Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hvar ætti dómsmálaráðherra að spara?

Eins og allir vita er dómsmálaráðherra nú í þeirri óöfundsverðu stöðu að þurfa að skera niður í sínum málaflokkum. Við á Vantrú viljum að sjálfsögðu hjálpa til og höfum því útbúið skýringamynd. Hvar finnst ykkur réttast að spara?

Laun presta og lögregluþjóna

Laun presta og lögregluþjóna

Ritstjórn 31.08.2009
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


ArnarG - 31/08/09 09:24 #

hmmmm lemméraðhuxa... vel það að lækka laun presta. Reyndar vil ég afnema prestastarfið á Íslandi. Er það ekki rétt hjá mér að á milli 6-7 milljarðar fara árlega í að reka þessa ríkiskirkju? Og það úr skattpeningum okkar? Ég sendi fyrri á þessu ári fyrirspurn til formanns Vantrúar einmitt um þetta en fékk ekki svar.


Arnar - 31/08/09 10:13 #

Tilhvers að senda fyrirspurn til formans Vantrúar þegar þú getur sent fyrirspurn til ráðuneytis og kannski vakið athygli þeirra á þessum valkosti.

Persónulega væri ég til að hafa fleirri löggur og færri presta.


ArnarG - 31/08/09 10:27 #

Gott svar nafni..... Annars var fyrirspurnin send til vegna greinar hér á Vantrú þar sem talað var um þetta tiltekna mál. Hvað veist þú annars um hvort ég hafi sent eða ekki sent línu á ráðuneytið?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 31/08/09 10:34 #

Þetta er ágætt hjá ykkur :-)

Auðvitað er ekkert að því að spyrja Vantrú út í málið og leiðinlegt að þú hafir ekki fengið svar.

Ég held að 6-7 milljarðar sé nokkuð ýkt tala, yfirleitt er talað um 4-5. Við höfum t.d. ekki viljað taka kostnað við kirkjugarða inn í þessa tölu en sumir gera það, t.d. kirkjan.


ArnarG - 31/08/09 10:35 #

Það sem ég spurði um á sínum tíma var þetta:

Mig langar að vita hvað ríkiskirkjan er að fá beint í vasann frá ríkinu óháð meðlimafjölda og hvað þeir eru að fá umfram hin trúfélögin?

Eru þetta 6 milljarðar í allt?

Eða, fá þeir um 3 milljarða (hef heyrt því fleygt að svo sé) og fá þeir svo meðlimagjald?

Er til fordæmi fyrir því að ríki og kirkja séu aðskilin, sem í Evrópu.

Sé ég ekkert að því að senda þessa fyrirspurn á Vantrú ekki síst vegna þess að hér gefa menn sig út fyrir að vera málsvarar baráttu gegn hindurvitnum og hafa menn farið mikinn í launamálum presta og hvernig almannafé er sólundað osfrv. Til að fyrirbyggja misskilning þá er ég sáttur við þá baráttu.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 31/08/09 11:13 #

Ég reyndi að finna þetta en því miður hefur enginn tekið sig til og reiknað út nýjustu tölur.


ArnarG - 31/08/09 11:46 #

Jæja, þetta er engu að síður eitthvað sem mætti fá á hreint. Aldrei að vita nema ég komi málinu á einhverja hreyfingu.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 31/08/09 11:58 #

Endilega láttu þá vita en ég held að eitt aðalvandamálið hafi verið að ríkisfjármálin eru mjög ruglingsleg núna.


Sigurður J Guðmundsson - 31/08/09 11:59 #

Hvernig væri að lækka laun presta um 200 þúsund kallinn og láta prestana lifa eins og eðlilegt fólk og þá væri til peningur til að tvöfalda fjölda lögregglumanna svona gróft á litið. Mér myndi líða talsvert betur með það.


Kristján - 31/08/09 12:02 #

Aðskilnaður ríkis og kirkju er hreint og klárt mannréttindamál. Það ætti ekki einu sinni að þurfa að spyrja að því hvort ríkið ætti að beina fénu sem fer í ríkiskirkjuna á aðrar og sanngjarnarni brautir. Aðskilnað ríkis og kirkju strax. Önnur trúfélög reka sig sjálf og það er engin ástæða fyrir því að einhverri ríkiskirkju sé gert hærra undir höfði.

Nú er tími til kominn að endurskoða þetta fyrir alvöru, í miðjum niðurskurði og endurforgangsröðun. Mér finnst þetta liggja ljóst fyrir.


