Halldór Elías Guðmundsson djákni hefur birt áhugaverðar hugleiðingar um "þróun Vantrúarhópsins". Þar veltir hann m.a. fyrir sér;
[...] hvort eða öllu heldur hvernig Vantrúarhópurinn er að stofnanavæðast/borgaravæðast og glóðin og harkan að dofna. Þannig hef ég á tilfinningunni að meira púður fari í innra spjall (sem ég hef reyndar ekki aðgang að) og það er ljóst að við sjáum færri greinar á síðunni. Samskipti félagsins út á við virðast vera að breytast. Dregið hefur úr hamagangi á ummælaþráðum en baráttan háð í gegnum siðanefndir stofnanna og fyrir dómstólum. Meiri áhersla virðist lögð á vandaðri vinnubrögð, en minna treyst á karisma og sjálfumglaðan besserwisserstíl.
Ólíkt ónefndum "sérfræðingi í nýtrúarhreyfingum" er Halldór Elías bæði skarpskyggn og ærlegur og því fengur að þessum vangaveltum hans.
Þórhallur málefnalegur að vanda :)
Halldór er einn fárra trúmanna sem hafa verið til í að taka heiðarlega umræðu um trú og trúleysi. Ég virði hann mikils fyrir það.
Maður spyr sig, eruð þið að verða gamlir (: ?
Við höfum einmitt rannsakað þetta sérstaklega og komumst að því að Vantrúarmenn eldast að meðaltali um eitt ár á tólf mánuðum. Þannig má reikna með að frumherjar félagsins séu (að meðaltali) sjö árum eldri nú en árið 2004.
Yngstu félagsmenn okkar eru að nálgast tvítugt (við gerum ekki tilkall til brjóstmylkinga, eins og sumir) en þeir elstu á áttræðisaldri. Sjálfur er ég 22 árum eldri en þegar ég gat talist reiður, ungur maður og telst því eflaust gamall í hettunni.
Óréttlæti ríkiskirkjufyrirkomulagsins, yfirgangur og (við skulum segja) klaufaskapur guðsmanna blása í sífellu í glæðurnar. Réttlætiskennd eldist illa af mönnum.
Mér fannst þetta bara áhugaverðar vangaveltur hjá honum. Einnig hljómar þetta bara sem ágætis þróun yfir í skipulegra batterí, sérstaklega þar sem að nýliðun virðist einnig stöðug. Stoltur að tilheyra þessu;)
Ég held persónulega að þetta sé vegna innkomu Facebook (FB) síðu okkar. Við erum mjög virk þar og margir pósta ummælum sínum þar frekar en hér.
FB er tvíeggjað sverð. Við erum reyndar með meiri fylgjendur en Þjóðkirkjan á sinni síðu.
Sem segir sitt! Miðað við það að aðeins hnefafylli landsmanna eru í Vantrú en 70% eru í þjóðkirkjunni.
En fylgi okkar á FB held ég að dragi úr ummælum á Vantrúar-vefrits síðunni. Eða hvað?
Þetta er fín ábending frá Halldóri. Eigum við hætta með FB síðu okkar og beina öllum á vefritið eða eigum við að sleppa því að berjast á móti straumunum og halda úti okkar FB síðu með tilheyrandi afföllum á vefritinu?
Annað skemmtilegt að spá í.
Youtube síða þjóðkirkjunnar er með 33 áhangendur (Vantrú með 88) hvað mikið af þessum 33 áhangdendum eru meðlimir Vantrúar? (og af restinni hvað eru margir prestar og fjölskyldumeðlimir þeirra?)
Ég er einn af þessum áhangendum þjóðkirkjunnar á YT og ég tel að fleiri Vantrýslingar séu það líka. Satt best að segja held ég að stór hluti þessara áhangenda séu Vantrýslingar.
Hvað ættli margir Þjóðkirkjusinnar séu áhangendur okkar síðu? Ég efast um að miklu fleiri en 2-3 séu það satt best að segja.
Sem reyndar segir aðeins eitt. Að við fylgjumst með Þjóðkirkjunni meira en þeir lesa okkar síður.
Það ætti reyndar að vera augljóst þar sem við fylgjumst með síðum þeirra eins og haukar og svörum þeim fullum hálsi en þau þegja þunnu hljóði yfir skrifum okkar.
Af hverju ætli það sé? Af því að það sem við skrifum sé svona hræðilega vitlaust?
En ef það er svo hræðilega vitlaust afhverju ekki þá að svara því og eyðileggja öll okkar rök?
Ef við höldum áfram þessum skemmtilega typpametingi: Heimasíða Vantrúar fær álíka mikið af heimsóknum á einum mánuði og heimasíður kirkjunnar fá samtals á einu ári. Það segir sitthvað. Sérstaklega þar sem ekki hefur verið eytt krónu í þennan vef fyrir utan hýsinguna.
Og stór hluti heimsókna á t.d. trú.is má rekja til... okkar.
Gaman að þessu.
Þetta er skemmtileg greining hjá Halldóri og trúlega nokkuð rétt. Með þessari breytingu verður Vantrú öflugri félagsskapur og nær fremur markmiðum sínum og það sem skást er til skamms tíma litið ekki eins pirrandi fyrir okkur prestsskepnurnar. Bkv. baldur
Með þessari breytingu verður Vantrú öflugri félagsskapur og nær fremur markmiðum sínum og það sem skást er til skamms tíma litið ekki eins pirrandi fyrir okkur prestsskepnurnar.
Það sem hefur pirrað ykkur ríkiskirkjuprestana mest er líklega það að við séum að hjálpa fólki að losna úr þessari ömurlegu stofnun annars vegar, og hins vegar að við bendum á það þegar þið bullið. Held að þið séuð frekar bjartsýnir ef þið haldið að það eigi eftir að hætta ;)
Mér finnst nú óþarfi Hjalti að vera með leiðindi við presta sem koma hingað tilbúnir til að ræða málin kurteislega og virðast í ofanálag tilbúnir til að hafa smá húmor fyrir sjálfum sér. (sem er held ég mikilvægt fyrir hvern sem er)
Ég held nú ekki að ég hafi verið með leiðindi Andrés. ;)
Já það verður að segjast að þessi grein er eins og ferskur andblær miðað við flest önnur skrif trúmanna um okkur. Og já, bara áhugaverð pæling.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Þórhallur Heimisson - 25/05/11 18:08 #
Halldór skrifar: "Ég velti fyrir mér hvort að Vantrúarhópurinn sé að þróast úr gagnrýninni rödd sem særir, í félagsskap fólks .........sem vill spila bingó á föstudaginn langa",
Maður spyr sig, eruð þið að verða gamlir (: ?