þið viljið forða börnum ykkar frá því að taka inn gildi sem samfélagið sem við búum í er byggt á?
Þegar jólatréð er skreytt og jólaljósin eru sett upp er það svo stórkostlega úr takt við raunveruleikan að trú, von, kærleikur og friður sé boðaður í skólum landsins.
Ég get ekki séð annað en mesti farsinn sé að trú er orðin eins og stjórnmál. Óttinn við að börnin verði trúið er að fara með fólk, ef ekki ótti þá að minnsta kosti áhyggjur af því að trúboð sé = heilaþvottur.
Sennliega er hægt að hugsa sér verri örlög en að barnið kynnist trúnni.
Telur þú að kristið fólk yrði almennt séð sátt við að Imam boðaði því Íslam í skólanum eða ferðum á vegum skólans?
Mér þætti það mjög eðlilegt ef þau væru það ekki. Það er bara ekkert eðlilegt við það að börnum sé boðuð trú í skólum. Þá skiptir engu máli hvaða trúarbrögð eiga í hlut.
Jólin eru ekki kristin hátíð. Ég held upp á jólunum. Kveiki á kerti og skreyti heimilið mitt með ljós á dimmasta tíma ársins. Við gefum gjafir og borðum góðan mat og segjum ekki orð um jesú, enda ekki hans hátíð. Það er alveg hægt að kenna börnum kærleika og virðingu án þess að þurfa innræta guðstrú í leiðinni. Það er ekki fallegt af kirkjunarmönnum að snúa börn gegn foreldrum sínum. Það er ekki gott fyrir barnið að hafa áhyggjur af foreldrum sínum vegna þess að prestur hefur sagt að þeir sem ekki trúa fara til helvítis. Trúboð í skólum er skaðlegt að mínu mati. Það er virðingarleysi og yfirgangur sem á ekki heima í okkar samfélag.
@Haukur Ég tel að fólk í Róm tali ítölsku, ertu ekki sammála því. Síðast þegar ég gáði þá eru Íslendingar kristin þjóð, rétt eins og þú myndir telja arabalöndin múslimatrúar og Ítalir kaþólikkar.
Myndir þú krefjast þess að þjóðartrúin yrði fjarlægð úr skólum á ítalíu ef þú flyttir þangað?
@Elsa Mikið rétt jólin eru hátíð ljóss og friðar. Meira að segja orðið jól er ekki trúarlegt.
En því er ekki að neita að trúin á sinn þátt í því að móta samfélagið eins og það er í dag, hvort sem þér líkar það eða ekki.
Auðvitað er þér frjálst að halda jólin eins og þér þykir best að halda þau. Þó meiri hluti þeirra sem halda uppá jólin séu að gera það af kristnum ástæðum.
Ég ykkur báðum gleðilegra jóla :).
Ég spyr ykkur þó er það svo rangt að kenna börnum siði kristinnar þjóðar? Er það svo rangt að þið teljið að það sé verið að brjóta á ykkur og ykkar réttindi til að fræða börnin sjálf? Á þetta þá ekki við um marga hluti, eins og kynfræðslu, félagsfræði og sögu ef útí það er farið.
Ég minni á að guðfræði og trúarbragðarfræði eru kennd við Hugvísindasviði HÍ. Það er ekki eins og það sé verið að bera kukl í börnin.
Á Hugvísindasviði eru líka að finna sagnfræði, heimspeki, menningu.
Gleðileg jól, er í lagi er það ekki. Heppnin að við skyldum ekki kalla hátíðina Kristsmessu eins og margar aðrar þjóðir :). Þá þyrftum við að láta okkur nægja að segja gleðilega hátíð eða bara hæ og bæ.
Bestu gögn sem til eru um trúarskoðanir Íslendinga benda til þess að rétt um 50% þeirra séu kristinnar trúar. Íslendingar eru ekki kristin þjóð. En jafnvel ef að 100% Íslendinga væru kristinnar trúar væri samt rangt að boða trú í skólum. Það er ekki hlutverk skólakerfisins að boða trú, sama hvað trú það er, og hið opinbera á ekki að skipta sér af trúarbrögðum nema bráð þörf sé á því.
