Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Forlestur (e. hot reading)

Forlestur (e. hot reading) er sérstök tækni sem notuð er af miðlum, skyggnum, lófalesurum og fólki af svipuðum toga sem nálgast upplýsingar á "leynilegan hátt" frá áhorfendum sínum. Þannig nýtir miðillinn upplýsingar um viðfangsefnið sem hann fékk fyrirfram, andstætt háttlestri. Við getum til dæmis hugsað okkur miðil sem segist fá skilaboð að handan. Miðillinn hefur hugsanlega spjallað við áhorfendur áður en miðilsfundurinn hófst og fengið upplýsingar frá þeim, til dæmis upplýsingar um hvern þau vilji ná sambandi við og annað í þeim dúr. Síðar, þegar miðillinn hefur lesturinn og virðist ná sambandi við látna móður eins áhorfandans, man áhorfandinn jafnvel ekki eftir því að hann sagði miðlinum áður en lesturinn hófst að hann vildi ná sambandi við móður sína. Miðillinn gæti á sama hátt fengið umboðsmann sinn til þess að koma með fólk á lesturinn og þegar miðillinn upplýsir að sonur einhverra hjóna í salnum hafi fallið fyrir eigin hendi, sannfærast áhorfendur um það að miðillinn hafi náð sambandi við soninn. Fólkið vissi ekki að þekkingin var frá umboðsmanninum komin. Þetta má sjá gerast í fyrsta þætti fyrstu þáttaraðar Bullshit! með þeim Penn & Teller.

Að minnsta kosti einn úr kraftaverkahyskinu, Peter Popoff, hefur verið staðinn að verki. Hann þóttist fá skilaboð um veikindi fólks frá guði þegar hann fékk þau í raun frá konu sinni í gegnum eyrnatæki. (Randi 1989: kafli 9; "Secrets of the Psychics").

Lófalesarar hafa farið í gegnum veski viðskiptavina sinna eða fengið aðstoðarmann til verksins. Þetta er vitaskuld gert til þess að afla frekari upplýsingar um viðskiptavininn á vafasaman hátt. Nánari útlisting á því sem margir "miðlar" og "skyggnir" einstaklingar leggja á sig til að afla sér upplýsinga um viðskiptavininn má nálgast í bók Lamar M. Keene, The Psychic Mafia (1997).


Upprunalega greinin á Skepdic.

Erik Olaf 14.05.2005
Flokkað undir: ( Efahyggjuorðabókin )

Viðbrögð


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 14/05/05 09:46 #

Ég tel þetta algengar en fólk heldur. Það á til að panta tíma til miðla og síðan segir miðillinn þeim allskonar vitneskju sem "engin leið var fyrir hann að vita". Fólkið fer síðan alveg heillað fá honum ekki vitandi að það er búið að svindla á því.

Samt alveg ótrúlegt hve margir rugludallar/svikarar telja sig innihalda þennan magnaða hæfileika og hvað margt fólk er örvæntingarfullt eftir á láta svona hyski svindla á sér.


anna - 14/05/05 12:51 #

já en miðlar eru samt alveg óhugnanlega misjafnir og það eru, ef þeir eru allir svikarar, rosalega margar og ólíkar aðferðir sem þeir nota. Það þyrfti að fara betur í að rannsaka þetta (þessi áreiðanlega vísindastofnun sem þeir voru að nota sem hina endanlegu sönnun var reyndar alveg jafn vafasöm og miðlarnir, annað var ekki sannað fyrir manni á nokkurn hátt), svo undarlega vill til að ég var einmitt að horfa á þennan þátt sem þú ert að skrifa um, í fyrsta sinn í morgun svona tíu mínútum áður en ég kíkti hingað.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 15/05/05 22:01 #

þessi áreiðanlega vísindastofnun sem þeir voru að nota sem hina endanlegu sönnun var reyndar alveg jafn vafasöm og miðlarnir, annað var ekki sannað fyrir manni á nokkurn hátt

