Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Trúbođ og börn

2011 er ár uppskerunnar. Ţótt hún sé ekki mikil er hún áţreifanleg og eflaust ađeins forsmekkurinn af ţví sem koma skal. Fyrst er ađ nefna ađ borgarstjórn Reykjavíkur samţykkti á fundi sínum 4. október sl. reglur sem banna trúbođ í skólum:

Reglurnar fela í sér ađ trúar- og lífsskođunarfélög skulu ekki stunda starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla borgarinnar á skólatíma né heldur á starfstíma frístundaheimila. Ţetta á viđ allar heimsóknir í trúarlegum tilgangi og dreifingu á bođandi efni. Međ bođandi efni er átt viđ hluti sem gefnir eru eđa notađir sem hluti af trúbođi, ţađ er tákngripir, fjölfölduđ trúar- og lífsskođunarrit, bćkur, hljóđrit, prentmyndir og kvikmyndir.#

Annar mikilvćgur áfangi er bođađ frumvarp ríkisstjórnarinnar til breytinga á lögum um skráđ trúfélög nr. 108/1999, lögum um sóknargjald nr. 91/1987, og hjúskaparlögum, nr. 31/1993.

Međ breytingum á ofangreindum frumvörpum er stefnt ađ ţví ađ lífsskođunarfélög fái sömu heimild til skráningar og trúfélög hafa samkvćmt lögum, međ ţeim réttindum og skyldum sem skáningu fylgir. Jafnframt verđur lagt til ađ afnumiđ verđi ţađ fyrirkomulag ađ barn skuli frá fćđingu taliđ heyra til sama skráđa trúfélagi og móđir ţess. (Haust) #

Kemst ţótt hćgt fari

Reynslan af reglunum í Reykjavík verđur metin eftir eitt ár og ţví er mikilvćgt ađ jafnréttissinnar í trúmálum haldi vöku sinni og á hinu háa Alţingi má búast viđ ramakveini afturhaldsaflanna, sem viđ ţekkjum svo vel. Ţađ verđur fróđlegt ađ sjá hverjir munu berjast fyrir ţví ađ ríkisvaldiđ skrái hvítvođunga sjálfkrafa í trúfélag og hvort ţađ verđur gert undir merkjum sjálfstćđis og andúđar á ríkisafskiptum.

Í baráttunni fyrir hlutlausum skólum í trúmálum og afnámi afskipta ríkisvaldsins af trúarbrögđum fćr mađur oft á tilfinninguna ađ ekkert mjakist, allir sofi. En nú eru flestir landsmenn farnir ađ rumska og sumir jafnvel glađvaknađir.

Ţegar Vantrú lagđi til atlögu viđ Vinaleiđina af öllum mćtti 2006 komu stjórnendur skóla og menntayfirvöld af fjöllum. Nú er almenningur međvitađur um fjarstćđu ţess ađ bođa trú í leik- og grunnskólum. Og ţótt trúlausir hafi lengi bent á fáránleika ţess ađ ríkiđ fćri til bókar ađild landsmanna ađ trúfélögum og skrái börn sjálfkrafa í ţau viđ fćđingu komst ekki skriđur á máliđ fyrr en ţessi ósvinna var kćrđ til Jafnréttisstofu, sem sendi frá sér álit 2008 ţess efnis ađ ţessi tilhögun stangađist á viđ jafnréttislög. Menn geta kynnt sér umrćđur á Alţingi 2009 um ţetta mál.

Hér fyrir neđan eru nýju reglur Reykjavíkurborgar í heild sinni:

Reglur um samskipti leik- og grunnskóla og frístundaheimila Reykjavíkurborgar viđ trúar- og lífsskođunarfélög

Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar(.pdf) var samţykkt áriđ 2006. Hún kveđur á um ađ íbúum verđi ekki mismunađ á forsendum kyns, efnahagsstöđu, uppruna, fötlunar, aldurs eđa stjórnmálaskođana. Undanfarin ár hefur markvisst veriđ unniđ ađ framförum á sviđi mannréttinda hjá borginni og hefur verulegur árangur náđst í auknu kynjajafnrétti, í réttindum samkynhneigđra og málefnum innflytjenda. Mannréttindastefnan kveđur einnig á um ađ borgarbúum skuli ekki mismunađ eftir lífs- og trúarskođunum.