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 31/08/09 12:17 #

Væri ekki bara sniðugt að láta presta fá það sama og löggur?


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 31/08/09 12:25 #

Mér skilst einmitt að prestar velji sér þennan starfsvettvang af því að þeir eru svo góðar manneskjur, þeir verða örugglega bara glaðir að losna undan oki Mammons.


tinna - 31/08/09 12:38 #

Hvernig væri bara að taka málið í eigin hendur og skrá sig úr þjóðkirkjunni. Þá fær háskólinn peninginn í stað kirkjunnar og allir geta verið sáttir.

http://www.thjodskra.is/eydublod/trufelog/


Kolla Kvaran - 31/08/09 12:46 #

Mér skilst að það sé ekki Háskólinn í heild sinni sem fái greitt fyrir þá sem eru utan trúfélaga,heldur ......GUÐFRÆÐIDEILDIN!


Sindri Guðjónsson - 31/08/09 12:52 #

Háskólinn er hættur að fá trúfélagsgjöld þeirra sem standa utan trúfélaga. Þegar hann fékk þau hér áður fór peningurinn til Háskólans í heild, en ekki sérstaklega til Guðfræðideildar.


ArnarG - 31/08/09 13:02 #

Teitur spyr hvort það eigi ekki að setja presta á laun lögreglumanna. Sammála, og setja þá löggur þá á kannski 60% af því sem prestar hafa nú (grunlaun vitaskuld). Mismunin notar svo ríkið í að hjálpa fólki sem á við sárt að binda vegna efnahagshruns Íslands.


Þórður Grétarsson - 31/08/09 13:33 #

Ríkiskirkjan fær um 6 miljarða á ári frá ríkinu og þar af eru um 1,5 milljarðar sóknargjöld innheimt af meðlimum. Afgangurinn kemur beint úr ríkissjóði. Til að setja þessar tölur í samhengi kostar 2,8 milljarða að reka Landhelgisgæsluna. Spurning hvor stofnunin bjargar fleiri mannslífum ?


arna - 31/08/09 15:00 #

hmm... ég myndi vilja aðskilnað kirkju og ríkis takk fyrir.. ég er að meina... ef við giftum okkur í kirkju þurfum við hvort sem er að greiða fyrir það.. mér finnst alger óþarfi að láta alla skattgreiðendur blæða fyrir trúmál.. ef fólk vill þá getur það lagt til síns trúfélags bara eins og félagsgjöld.. ekki er ég trúuð og vil ekki að mínir peningar fari í þessa vitleysu.


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 31/08/09 15:34 #

Arna er með þetta.

Trúfélög eiga bara að rukka sóknarbörnin sín, rétt eins og önnur félög. Sú staðreynd að ríkið innheimti félagsgjöld fyrir eitthvað apparat er fáránlegt.

Ég er svo mikill draumóramaður að ég er viss um að kirkjan styrkist við þessa breytingu. þangað fari þá fólk sem VILL tilheyra kirkjunni en ekki herskarar fólks sem veit í rauninni ekki hvar það stendur í trúmálum.


Bjarni - 31/08/09 15:50 #

Tvö mjög krefjandi og erfið störf sem eru hér á myndinni, sérstaklega á minni stöðum þar sem allir þekkja alla. Held að launamismunurinn sé aðallega vegna mismunandi menntunarkrafna. Samt eru laun lögreglumanna skammarlega lág og hafa lengi verið.


Valgarður Guðjónsson - 31/08/09 16:04 #

Mismunandi menntunarkröfur skýra ekki launamuninn, nægir að benda á byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga - og sennilega flestra annarra háskólamanna...


Viddi - 31/08/09 16:58 #

Dómsmálaráðherra sagði í heilsíðuviðtali (í mogganum?) um daginn að aðskilnaður ríkis og kirkju kæmi ekki til greina, hún væri sjálf aktívur meðlimur þjóðkirkjunnar og núverandi skipulag apparatsins væri sú ákjósanlegasta.

Forgangsröðunin ekki alveg í lagi, frekar að skera niður í löggæslu, menntun og heilsugæslu áður en peningar kirkjunnar eru snertir. Þetta lið er greinilega óhæft í að stjórna landi sem þarf að skera niður í opinberum rekstri.


