Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Vanhæfi Stjórnlagaráðs

11. fundur Stjórnlagaráðs

Nú er Þjóðkirkjuákvæðið orðið að undirstöðu stjórnskipunar á Íslandi samkvæmt nýjustu tillögu Stjórnlagaráðs að drögum að stjórnarskrá. Lengi getur vont versnað.

Þjóðkirkja

Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins.

Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. #

Eins og við höfum margbent á ætti brotthvarf sérstaks "Þjóðkirkjuákvæðis" að vera sjálfsagðasta breytingin á úreltri stjórnarskrá okkar. Jafnframt er hún afar auðveld og í samræmi við vilja mikils meirihluta þjóðarinnar, sem vill aðskilnað ríkis og kirkju. Aðskilnaður verður ekki þótt stjórnarskrárverndin hverfi og þess vegna er óskiljanlegt hvað stjórnlagaráðsmenn eru ragir í þessu máli.

Af hverju í ósköpunum ætti ríkið að hafa einhverja "kirkjuskipan"? Hvað varðar ríkisvaldið um trúarskoðanir landsmanna? Það er ótrúlegt að svona miðaldahugsun ríði enn húsum á 21. öld. Það hvarflar auðvitað ekki að neinum að geta þess sérstaklega í stjórnarskrá að ríkisvaldinu sé heimilt að kveða á í lögum um hofskipan ríkisins, samkunduhúsaskipan, moskuskipan o.s.frv.

Það er deginum ljósara að fjöldi trúleysingja mun ekki hafa geð í sér til að samþykkja stjórnarskrá sem mylur sérstaklega undir ríkiskirkju. Hugmyndin er einfaldlega ógeðfelld og í hróplegri mótsögn við ófrávíkjanlega kröfu okkar um fullt trúfrelsi og jöfnuð borgaranna í trúmálum.

Við bendum á að hægt er að gera athugasemdir við þessa ómynd og kynna sér hvernig Þjóðkirkjuákvæðið velkist og þvælist í þessu óráði. Framan af var það að finna í kaflanum um mannréttindi - sem er í sjálfu sér jafnsúrrealískt og að það flokkist sem undirstaða þjóðfélagsins á sama hátt og þrískipting valdsins.

Um klukkan 14:40 hvarf Þjóðkirkjuákvæðið úr kaflanum um "Undirstöður". Leit að því stendur yfir.

Skyldar greinar: Óráð stjórnlagaráðs / Sáttatillaga um 62. grein / Íslenskir karlmenn sem og hörmungarsaga stjórnlagaráðs

Ritstjórn 12.07.2011
Flokkað undir: ( Stjórnlagaráð , Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 12/07/11 15:21 #

Tillögu A-nefndar (með séra Örn Bárð sem varaformann) varðandi Mannréttindi og Undirstöður má nálgast á síðu Stjórnlagaráðs.

Þetta er "skýringin" á því af hverju þjóðkirkjuákvæði flokkast sem undirstaða samfélagsins líkt og þrískipting valdsins:

Lagt er til að ákvæðið færist úr mannréttindakafla í undirstöðukafla stjórnarskrárinnar, þar sem auk grundvallar stjórnskipunar verði tilteknar ákveðnar grundvallarstofnanir þjóðfélagsins.

Áður hafa verið kynntar tvær útgáfur af þjóðkirkjuákvæðinu. Hér eru báðar fyrri útgáfurnar felldar brott. Í staðinn kemur nýtt ákvæði, þar sem er m.a. brugðist við umræðum á ráðsfundi og innsendum erindum.

Eftir samráð við aðra fulltrúa í Stjórnlagaráði á 39. fundi A-nefndar varð sá kostur ofan á að leggja til að þjóðkirkjan njóti ekki lengur sérstakrar verndar í stjórnarskrá, en löggjafanum sé heimilt að setja um hana lög. Breytingar á slíkum lögum, sem hefðu í för með sér breytingar á sambandi ríkis og kirkju, þyrfti að bera undir atkvæði þjóðarinnar, líkt og er í núgildandi stjórnarskrá.

Ríkiskirkjan skilgreind sem undirstaða og grundvallarstofnun samfélagsins. Það var þá.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 12/07/11 16:00 #

Hvernig stendur á því að þessi tillaga A-nefndar rataði inn í áfangaskjalið en var svo fjarlægð þaðan snarlega? Einhver gæti haldið að Stjórnlagaráð í heild byggi yfir betri dómgreind en A-nefndin.

En í viðtali við Dögg Harðardóttur á youtube um þetta ákvæði fullyrðir hún að "óformleg eða leynileg skoðanakönnun... leiddi í ljós að það voru langflestir sem vildu þessa lendingu" (þ.e.a.s. að hafa það Þjóðkirkjuákvæði sem er umfjöllunarefni þessarar greinar).