Trúboð og kynning/kennsla er ekki það sama er það en hlutverk hins opinbera er að sjálfsögðu meðal annars að skipta sér af trúarbrögðum á meðan það er í stjórnarskránni þannig.
Klárlega er það hlutverk skóla að draga upp lýsandi mynd af samfélagsuppbyggingu og siðfræði. Þetta er nátengt trúnni, enda trúin samofin þingi og þjóð. Margir skólar eru settir í kirkju sem er ekkert frábrugðið þinginu, æðsta stjórnvaldi landsins.
Það væri óvenjulegt ef minnihlutinn væri látinn ráða er það ekki?
Ísland er kristin þjóð af því að mikill meirihluti Íslendinga trúir á Guð. Sjá: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/06/02/slendingartruaa_gud/
Þeir sem trúa ekki á guð mega að sjálfsögðu gera það í friði og jafnvel hópast saman en það verður að teljast óvenjulegt ef þarfir lang minnsta hluta þjóðarinnar eru teknar fram yfir aukinn meirihluta... er það gert almennt í siðmenntuðum þjóðum?
Það er enginn að banna kristnum að vera kristnir. Það er bara verið að mótmæla því að kristnir eru að reyna að kristna ókristnir. Ég fer ekki með þitt barn á fund með Vantrú. En þú átt heldur ekki að fara með mitt barn í kirkju! Að kristna annara manna börnum gegn vilja þeirra er brot á trúfrelsi. Sama hvað stendur í stjórnarskránni þá er ég ekki kristin þrátt fyrir að vera hluti af þjóðinni.
Að trúa á "Guð eða önnur æðri máttarvöld" er miklu víðara en að vera kristinn. Í þennan flokk falla nánast allir trúaðir Íslendingar og passar þar af leiðandi ágætlega við fyrri kannanir og rannsóknir á sviðinu. Sem benda til þess að um 70 prófsent Íslendinga séu trúaðir og um 50% séu kristnir.
Ég myndi túlka þessa könnun þannig að æðri máttarvöld sé að vera trúuð, er það rangt? Ætli það sé óhætt að taka kaþólikka inn í þetta... Skiptir kannski ekki máli. Allavegana annar hver maður/kona/barn :).
Eins er þér Elsa frjálst að fara fram á að barnið þitt sé skilið útundan þegar kynning á trúarbrögðum fer fram. Rétt eins og þér er heimilt að fara fram á aðrar breytingar á námi barnsins, á meðan það samræmist aðalnámsskrá. Mér þætti það þó meira en lítið skrítið að fara fram á það, en já það er þinn réttur.
Oi: Ég hef aldrei sagst vera ámóti kynningum á trúarbrögðum. Svo lengi sem það er á fræðilegum nótum. Trúboð hins vegar, sama úr hvaða átt, er ekki í lagi. Það er ekki í lagi að kennarinn (eða gestur/prestur í skólanum) segir við nemendur: Gúð er til. Það er heldur ekki í lagi að segja: Guð er ekki til. Hins vegar er í fínu lagi að segja: Sumir trúa á guð. Sérðu nokkuð muninn? Skilur þú muninn? Ég fer fram á að skólinn virðir trúarskoðanir mínir (og lætur vera með að reyna að kristna það) án þess að skilja barnið mitt út undan!
Eins er þér Elsa frjálst að fara fram á að barnið þitt sé skilið útundan þegar kynning á trúarbrögðum fer fram.
Ullabjakk. Þetta segir mér það eitt að þú getur greinilega engan veginn sett þig í spor annarra.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 13/11/12 14:10 #
Það að foreldrar geti ekki sent börnin sín í opinbera skóla án þess að ríkiskirkjan sé með trúboð er hneisa.
Það að Hafnarfjarðarbær geri ekkert í því er skammarlegt og greinilegt að það er gerður greinarmunur á lífskoðunum.
Þeir væru fljótir að banna það ef einhver annar hópur væri inn í skólunum að stunda trúboð.