Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Laun eins prests

Línurit

Sennilega kannast nú flestir viđ sóknargjöldin (ath: FAQ: Hvađ eru sóknargjöld). Ţađ eru fjárveitingar ríkisins til ţjóđkirkjusafnađa og annarra skráđra trúfélaga sem veittar eru fyrir hvern skráđan međlim yfir 16 ára aldri. Fćrri vita ađ úrskráning úr ţjóđkirkjunni hefur ekki ađeins áhrif á sóknargjöldin heldur er kirkjunni hjálpađ viđ nauđsynlegan niđurskurđ međ öđrum hćtti.

Samkvćmt samkomulagi ríkis og ţjóđkirkju frá 1997 tók ríkisvaldiđ ađ sér ađ greiđa laun biskups, vígslubiskupa, 18 starfsmanna biskupsstofu og 138 presta. Í samkomulaginu er einnig miđađ viđ ađ fjöldi presta á launaskrá ríkisins vćri tengdur fjölda međlima í ţjóđkirkjunni á hverjum tíma. Ákvćđi samkomulagsins voru tekin upp í lögum um stöđu, stjórn og starfshćtti ţjóđkirkjunnar nr. 78/1997 ţar sem segir í 2. mgr. 60. gr.:

Fjölgi skráđum međlimum ţjóđkirkjunnar um 5.000 miđađ viđ ţjóđskrá í árslok 1996 skal ríkiđ greiđa laun eins prests til viđbótar ţví sem greinir í 1. mgr. Sama á viđ um frekari fjölgun. Fćkki skráđum međlimum ţjóđkirkjunnar um 5.000 miđađ viđ ţjóđskrá í árslok 1996 lćkkar tala starfandi presta í 1. mgr. um einn. Sama á viđ um frekari fćkkun.

Á međfylgjandi línuriti má sjá ţróun fjölda međlima í ţjóđkirkjunni síđan 1996. Svarta heila línan markar ţann fjölda međlima sem samkomulagiđ tekur miđ af en brotnu línunar marka ţá ţröskulda ţar sem prestum á launaskrá ríkisins fjölgar eđa fćkkar. Eins og sjá má hefur einn prestur bćst viđ síđan samkomulagiđ var gert og ćttu ţeir ţví ađ vera 139.

Skýringarmynd

Miđađ viđ fréttir af úrskráningum síđustu vikna ţá er líklegra en ekki ađ međlimir ţjóđkirkjunnar verđi fćrri en 249.060 1. desember nćstkomandi og ţví muni prestum á launaskrá ríkisins fćkka um einn á nćsta ári. Eins og viđ vitum ţá eru ríkisprestarnir ekki láglaunastétt, ţeir hafa ađ lágmarki hálfa milljón i laun á mánuđi og međ launatengdum gjöldum ţá nema útgjöld ríkisins vegna hvers prests ekki undir 7 milljónum árlega og sennilega talsvert meira en ţađ ađ međallagi. Ţeir peningar gćtu komiđ í góđar ţarfir á öđrum vettvangi.

Bjarki Sigursveinsson 07.09.2010
Flokkađ undir: ( Stjórnmál og trú , Sóknargjöld )

Viđbrögđ


Ingó - 07/09/10 18:49 #

Er ţađ rétt skiliđ hjá mér ađ ríkiskirkjan fćr ađeins peninga frá ríkinu í gegnum ţann skatt sem međlimir hennar borga. Er ţjóđkirkjan ađ fá eitthvađ meira en ţennan skatt sem kemur frá fólki sem er skráđ í ţjóđkirkjuna?


Hjalti Rúnar Ómarsson (međlimur í Vantrú) - 07/09/10 18:52 #

Er ţađ rétt skiliđ hjá mér ađ ríkiskirkjan fćr ađeins peninga frá ríkinu í gegnum ţann skatt sem međlimir hennar borga.

Neibs, hún fćr pening frá skattinum sem allir borga, međlimir eđa ekki.


Ingó - 07/09/10 20:53 #

Ţetta er mjög skrýtiđ. Hvađ fá ţá önnur trúfélög fá ţau bara skattinn frá ţví fólki sem er skráđ í trúfélagiđ?


Bjarki (međlimur í Vantrú) - 07/09/10 21:05 #

Önnur trúfélög fá sóknargjöld í samrćmi viđ međlimafjölda. Ţjóđkirkjan fćr sóknargjöldin og svo tvo milljarđa ađ auki sem launagreiđslur til starfsmanna og framlög í ýmsa sjóđi.

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.