Bjarki Sigursveinsson - 31/08/09 17:02 #

Ég er jafn hlynntur aðskilnaðir ríkis og kirkju og hver annar vantrúarkommentari en við þurfum að passa okkur á að styðjast við staðreyndir en ekki mýtur. Hún er til dæmis býsna lífseig sagan um að sóknargjöld fólks utan trúfélaga renni til guðfræðideildar HÍ en þannig hefur það aldrei verið eins og Sindri Guðjónsson benti á hérna að framan. Eftir lagabreytingu í sumar renna sóknargjöld utankirkjufólks reyndar ekki í neitt sérstakt, þau eru aðeins spöruð útgjöld af hálfu ríkisins.

Það er heldur ekki rétt að heildar fjárframlög ríkisins til þjóðkirkjunnar séu í kringum 6 milljarða. Rétt tala er 4,1 milljarður sem sundurliðast þannig:

* 1,4 milljarðar samkvæmt samningi um að ríkið borgi laun presta, biskupa o.s.frv. og stjórnsýsluna í kringum Biskupsstofu.

* 730 milljónir vegna framlaga í ýmsa sjóði kirkjunnar.

* 42 milljónir vegna sérframlaga varðandi viðhald á nokkrum sérstökum kirkjubyggingum.

* 2 milljarðar í sóknargjöld

Önnur trúfélög fá líka sóknargjöld í samræmi við meðlimafjölda en í hinum atriðunum felst sérstaða þjóðkirkjunnar. Til reksturs kirkjugarða renna rúmar 900 milljónir en það er varla sanngjarnt að telja það með fjárframlögum til kirkjunnar þó að þeir séu reknir af henni, enda taka þeir við öllum óháð trúfélagaskráningu.

Heimild (excel)


Bjarki Sigursveinsson - 31/08/09 17:14 #

Hér eru nokkrar tölur úr fjárlögunum fyrir 2009 til að setja kirkjukostnaðinn í samhengi:

Lögregla höfuðborgarsvæðisins: 3,2 milljarðar

Landhelgisgæslan: 2,7 milljarðar

Landspítalinn: 32,9 milljarðar

Sjúkrahúsið á Akureyri: 4,1 milljarður

Háskóli Íslands: 10 milljarðar

Háskólinn á Akureyri: 1,5 milljarðar

Öll sendiráð Íslands: 4,5 milljarðar


Matti (meðlimur í Vantrú) - 31/08/09 17:20 #

Takk fyrir ítarlegar athugasemdir Bjarki.

Til reksturs kirkjugarða renna rúmar 900 milljónir en það er varla sanngjarnt að telja það með fjárframlögum til kirkjunnar þó að þeir séu reknir af henni, enda taka þeir við öllum óháð trúfélagaskráningu.

Ég tek undir það og nefndi þetta í athugasemd minni. Það er samt dálítið forvitnilegt að kirkjan telur þessi útgjöld með. Þannig segir í umsögn kirkjuráðs um frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum (pdf skjal) frá því í júní á þessu ári:

Kirkjuráð minnir á að Þjóðkirkjan hefur tekið á sig varanlegar skerðingar áður. Árið 1994 voru árleg framlög ríkisins til kirkjugarða, þ.e. kirkjugarðsgjöld, lækkuð um 90 milljónir króna á þágildandi verðlagi.

Þannig að þegar skera á niður telja þeir þessi útgjöld með en þegar upphæðir eru gagnrýndar snýst dæmið gjarnan við.


Bjarki Sigursveinsson - 31/08/09 17:33 #

Ég vildi gjarnan sjá nánari sundurliðun á þessum 900 milljóna kostnaði við kirkjugarðana og hvernig hann er tilkominn. Þessi upphæð hefur tvöfaldast síðan 1999 þrátt fyrir að greftrunum á ári hafi aðeins fjölgað lítillega á sama tímabili.


G2 - 31/08/09 18:07 #

Það gleymist gjarnan að taka leyndan kostnað ríkisins vegna ríkiskirkjunnar með í dæmið þegar fjallað er um ríkisframlögin.

Til dæmis má nefna sóknargjöldin, sem ríkið innheimtir kirkjunni að kostnaðarlausu og sparar henni þar með tugi, ef ekki hundruð milljóna króna á ári. Fasteigna- og lóðagjaldaniðurfelling, ásamt ókeypis lóðum undir kirkjur, sparar kirkjunni hundruð milljóna kr. á ári. Ríki og borg styrkja viðgerðir og framkvæmdir á og við kirkjur fyrir tugi milljóna á ári og svo má lengi telja.


hmm... - 31/08/09 23:12 #

Áhugavert... vonandi að sem flestir bendi dómsmálaráðherra á þetta


Daníel - 01/09/09 13:07 #

Ég skil, maður sem lifir á því að blekkja fólk og gefa falskar vonir fær tvöfalt meiri pening en mennirnir sem vernda fólkið.. Snilld..


