Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Þjóðin á kirkjujarðirnar

Mynd af landslagi

Árið 1997 gerðu kirkjan og ríkið samkomulag um [að] kirkjan seldi ríkinu kirkjujarðir gegn þeirri skuldbindingu að ríkið greiddi laun presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar. #

Ríkiskirkjan er búin að fá nóg. Hún ætlar ekki lengur að sætta sig við ”óréttlætið” og heimtar að þjóðin borgi kirkjunni það sem þjóðin skuldar henni. Kröfuna byggir kirkjan á því að hún hafi selt þjóðinni kirkjujarðir gegn því að þjóðin greiddi laun presta og starfsmanna ríkiskirkjunnar til eilífðar. Þetta kallar einhverjir ”tekjugrunn kirkjunnar”. Samningurinn var sturlaður en það er önnur umræða.

Spurning dagsins er þessi: Hverjir eiga að njóta arðsins af kirkjujörðunum sem kirkjan seldi þjóðinni?

Þrír fjórðu fyrir alla

Allir landsmenn voru í kirkjunni fyrir árið 1874 þegar við fengum loks trúfrelsi. Ég endurtek, það var ekki trúfrelsi á Íslandi frá árunum í kring um þúsund, þegar kristni var tekin upp með hótunum, til ársins 1874 þegar við fengum stjórnarskrá. Allir voru í kirkjunni. Kirkjan borgaði ekki skatta því kirkjan var hluti af yfirvaldinu. Af þessu er bara hægt að draga eina ályktun:

Allir landsmenn eiga sama rétt á að njóta arðsins af jörðunum sem einu sinni tilheyrðu kirkjunni.

Þetta blasir við. Af hverju ættu þrír fjórðu landsmanna að njóta forréttinda þegar allir landsmenn eiga nákvæmlega sama tilkall til verðmætanna sem forréttindin byggja á? Forfeður mínir voru meðlimir í kirkjunni, ég var skráður sjálfkrafa í kirkjuna við fæðingu og húkti þar inni fram yfir tvítugt. Ég á sama tilkall!

Hvítur kristinn aðall

Það gildir líka um þá sem eiga ekki forfeður hér á landi. Nýbúar sem hafa ríkisborgararétt eiga nákvæmlega sama rétt og afkomendur presta og biskupa. Það sem meira er, allir landsmenn í framtíðinni eiga sama rétt. Nýbúinn sem flytur til Íslands árið 2100 á nákvæmlega sama rétt til þessa jarða og afkomendur núverandi presta og biskupa.

Þessar jarðir tilheyrðu íslendingum öllum, allir íslendingar, núlifandi og ófæddir, eiga tilkall til arðsins. Annað er óverjandi, þar er verið að verja forréttindi einhvers aðals og þá skiptir engu máli þó þrír fjórðu þjóðarinnar séu hluti af honum í dag. Við vitum að það hlutfall mun halda áfram að minnka. Glórulaus afleiðing þess er að þá fækkar þeim hlutfallslega sem eiga að njóta arðs af jarðeignum sem tilheyra þjóðinni allri.

Meðlimir Þjóðkirkjunnar eru ekki aðall og þeir eiga engan rétt umfram aðra landsmenn á að njóta gæða sem söfnuðust á fyrri öldum. Það væri álíka gáfulegt og að segja að hvítir Íslendingar eigi rétt umfram aðra á þeim forsendum að eigendur jarðanna voru hvítir. Réttmætur eigandi jarðanna er þjóðin og eina uppgjörið sem þarf að eiga sér stað þegar kemur að jarðeignum kirkjunnar er endanlegt afsal hennar á þessum eigum og afsökunarbeiðni til þjóðarinnar.

Matthías Ásgeirsson 16.08.2015
Flokkað undir: ( Hugvekja , Ríkiskirkjan )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 16/08/15 10:47 #

Einhver kann að spyrja - á þjóðin þá ekki að fá arð af öllum landeignum? Svarið er . Aðrir jarðeigendur borga/borguðu skatta.

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?