Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Miðlar misnota syrgjendur

Hér á Vantrú höfum við af og til fjallað um miðla og þær aðferðir sem þeir nota helst til að blekkja fólk, þ.e. háttlestur og forlestur. Við höfum t.d. flett ofan af "besta miðli landins", Maríu Sigurðardóttur og spurt hvort Skúli Lór sé ofmetnasti miðill landsins. Við höfum einnig bent á hvernig miðlar trufla lögreglurannsóknir.

Gísli Ásgeirsson segir frá því í bloggfærslu hvernig miðlar misnota syrgjendur.

Þeir sem vilja hafa syrgjendur að leiksoppi og féþúfu, geta legið yfir minningargreinum, skoðað lista yfir eftirlifandi og fundið fórnarlömb. Heimsókn til miðils eða spákonu kostar slatta af þúsundköllum og eftirtekjan er góð því mikið framboð er af trúgjörnu fólki.

Ritstjórn 07.03.2008
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Teitur Atlason - 08/03/08 00:56 #

Kunningjakona mín missti manninn sinn fyrir nokkrum misserum síðan. Hún var buguð af sorg. Eftir jarðarförina bárust henni 2 mismunandi símtöl frá miðlum sem sögðust hafa skilaboð frá manninum hennar...

Þessi ógeðfeldu símtöl ýfðu upp sárindi þessarar vinkonu minnar og juku á blýþunga sorg hennar og missi.

-Miðlahyskið ætlaði að hafa af henni fé á þessum hræðilega tíma í lífi hennar. Það er því augjóst að þetta miðlapakk gín yfir dánarfregnunum til þess að narra fólk í sárindum þess til þess að kaupa "lestur". Lesturinn er síðan fólgin í því að LJÚGA einhverju hughreystandi bulli um hinn látna ástvin.

Ég fullyrði að ALLIR miðlar eru svikahrappar og ættu að skammast sín. Fá sér 9-5 vinnu eins og annað fólk og hætta að féfletta mannneskjur sem eiga um sárt að binda.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.