aggi - 01/09/09 13:08 #

lögreglur eru lame svo þegar ykkvað skeður aumingja lögreglan bla bla


Birgir Hrafn Sigurðsson - 01/09/09 14:18 #

Sælir, ég skoðaði fyrr í dag heimildirna (excel skjalið) sem Bjarki Sigursveinsson setti inn en núna þegar ég ætlaði að skoða þær aftur þá kemur inn 404 villa. Er þetta að gerast hjá ykkur líka ?


sje - 01/09/09 14:32 #

Ég trúi alveg fyrir þennan pening!


Matti (meðlimur í Vantrú) - 01/09/09 14:37 #

Birgir, excel skjalið opnast hjá mér.


Birgir Hrafn Sigurðsson - 01/09/09 15:09 #

Jú, heirru þetta virkar á PC vélinni. Ég var á Mac vél og ég kann ekkert á þær =/ Þannig að júbb, Excel skjalið er þarna.


Pétur Karlsson - 01/09/09 17:10 #

WTF! Prestar fá ekki hálfa miljón í mánaðarlaun. Hvaða kjaftæði erþ að?!


Þröstur - 01/09/09 17:25 #

skilst að sumir séu með vel yfir hálfa milljón. Biskup er vel yfir milljón (or so I´ve heard)


Matti (meðlimur í Vantrú) - 01/09/09 17:31 #

Hálf milljón er byrjunarlaun presta, flestir fá meira. Laun fara meðal annars eftir fjölda sóknarbarna þannig að prestar í fjölmennum sóknum fá hærri laun. Auk þess fá þeir tekjur fyrir athafnir.

Biskup var með rétt tæpa milljón á ári mánuði í fyrra skv. tekjublöðum. Spurning hvort fríðindi sem hann nýtur séu öll inni í þeirri tölu, hvort biskupspostulínið sé talið honum til tekna.


G2 - 01/09/09 19:38 #

WTF! Prestar fá ekki hálfa miljón í mánaðarlaun. Hvaða kjaftæði erþ að?!

Ó jú, þetta hafa þeir í byrjunarlaun! Að auki ákveður kjararáð laun biskups, prófasta, vígslubiskupa og presta!!!

Um Kjararáð:

Kjararáð starfar samkvæmt lögum nr. 47/2006, sem tóku gildi þann 1. júlí 2006. Um leið féllu úr gildi lög um Kjaradóm og kjaranefnd. Kjararáð ákveður laun og starfskjör forseta Íslands, þingmanna og ráðherra, héraðsdómara og hæstaréttardómara. Auk þess ákveður ráðið laun og starfskjör annarra ríkisstarfsmanna sem svo er háttað um að laun þeirra geta ekki ráðist með samningum á venjulegan hátt vegna eðlis starfanna eða samningsstöðu.

Laun lögregluþjóna eru hins vegar ekki ákveðin af Kjararáði. Þetta þýðir m.a. það að löggan getur farið í verkfall, en prestar ekki af því að þeir eru mikilvægari (að mati ríkisvaldsins) heldur en lögreglan.


Erik Olaf - 01/09/09 20:18 #

31. gr. laga nr. 90/1996 eða lögreglulögin meinar lögreglunni að fara í verkfall. Löggjafinn hefur því komið í veg fyrir það.


Guðmundur B - 03/09/09 09:04 #

Ég hugsa nú að þið setjið þetta svona upp vísvitandi. Grunnlaun presta eru ekki hálf milljón - grunnlaunin eru um 400 þús skilst mér, svo koma einingar og slíkt ofan á það - og þá geta launin náð hálfri milljón. En það er samt sem áður þannig að það er ekki aukalega greitt fyrir kvöld - næturvinnu sem mér hefur sýnst að er mjög mikil hjá prestum! Lögreglumenn í vaktavinnu eru nú sjaldnast með undir 400 þúsund krónum í launum þegar heilt er tekið...

EN annars finnst mér þetta óeðlilegur samanburður. Þetta eru ekki sambærilegar starfstéttir.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 03/09/09 09:23 #

grunnlaunin eru um 400 þús skilst mér, svo koma einingar og slíkt ofan á það - og þá geta launin náð hálfri milljón.

Allir prestar fá að lágmarki einingar sem færa laun þeirra upp í hálfa milljón.