Fyrirgefðu, getur þú skýrt þetta út fyrir mér hvað þú ert að meina? Hvaða vísindastofnun (langt síðan ég horfði á þennan þátt) og hvað sönnuðu þeir? Ef mig minnir rétt þá sýndu P&T bara að þessir miðlar voru að svindla.


anna - 16/05/05 12:37 #

já ekkert mál. þetta hét national center for inquiry, eitthvað þannig og þeir sögðu að þeir rannsökuðu allt vísindalega og svo kom talsmaður frá fyrirtækinu sem sagði hrokafullur

"ALLT, sem þessir miðlar gera getum við útskýrt og skilið 100% vísindalega"

mér finnst þetta mjög aulaleg fullyrðing. miðað við örfáu útgáfurnar af svikamiðlum sem voru kynntar þarna meikar það allavega ekki sense miðað við raunveruleikann en sumir myndu trúa þessu í blindni vegna þess að þeir voru að rakka niður miðla, en ég vildi einmitt aðeins hvetja fólk til að hugsa um það að íslenskir miðlar eru ekkert líkir þessum sem voru í þættinum t.d og þar með ekki hægt að nota röksemdir vísindamannsins gegn þeim og ef þetta eru einu gerðirnar af miðlum sem þeir rannsaka og geta útskýrt "100% vísindalega" þá er bara ekki mikið varið í þá, en maður veit ekki, þetta var bara brot í sjónvarpsþætti og mér fannst þetta innskot vera mjög tilgangslaust og bara gera verra en einhverjir vilja og þurfa að trúa því í blindni að plat vísindamenn í bandaríkjunum geti útskýrt alla miðla hundrað prósent. Það er náttúrulega bara fyrirgefanleg einfeldni.

reyndar væri ég til í að stofna einhverja yfirnáttúrulega rannsóknarstofu hér, það grasserar allt í mögulegum viðfangsefnum og hver veit, kannski er í raun auðveldara en ég held núna að afsanna þetta allt saman. ég fer samt ekki að trúa því útí bláinn án sannana að svo sé og þessvegna minntist ég á þessi vísindi vs miðla því það er auðvelt og freistandi ef maður trúir ekkert á þá.


anna - 16/05/05 12:42 #

annars eru þetta geðveikir þættir, ég held bara besta sjónvarpsefni sem ég hef séð því það er svo gott og jákvætt og fróðlegt. sérstaklega fyrir mig sem heillast mjög af yfirnáttúru, jafnvel þegar er verið að afsanna hana. Sumt fólkið er svo ógnvekjandi, alveg veruleikafirrt, einsog t.d hnykklæknirinn sem bara byrjaði að hnykkja börn strax og þau komu úr móðurkviði. það ætti að fá skjá einn í eitthvað svona hér, það væri snilld. og ekki bara dulspeki, fara í kirkjur og spjalla við presta og láta þá segja hverju þeir trúa, mér finnst alltaf jafn fyndið þegar fullorðnir menn færa rök fyrir því afhverju þarf að taka goðsögunum um jesú svona bókstaflega.


anna - 16/05/05 13:09 #

mér gramdist við manninn hjá vísindalega fyrirtækinu að hann þyrfti ekki að sýna frammá rannsóknaraðferðirnar sem þeir beittu eða eitthvað svoleiðis heldur bara stinga uppá því að miðlar notuðu þessa hitalesturs aðferð. ástæðan er sú að þegar ég var lítil og trúði á miðla var amma mín harkor hitalesturs sinni og við rökræddum um þetta mál og ég hef síðan þá alltaf verið þeirrar skoðunar að hluti miðla væri svona samviskulaus, því fannst mér þetta engar fréttir og vildi að þeir myndu gera fleiri þætti um miðla í framhaldi af þessu - og endilega stofnanirnar sem rannsaka þá.

mig langar´að skilja hvernig miðilsstörf gætu hugsanlega á einhvern hátt verið raunveruleg og ef ekki þá bara verð ég að skilja hvernig mannskepnur geta upptil hópa verið svo samviskulausar að fara útí svona blekkingar, það er mun erfiðara að trúa því að það sé hægt að vera svo illur á þennan hátt helduren hinu að þau tali við dáið fólk og anda.