Áriđ 2007 kom út skýrsla Leikskóla- og Menntasviđs Reykjavíkur um samstarf kirkju og skóla(.pdf). Í hópi skýrsluhöfunda voru fulltrúar frá öllum hlutađeigandi ađilum; skólastofnunum borgarinnar, Biskupsstofu og Alţjóđahúsi. Ein af meginniđurstöđum hópsins var sú ađ móta ţyrfti skýrar starfsreglur um samskipti trúar- og lífsskođunarhópa og skóla Reykjavíkurborgar.

Borgarráđ samţykkir ađ eftirfarandi reglur gildi um samskipti leik- og grunnskóla og frístundaheimila borgarinnar viđ trúar- og lífsskođunarfélög:

a) Hlutverk skóla borgarinnar er ađ frćđa nemendur um ólík trúarbrögđ og lífsskođanir samkvćmt gildandi ađalnámskrá og námsefni.

b) Trúar- og lífsskođunarfélög skulu ekki stunda starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla borgarinnar á skólatíma né heldur á starfstíma frístundaheimila. Ţetta á viđ allar heimsóknir í trúarlegum tilgangi og dreifingu á bođandi efni[*]. Um almenna kynningu gagnvart foreldrum og börnum á viđurkenndu barna- og ćskulýđsstarfi trúfélaga skal fara líkt og međ kynningu á hliđstćđum frístundatilbođum frjálsra félagasamtaka.

c) Skólastjórnendur grunnskóla geta bođiđ fulltrúum trúar- eđa lífsskođunarhópa ađ heimsćkja kennslustundir í trúarbragđafrćđi/lífsleikni sem liđ í frćđslu um trú og lífsskođanir samkvćmt gildandi ađalnámsskrá og námsefni, og skal heimsóknin ţá fara fram undir handleiđslu kennara og vera innan ramma námsefnisins.

d) Heimsóknir á helgi- og samkomustađi trúar- og lífsskođunarfélaga á skólatíma grunnskóla skulu eiga sér stađ undir handleiđslu kennara sem liđur í frćđslu um trú og lífsskođanir, samkvćmt gildandi lögum og ađalnámskrá. Ţar sem ekki er sérstaklega getiđ um vettvangsheimsóknir leikskólabarna á helgi- og samkomustađi trúar- og lífsskođunarfélaga sem liđ í frćđslu um trú og lífsskođanir í ađalnámskrá leikskóla er eđlilegt ađ miđa fjölda slíkra heimsókna viđ ţađ sem fram kemur í ađalnámskrá grunnskóla til ađ gćta samrćmis milli skólastiga.

e) Ţess verđi gćtt viđ allar heimsóknir til og frá grunnskóla vegna frćđslu um trú og lífsskođanir ađ nemendur fylgist međ en séu ekki ţátttakendur í helgisiđum og athöfnum, og ađ ţćr séu ekki vettvangur fyrir innrćtingu eđa dreifingu á bođandi efni.

f) Skólayfirvöld beini ţví til trúar- og lífsskođunarfélaga ađ ţau skipuleggi fermingarfrćđslu og barnastarf međ ţađ ađ leiđarljósi ađ ţađ hvorki trufli lögbundiđ skólastarf um skemmri eđa lengri tíma.

g) Ţćr stofnanir borgarinnar sem hafa starfandi áfallaráđ tryggi ađ samráđ verđi haft viđ foreldra/forráđamenn ţeirra sem áfalliđ snertir áđur en fagađilar eru fengnir til stuđnings. Í nćrsamfélagi leik-og grunnskóla getur veriđ um ađ rćđa sérfrćđinga, fulltrúa trúar- eđa lífsskođunarfélaga eđa ađra fagađila. Helgistundir sem tengjast viđbrögđum viđ áfalli skulu ađ öllu jöfnu fara fram utan skólatíma.

h) Sígildir söngvar, dansar, leikir og handíđir sem teljast hluti af gamalgrónum hátíđum og frídögum ţjóđarinnar halda sessi sínum í árstíđabundnum skemmtunum og starfi frístundaheimila, leik- og grunnskóla. Jólasálmar og helgileikir tengdir jólum falla hér undir.