En það er samt sem áður þannig að það er ekki aukalega greitt fyrir kvöld - næturvinnu sem mér hefur sýnst að er mjög mikil hjá prestum!

Það er örugglega allur gangur á því.

Þetta eru ekki sambærilegar starfstéttir.

Rétt. Löggæsla er nauðsynleg.


Jón K - 03/09/09 10:06 #

Eins og þetta er sett fram er samanburðurinn villandi, vægast sagt. Enginn prestur hefur kr. 500. þús í grunnlaun (a.m.k. ekki byrjandi).Þannig að samanburðurinn við lögreglumanninn er einfaldlega rangur og/ eða mjög villandi.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 03/09/09 10:35 #

Enginn prestur hefur kr. 500. þús í grunnlaun (a.m.k. ekki byrjandi)

Víst! Ekki rugla saman prestum og guðfræðingum. Guðfræðingar fá vissulega allskonar laun.

Prestar fá greitt skv. 121. launaflokki kjaranefndar fyrir embættismenn. Sóknarprestur sem þjónar færri en 500 sóknarbörnum fær 11 einingar/mán (þetta er lágmarkið, var 15 þar til fyrir stuttu) þar sem hver eining er 1% af launaflokki 132. Sérþjónustuprestar (eins og þeir sem starfa í skólum við Vinaleið) fá einnig 11 einingar.

Launatafla 121 429.105
Launatafla 132 617.143

Þannig að launin eru 429.105 + (0,11*617.143) = 496.991

Ef menn vilja mótmæla því að einingar séu hluti af grunnlaunum skulum við hafa það á hreinu að þetta fá allir prestar í launaumslagið um hver mánaðarmót.


Trausti Freyr - 03/09/09 12:59 #

Fólki er greinilega mikið í mun að véfengja þessa grein þína Matti. Þetta er greinilega ekki mál sem þolir mikla dagsbirtu.

Fólki er greinilega mikið í mun að réttlæta það að hinir auðmjúku lærisveinar jesú séu á margfalt hærri launum en þeir sem þeir eiga að þjóna.

Af sem áður var þegar jésú gekk um í sandölunum sínum í palestínu og fékk að gista hjá kuningjum.

Í dag eru það glæsivillur og Land Roverar.

Hvernig var það aftur með ríku mennina og úlfaldan í gegnum nálaraugað? Eða þetta með að gefa allt sitt er fylgja átti jésú? Þetta voru væntanlega bara myndlíkingar.

Við erum náttúrulega svo heppin að hafa prestastéttina til að segja okkur hvað eru myndlíkingar í biblíunni og hvað ekki.

Hentugt hvernig það virkar.

Annars eru engir prestar á vöktum. Það að vinna stundum á nóttinni, stundum aðeins fyrr osf. er ekki vaktarvinna. það kallast sveiganlegur vinnutími, svona svipað því sem ég bý við og fæ ekkert aukalegt fyrir það.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 03/09/09 13:40 #

Bara svo það sé á hreinu þá á ég lítinn heiður af þessari grein :-)

Annars eru engir prestar á vöktum. Það að vinna stundum á nóttinni, stundum aðeins fyrr osf. er ekki vaktarvinna. það kallast sveigjanlegur vinnutími, svona svipað því sem ég bý við og fæ ekkert aukalegt fyrir það.

Alveg eins og ég og flestir sem vinna sérfræðistörf.


Jón K - 03/09/09 16:08 #

Ég held mig enn við það að þetta sé villandi, það er verið að bera saman heildarlaun annars vegar og berstrípaðan taxta hins vegar. Vonandi nær lögreglumaðurinn 300-400 þús krónum allt í allt og þá eru tölurnar samanburðarhæfar, - en ekki fyrr. Annars er ég enginn talsmaður presta, en rétt skal rétt vera.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 03/09/09 16:11 #

það er verið að bera saman heildarlaun annars vegar og berstrípaðan taxta hins vegar

Þetta eru ekki heildarlaun presta. Þeir fá einnig greitt fyrir ýmsar athafnir og þetta eru lágmarkslaun. Flestir prestar hafa hærri laun.

Vonandi nær lögreglumaðurinn 300-400 þús krónum allt í allt og þá eru tölurnar samanburðarhæfar,

Prestar eru með 5-800 þús í laun - ef þú vilt hafa þann samanburð. Hér er þriggja ári gamall listi yfir tekjur nokkurra presta.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 03/09/09 16:15 #

Árið 2007 voru meðallaun lögreglumanna 540.000 á mánuði. Ég geri ráð fyrir að þarna sé töluverð vaktavinna að baki. Einnig eru yfirmenn hjá lögreglunni inni í þessari tölu.