Sævar Helgi (meðlimur í Vantrú) - 16/05/05 13:11 #

Center for Inquiry er mjög virt stofnun sem rannsakar yfirnáttúrulega hluti. Þar eru margir virtir vísindamenn sem leggja sitt af mörkum í rannsóknir. Þeim er mjög vel treyst í þetta verkefni. Stofnin er alls ekki vafasöm.

Þessir miðlar sem talað var við í þættinum voru svipað lélegir, en samt aðeins betri, en Þórhallur svikamiðill Guðmundsson. Ég þori að fullyrða að það sé til einfaldari skýring á öllum miðlum heldur en sú að þeir séu í sambandi við dáið fólk.

Ég er sammála þér að þættirnir séu frábærir og eigi mikið erindi hingað til Íslands, sérstaklega þar sem sumt sjónvarpsefni gengur beint erinda kuklara og svikahrappa eins og best sést á Stöð 2.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 16/05/05 13:13 #

Þessir svikamiðlar sem þeir tóku fyrir í þættinum eru með þeim frægustu svo þeir voru ekki bara að taka "einhverja" miðla.

En að þessari fullyrðingu þá held ég að þú sért að rugla saman hugtökum. Þeir eru ekki að segja það þeir geti afsannað hvert einasta sem miðill lætur út úr sér enda væri það ómögulegt. Þeir geta hins vegar útskýrt 100% hvaða aðferðum þeir eru að beita og það er það sem þeir eru að meina.

Mér finnst eins og þú trúir að sumir miðlar séu "the real thing" en aðrir bara einhverjir loddarar sem eru í þessu til að taka peninga af fólki. Ég (og aðrir efahyggjumenn) fullyrðum með góðum rökum að það sé ekki til alvöru miðlar.

Ég bendi þér á að James Randy er með milljón dollara verðlaun fyrir hvern þann sem getur sannað að hann sé með yfirnáttúrulega hæfileika. Þar getur "alvöru" miðill pikkað auðveldlega upp fullt af pening ef hann getur það sem hann segist geta.

Að segja að íslensku miðlarnir séu eitthvað betri heldur en þeir sem starfa í öðrum löndum er mikil einföldun. Þeir eru ekkert öðruvísi. Þeir nota sömu aðferðirnar og þegar menn verða góðir í að koma auga á aðferðirnar þá verður þetta þeim mun augljósara.

Það má líkja þessu saman við galdramann sem er að horfa á annan galdramann. Hann veit nákvæmlega hvað hinn er að gera en áhorfendurnir vita það ekki.

Fyrir mína parta þá hef ég stundum fylgst með ísl. miðlum (í sjónvarpi og útvarpi) og þeir eru hreinlega ömurlega lélegir. Ég trúi því varla að nokkur maður láti platast af svoleiðist loddurum.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 16/05/05 13:25 #

...ef ekki þá bara verð ég að skilja hvernig mannskepnur geta upptil hópa verið svo samviskulausar að fara útí svona blekkingar,

Ég myndi ekki segja að miðlar væru upp til hópa svona samviskulausar þar sem ég trúi því að margir miðlar haldi að þeir hafi þess hæfileika. Það er bara hæfileikinn til að vera gagnrýninn á eigin störf sem vantar.

Það er hins vegar alveg á hreinu að margir miðlar eru hreinræktaðir svikahrappar og beita aðferðum sem eingöngu geta talist til svika. Eins og að hafa aðstoðarmanneskju sem grenslast fyrir um fólk áður en það hittir miðilinn hljóta að teljast mjög meðvituð svik.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.