James Randi heldur fyrirlestur um hnignun skynseminnar og hindurvitni í boði Vantrúar og Siðmenntar 24. júní næstkomandi á Háskólatorgi, sal 105 kl. 20-21.
Drómi skynseminnar.
Í fyrirlestrinum fjallar James Randi um nýjar ófreskjur sem att er fram til að féfletta og níðast á auðtrúa almenningi um allan heim. Fyrirlesturinn er um klukkustundar langur og í honum ræðir hann helstu orsakir þess hve ógagnrýnir menn eru um þessar mundir svo sem æsifréttamennsku og hnignun ábyrgrar rannsóknarblaðamennsku; rætur „óhefðbundinna lækninga“ og hvernig þær fikra sig sífellt nær því að verða viðurkenndar; og hvernig digurbarkalegar fullyrðingar trúarbragðanna og leiðtoga þeirra hvetja almenning til að kyngja digurbarkalegum fullyrðingum svikahrappa.
Þessi öfl óskynseminnar geta leitt yfir okkur nýjar miðaldir, því þegar guðsótti, hjátrú og hindurvitni ná yfirhöndinni hefur Upplýsingin beðið skipbrot. Til að axla sögulega ábyrgð okkar og tryggja að Upplýsingin og gildi hennar haldi velli þurfum við að kveða niður trú á djöfla, guði, spádóma, eilíft líf og ámóta fjarstæðu.
Óþarfi er að kynna James Randi fyrir alvöru efasemdarmönnum en hann hefur um áratuga skeið verið leiðandi í Bandaríkjunum í að fletta ofan af svikahröppum og falsmiðlum. Hann hóf feril sinn sem töframaður og má því segja að hann hafi tekið við kyndlinum af Harry Houdini. Annar töframaður, Derren Brown, hefur gert góða hluti á þessu sviði í Bretlandi.
Randi hefur skrifað fjölda bóka um kukl og hindurvitni og nægir þar að nefna Flim-Flam! Psychics, ESP, Unicorns, and Other Delusions, The Faith healers, The Mask of Nostradamus, The Truth about Uri Geller og An Encyclopedia of Claims, Frauds, and Hoaxes of the Occult and Supernatural.
James Randi hefur komið á fót sérstakri stofnun, The James Randi Educational Foundation og hefur heitið hverjum þeim sem sýnt getur fram á yfirnáttúrulega hæfileika einni milljón bandarikjadala. Margir hafa spreitt sig en enginn staðist prófið.
Nánari upplýsingar um þennan merka mann má finna á Wikipedia en enginn ætti að láta þennan fyrirlestur fram hjá sér fara.
Háskólatorg, salur 105 klukkan 20-21. Til hamingju Ísland!
[Athugasemd færð á spjallið þar sem hún tengdist ekki efni greinarinnar]
-Ritstjórn
Orð eru til alls fyrst og hér er kveikjan að komu Randis.
Fyrst Houdini þá Randi, en nú Pen & Teller og Derren Brown. Við eigum þessum sjónhverfingamönnum mikið að þakka.
Verð því miður ekki á landinu. Veit einhvur hvort Randi verður í nánd við Kaupmannahöfn á svipuðum tíma?
Randi mun halda erindi á ráðstefnunni Gods & Politics sem fer fram í Kaupmannahöfn 18.-20. júní.
Váá, ég vildi óska að ég gæti komist en er erlendis :( Að hitta hann hefur verið draumur minn í langan tíma!
Verður fyrirlesturinn tekinn upp og settur á netið? ef svo, hvar munum við óheppnu sem komast ekki á fyrirlesturinn geta fundið hann?
Gaman að fá þennan snilling til Íslands.
http://www.youtube.com/watch?v=l0u6eJB9GLY
Hér er nýjasta myndbandið hjá honum.
Gaman að þessu.
http://www.youtube.com/watch?v=YB3SAD-gHTc
Bæði Randi og vinur hans Richard Dawkins eru ekki hrifnir af því að ræða um Rupert Sheldrake. Ég mana ykkur til þess að nefna eða hrópa að honum " Sheldrake!" og hann mun koma sér undan því að ræða um hann og reynir að breyta um umræðuefni og fer líklega að tala um álfa og tröll :)
Þessi samkoma er búin að skjóta sig í rassinn svo hrikalega, vantrú-ar söfnuðurinn er nú að fá sinn æðsta prest til landsins hahaha...
Bæði Randi og vinur hans Richard Dawkins eru ekki hrifnir af því að ræða um Rupert Sheldrake. Ég mana ykkur til þess að nefna eða hrópa að honum " Sheldrake!" og hann mun koma sér undan því að ræða um hann og reynir að breyta um umræðuefni og fer líklega að tala um álfa og tröll :)
Sheldrake? í alvöru? Maðurinn sem gaf út tímamótaverkið:
Dogs That Know When Their Owners Are Coming Home And Other Unexplained Powers of Animals: An Investigation
Held að fólk hafi margt betra við tímann að gera
James Randi tjáði sig um Sheldrake árið 2003.
My experience with Rupert Sheldrake has all been by e-mail, and my attempts to test his wonders have been refused. In describing his "dog" tests some years back, I made an error, promptly admitted it, and seemed at that point to have been written off his list as an incompetent, a condition that's remained ever since. #
Hér er umræða um Sheldrake á spjallborðinu á randi.org.
ps. Illumnati, við krefjumst þess að fólk að gefa upp gilt póstfang.
Rupert Sheldrake heldur því meðal annars fram að miðilshæfileikar séu raunverulegir. Hann hefur gert ýmsar rannsóknir þessu til stuðnings.
Allar hans rannsóknir hafa verið hraktar og hann hefur aldrei getað lýst því hvernig þessir hlutir virka.
Sheldrake er skólabókardæmi um gervivísindamann sem notar slæmar tilraunir og enn verri tölfræðiaðferðir til að ljá húmbúkki sínu trúverðugleika án þess þó að setja nokkurntíma fram heildstæða kenningu.
+Hér er umræða um kenningar Sheldrakes hjá Skeptic's Dictionary
FOKK YEAH!!!
Ég fer sko til Reykjavík Helvíti bara til að mæta á þetta, annars er ég aumingi í eigin augum.
Blómatímabil efasemdarmannana spennandi hugstýríng en það sem skiptir máli er opin hugur og hlusta síðan dæmir maður útfrá því.
Er ekki málið að henda upp Facebook event, og nýta sér viral dreifinguna sem fæst úr því?
Við höfum bókað sal 105 á Háskólatorgi klukkan 20!
Og hér er Facebook event.
Nýtt myndband frá Randi um ferð hans um Evrópu
http://www.youtube.com/watch?v=jmQRUZMxGDE&playnext_from=TL&videos=cM7Zle-ExDc&feature=sub
Bendi á að það kostar 1.000 kr. inn, rukkað við inngang. Nú þegar hafa 220 boðað komu sína á Facebook og jafnvel rúmlega það en salurinn tekur 180.
Mætið því tímanlega með reiðufé, en hraðbankar eru að vísu á staðnum, við bóksölu stúdenta og í Odda.
Stofa 105 er fyrir neðan bóksölu stúdenta á svokölluðu Háskólatorgi. Þetta er ný bygging fyrir sunnan aðalbyggingu Háskólans.
Þar sem Randi var í miklu stuði og fyrirlesturinn varð nær tvisvar sinnum lengri en ætlað var gafst enginn tími til spurninga.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 17/05/10 12:12 #
Bravó!!!