Trausti Freyr - 03/09/09 16:54 #

Ekki bara eru yfirmenn og vaktaálag inn í þessari upphæð sem birtist á VB, heldur botnlaus yfirvinna sem lögreglumenn eru skyldaðir til að taka.

Það er mjög eðlilegt að bera saman berstrípuð lágmarks byrjunar laun beggja stétta, eins og samið eru um í kjarasamningum.

Það er ekki eðlilegt að taka inn í þessa tölu alla þá aukavinnu og aukaálag sem lögreglumenn leggja út í til að hífa sig upp í mannsæmandi laun.

Sem NB rétt slefar upp í þau lágmarks, berstrípuðu laun sem prestar hafa.

En nóg um lögreglumenn, hvað með þá sem eru jafnvel enn nauðsynlegri eins og hjúkrunarfólk. Hver eru lágmarkslaun þeirra? Amk ekki 500þús á mánuði, það er víst.


Jón K - 03/09/09 17:03 #

Fyrst þú kemur með listann um laun presta skora ég á þig að koma með sams konar lista úr sams konar blaði um laun lækna - bara til fróðleiks - og byrja ofan frá ! Líklega hefur Frjáls verslun mestan áhuga á svonefndum "stjörnuprestum" - með mestar aukatekjurnar. Flestir eru með heildarlaun líklega í þessum neðri kanti.

Einn læknir sem skrifar hér stundum hefur séð ofsjónum yfir launum presta - þess vegna væri fróðlegt að fá laun lækna með.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 03/09/09 17:24 #

Fyrst þú kemur með listann um laun presta skora ég á þig að koma með sams konar lista úr sams konar blaði um laun lækna - bara til fróðleiks - og byrja ofan frá !

Listinn sem ég vísaði á var tekinn saman árið 2006. Ég hef ekki aðgang að lista yfir tekjur lækna þá. Hvet þig til að taka það saman og skrifa vefgrein ef þú hefur séstakan áhuga á málinu.

Ég tel læknastéttina einmitt verðskulda há laun enda er hún afar mikilvæg, ólíkt prestastéttinni.

Flestir eru með heildarlaun líklega í þessum neðri kanti.

Við erum búin að staðfesta að lágmarkslaunin eru hálf milljón. Ofan á það bætast aukatekjur fyrir athafnir sem getur verið þokkalegur peningur. Prestar í stærri sóknum fá fleiri einingar og þar með hærri laun.

Einn læknir sem skrifar hér stundum hefur séð ofsjónum yfir launum presta

Hann hefur bent á að grunnlaun nýútskrifaðra lækna eru töluvert lægri en laun nýútskrifaðra presta þó nám læknanna sé lengra. Á bak við há laun lækna liggur sérfræðinám í viðbót við það nám, þetta fólk er búið að mennta sig í 10-15 ár!


Kári Rafn - 03/09/09 18:26 #

Málflutningur Jóns K er gott dæmi um að færa markið. Hann kemur með staðhæfingu (að lágmarkslaun presta séu ekki hálf milljón). Þegar sýnt hefur verið að sú staðhæfing sé röng þá snýr hann einfaldlega út úr og fer að tala um hvað hinir og þessir séu með hærri laun en prestar í stað þess að viðurkenna að hann hafði rangt fyrir sér.


Jón K - 03/09/09 22:35 #

Ég vil ekki snúa út úr. Má vera að lágmarksheildarlaun presta séu í kringum 500 þús kr.

Lágmarksheildarlaun lögreglumanna eru EKKI 200 þús kr, heldur mun meira


jogus (meðlimur í Vantrú) - 04/09/09 10:20 #

Lágmarksheildarlaun lögreglumanna eru EKKI 200 þús kr, heldur mun meira

Enda er talað um grunnlaun. Ekki heildarlaun. Og það er verið að tala um nýútskrifaða presta og lögreglumenn. Ekki alla lögreglumenn.

Góð regla ef menn vilja ekki snúa út úr er að snúa ekki út úr. Til dæmis er góð hugmynd að gagnrýna það sem var sagt en ekki eitthvað annað.


Jón K - 04/09/09 11:52 #

Halló, halló !