Til grundvallar ţessum reglum liggur sá vilji ađ tryggja rétt barna til ţátttöku í skólastarfi óháđ ţeirri trúar- og lífsskođun sem ţau alast upp viđ. Upplýst frćđsla um kristna trú, trúarbrögđ heimsins, lífsskođanir, siđfrćđi, heimspeki og íslenska menningu, er mikilvćg í öllu starfi skóla borgarinnar. Trúarleg innrćting og bođun tiltekinna lífsskođana á ţar ekki heima. Ţađ er á hendi foreldra ađ ala börn sín upp í ţeirri trúar- og lífsskođun sem ţeir kjósa. Um ţađ munu starfsmenn Reykjavíkur standa vörđ samkvćmt mannréttindastefnu borgarinnar og ţeim mannréttindasáttmálum sem Ísland hefur undirgengist.

Rísi ágreiningur um túlkun ţessara reglna úrskurđar Skóla- og frístundasviđ í ţeim efnum. Skóla- og frístundasviđi er jafnframt faliđ skipa nefnd sem meti reynslu af reglunum innan eins árs frá setningu ţeirra og leggi mat á álitamál sem upp kunna ađ koma. Um setu í nefndinni verđi m.a. leitađ til mannréttindastjóra, fulltrúa úr skóla-, foreldra- og háskólasamfélaginu auk fulltrúa trúar- og lífsskođunarfélaga.

[*] Međ bođandi efni er átt viđ hluti sem gefnir eru eđa notađir sem hluti af trúbođi, ţađ er tákngripir, fjölfölduđ trúar- og lífsskođunarrit, bćkur, hljóđrit, prentmyndir og kvikmyndir. #(.pdf)

Ritstjórn 06.10.2011
Flokkađ undir: ( Skólinn , Vísun )

Viđbrögđ


G2 (međlimur í Vantrú) - 06/10/11 14:40 #

Ţađ verđur fróđlegt ađ sjá hverjir munu berjast fyrir ţví ađ ríkisvaldiđ skrái hvítvođunga sjálfkrafa í trúfélag ....

Ég sé, ég sé ...... Árna Johnsen!


Sveinn Ţórhallsson - 06/10/11 14:57 #

Hvađ er ađ frétta af ţví ađ fólk utan trúfélaga borgar hćrri skatta en fólk sem tilheyrir trúfélögum? Hefur eitthvađ veriđ unniđ markvisst gegn ţví?


Reynir (međlimur í Vantrú) - 06/10/11 15:11 #

Fín umfjöllun um skráningarmáliđ á mbl.is.


Jón Ferdínand - 09/10/11 14:55 #

Sáuđ ţiđ viđtaliđ viđ gídeon gaurinn í fréttunum um daginn ţegar fjallađ var um ţessi nýju lög? Ţar lét hann út úr sér frasa eins og: ''Börnin munu fá biblíuna sína, međ einum eđa öđrum hćtti'' og ''viđ höfum fulla trú á ţví ađ viđ komust í kringum ţessi lög'' Sumir hreinlega vita bara ekki hvenćr ţeir eru búnir ađ tapa!


Haukur Ísleifsson (međlimur í Vantrú) - 09/10/11 15:53 #

Í sjálfu sér er ekkert ađ ţví ađ börn fái nýja testamentiđ. Bara svo lengi sem ţađ er međ samţyki foreldra og fari ekki fram innan opinberra stofnanna.


ólöf - 14/10/11 09:03 #

er ekki trúleysi bođun á vissri trú útaf fyrir sig? :) ekki ţađ ađ ég hafi lesiđ mér mikiđ til um síđuna ykkar... http://www.youtube.com/watch?v=AqnEGu8VF8Y&feature=share


Hjalti Rúnar Ómarsson (međlimur í Vantrú) - 14/10/11 09:30 #

Ólöf, ef mađur stundar trúleysisbođun, ţá er mađur ekki ađ bođa trú, heldur trúleysi ;)

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.