Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Um ályktun Félags prófessora við ríkisháskóla

Háskóli Íslands

Félag prófessora við ríkisháskóla (FPR) sendi frá sér ályktun í síðustu viku vegna kæru Vantrúar á hendur Bjarna Randveri Sigurvinssyni. Í fljótu bragði er ekki auðvelt að átta sig á því hvað ýtti við prófessorunum á þessum tímapunkti að senda frá sér ályktun um siðanefndarmál 1/2010. Í ályktuninni er þó ýmislegt sem gera þarf athugasemdir við.

FPR gagnrýnir að Vantrú hafi ekki beint athugasemd sinni að kennaranum sjálfum heldur að aðila utan námskeiðsins. Á tvennt skal benda varðandi þetta; Í fyrsta lagi sendi Vantrú erindi til umsjónarmanns námskeiðsins samhliða kærunni til siðanefndar HÍ. Af þeim svörum sem umsjónarmaðurinn og Bjarni Randver sjálfur gáfu var ljóst að þeir áttuðu sig engan vegin á því hver umkvörtunarefni Vantrúar væru. Ef einhver skilningur hefði verið til staðar og vilji til betrumbóta er allt eins víst að kæran til siðanefndar hefði verið dregin til baka.

Í öðru lagi verður að benda prófessorunum á það að Háskóli Íslands hefur sett sér mjög skýrar siðareglur og að í honum er starfandi siðanefnd. Hlutverk þessarar nefndar er einmitt að taka fyrir mál þar sem vafi leikur á að kennarar og starfsfólk skólans hafi breytt rétt í kennslu og fræðistörfum. Því miður gat nefndin ekki sinnt skyldu sinni í þessu máli en það verður seint skrifað á aðgerðir Vantrúar. Öfugt við Bjarna Randver og stuðningsmenn hans - sem með markvissum hætti grófu undan störfum siðanefndar - var félagið Vantrú ávallt tilbúið til samstarfs.

Vantrú saknar þess að sjá í ályktun FPR skoðun þeirra á framferði Bjarna Randvers og stuðningsmanna hans í málinu. Hvaða skoðun hafa prófessorarnir t.d. á því að starfsmaður HÍ nýti sér illa fengin trúnaðargögn til þess að grafa undan mótaðila í máli fyrir siðanefnd? Að hann dreifi þeim óhikað til aðila innan og utan skólans þrátt fyrir að honum hafi ítrekað verið gert ljóst að það sé eigendum gagnanna alls ekki að skapi?

Í ályktuninni segir einnig:

Stjórnin leggur á það þunga áherslu að stjórnsýsla HÍ innan deilda, sviða og miðlægrar stjórnsýslu virði grundvallargildi háskóla um akademískt frelsi háskólakennara.

Hvers virði er akademískt frelsi háskólakennara ef því fylgir engin ábyrgð? Það hljóta allir að geta verið sammála um að frelsi án ábyrgðar sé lítt eftirsóknarvert, sama hvort um ræðir í fjármálakerfum eða innan fræðasamfélagsins. Siðareglur HÍ, og siðanefndin sem fjallar um möguleg brot á þeim, er ein augljósasta stoðin undir ábyrgðarhluta hins akademíska frelsis innan HÍ. Því miður er hægt að skilja ályktun FPR þannig að þeir telji að siðareglurnar séu til óþurftar. Það er vonandi misskilningur.

Þess má til gamans geta að Rúnar Vilhjálmsson, formaður FPR, er einnig forseti Gídeon á Íslandi.

Úbbs.

Ritstjórn 31.05.2012
Flokkað undir: ( Gídeon , Háskólinn )

Viðbrögð


Elsa (meðlimur í Vantrú) - 31/05/12 09:59 #

Þetta sjálflægna hugarfar á ekki heima hjá fullorðnu fólki. Að endalaust vera að tala um sína rétt, sitt frelsi, án þess að nefna þær skyldur og þann ábyrgð sem fylgir. Hvernig er hægt að virða háskóla sem telur sig vera yfir gagnrýni hafið???


Autopsy! - 01/06/12 16:53 #

Prófessorstaða í guðfræði ætti ekki að fyrirnast innan okkar stofnunar.(Thomas Jefferson)


Jón Steinar - 29/06/12 02:21 #

Frelsi án ábyrgðar er einmitt ástæða fjármálahrunsins hér og um víðan völl. Skemmtilegt að sjá þessa spöku menn verja slíkt þegar það hentar þeim sjálfum. Annars virðist mér engin þeirra skilja hugtakið akademískt frelsi, eins og það er skilgreint, enda kæra þeir sig sennilega ekkert um að vita það. Hugtakið snýst fyrst og fremst um opna umræðu og skoðanaskipti forpokun til höfuðs.

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?