Ókei. það sem ég er að segja er að presturinn fær líklega í kringum 500 þús kr. á mánuð. Nýútskrifaður prestur fær ekki meira en það ( nema líklega í undantekningartilfellum) Prestar á Frjálsrar verslunar listanum hafa flestir verið að störfum í áratugi. Þetta eru þekkt nöfn í þjóðfélahginu og fá því meiri aukatekjur. Grunnlaun og heildarlaun nýs prests eru því í langflestum sama talan. ( má kannski bæta 10-20 þús kr. við) Löggan ( sem ætti auðvitað að hafa mun hærri laun) er með 200 þús kr. í grunnlaun og vonandi 100- 150 þús kr í viðbót. Prestar fá engin laun til viðbótar fyrir að vera kallaðir út á öllum tímum sólarhrings.

Það er ekki "allur gangur á því" eins og einhver sagði.


Ormurinn - 04/09/09 12:35 #

"Jón K - 03/09/09 22:35 #

Ég vil ekki snúa út úr. Má vera að lágmarksheildarlaun presta séu í kringum 500 þús kr.

Lágmarksheildarlaun lögreglumanna eru EKKI 200 þús kr, heldur mun meira"

Lögreglumenn eru tilneyddir til að vinna á nóttunni, á gamlárskvöld etc. þegar prestar eru í fríi. Presturinn á heldur ekki í hættu í hvert skipti sem hann mætir í vinnu að vera kýldur, bitinn, hrækt á og svívirtur. Presturinn er ekki fyrstur á slysstað og þvíumlíkt.

Prestar predika hjátrú og hindurvitni. Ef menn vilja notfæra sér þjónustu presta þá eiga þeir bara að borga fyrir það úr eigin vasa en ekki með skattpeningum allmennings. Lögreglumenn veita MIKILVÆGA almenningsþjónustu.


Ólafur - 07/09/09 00:35 #

Grunnlaun nýútskrifaðra lögreglumanna eru 201.502 kr. Laun þeirra fara eftir starfsaldri og stöðu. Lögreglumenn vinna mikla yfirvinnu. Flestir vinna 25-40 yfirvinnutíma í mánuði og sumir meira. Semsagt mikil vinna nótt sem dag, um helgar og hátíðardaga.

Yfirleitt eru heildarlaun lögreglumanna í vaktarvinnu nærri því að vera tvöföld grunnlaunin sem þeir hafa. Nýútskrifaður lögreglumaður hefur því um og yfir 400.000 kr í heildarlaun. Grunnlaun + vaktaálag + yfirvinna. Sá sem starfar á landsbyggðinni þar sem bakvaktir eru hefur kanski 80 til 100.000 kr meira vegna bakvaktanna.

Með 5 ára starfsaldur hefur óbreyttur lögreglumaður 224.647 kr í grunnlaun Með 15 ára starfsaldur hafa þeir um 261.247 kr í grunnlaun.

Svo fara laun líka eftir stöðu "ranki".

Varðstjóri/rannsóknarlögreglumaður með 5 ára starfsreynslu hefur 257.000 í grunnlaun. Aðalvarðstjóri/lögreglufulltrúi með 13 ára starfsreynslu hefur 299.843 kr í grunnlaun

Yfirlögregluþjónar hafa um 435.000 kr í grunnlaun og með yfirvinnu og öðrum einingum hafa þeir heildarlaun á bilinu 600 til 700.000 kr. Lögreglustjórar hafa svo hærri laun en þetta.

Lögreglumenn sem starfa í fámennum byggðarlögum á landsbyggðinni þar sem lögreglumenn eru á bakvöktum hafa sumir vel yfir hundrað þúsund kr fyrir bakvaktirnar og hafa hærri heildarlaun en þeir sem starfa t.d. á höfuðborgarsvæðinu.

Þessar upplýsingar eru úr nýjustu launatöflu lögreglumanna. Bæta má 20.000 kr við allar tölur í töflunni. Það er flöt hækkun sem lögreglumenn fengu síðast ásamt mörgum öðrum stéttum hjá ríkinu. http://www.ll.bsrb.is/skjol/launatoflur/launatafla20080101.xls.

Eins og sést eru laun lögreglumanna mismunandi.


Bjöggi - 07/09/09 15:13 #

það mætti allavegana í það minsta færa launin hjá lögguni í það sama og presta, þótt að prestar séu háskólamentaðir en ekki löggur svo ég best viti, þá mættu þeir alveg vera það. mindi allavegana ekki skaða.


Arna - 07/09/09 15:36 #

Rannsóknarlögreglumaður sem hefur starfað hjá lögreglunni í 8 ár og vinnur í dagvinnu 8-16, og getur ekki unnið neitt aukalega er að fá útborgað nákvæmlega 200.000 kr!