Þetta er "lending" á milli sanngjarnrar kröfu um að engu trúfélagi sé hygglt í stjórnarskránni og að hún taki fram að "við" séum kristin þjóð, eins og Dögg vildi helst af öllu.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 12/07/11 16:07 #

Fréttir frá Stjórnlagaráði kl. 15:41.

Kirkjuskipan ríkisins færð í almenn lög

Stjórnlagaráð samþykkti breytingartillögur A-nefndar á 16. ráðsfundi inn í áfangaskjal ráðsins. Samþykkt var tillaga um að kirkjuskipan ríkisins verði færð í almenn lög í stað þess að sérstaklega sé kveðið á um þjóðkirkjuna í stjórnarskránni. Enn fremur er lagt til að ef Alþingi samþykkir að breyta kirkjuskipaninni skuli bera það undir þjóðina til samþykktar eða synjunar líkt og í núverandi stjórnarskrá. Þá er lagt til að ákvæðið verði fært úr mannréttindakafla stjórnarskrárinnar í undirstöðukafla hennar. Nefndin hafði áður kynnt tvær útgáfur af þjóðkirkjuákvæðinu og eru þær nú báðar felldar brott. Með þessum breytingum er m.a. brugðist við umræðum á ráðsfundum og innsendum erindum. Jafnframt var haft samráð við fulltrúa úr öðrum nefndum ráðsins og varð þessi kostur ofan á. #

Þrátt fyrir þessa frétt er Þjóðkirkjuákvæðið ekki í áfangaskjalinu þessa stundina. Þetta er afar traustvekjandi.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 12/07/11 16:34 #

Með þessum breytingum er m.a. brugðist við umræðum á ráðsfundum og innsendum erindum.

Svo ég leiðrétti þetta. Það er brugðist við mótmælum trúmanna í stjórnlagaráði og erindum fáeinna trúmanna. Önnur erindi er hunsuð.


Jón Ferdínand - 13/07/11 04:10 #

Gaman að segja frá því að hann Frosti í Harmageddón á X-inu las þessa grein upp í þættinum í dag og ræddu þeir um þetta mál aðeins;) Skemmtileg grein btw.


Sveinn Þórhallsson - 13/07/11 07:02 #

Verra finnst mér þó það að enn stendur í mannréttindakaflanum að stjórnvöldum beri að vernda öll skráð trúar- og lífsskoðunarfélög.


Arnold Björnsson - 13/07/11 08:01 #

"Verra finnst mér þó það að enn stendur í mannréttindakaflanum að stjórnvöldum beri að vernda öll skráð trúar- og lífsskoðunarfélög."

Ég get ekki séð að nokkuð sé verra en þessi nýja þjóðkirkjuklausa. Það er verið að festa þjóðkirkjuna í sessi. Hins vegar er ég sammála að þessi hugmynd um að vernda öll trúar- og lífskoðunarfélög er fáránleg líka. En þetta er barta sett inn til að reyna að friða fólk svo þjóðkirkjuklausan fái frekar að vera inni. Þetta stjórnlagaráð er algörlega búið að gera í brók. Einfalt verk eins og að nefna engin trú- eða lífskoðunarfélög í stjórnarskrá er þeim alveg um megn. Einhver öfl hagsmunaaðila þjóðkirkjunnar hafa fengið þetta fólk til að missa alla dómgreind í þessu máli. Gungur og dusilmeni og ekkert annað.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 13/07/11 09:24 #

Fyrir hverju er verið að vernda þessi félög? Vantrú? :-)


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 13/07/11 11:01 #

Þjóðkirkjuákvæðið ef aftur komið í áfangaskjalið. Það datt út fyrir "mannleg mistök" en nær væri að flokka það mannleg mistök að setja það inn (aftur).

Stjórnlagaráð hefur spilað rassinn úr buxunum en húrra fyrir Harmageddon.

Nú þarf að benda á að þetta óráð var aldrei kosið heldur var "Stjórnlagaþing" kosið með 36% kosningaþátttöku. Kosningarnar voru ólöglegar og þá ákvað minnihluti Alþingis, 30 þingmenn, að skipa þá sem voru kosnir ólöglega á "þingið" í sérstakt "Stjórnlagaráð", sem átti að vera "ráðgefandi". Aðeins einn af þeim sem náði kjöri sá sóma sinn í að þiggja ekki setu í slíku óráði.

Hugmyndin var í upphafi ágæt en þvílík hörmung að ætla sér að semja stjórnarskrá í krafti ólöglegra kosninga, með minnstu kosningaþátttöku í sögu landsins og fulltingis minnihluta Alþingis. Ég lýsi fullkomnu frati á þennan saumaklúbb.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.