Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Fórnarlambiđ ríkiskirkjan

Mynd af skólastofu

Undanfarin ár hefur ríkiskirkjan veriđ í mikilli vörn. Hún er ógurlegt fórnarlamb illra og frekra afla, veraldlega sinnađra. Röddum um ađ menntakerfiđ fariđ ađ íslenskum lögum og erlendum sáttmálum um ađ skólar stundi frćđslu en ekki bođun er mćtt međ útúrsnúningum og kveini. Aldrei er ţetta meira áberandi en í kringum jólin. Endurómar ţar ríkiskirkjan ađ einhverju leyti hina fáránlegu hugmynd trúsystkina sinna um „war on christmas“, en ţađ stríđ ku nú fara fram í Bandaríkjunum og ađ einhverju leyti Bretlandi. Rétt eins og hér á landi er ţađ aukiđ umburđarlyndi fyrir öđrum trúarskođunum en kristni sem ógnar kristniíhaldinu.

Vantrú fékk leyfi frá Illuga Jökulssyni til ţess ađ birta hér á vefritinu gamla grein eftir hann fyrir jólin. Í greininni bendir Illugi á ađ fćđingarsaga Jesú í Biblíunni sé augljóslega ekki sönn. Og ađ ţetta hljóti prestar almennt ađ vita, en kjósi samt ađ predika hana sem sannleika. Ţetta kallar Illugi lygar, og ţví reiddust bćđi prestar og leikmenn. Viđ vorum skömmuđ fyrir ađ birta slíkan ófögnuđ fyrir jólin og ásamt Illuga kölluđ bókstafstrúarfólk af sjálfum séra Erni Bárđi.

Sá sem heldur einhverju fram sem hann veit ađ er ekki satt er ađ ljúga. Ţetta er eiginlega skilgreiningin á lygi. En sá sem vill ađ ţeir sem halda einhverju fram gegn betri vitund hćtti ađ halda ţví fram er ekki bókstafstrúarmađur. Ţađ er einfaldlega della.

Örn Bárđur var annars í miklum ham yfir hátíđirnar. Eftirfarandi orđ má finna í predikun hans síđastliđinn Gamlársdag:

Hvađ er kennt í leikskólum? Hvađ er kennt í grunnskólum? Löggjafinn setur ramma ţar um en ţađ er ekki nóg. Á sama tíma og amast er viđ kristnum áhrifum í skólum eru ţar kennd önnur trúarbrögđ. Börn eru t.d. ţjálfuđ í yoga í sumum leikskólum og hugmyndafrćđi framandi trúarbragđa án ţess ađ fólk geri sér grein fyrir ţví hvađ ţar er á ferđinni. Nú vil ég ekki amast viđ yoga eđa austrćnum trúarbrögđum en ţegar slíkt er kennt í skólum ţar sem lang flest börn eru kristin, ţ.e. skírđ og tilheyra kristnum foreldrum, ţá er spurning hvort foreldrar ţurfi ekki ađ fylgjast betur međ. Og ef ekki má syngja jólasálma í skólum eđa annađ trúarlegt má ţá syngja um hvađ sem er annađ en kristiđ? Sú afstađa er allt of algeng ađ halda ađ trúin ein bođi trú en allt annađ sé hlutlaust.

Ég skrifađi hér fyrir ofan um útúrsnúninga og kvein. Ţarna sjáum viđ dćmi um bćđi. Byrjum á ţví ađ ramminn sem löggjafinn setur utan um skólastarf í leik- og grunnskólum er ekki ţađ eina sem skólar ţurfa ađ fara eftir. Í lögum um bćđi skólastigin er kveđiđ á um ađ menntamálaráđherra láti útbúa ađalnámskrá sem skólum er skylt ađ fara eftir ţegar ţeir setja sér sínar eigin námskrár, sem einnig er kveđiđ á um í lögunum. Ţetta er svosem ekki stórt atriđi.

Hins vegar er furđulegt ađ sjá prestinn tengja saman mótmćli viđ bođun kristni í skólum á sama tíma og önnur trúarbrögđ séu kennd. Lykilorđiđ ţarna er „kennd“. Ţađ mótmćlir ţví engin ađ kristni sé kennd í skólum, mótmćlin snúast um bođun trúar. Ef Örn Bárđur lćsi nú greinasviđ ađalnámskrár grunnskóla rćki hann sig á ţađ ađ frćđsla um kristna trú er langveigamesti ţátturinn í trúarbragđakennslu. Og ađalnámskrá stendur, alveg óháđ öllum reglum sem sveitarfélög setja um samskipti kirkju og skóla.

Örn Bárđur talar um ađ börn séu ţjálfuđ í yoga og hugmyndafrćđi austrćnna trúarbragđa. Ţessar ćfingar eru fyrst og fremst teygjur og ađrar álíka ćfingar, auk slökunnar, sem fyrst og fremst eru framkvćmdar í gegnum leik eftir ţví sem ég best veit. Kannski hefur Örn betri upplýsingar en ég. En ţetta er ekki í fyrsta skipti sem hann notar yogarökin í ţessari umrćđu. Áriđ 2010 skrifađi hann eftirfarandi:

En ég hef heyrt um leikskóla ţar sem tíđkast ađ hafa kyrrđarstundir međ íhugun ţar sem kenndar eru t.d. yogastellingar. Í mínum huga er ţađ trúbođ, austrćnt ađ uppruna. #

Presturinn er hér semsagt ekki ađ fara međ stađreyndir heldur eigin skođanir á ţví hvađ felst í slökun og teygjućfingum kenndum viđ yoga.

Og svo er ţađ ţetta međ jólasálmanna. Mér finnst magnađ hvađ sá ósannleikur hefur náđ ađ lifa lengi varđandi reglur Reykjavíkurborgar um samskipti trú- og lífsskođunarfélaga viđ menntastofnanir borgarinnar. Í öllum útgáfum, allt frá fyrstu drögum sem lögđ voru fram, hefur komiđ skýrt fram í reglunum ađ ekki standi til ađ banna börnum ađ syngja jólasálma. Ekki heldur ađ búa til jólaskraut eđa annađ álíka. Ţetta hefur ítrekiđ komiđ fram og ćtti ađ vera ljóst öllum sem á annađ borđ hafa lagt sig fram um ađ kynna sér ţessar reglur.

En varnarbarátta ríkiskirkjunnar virđist ekki snúast um stađreyndir. Ţađ skiptir hana ekki máli ađ greinarmunur er gerđur á frćđslu og bođun í skólakerfinu. Ţađ skiptir kirkjuna ekki máli hvađ reglur Reykjavíkurborgar fjalla í raun um. Ţađ sem skiptir máli er ađ mála kirkjuna, ţetta fyrirbćri sem rekiđ er fyrir milljarđafjárframlög úr ríkissjóđi á hverju ári, sem fórnarlamb. Kannski er ţađ sniđugt útfrá einhverjum almannatengslasjónarmiđum, ţó ađ ég efist reyndar um ţađ. En ţetta er ekkert vođalega trúverđugur barlómur, komandi frá trúfélagi sem er kyrfilega verndađ og stutt af íslenska ríkinu.


Mynd fengin hjá kemorgan65

Egill Óskarsson 06.01.2014
Flokkađ undir: ( Stjórnmál og trú , Ríkiskirkjan , Skólinn )