Baldur - 07/09/09 21:48 #

ég held samt að kirkja gegni líka menningarlegum tilgangi... því finnst mér allt í lagi að skattpeningur sé notaður í þetta alveg eins og að nota skattpeninga til að byggja tólistarhús


JL - 10/09/09 12:25 #

Hvernig getið þið sett ykkur í dómararasætið og ákveðið hvaða starf er mikilvægt og hvað ekki.

Oftar en ekki vinna prestar og lögregla saman og það á líka við um presta og lækna og við alveg hrikalega erfiðar aðstæður.

Prestar eru mikilvægir fyrir suma, það eru til ýmsir sem leita til þeirra á erfiðum stundum og þá á að vera sjálfsagt að hafa þann kost. Alveg eins og að fá áfallahjálp. Sumir myndu miklu frekar vilja tala við prest.

Sem betur fer erum við jafn ólík og við erum mörg og við ættum að fagna fjölbreyttninni.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 10/09/09 12:45 #

Prestar eru kristniboðar. Það er vissulega þörf á sumu af því sem þeir gera, en aðrir geta sinnt því betur.

Ef fólk vill sérstaklega fá þjónustu trúarleiðtoga getur það einfaldlega borgað fyrir slíka þjónustu sjálft. Það er ekki nokkur leið að réttlæta að samfélagið þurfi að halda uppi trúarleiðtogum eins tiltekins trúarhóps.

Opinberir starfsmenn eiga að starfa óháð öllum trúarkreddum.


Björn Flóki - 10/09/09 15:13 #

Umhugsunarverð pæling. Vil ekki blanda mér beint í umræðuna beint en vil fá eitt á hreint sem menn hafa ekki verið sammála um hér:

Hvert rennur skattpeningurinn ef maður skráir sig úr þjóðkirkjunni? Samkvæmt tveimur kommenturum hér fer sá skattpeningur ekki til Háskóla Íslands, en í þessu eyðublaði frá Þjóskrá (http://www.thjodskra.is/media/eydublod/trufelag.pdf) stendur "Gjald einstaklings, sem hvorki er í þjóðkirkjunni né skráðu trúfélagi, rennur til Háskóla Íslands."

Hvort er rétt?


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 10/09/09 15:33 #

Sæll Björn

Þetta er bara gamalt eyðublað. Samkvæmt nýju sparnaðartillögum ríkisins (sem er búið að samþykkja) fer þetta beint í ríkissjóð:

Orðin „Vegna einstaklings, sem hvorki er í þjóðkirkjunni né skráðu trúfélagi samkvæmt lögum nr. 18/1975, greiðist gjaldið til Háskóla Íslands“ í 1. mgr. 3. gr. laganna falla brott.

En núna sparar þú ríkinu ~12.000 kr á ári með því að skrá þig úr ríkiskirkjunni.


Björn Flóki - 11/09/09 09:07 #

Takk fyrir þessar upplýsingar Hjalti. Ég er skráður utan trúfélags og er mjög sáttur við að sóknargjöldin renna beint í ríkissjóð.

Ég er búinn að senda leiðréttingu á þessari villu á Þjóðskránna.


ArnarÞ - 17/10/09 01:00 #

Baldur sagði.

"ég held samt að kirkja gegni líka menningarlegum tilgangi... því finnst mér allt í lagi að skattpeningur sé notaður í þetta alveg eins og að nota skattpeninga til að byggja tólistarhús"

Tónlistarhús eru fjölbreitt og opin fyrir allri stefnu tónlistar og því getur hvaða allmenni borgari sem er nýtt hana. Þjóðkirkjan er ekki fyrir alla og þar með er verið að þröngva skoðunum og trú summra uppá aðra.

P.S. Þurfa prestar að borga skatt? Held einhver sagði mér að þeir þirftu þess ekki. Gæti sammt algjörlega verið að muna eithvað vitlaust.


Pétur Maack - 22/10/09 18:16 #

Þessi umræða er æði skrautleg.

Ef það truflar einhvern að ekki sé hægt að bera saman löggur og presta vegna ólíkra menntunarkrafna skal ég gefa ykkur annað dæmi.

Byrjunarlaun sálfræðinga (ég er sjálfur sálfræðingur) á LSH eru 281.515 og á FSA eru þau núna 308.244. Sálfræðingar hafa jafn langa menntun og prestar þ.e. 5 ára nám sem líkur með kandídatsprófi.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.